Morgunblaðið - 17.02.2005, Side 30

Morgunblaðið - 17.02.2005, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Því ekki að gera sér glaðandag í myrkrinu og kuld-anum og halda hátíð? Er ekki ástæðulaust að vera stöðugt að fjargvirðast yfir vetrinum og reyna frekar að sjá í honum ljós- ið, dulúðina og fegurðina? Það er einmitt þetta sem til stendur, því í dag hefst Vetrarhátíð í Reykja- vík, fjögurra daga hátíð, þar sem borgarbúum gefst tækifæri til að upplifa veturinn, sjá og skoða, hlusta, dansa, hitta fólk, og njóta þess að vera til. Dagskrá Vetrarhátíðar hefst kl. 19.30 þeg- ar Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri setur hátíðina á Skólavörðuholtinu, en fimm mín- útum síðar hefjast Ljósatónleikar í Hallgrímskirkju, þar sem Hörð- ur Áskelsson organisti og fjöl- listahópurinn Norðan bál flytja gjörning ljósa og tóna sem leika yfir kirkjuna. Þá spretta ljósa- blóm á Skólavörðuholtinu, þegar götuljósin ummyndast í mynd- arleg vetrarblómstur. Klukkan 19.50 verður svo kyndilganga frá Skólavörðuholtinu og niður að Ráðhúsi, og dagskráin heldur áfram. Vesturfarasetrið á Hofsósi heimsækir Ráðhúsið í Reykjavík á Vetrarhátíðinni með sýnishorn úr öllum sýningum sínum um landnám Íslendinga í Vestur- heimi. Sif Gunnarsdóttir verkefn- isstjóri Vetrarhátíðar segir að Vesturfarasetrið sé sérlegur gest- ur hátíðarinnar, og að á sýning- unni í Ráðhúsinu verði dagskrá alla daga hátíðarinnar. „Í kvöld verður það tónlist; vestur-íslenski tenorinn Peter John Buchnan syngur, og Viðar Hreinsson sagn- fræðingur segir frá vesturferð- unum og Anna Sigríður Helga- dóttir og Aðalheiður Þorsteins- dóttir syngja og leika.“    Norðurljós og eldgos er annaráhugaverður dagskrárliður Vetrarhátíðar, og hefst í Yzt á Laugavegi 40 í kvöld kl. 20. Þetta er ljósmyndasýning þeirra Ragn- ars Th. Sigurðarsonar, Sigurðar Þórarinssonar og Garðars Páls- sonar, byggð um þetta þema, en auk þess sýnir Vignir Jóhannsson myndlistarmaður ljósaskúlptúr. Klukkan 20.30 og 21.30 segir Ari Trausti Guðmundsson svo frá norðurljósunum í alþýðlegum ör- fyrirlestrum, að sögn Sifjar. Art Nurses bregða á leik kl. 20 í sýningarrými Fugls á Skóla- vörðustíg 10, með kvikmyndaverk sem þær kalla Dansinn, en lista- hjúkkurnar eru þær Ósk Vil- hjálmsdóttir og Anna Hallin myndlistarkonur. „Ég hef séð þetta verk hjá þeim, og það er al- veg frábært,“ segir Sif. „Þær eru með brúður af sjálfum sér og stjórnmálamönnum, og svo er boðið upp í dans. Það má segja að þetta séu samtímaátök stjórn- málanna í nýju ljósi.“ Annars konar dans verður stig- inn í Iðnó kl. 20.30, en þar er á ferðinni Dansveislan sem á síð- ustu Vetrarhátíð var í Þjóðleik- hússkjallaranum. Magadans, flamenco og fleira verður þar í boði undir stjórn Kramhússdans- ara, en sérstakur gestur kvölds- ins verður trommuleikari úr Sinai eyðimörkinni. Glæpasögugöngur Úlfhildar Dagsdóttur slógu í gegn á Menn- ingarnótt í fyrra, og í kvöld býð- ur hún fólki með sér í annan göngutúr, sem hefst við Borg- arbókasafnið í Tryggvagötu kl. 20.30. „Þetta verður kannski ekki jafnsvaðalegur göngutúr og í fyrra; – þetta er almenn bók- menntaganga. Úlfhildur undirbýr þessar gönguferðir ákaflega vel og kann þá list að tengja frásögn sína stöðum og sögum.