Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.02.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NOKKUÐ er nú skrifað um að- búnað aldraðra, meðal annars í Morgunblaðið, og er það vel. Þar kveður stundum við þann tón að stórar stofnanir fyrir gamalt fólk séu tímaskekkja. Í grein í Morgunblaðinu 28. janúar lýsir höf- undur, Sigríður I. Daníelsdóttir þroska- þjálfi, þeirri skoðun sinni að fólk sé „nán- ast svipt borgara- legum réttindum sín- um og sjálfræði þegar það flytur á öldr- unarstofnun.“ Sá sem þetta skráir hefur búið í rúmt ár á stofnun af þessu tagi, Grund í Reykjavík, og hefur aldrei fundið fyrir þessari sviptingu. Sumt af því sem gagnrýnt er í greininni á víða við rök að styðjast, svo sem að menn verði að deila svefnrými með öðrum, og oft óskyldum og óvensluðum. Þetta sé ég að vísu ekki í kringum mig. Ég deili vissulega svefnrými með konu minni, sem er engin breyting frá því sem var, en einhleypir hafa hér hver sitt herbergi, sem sum mættu vera stærri, og fleira ber þess merki að húsakynni eru nokkuð við aldur. (Í eldri hluta stofnunarinnar er enn talsvert um tvíbýli.) Til lausnar þessum vanda þarf ekki að leggja stofnanirnar niður, heldur laga húsnæðið að kröfum samtímans eða byggja nýtt. Ég geri mér fulla grein fyrir því ágæta starfi sem unnið hefur verið við að bæta kjör ákveðinna hópa fatlaðra, eins og Sigríður nefnir í grein sinni, og ég hef fyrir því traustar heimildir að hún hefur átt góðan þátt í þeim framförum sem þar hafa orðið. Þar hefur mið verið tekið af því að aðstæður þessara manna eru afar mismunandi og reynt er að finna lausn sem hverj- um hentar best. Hið sama ætti að vera – og er vafalaust – markmið þeirra sem vinna að því að búa öldruðum ævikvöld. En í hópi þeirra, sem orðnir eru 67 ára og sumir talsvert eldri, eru ýmsir sem vel hentar heimilisvist á stórum stofnunum með öðrum, og eru sátt- ir við slíka vist, enda séu stofn- anirnar vel búnar og umfram allt, eins og raunin er hér, mannaðar góðu starfsfólki. Það er sama hvert aðbúnaðarformið er. Þegar aldurinn færist yfir og menn verða öðrum háðir í vaxandi mæli, hlýtur að koma til gagnkvæm aðlögun á milli þiggjenda og veitenda þjónust- unnar. Í umræðu dagsins er það oft nefnt sem dæmi um óheimilislegan stofn- anabrag að menn ráði ekki matseðlinum og verði auk þess að matast með fjölda annarra. Hið fyrra verður vart leyst með litlum heimiliseiningum, nema kokkur fylgi hverri einingu. Síð- asta árið sem við hjónin rákum eigið heimili nutum við ágætrar fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar, sem sendi okkur heim mat á ákveðnum dögum og tímum, en við réðum engu um hvað var í boði hverju sinni, frekar en við gerum nú hér á Grund. Og fólk á öllum aldri sættir sig við að neyta matar með öðrum og óvensluðum, og ger- ir jafnvel kröfu til þess. Börnum frá sex ára aldri standa nú víða til boða máltíðir í skólum, og það er keppikefli margra starfsmanna- félaga að tryggja félögum sínum mat á vinnustað. Í umræðunni er stundum minnst á það helsi sem lagt sé á heim- ilismenn stofnana með því að skammta þeim ákveðinn vikulegan tíma til baða. Hér er baðaðstaða á hverri hæð, en sumir þarfnast hjálpar við þrifin og það setur vit- anlega tímanum skorður, sem yf- irleitt er þó leyst með góðu sam- komulagi. Varla trúi ég að baðtími yrði sveigjanlegri eða rýmri ef að- stoðarfólk þyrfti að ferðast um borgina þvera og endilanga til að sinna skjólstæðingum en þegar þeir eru allir undir sama þaki eins og hér. Ég sætti mig prýðilega við fé- lagsskap margra þeirra sem hér búa og tel þá vini mína og vona að það