Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 6

Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvaða áhrif hefur sala grunnnets Símans á fjarskiptamarkaði? Allir velkomnir Opinn fundur á vegum Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fimmtudaginn 17. febrúar kl. 17.15 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 Frummælendur: Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Eiríkur Jóhannsson, forstjóri OgVodafone, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Fundarstjóri: Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, í samgöngunefnd Alþingis. JÓN Böðvarsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, deilir ekki áhyggjum með flugumferðarstjóra á samdrætti í flugvallarþjónustudeild slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli og segir að það muni ekki hafa áhrif á þjónustustig á flugvellinum þó að stjórnunin á hreinsun flugbrauta verði færð frá slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli til vélamiðstöðvar hersins. Í yfirfyrirsögn við frétt sem birt- ist um málið í Morgunblaðinu í gær kom fram, fyrir mistök, að til stæði að Bandaríkjaher tæki við stjórn á hreinsun flugbrauta á Keflavíkur- flugvelli. Hið rétta er að stjórnin verður tekin úr hendi slökkviliðsins og færð yfir til vélamiðstöðvar varn- arliðsins. Bæði vélamiðstöðin og slökkviliðið eru deildir innan varn- arliðisins en slökkviliðið er á hinn bóginn eingöngu skipað íslenskum starfsmönnum. Beðist er velvirðing- ar á þessu. Í fyrrnefndri frétt var greint frá því að öryggisnefnd Flugumferðar- stjóra hefði lýst áhyggjum sínum af uppsögnum í flugvallarþjónustu- deild. Þá sagði Kjartan Halldórsson flugumferðarstjóri að þjónustan myndi enn versna ef stjórnunin á hreinsun flugbrauta yrði færð yfir til vélamiðstöðvarinnnar. Þar væri engin sérþekking til staðar. Spurður um áhyggjur flugum- ferðarstjóra sagðist Jón Böðvarsson flugvallarstjóri ekki svara fyrir þetta mál þar sem varnarliðið væri ábyrgt fyrir því. Þá væri eingöngu verið að færa stjórnun á hreinsun- inni milli deilda. „Það er ekki okkar að ráðskast með innri stjórnunar- málefni í þessum deildum hjá hern- um,“ sagði hann. Nánar spurður um áhyggjur flugumferðarstjóra sagð- ist hann þurfa að finna betur út úr því hvað lægi að baki, það yrði að vera annað en huglægt mat flug- umferðarstjóra. „Það er ekki verið að tala um neina breytingu af hálfu varnarliðsins aðra en að færa þessa stjórnun. Þetta er skipulagsbreyt- ing sem er innanbúðar hjá þeim sem samsvarar rekstri á samsvarandi þjónustu á svipuðum flugvöllum annars staðar í heiminum,“ sagði Jón og kvaðst ekki deila áhyggjum með flugumferðarstjóra. Aðspurður hvort fundað yrði með flugumferðarstjórum vegna málsins sagði hann að innanhússrekstur og hvernig einstök mál væru rekin á flugvellinum yrði ekki tíundað í fjöl- miðlum. „Ég geng frá því innan- húss,“ sagði hann. Aðspurður hvort flugvallaryfir- völd hefðu verið með í ráðum þegar varnarliðið ákvað skipulagsbreyt- ingarnar sagði hann: „Þetta er ekki spurning um að hafa verið með í ráðum. Þetta er skipulagsaðgerð sem þeir gera og það hefur ekki áhrif á það þjónustustig sem þeir eiga að halda uppi. Þá er það þar með afgreitt,“ sagði hann. Flugmálastjórn á Keflavíkurflug- velli heyrir undir utanríkisráðuneyt- ið. Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eft- ir því var leitað í gær. Flugvallarstjórinn á Keflavíkurflugvelli deilir ekki áhyggjum af flugöryggi með flugumferðarstjórum Eingöngu verið að færa stjórnun milli deilda „Ekki okkar að ráðskast með innri stjórnunarmálefni í þessum deildum hjá hernum“ HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Hafnarfjarðarvegar og Álftanesvegar í gærmorgun. Þar voru umferðarljósin biluð og blikk- uðu gulu ljósin. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði var bíl ekið yfir gatnamótin frá Fjarðarhrauni í átt að Álftanesi og í veg fyrir bíl sem ók suður Hafnarfjarðarveginn. Við árekst- urinn kastaðist annar bíllinn á öku- vita og síðan kyrrstæðan bíl. Árekstur á biluðum ljósum KONA sem ók bíl sem lenti út af Flugvallarvegi í Keflavík í gær þyk- ir hafa sloppið vel. Hún missti stjórn á bíl sínum í hálku. Henni tókst með naumindum að sveigja frá ljósastaur en þegar hún rykkti bílnum frá staurnum missti hún hann út af veginum hinum megin og þar steyptist hann ofan í gjótu. Steyptist ofan í gjótu UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ stóð fyrir hádegisverðarfundi í gær í til- efni þess að Kyoto-bókunin tók form- lega gildi. