Morgunblaðið - 17.02.2005, Side 22

Morgunblaðið - 17.02.2005, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ AKUREYRI Flúðir | Guðjón Árnason, skólastjóri Flúða- skóla, hefur verið skólastjóri í 25 ár, lengst af á Hvolsvelli. Hann hefur þó aldrei þurft að veita kennurum fæðingarorlof og í Pésanum, fréttabréfi Hrunamannahrepps, eru líkur leiddar að því að þetta sé Íslandsmet. Guðjón hefur grun um að stíflan sé að bresta. „Ég er að verða frægur fyrir að hindra fjölgun,“ segir Guðjón þegar hann er spurður út í þetta og er ekki viss hvort þetta orðspor sé jákvætt eða neikvætt fyrir hann. Hann segir vissuleg sérstakt að ekki hafi þurft að gefa fæðingarorlof í skólum sem hann hafi stjórnað í svona langan tíma. Guðjón var lengi skólastjóri gagnfræðaskólans á Hvols- velli og þar kenndu mest karlmenn og skýrir það málið að hluta. Nú hefur réttur feðra til fæðingarorlofs verið aukinn mjög. „Mér sýn- ist á öllu að á næsta ári fari kennari hér, karl- maður í fæðingarorlof. Ætli stíflan sé ekki að bresta?“ segir Guðjón. Allt annað starf Guðjón tók sér frí frá kennslu í nokkur ár. Gerðist framkvæmdastjóri fyrir ferðaþjón- ustufyrirtækið Sælubúið á Hvolsvelli sem byggði upp Njálusetrið og varð síðar sveit- arstjóri í Vestur-Eyjafjallahreppi. Hann tók síðan aftur til við stjórnun skóla og er á sínu öðru ári sem skólastjóri Flúðaskóla. „Það er gaman að glíma við þessa hluti á ný, að vísu er þetta orðið allt annað starf,“ segir Guðjón. Hann segir að með næstsíðustu kjarasamn- ingum kennara hafi starfið gjörbreyst. Það sé nú meira framkvæmdastjórastarf, snúist um stjórnun og umsjón fjármála. „Ég hef ánægju af því líka,“ segir Guðjón. Hann segir að skólastjóri þurfi vissulega einnig að leggja línurnar í fagmálunum og beri endanlega ábyrgð á þeim en unnt að koma daglegri um- sjón meira yfir á deildarstjóra og stigstjóra. Í vetur eru 186 nemendur í Flúðaskóla og 40 starfsmenn. Íbúum Hrunamannahrepps hefur fjölgað á undanförnum árum og nem- endum einnig, þar til í vetur. Skólinn er í fjörutíu ára gömlu húsnæði. Flúðaskóli var heimavistarskóli þegar það var byggt og með íbúðum fyrir starfsfólk. Síðan hafa aðstæður breyst og nú er búið að inn- rétta upp á nýtt alla heimavistina og íbúð- irnar þannig að skólastarfið sjálft hefur feng- ið allt húsnæðið til afnota. Síðastliðið sumar var síðustu íbúðinni breytt í kennslustofu. Þá hefur verið byggt íþróttahús og sundlaug og nú síðast sparkvöllur með gervigrasi á lóð- inni. „Það koma alltaf upp nýjar þarfir og óskir um bætta aðstöðu og maður vill gjarnan fá þær uppfylltar fljótt. En ég reyni að vera raunsær og átta mig á því að ekki er hægt að gera allt í einu,“ segir Guðjón. Á síðasta ári var tekinn í notkun nýr leikskóli á Flúðum og vonast Guðjón til að næsta skrefið í þróun grunnskólans sé að fá afnot af húsnæðinu sem leikskólinn hafði áður í enda íþróttahúss- ins undir verkmenntastofur. „Við höfum góða verkgreinakennara, í myndlist, smíðum og hannyrðum, og þurfum betri aðstöðu fyrir þessar greinar,“ segir hann. Notalegt á Flúðum Guðjóni finnst notalegt að búa á Flúðum. Þar er veðursæld mikil. Raunar sást ekki út úr augum þar í éljunum í gærmorgun en þau gengu yfir þegar rætt var við Guðjón um miðjan morgun. Guðjón Árnason hefur aldrei þurft að veita fæðingarorlof í aldarfjórðungs skólastjóratíð sinni „Ætli stíflan sé ekki að bresta“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Skólastjórinn Foreldradagur var í gær í Flúðaskóla. Hér er Guðjón Árnason í hópi nemenda. Áfram í Höllinni | Á fundi skóla- nefndar Akureyrar í vikunni var til umfjöllunar tillaga um að núverandi kennsluaðstaða í Íþróttahöllinni verði nýtt áfram fyrir Brekkuskóla, ef þörf verður á meira húsrými en skólinn mun fá, með nýuppgerðu húsnæði haustið 2005. Skólanefnd samþykkti að óska eftir því að fá áfram afnot af því húsnæði sem nú er nýtt til kennslu í Íþróttahöllinni