sé gagnkvæmt. Öðrum hef ég minna kynnst og þarf ekki að kynnast, né þeir mér. Að sjálf- sögðu hentar fjölbýlið ekki öllum, en ég hygg að flestir sem hér búa telji að þetta sambýlisform eigi enn fullan rétt á sér. Í goðafræði Grikkja til forna kemur fyrir Prókrústes nokkur. Ekki veit ég hvort hann var mennskur eða af vættakyni, en hann virðist hafa rekið einhvers konar bændagistingu til fjalla. Hann átti samt aðeins eitt gisti- rúm, sem varð að henta öllum gestum hans. Þá smávöxnu teygði gestgjafinn uns þeir náðu á milli gafla, en af hinum stærstu stýfði hann limi þar til þeir rúmuðust í rekkjunni. Í málefnum aldraðra dugir engin prókrústesarlausn. Það þarf að laga lausnina að einstaklingunum, ekki einstaklingana að lausninni. Við ykkur, sem berjist fyrir bætt- um hag eldri borgara, vil ég að lokum segja: Ykkar bíður mikið starf, þarft og þakklátt. Finnið fyr- ir sem flesta þá lausn sem þeim hentar og fáið þessum lausnum hrint í framkvæmd, en látið vera að reyna að teygja okkur eða sníða, sem unum okkur sæmilega á öldrunarstofnunum, að nýjum rúm- um. Eru stórar stofnanir fyrir aldraða tímaskekkja? Örnólfur Thorlacius fjallar um aðbúnað aldraðra ’Þegar aldurinn færistyfir og menn verða öðr- um háðir í vaxandi mæli, hlýtur að koma til gagn- kvæm aðlögun á milli þiggjenda og veitenda þjónustunnar.‘ Örnólfur Thorlacius Höfundur er fv. rektor. Í HANDRITADEILD Lands- bókasafns Háskólabókasafns er varðveittur hugarheimur Íslend- inga frá því eftir siðskipti í rituðu máli: kveðskapur, sönglist, sagna- fróðleikur, guðsorð, lögfræði, þýð- ingar, lækningabækur, ævisögur lærðra manna, ættartölur, dag- bækur, sendibréf, orðabækur, landlýsingar og svo framvegis. Í þennan sjóð hafa frá öndverðu fjöl- margir leitað og fundið undir öruggri leiðsögn þaulreyndra, hjálpfúsra og vel lesinna starfs- manna Handritadeildar. Árangur leitar hefur birst í ótölulegum fjölda ritverka íslenskri þjóð til menningarauka. Gleðiefni okkar bréfritara er að um þessar mundir sækir sífellt fleira ungt og upp- rennandi lærdómsfólk í sjóð Hand- ritadeildar í námi og starfi; nefna má viðamiklar rannsóknir ungra vísindamanna á skrifuðum tónlist- ararfi Íslendinga og annar hópur leggur sig eftir rannsóknum og út- gáfu á dagbókum íslenskra alþýðu- manna. Handritadeildin varðveitir um 14.000 skráð handrit sem þangað hafa safnast með gjöfum og kaup- um í ríflega 150 ár fyrir tilstuðlan mætra manna. Helst ber að nefna handritasöfn Jóns Sigurðssonar forseta og Jóns Árnasonar þjóð- sagnasafnara sem varðveitt eru í Handritadeild, en báðir voru á sín- um tímum jafningjar Árna Magn- ússonar prófessors sem á sinn hátt rakaði saman öllu sem hann til náði af íslenskum handritum fyrir siðskipti. Safn Árna er varðveitt á Árnastofnunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn sem hafa sömu margslungnu hlutverk og Hand- ritadeild; einna mikilvægast þeirra er að styðja og stunda rannsóknir á íslenskri sögu og bókmenntum í varðveittum handritum. Starfs- menn Handritadeildar hafa einlægt gegnt hlutverkum sínum af fágætri alúð, gætt handrita, liðsinnt ófáum notendum og gert aðfangaskrár og prentaðar skrár yfir handrit safns- ins, en slíkar skrár eru grundvöll- ur frekari fræðastarfsemi. Starfs- fólk deildarinnar hefur jafnframt haft umsjón með gerð skráa yfir einstaka efnisflokka í handritum svo sem kvæði og bréf. Brýna nauðsyn ber til að fullvinna þær skrár, en ekki hefur fengist fé til þess. Starfsmenn Handritadeildar og gestir hennar hafa lagt drjúgan skerf af fræðilegu efni í ársrit safnsins sem fyrr bar heitið Árbók Landsbókasafns en nefnist