“ Lesari í Bókmenntagöngunni verður Ingi- björg Hafliðadóttir en einnig slást í hópinn rithöfundarnir Auður Ólafsdóttir og Gerður Kristný og lesa úr bókum sínum. Hagyrðingakvöld hefst á Nasa kl. 20.30, þar sem bragsnillingar á borð við Hákon Aðalsteinsson, Ólínu Þorvarðardóttur og Ómar Ragnarsson kveðast á, ásamt fleirum. Sif segir einn hápunkta kvöldsins á Nasa verði þegar hipp-hopparar kynni tengsl tón- listar sinnar við kveðskapinn. „Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt, og krakkarnir sýna fram á hvernig það nýja sem þau hafa fram að færa er í rauninni áframhald á gömlum íslenskum hefðum.“ Unga fólkið verður líka í sviðs- ljósinu í Hinu húsinu, en þar hefst sjóðandi rokkuð tónlistar- dagskrá kl. 20.30. „Það er svo oft sem fullorðna fólkinu finnst það vera fjarlægt því sem ungling- arnir eru að gera, og erfitt að komast að því. En þarna er tæki- færi sem ég er viss um að margir eigi eftir að nýta sér – að koma og hlusta á hljómsveitirnar sem þarna verða, Fíkn, We made God og fleiri.“ Fyrir þá sem heldur kjósa eldri músík er Fríkirkjan rétti stað- urinn, því kl. 21 hefjast þar tón- leikarnir Norðurljós við Tjörnina, þar sem Helena Eyjólfsdóttir, Ragnar Bjarnason, Þorvaldur Halldórsson og Anna Sigríður Helgadóttir syngja með hljóm- sveit Carls Möllers. „Ég býst við að þetta verði bara gömlu góðu lögin sem allir þekkja,“ segir Sif. „Fríkirkjutónleikarnir eru orðnir klassískur viðburður á Vetr- arhátíð, og alltaf fullt út úr dyr- um. Þarna verða líka frábærir listamenn sem allir eru þekktir og ekki á hverjum degi sem Hel- ena Eyjólfsdóttir syngur í höfuð- borginni.“ Margt fleira er á dagskrár Vetrarhátíðar í kvöld; grænlensk- ur trommudans hjá Norræna fé- laginu við Óðinstorg, myndbands- verkasýning félaga í Myndhöggv- arafélaginu við Ráðhústjörnina og fleira. Dagskrá hátíðarinnar er að finna á síðu 55 í blaðinu í dag, en einnig á vef Höfuðborg- arstofu. „Svo má ekki gleyma Para- dísargarðinum hér í Ingólfs- nausti, Aðalstræti 2. Ég vissi nú ekki lengi vel hvað það átti eig- inlega að verða – blómaskreyt- ingar Nanus-hópsins, en ég sá bara fyrir mér blómabúð. En nú er verið að setja þetta upp og það er stórkostlegt. Hér á efri hæð- inni er risastór hnöttur, en inni í honum er blómasprengja sem er við það að springa, og blómin farin að vella út úr honum í allar áttir, niður stiga og út um allt. Þetta er ótrúlega fallegt samspil fallegra jurta sem ofnar eru í mosa og mold. Þegar við sáum hvað úr þessu varð, fannst okkur gefa auga leið, að með þessu blómaverki, yrði að vera hægt að hlusta á ljóð um blóm, mold og mosa. Við fengum því Silju Að- alsteinsdóttur til að lesa þannig ljóð fyrir okkur inn á geisladisk, og hann verður leikinn með. Það verður mikil stemmning í þessu og upplifun. Fyrir utan verður svo ísilagt vetrarhásæti eftir Ottó, ískóng Vetrarhátíðarinnar.“ Blómstur í rökkrinu ’„Þegar við sáum hvaðúr þessu varð, fannst okkur gefa auga leið, að með þessu blómaverki yrði að vera hægt að hlusta á ljóð um blóm, mold og mosa.“‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Blómasprengja Paradísargarðsins í smíðum í Aðalstræti 2 í gær. Vetrarblómstrin munu lýsa Skólavörðuholtið hátt. Urrandi heitur magadans undir arabískum eyðimerkurtrommuslætti verður á Dansveislu í Iðnó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.