a.m.k. fram til ársins 2008, þegar ráðgert er að nýtt húsnæði Nausta- skóla verði tekið í notkun. Þá sam- þykkti skólanefnd að fela deild- arstjóra skóladeildar að skoða möguleika þess að Naustaskóli taki til starfa frá og með skólaárinu 2006–2007 og verði fyrst um sinn í áðurnefndu húsnæði Íþróttahall- arinnar. ÖKUMAÐUR fólksbíls var fluttur á slysadeild FSA eftir mjög harðan árekstur við sendibíl á gatnamót- um Þórunnarstrætis og Byggðavegar, framan við Lögreglustöðina um miðjan dag í gær. Ökumaðurinn kvartaði um verk fyrir brjósti en hann var þó talinn hafa sloppið nokkuð vel að sögn lögreglu. Ökumaður sendibílsins slapp ómeiddur en báðir voru einir á ferð. Fólksbílnum var ekið í veg fyrir sendibílinn frá Byggðavegi en sendibíllinn var á leið upp Þórunnar- stræti. Við höggið kastaðast fólksbíllinn yfir akrein- ina á móti og stöðvaðist á kantsteini. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn mættu á slysstað með klippur en ekki þurfti að beita þeim við að ná ökumanni fólksbílsins út. Mikil hálka var á götum Akureyrar í gær og frá hádegi og fram eftir degi urðu 6 árekstrar í bænum. Ekki urðu slys á fólki í hinum óhöppunum fimm en nokkurt eignatjón. Morgunblaðið/Kristján Umferðarslys Frá slysstað við Lögreglustöðina við Þórunnarstræti en eins og sést á myndinni er fólksbíllinn mikið skemmdur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild FSA til skoðunar. Harður árekstur BÖRNIN á leikskólanum Kiðagili voru í sínu besta skapi, þar sem þau voru við leik á leikskólalóðinni í gær. Nokkuð snjóaði fram eftir degi og það er nú eitthvað sem yngstu kyn- slóðinni líkar. Þá er viðbúið að starfsfólkið í Hlíðarfjalli hafi brosað út í annað í það minnsta. Þegar ljós- myndari Morgunblaðsins var á ferð við Kiðagil, voru þessar ungu stúlk- ur að leika sér á þríhjóli en eftir of- ankomuna var orðið ansi þungfært fyrir þríhjól, þar sem snjórinn vildi festast á dekkjunum. Stelpurnar létu það ekki á sig fá og með sam- stilltu átaki tókst þeim að ýta hjólinu um leikskólalóðina og það gekk mun betur á meðan enginn sat á því. Morgunblaðið/Kristján Þungfært í snjónum ALLIR skólar í Dalvíkurbyggð verða sameinaðir á tvo kennslu- staði, Dalvík og Árskógsskóla, í þremur áföngum að því er fram kemur í breytingatillögu sem Svanhildur Árnadóttir, bæjar- fulltrúi í Dalvíkurbyggð, lagði fram á fundi bæjarstjórnar í vik- unni. Fyrsti áfangi er að færa kennslu allra grunnskólabarna á Húsabakkaskóla í Dalvíkurskóla í haust, 2005. Leita á samstarfs við skólastjóra Dalvíkur- og Húsa- bakkaskóla um að þeir annist und- irbúning og ráðgjöf við flutning barnanna út skólaárið og einnig munu kennarar og starfsfólk Húsabakkaskóla að jafnaði eiga forgang í auglýst störf í skóla sveitarfélagsins eftir því sem kost- ur er að því er fram kemur í tillög- unni. Annar áfangi breytinganna er að segja skólastjórnendum Dalvíkur- og Árskógsskóla upp störfum, þannig að þeir ljúki störfum 1. ágúst 2006 og verður staða skóla- stjóra og tveggja aðstoðarskóla- stjóra auglýst. Þriðji áfangi tekur svo gildi haustið 2006, en þá tekur nýsameinaður grunnskóli Dalvík- urbyggðar til starfa. Skólanum stjórna skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri á Dalvík og aðstoðar- skólastjóri í Árskógi. Breytinga- tillögunum var vísað til fræðsluráðs og foreldraráðs allra grunnskólanna til umsagnar. Aukið val Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn lögðu fram tillögu um að mismunandi skólar yrðu starf- ræktir áfram í Dalvíkurbyggð með þremur skólastjórum. „Að foreldr- ar hafi frjálst val um skóla og að skólir fái aukið frelsi til að marka sér sérstöðu með mismunandi áherslum í skólastarfi,“ segir í til- lögu fulltrúa minnihlutans. Tillaga um að skólar í Dalvíkurbyggð verði sameinaðir á tvo kennslustaði Breytingar taka gildi í þremur áföngum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.