nú Rit- mennt, afar gagnlegt rit er heldur íslenskan menningararf í heiðri. Nú berast þau válegu tíðindi að hætta eigi útgáfu handritaskrár og Ritmenntar og svipta starfi þann reynsluríka starfsmann Hand- ritadeildar sem seinast sá um hvort tveggja og hefir að auki gert úr garði vandaðar textaútgáfur með efni úr dýrmætum handritum safnsins, Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og merkilegu galdra- kveri. Öðrum starfsmanni Hand- ritadeildar hefir verið sagt upp, en hann er öðrum fremur kunnugur þeim handritum safnsins sem geyma söngmennt liðinna kynslóða og er sjálfur óþreytandi að kynna það efni og liðsinna öðrum við rannsóknir á því. Erindi bréfritara er að leiða ráðamönnum fyrir sjónir hvílík hætta er fólgin í ofangreindum ráðstöfunum. Handritadeild Lands- bókasafns Háskólabókasafns geymir kjarna ritmenntar Íslend- inga frá siðskiptum til nútíðar og það er á hendi ráðamanna safnsins og yfirvalda þeirra að veita fé til þess að ávaxta þann menningararf í rannsóknum og textaútgáfum með þeim mannafla sem býr yfir hefðbundinni og sívaxandi þekk- ingu og þrautseigju til sjálfstæðra og tímafrekra rannsóknarstarfa og jafnframt er óþreytandi að veita öðrum lið til þess að rækta íslensk fræði. Í Handritadeild leynast kveikir að hugsun lifandi manna sem sérkenna menningu Íslend- inga og nú á tímum útrásar þeirra til umheimsins er ekkert mikilvæg- ara en að glæða í loga þann kveik. Það verður ekki gert í lokaðri hirslu, heldur með vakandi vilja til þess að greiða fyrir skilningi kom- andi kynslóða á þeim hugarheimi sem hvergi verður lesinn nema úr skrifum sem nefnd voru hér í upp- hafi og standa öllum fróðleiks- fúsum til nota í hilluröðum Hand- ritadeildar Landsbókasafns Háskólabókasafns. Björk Ingimundardóttir, Einar Gunnar Pétursson, Guðjón Friðriksson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Gunnlaugur Ingólfsson, Jón Torfason, Kristján Eiríksson, Margrét Eggertsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Svanhildur Óskarsdóttir, Þórður Ingi Guðjónsson, Þórunn Sigurðardóttir. Vá fyrir dyrum í Handritadeild Landsbókasafns Háskólabókasafns ’… það er á hendi ráðamanna safnsins og yfirvalda þeirra að veita fé til þess að ávaxta þann menningar- arf í rannsóknum og textaútgáfum …‘ Höfundar starfa á sviði íslenskra fræða. FORVARNARVERKEFNI UMFÍ gegn kynferðislegu ofbeldi – Blátt áfram stóð fyrir því í nóvember að Bæklingurinn „7 skref til verndar börnunum okkar“ var sendur á öll heimili á Íslandi. Að vísu var mikið að gera í fjölmiðlum um þær mundir vegna borg- arstjóraskipta í Reykjavík en samt sem áður voru móttök- urnar frábærar. Það var greinilegt að þetta var tímabært og fólk er opið fyrir þeim upp- lýsingum sem bæk- lingurinn hefur að geyma. Þessi bæklingur kemur frá Bandaríkj- unum, frá grasrót- arsamtökum í Suður- Karólínu sem kalla sig „Úr dimmu í ljósið“ eða „Darkness to Light“. Þessi bæk- lingur, eins og stendur utan á honum, er leið- arvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk. Viljum við með þessum bæk- lingi setja ábyrgðina á þessu vanda- máli á herðar þeirra fullorðnu. Við teljum að með því að fullorðna fólkið axli þá ábyrgð að ræða um þetta við- kvæma mál á jákvæðan og fræðandi hátt við börnin muni það gefa börn- unum tækifæri til að hjálpa sjálfum sér ef nauðsyn ber til. Þessi ábyrgð er sú að ræða þetta oft við börnin og gera það að fyrra bragði svo að barnið viti að það geti leitað til þín, því þú talar opinskátt og hreinskilnislega um þessi mál. Jafnframt þýðir þessi ábyrgð að þú þekkir barnið þitt vel og tekur strax eftir breytingum í