Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 05.02.2005, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ INNBLÁSTUR fyrir sýningu sína í Gallerí + á Akureyri sótti Gústav Geir Bollason í texta úr stjörnufræði G.F. Ursin í þýðingu Jónasar Hall- grímssonar þar sem fjallað er um halastjörnur. Skeytir Gústav broti úr þessum texta við eigin texta sem ritaður er á einn vegg gallerísins. Við nánari athugun snýst textinn þó ekki bara um halastjörnu heldur skynjun. Maður les um þoku- kenndan líkama, nálægð, form, liti, ljós og ofbirtu þar sem Gústav spyr hvort við lokum augunum til að verja augun eða til þess að sjá betur? Þessi síðasta setning er svo und- irstaða innsetningar hans. Um er að ræða tvö rýmisverk. Það fyrra sam- an stendur af tveimur litskyggnum af manneskju sem sýpur af kaleik. Íslenskt silfurberg skyggir hins veg- ar á myndina og varpar daufum og flöktandi eftirmyndum af henni á veggina. Síðara verkið er myndbands- upptaka sýnd á flatskjá sem er svo endurvarpað með spegli í bjagaðri útgáfu eftir endilöngum vegg. Myndin var tekin í vita á Hjalteyri. Utan vitans er myrkur svo maður rétt nemur snjó og hvassviðri. Innan vitans blikkar svo skært ljós sem um leið lýsir upp sýningarrýmið eitt augnablik og veggmynd af hala- stjörnu kemur í ljós sem/og áð- urnefndur texti. Það er ekki laust við að manni finnist Gústav vera farinn að feta sig inn á trúarlegt táknmál. Kaleikur og ljós í myrkri. Má kannski líta á ljós vitans sem innra ljós sem gleypir ytra óveður? Er samþætting verkanna vel hugsuð hjá listamanninum. Það er þó skynræn upplifunin sem skiptir megin máli og hefur listamaðurinn augljóslega næma tilfinningu fyrir því andrúmi sem hann vill kalla fram. Einfalt og viðkvæmt myndmál hóflega framsett svo maður finnur umsvifalaust fyrir rósemi og ein- veru. Spurningu Gústavs var svo svarað fyrir mitt leyti þar sem ég gekk úti við eftir að hafa skoðað sýn- inguna og lokaði títt augunum til að sjá hana betur. Enda ein af þessum sýningum sem lifir með manni. Morgunblaðið/Kristján Frá sýningu Gústavs Geirs Bollasonar í Galleríi +. Ljós í myrkri MYNDLIST Gallerí + Opið um helgar kl. 14–17. Sýningu lýkur 6. febrúar. Rýmisinnsetning – Gústav Geir Bollason Jón B.K. Ransu ÞÆR Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Antonia Hevesi píanóleik- ari komu fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á miðvikudaginn og fluttu aríur eftir Mozart, Gounod og Bellini. Skemmst er frá því að segja að söng- urinn var unaðs- legur; röddin var mjúk, tær, kraft- mikil og blæ- brigðarík, hvert svo sem viðfangs- efnið var. Því miður var píanóleikurinn síðri, tæknileg at- riði vöfðust fyrir; trillur voru leið- inlega hægar og ég hefði viljað heyra fleiri litbrigði í túlkuninni. Antonia kunni samt greinilega það sem hún spilaði og hún fylgdi söng- konunni ágætlega; það var bara ekki nóg. Áheyrendur á tónleikunum voru töluvert margir, enda er gaman að gleyma annríki hversdagsins um stund og hverfa á vit fegurðar og skáldskapar, jafnvel þó það sé bara í hálftíma. Fagur söngur TÓNLIST Hafnarborg Tónlist eftir Mozart, Bllini og Goundod í flutningi Huldu Bjarkar Garðarsdóttur sópran og Antoniu Hevesi píanóleikara. Miðvikudagur 2. febrúar. Söngtónleikar Hulda Björk Garðarsdóttir Jónas Sen Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT Su 6/2 kl 20 - UPPSELT Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, Su 20/2 kl 14 - AUKASÝNING, Su 27/2 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Su 13/2 kl 20 SÍÐASTA SÝNING AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 6/2, Fö 11/2 kl 20, Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA STENDUR YFIR Í BORGARLEIKHÚSINU Kennarar: Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800 Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, - UPPSELT Su 13/2 kl 20, - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20, Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Í kvöld kl 20, Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára Íslenski dansflokkurinn sýnir: VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Hátíðarsýning su 6/2 kl 20, Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20 - Lokasýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 13/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Mannakorn í kvöld geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 “HREINLEGA BRILLJANT”EB DV “SNILLDARLEIKUR”VS Fréttablaðið Næstu sýningar: • Föstudag 4/2 kl 20 NOKKUR SÆTI • Laugardag 5/2 kl 20 NOKKUR SÆTI SUNNUD. 6. FEB. KL. 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING MIÐAPANTANIR Í SÍMA 562 9700 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. sýning 18.feb. kl 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 – 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT í Gerðubergi sunnudaginn 6. febrúar kl. 15. Grímuföndur hefst kl. 14. Miðapantanir í síma 5757700 Strengjaleikhúsið sýnir barnaóperuna Undir drekavæng 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Glæsileg útkoma – frábær fjölskyldu- skemmtun” SS RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 05.2 kl 20 UPPSELT Sun.. 06.2 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fös. 11.2 kl 20 UPPSELT Lau. 12.2 kl 20 Örfá sæti Sun.. 13.2 kl 14 aukasýn. Nokkur sæti Fös. 18.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 19.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Tilboð til Visa-vildarkorthafa: Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.