Morgunblaðið - 05.02.2005, Side 35

Morgunblaðið - 05.02.2005, Side 35
Tæp 80% svarenda flugu ekkert innanlands sumarið 2004 en 9% þrisvar eða oftar. Þegar spurt var um áfangastaði reyndust tæp 40% ferða vera frá jaðarbyggðum og landsbyggð- arkjörnum til höfuðborgarsvæð- isins. Um helmingur ferða íbúa höf- uðborgarsvæðisins var til staða á Suður- og Vesturlandi og bar sum- arbústaðasvæðin í nærliggjandi byggðalögum hæst auk þess sem hlutfallslega margir fóru til Ak- ureyrar og Egilsstaða. 45% í heimahúsum Frí var nefnt af 78% svarenda sem meginástæða ferða. 51% nefndu heimsóknir til vina og ættingja og 18% nefndu vinnu sem helstu ástæðu ferða. Á óvart kemur, að sögn Bjarna, hve ættarsamfélagið er sterkur hvati í ferðum Íslendinga sem sést m.a. af því að um 45% gistu í heimahúsum en aðeins 8% á hótelum. Um 46% svarenda eiga eða hafa aðgang að sumarbústöðum og fara þangað að meðaltali tíu sinnum yfir sumarið, þeir eldri þó þrisvar sinn- um oftar en þeir sem yngri eru. Ferðum til höfuðborgarsvæðisins fækkar ört með aukinni fjarlægð auk þess sem mikilvægi aðgengis að góðu vegakerfi var undirstrikað í könnuninni, en íbúar Reykjanes- bæjar fóru mun oftar til borg- arinnar en íbúar Akraness þrátt fyrir sömu vegalengd. Sveitarómantíkin heillar Að meðaltali höfðu 12% íbúa jað- arbyggða og 11% í landsbyggðar- kjörnum áhuga á að búa á höfuð- borgarsvæðinu sem er ekki hátt hlutfall miðað við flutninga til höf- uðborgarsvæðisins undanfarin tíu ár. Hlutfallið reyndist 41% í yngsta aldurshópnum, 18–24 ára. Þegar íbúar höfuðborgarsvæð- isins voru spurðir hvort þeir gætu hugsað sér að búa annars staðar á Íslandi en í eða við borgarmörkin, svöruðu 52,4% því játandi, 47,6% sögðu nei og 4,3% tóku ekki af- stöðu. „Það er ótrúlega hátt hlutfall að rúmlega helmingur íbúa höf- uðborgarsvæðisins gæti hugsað sér að búa úti á landi. Þessi áhugi er nokkuð jafn eftir aldri, fjöl- skyldugerð, menntun og tekjum. Þó má greina heldur meiri áhuga hjá yngri tekjulægri hópnum,“ segir Bjarni. Þegar spurt var hvar íbúar höf- uðborgarsvæðisins vildu helst búa, kom í ljós að Akureyri er lang- vinsælasti staðurinn. Um 35% svar- enda nefndu höfuðstað Norður- lands, en enginn annar staður nálgast höfuðborgarsvæðið hvað varðar atvinnu-, menntunar- og þjónustuframboð, segir Bjarni. „Jaðarbyggð höfuðborgarsvæðisins kemur næst að vinsældum og Egils- staðir og Austurland lentu í þriðja sæti. Fyrir utan val á umræddum búsetusvæðum, endurspeglar þessi niðurstaða að stór hluti höfuðborg- arbúa gæti hugsað sér að búa í minna samfélagi og í betri tengslum við náttúruna. Það blundar því sveitarómantík í hugum margra þéttbýlisbúa.“ join@mbl.is rétta máltíð á hótelinu og spjallað og spilað fram eftir kvöldi. Farið var í dagsferð á jökulinn Hinter- tux þar sem skíðað var í þrjú þús- und metra hæð í mörg hundruð metra breiðum brekkum. Eitt kvöldið var haldin kvöldvaka þar sem farið var í leiki, sungið og sýnd heimatilbúin skemmtiatriði. Sleðaferð var líka á dagskránni eitt kvöldið þar sem keppt var á tveggja manna sleðum niður sjö km braut. Keppnisskapið fékk þar góða útrás á jafnréttisgrundvelli hjá foreldrum og börnum. Ferðin var í alla staði afskaplega vel heppnuð og stóð stjórn skíðadeild- ar Víkings sig einstaklega vel í skipulagningunni, en deildin hefur farið í fjölskylduferð á sama svæði í mörg undanfarin ár þó ég hafi nú verið að fara með í fyrsta sinn.“  Hótel Gasthof Untermetzger Unterdorf 5 A-6280 Zell im Zellertal-Tirol www.untermetzger.at Zillertal-skíðasvæðin www.zillertalski.at Halldóra Blöndal, til hægri, ásamt frænku sinni Emilíu Blöndal. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 35 FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 27 28 4 0 2/ 20 05 Netsmellur Alltaf ód‡rast til Evrópu á netinu Verð frá 15.900 kr.* *N et sm el lu r til G la sg ow . I nn ifa lið : F lu g og fl ug va lla rs ka tt ar . Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com www.golfactivity.co.uk sími 0044 131 343 1545 • ecescott@aol.com Vorgolf í Skotlandi Þriggja daga golfpakki - innifaldir 2 hringir á Turnberry - frá kr. 52.550 www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Íslendingar á ferð um Frakk-land eiga hauk í horni þarsem bresku hjónin Carolynog John Scallan eru en þau reka gistiheimilið Le Bourg í Búrg- úndarhéraði. Carolyn er nefnilega af íslenskum ættum en afi hennar var Jón Þórðarson skipstjóri. Hann lést áður en Carolyn fæddist en hún segist stolt af íslenskum uppruna og vill halda tengslum við landið. Carolyn og John tóku sig upp fyrir tæpum þremur árum og fluttu frá Birmingham þar sem íbúar eru þrjár milljónir og til franska þorps- ins Sens-sur-Seille þar sem íbúar eru 302 talsins. Þetta eru mikil viðbrigði en Carolyn segir að þau hafi gjarnan viljað breyta um lífsstíl og hverfa frá mikilli vinnu í Bretlandi til sveitasælunnar í Frakklandi. Fundu húsið á happadegi Árið 1997 keyptu þau bók um gistiheimili (chambres d’hôte) í Frakklandi og prófuðu nokkur á ári. „Við fylgdumst vel með frönskum gestgjöfum okkar og hugsuðum með okkur að við gætum þetta,“ segir Carolyn. Eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega, ákveðið stað og skoðað samgöngukerfið fundu þau húsið sitt hinn 1. febrúar 2002. „Það er skemmtileg tilviljun að sá dagur er líka afmælisdagurinn minn og brúðkaupsdagurinn okkar,“ segir Carolyn. Þau fluttu inn í júní 2003 og fyrstu gestirnir komu 25. júlí eft- ir að þau höfðu lagfært og end- urbætt húsið. Síðan þá hafa gestir hvaðanæva úr heiminum gist hjá Scallan-hjónunum og þau vilja gjarnan að Íslendingar bætist í gestahópinn. Búrgúndarhérað er m.a. þekkt fyrir vínframleiðslu og er margt að skoða í nágrenni litla þorpsins. Fjögur misstór herbergi eru í hús- inu og kostar gisting fyrir tvo 45 evrur eða um 3.600 krónur með morgunmat. Flugvellir í nágrenninu eru m.a. í Lyon og Genf í Sviss. Afi Carolyn, Jón Þórðarson, fæddist árið 1891 á Sveinseyri við Dýrafjörð, sonur Þórðar Jónssonar og Abigael Bjarnadóttur. Allt frá unga aldri stundaði hann sjóinn, fyrst á skútum frá Ísafirði og Pat- reksfirði. Árið 1912 sigldi hann til Englands og var á sjó, fyrst á flutn- ingaskipum en varð síðar þekktur togaraskipstjóri í Hull. Carolyn seg- ist svo frá að eitt sinn hafi hann misst af skipinu og því farið ásamt félaga sínum að heimsækja íslenska fjölskyldu í borginni. Þar var hann kynntur fyrir barnfóstrunni, hinni norsku Alidu, og giftust þau svo árið 1915. Þau settust að í Hull og eign- uðust sjö börn, þ.á m. Doreen, móð- ur Carolyn, sem er ein af þremur systkinum sem enn eru á lífi, nú 75 ára. Árið 1956 komu Jón og Alida til Íslands í sumarleyfi í fyrsta skipti og var þeim þá haldin stór veisla. Jón lést skömmu eftir heimkomuna til Hull.  FRAKKLAND | Gistiheimili í Búrgúndarhéraði Gestgjafinn af íslenskum ættum Le Bourg 71330 Sens-sur-Seille, Frakklandi Sími: +33 (0)3 85 74 75 25 Tölvupóstur: bookings@- bandb-burgundy.com www.bandb-burgundy.com Hjónin Carolyn og John Scallan reka gistiheim- ilið Le Bourg í Búrgúnd- arhéraði. Carolyn er af íslenskum ættum en afi hennar var Jón Þórðarson skipstjóri. Gistiheimilið sem hjónin reka í Búrgúndarhéraði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.