hátterni þess sem eru ekki augljósar öðrum. Þ.a.l. úti- lokar þú ekki kynferðislegt ofbeldi sem möguleika. Og þessi ábyrgð þýðir að þú spyrjir „réttu“ spurning- anna þegar þig grunar að eitthvað sé að, en engin merki eru sjáanleg. Með þessum bæklingi er verið að gera fullorðnu fólki ljóst að ábyrgðin er þeirra og auðvelda þeim að leita svara við spurningum sem gætu komið upp eins og til að mynda hvernig eigi að ræða þetta við börn- in, hvert eigi að leita, hver séu merk- in og hvað eigi að gera þegar grunur leikur á kynferðislegri misnotkun barns. Þetta er flókið vanda- mál og í þessum bæk- lingi er einungis farið yfir lítið brot af því, en þetta er leið til að geta greint, komið í veg fyrir og sýnt ábyrg viðbrögð við kynferðislegu of- beldi. Það hafa verið skiptar skoðanir um út- lit bæklingsins en hann er hannaður í Banda- ríkjunum og gerður með það í huga að börn allt niður í níu ára geti nýtt sér hann. 7 skref til verndar börn- unum okkar: 1. skref: Gerðu þér grein fyrir staðreynd- unum og áhættuþátt- unum. 2. skref: Fækkaðu tæki- færunum. 3. skref: Talaðu um það. 4. skref: Vertu vakandi. 5. skref: Búðu þér til áætlun. 6. skref: Fylgdu grunsemdum eftir. 7. skref: Gerðu eitthvað í málinu (www.darkness2light.org). Þessi bæklingur getur að sjálf- sögðu ekki ábyrgst að kynferðislegt ofbeldi komi ekki upp á þínu heimili og, ef barn þitt lendir í slíkum að- stæðum, að það geti sagt strax frá, en við teljum líkurnar meiri en ef ekkert er gert. Bæklinginn á heldur ekki að taka bókstaflega. Við viljum höfða til al- mennrar skynsemi hjá fólki og vekja það til umhugsunar um kynferðislegt ofbeldi á börnum, hversu óþægilegt sem það er að horfast í augu við þá staðreynd. Eins og fram kemur á bæklingnum er hann leiðarvísir en gefur góða mynd af staðreyndum málsins, sem eru fyrstu skrefin í að takast á við hvaða vandamál sem er. Vonumst við, sem stöndum á bak við bæklinginn, til þess að fólk geymi bæklinginn og ef það las hann í nóv- ember dusti þá af honum rykið nú í febrúar og lesi hann aftur. Lesi hann með börnum sínum í þetta sinn. Einnig hvetjum við fólk sem hefur lifað af kynferðislegt ofbeldi til að leita sér hjálpar við að takast á við af- leiðingarnar, sem geta verið marg- víslegar og erfiðar. Þá bendum við fólki á Stígamót (sjá stigamot.is). Þar er unnið frábært starf sem hefur hjálpað mörgum að horfa bjartari augum á lífið. Það er svo sannarlega hægt að takast á við þetta og er það mjög nauðsynlegt. Með forvarnarvinnu eins og þess- ari er stefnt að því að koma í veg fyr- ir frekari vandamál á fullorðinsárum hjá þeim börnum sem verða fyrir þessari ógæfu á barnsaldri. Reynsl- an sýnir að þau geta leiðst út í þung- lyndi, drykkju, eiturlyfjaneyslu, vændi, ofbeldi og fleira. Útgáfa bæklingsins var styrkt af Menningarsjóði Íslandsbanka – Sjó- vár-Almennra. Aðrir sem styrktu útgáfu bæk- lingsins eru dóms- og kirkjumála- ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og menntamálaráðuneytið. Í lokin viljum við þakka lands- mönnum sem hafa stutt við verkefnið með styrkjum, stuðningi og hvatn- ingu með netpósti og notkun heima- síðunnar og sýnt í verki vilja til að breyta og taka ábyrgð á þessum mál- um í dag. Allar upplýsingar um verkefnið og hvað er á döfinni er hægt að finna á www.blattafram.is. Ert þú búinn að lesa bæklinginn „aftur“? Svava Björnsdóttir fjallar um forvarnir gegn kynferðis- legu ofbeldi Svava Björnsdóttir ’Með þessumbæklingi er ver- ið að gera full- orðnu fólki ljóst að ábyrgðin er þeirra.‘ Höfundur er verkefnisstjóri Blátt áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.