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sagði þetta mik- inn merkisdag í alþjóðsamvinnu á sviði umhverfismála. Hún sagði mik- ilvægt að Íslendingar töluðu fyrir aukinni notkun endurnýjanlegrar orku og benti hún á að allt útlit væri fyrir að Ísland gæti staðið við skuld- bindingar sínar án þess að nýta við- bótarákvæðið. Hún sagði þó að setja þyrfti markið hærra og leita allra leiða til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Að mati Ragnars Árnasonar, pró- fessors við Háskóla Íslands, er Kyoto- samkomulagið fyrst og fremst mik- ilvægt sökum þess að það sýni fram á að þjóðir heims geti tekið höndum saman um að leysa sameiginlega að- kallandi stórverkefni. Hann benti hins vegar á að nokkur óvissa væri um þróun samningsins, enda væri lík- legt að ýmsar þjóðir gætu einfaldlega ekki staðið við skuldbindingar sínar, auk þess sem allt útlit væri fyrir að þróunarlönd mundu auka losun sína á næstu árum. Hann benti á að útrým- ing fátæktar í heiminum yrði ekki án aukningar gróðurhúsalofttegunda nema til kæmi ný tækni, en að slík tækni væri einfaldlega ekki fyrir hendi í dag. Í framsögu Ragnars kom fram að hann teldi skynsamlegt að Ís- lendingar tækju upp samskonar kvótakerfi með losunarkvóta líkt og ESB hefur þegar tekið upp. Sagði hann slíka kvóta myndu styrkja fyr- irtækin og leiða til hagnaðar á Íslandi upp á 2–3 milljónir evra árlega. Væri ekki tekið upp slíkt kvótakerfi þyrfti að taka upp græna skatta. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, sagðist líta á Kyoto-bókunina sem fyrsta áfangann á langri vegferð, en ljóst væri að draga þyrfti úr losun gróðurhúsaloft- tegunda um 50% á næstu hálfri öld til þess að það skilaði einhverjum raun- verulegum árangri. Hann sagði Landvernd því eðlilega ekki aðeins horfa til samningstíma Kyoto-bókun- arinnar heldur miklu lengra til fram- tíðar. Hann kallaði eftir því að stjórn- völd horfðu einnig til framtíðar og nefndi lækkun vörugjalda á palljepp- um sem mistök í stjórnsýslunni. Í framsögu Óttars Freys Gísla- sonar, sérfræðings í umhverfisráðu- neytinu, kom m.a. fram að á Íslandi hefði meðaltalslosun á hvern íbúa árið 2000 verið 13 tonn meðan meðaltal þeirra landa sem skuldbundið hefðu sig Kyoto-bókuninni, var 14 tonn. Væri aðeins horft til losunar koltví- sýrings væru tölurnar 10 tonn hjá síð- astnefnda hópnum, 11 tonn hjá OECD-ríkjum og 9 tonn á Íslendinga, en til samanburðar má nefna að talan er 4 tonn á hvern íbúa í heiminum. Skortir langtímaáætlun Þórunn Sveinbjarnardóttir alþing- ismaður kallaði í pallborðsumræðun- um eftir framkvæmdaáætlun frá rík- isstjórninni en hún benti á að ekki lægi fyrir hvernig Íslendingar ætluðu að minnka útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda af mannavöldum. Sagði hún nauðsynlegt að gera sér strax grein fyrir að það væri líf eftir 2012, sem markaði lok skuldbindingartíma Kyoto-bókunarinnar, og sagði hún mikilvægt að huga nú þegar að öðru bókunartímabili samningsins. „Við erum að gleyma okkur á lúxus- snekkjunni og virðumst ekkert huga að því að við fáum kannski ekki far með sama báti árið 2012.“ Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, tel- ur að umhverfisráðuneytið þurfi að setja af stað loftslagsverkefni á borð við verkefni Landverndar. Hann lagði áherslu á að Kyoto-bókunin væri grunnur að áframhaldandi viðræðum og framkvæmd og sagði miklu skipta að Ísland setti sér langtímaáætlun og setti m.a. fram nákvæmar prósentu- tölur ásamt upplýsingum um hvernig ætti að ná fram markmiðum og innan hvaða tímaramma. Merkileg alþjóðasamvinna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Góð mæting var á hádegisfundi í tilefni af gildistöku Kyoto-bókunarinnar. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sagði m.a. mikilvægt að Ís- lendingar töluðu fyrir aukinni notkun endurnýjanlegrar orku. SIGSTEINN Pálsson, bóndi á Blika- stöðum í Mosfellsbæ, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt. Veislan fór fram í Hlégarði og voru margir sem sóttu afmælisbarnið heim og fögn- uðu með honum þessum tímamót- um. Sigsteinn var áður hreppstjóri í tvo áratugi og er nú elsti starfandi félagi í Lionsfélagi í veröldinni. Sig- steinn stofnaði Blikastaðasjóðinn til minningar um konu sína, Helgu Jónínu Magnúsdóttur, sem styður nemendur sem útskrifast frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Á myndinni er Sigsteinn með börnum sínum Magnúsi og Krist- ínu. Morgunblaðið/Jim Smart Aldarafmæli Sigsteins DÖNSK lögregluyfirvöld hafa ekki leitað eftir aðstoð eða samvinnu ís- lenskra lögregluyfirvalda vegna rannsóknar á gríðarstóru hassmáli sem 37 ára Íslendingur er viðrið- inn. Hann var tekinn á landamær- um Þýskalands og Danmerkur í lok síðustu viku með 35 kg af hassi sem grunur leikur á að hafi átt að smygla með skipi til Íslands. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns í Reykja- vík, mun íslenska lögreglan ekki koma að rannsókn málsins nema ósk um það komi að utan. Dæmi eru um að íslenska lög- reglan hafi unnið með erlendum lögregluliðum við rannsókn fíkni- efnamála og má nefna hið stóra mál sem gekk undir heitinu Operation Germania árið 2003. Rannsókn þess leiddi til þungra fangelsisdóma yfir íslenskum og þýskum sakborn- ingum. Ásgeir minnir á að í því máli hafi samstarf íslensku og þýsku lögreglunnar staðið lengi áður en fyrstu handtökurnar fóru fram en í því máli sem hér um ræði hafi smyglari lent í flasinu á dönsku lög- reglunni. Íslensk lögregla ekki aðili rannsóknar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.