Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
É
g tek eftir því að ég
hef skrifað hjá mér
að í samtali við DV
23. nóvember sl.
spáði Ástþór Magn-
ússon því að fyrir lok ársins 2006
verði fallin kjarnorkusprengja í
heimi hér. Nú er Ástþór auðvitað
ekki átorítet í þessum efnum (eða
yfirhöfuð í nokkrum málum) en það
vekur eftirtekt – og auðvitað
áhyggjur – hversu margir áhrifa-
menn virðast sammála um hættuna
á því að einhvers konar gereyðing-
arvopnum verði beitt á allra næstu
árum.
Þessi mál eru gerð að umtalsefni
í nýjasta hefti vikuritsins Time, þar
er velt vöngum yfir því hversu
langt á veg al-Qaeda-hryðjuverka-
samtökin
kunni að vera
komin að
framleiða
nýtanleg ger-
eyðing-
arvopn.
Þá birtist í The Washington Post
fróðleg úttekt um þessi mál 30. des-
ember sl. en þar kom m.a. fram að
upplýsingar um framleiðslu sýkla-
vopna eru auðveldlega aðgengileg-
ar á Netinu og að ekki sé ýkja flókið
að komast yfir helstu tæki og tól
sem þarf til framleiðslunnar. Jafn-
framt var haft eftir heimildarmanni
að líklega búi meira en milljón
manns yfir nægilegri vísindakunn-
áttu til að geta þróað banvænan
sýklakokkteil.
Bill Frist, leiðtogi repúblikana í
öldungadeild Bandaríkjaþings, var-
aði einmitt við því á fundi í Davos í
Sviss um daginn að hryðjuverka-
mönnum kynni að takast að gera
sýklavopnaárás á næsta áratug –
þ.e. dreifa lífshættulegum veirum
eða bakteríum, s.s. miltisbrandi, í
andrúmsloftið á einhverjum til-
teknum stað. Slík árás myndi geta
kostað hundrað þúsund manns lífið,
enginn væri undir slíkt búinn.
Vandi hryðjuverkamannanna
felst í því að erfitt er að breyta sýkli
sem þrífst á tilraunastofu í dreif-
anlegt form sem nýtist sem vopn.
Sýklavopn eru engu að síður án efa
líklegasti kostur hryðjuverka-
manna, margfalt flóknara er að
smíða kjarnorkusprengju. Efna-
vopn eru líka erfið að mörgu leyti
sökum óstöðugleika og flóknari
vinnsluaðferða. Þó má rifja upp að
Aum Shinrikyo-hópnum í Japan
tókst að framleiða sarín-gas á sín-
um tíma og dreifa því í neðanjarð-
arlestarstöð í Tókýó 1995 með þeim
afleiðingum að tólf biðu bana.
Hvað varðar framleiðslu kjarna-
vopna þá eru ríki auðvitað ekki
sömu annmörkum háð og ein-
staklingar eða hópar sem þurfa að
athafna sig í leyni (bæði gagnvart
yfirvöldum í landinu og yfirþjóð-
legum stofnunum/öðrum ríkjum)
og skortir auk þess flesta, ef ekki
alla, fjármagn til þess. Rifja má upp
í því samhengi að eitt af því fáa sem
George W. Bush og John Kerry
voru sammála um í kappræðum um
utanríkismál fyrir forsetakosning-
arnar vestra í haust var hættan
sem stafaði af vaxandi útbreiðslu
kjarnavopna.
Talið er fullvíst að Norður-
Kóreumenn eigi tvær eða þrjár
kjarnorkusprengjur. Vitað er að
Indland og Pakistan hafa á síðustu
árum komið sér upp kjarnavopnum
og nú síðast hefur málefni Írans
borið hátt, kunnugir fullyrða að
Íranar séu ekkert að leyna því,
ræði menn við þá „off the record“,
að þeir hyggist ná tilsettu marki
innan tíðar.
Fleiri ríki hafa verið að þreifa
fyrir sér. Jafnvel Brasilíumenn
hafa verið að prófa sig áfram við
auðgun úrans (sem þarf til gerðar
kjarnorkusprengju). Hafa þeir sætt
gagnrýni Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar (IAEA) fyrir
vikið en IAEA er falið að hafa eft-
irlit með því að ríki framfylgi samn-
ingnum um bann við útbreiðslu
kjarnorkuvopna (NPT). Líbýu-
menn sneru á hinn bóginn við
blaðinu, hafa heimilað eftirlit á veg-
um IAEA og lofa bót og betrun.
Spurningin er engu að síður sú
hvort nokkrir tugir ríkja muni ekki
hafa komið sér upp kjarnorku-
sprengju innan fárra ára. Það er
alls ekki óhugsandi.
Mohammed ElBaradei, fram-
kvæmdastjóri IAEA, lýsti áhyggj-
um sínum í þessum efnum í ræðu
sem hann flutti nýverið í Banda-
ríkjunum. Sagði hann starf IAEA í
Íran og Líbýu hafa leitt í ljós þá
ógnvænlegu staðreynd að umtals-
vert svartamarkaðsbrask virtist
vera með þau tæki og tól sem þyrfti
til gerðar kjarnorkusprengju. Jafn-
vel virtist vera um það að ræða að
háttsettir einstaklingar í tilteknum
ríkjum seldu tækniþekkingu og þau
efni sem þyrfti, án þess að stjórn-
völd í þeim ríkjum hefðu um það
hugmynd. Þetta væri mikið
áhyggjuefni og bregðast þyrfti við.
Örfáum dögum áður hafði
ElBaradei ávarpað fund í Ástralíu
þar sem hann sagði veröldina í
„kapphlaupi við tímann“ um að fyr-
irbyggja að kjarnorkuvopn bærust
í hendur hryðjuverkamanna. Sagði
ElBaradei að nýtt hugarfar þyrfti
til. Fyrir 11. september 2001 hefðu
menn aldrei gert sér í hugarlund að
hryðjuverkamenn kynnu vísvitandi
að nota kjarnorku- eða geislavopn
eða að þeir myndu reynast viljugir
til að fórna eigin lífi. Árásin á
Bandaríkin og aukin, ólögleg versl-
un með geislaefni ylli því hins vegar
að áður álitin sannindi um öryggi í
kjarnorkumálum ættu ekki lengur
við.
Sem fyrr segir eru engu að síður
annmarkar á því að einstaklingar
eða hópar geti komið sér upp kjarn-
orkusprengju og það er vitaskuld
hið besta mál. Af tvennu illu ætti
nefnilega að vera ljóst að meiri
ástæða er til að óttast hryðjuverka-
hópa sem hafa slík vopn undir
höndum (eða önnur gereyðing-
arvopn) heldur en stjórnvöld ein-
stakra ríkja. Ríki sem koma sér
upp kjarnorkuvopnum gera það (al-
mennt talað) ekki til að beita þeim
(nema geðsjúklingur sé þar við
völd) heldur til að auka áhrif sín á
alþjóðavettvangi, styrkja stöðu sína
í samfélagi þjóðanna (svo kald-
hæðnislega sem það annars hljóm-
ar). Hryðjuverkamennirnir eru
hins vegar vísir til að beita öllum
þeim vopnum sem þeir eiga hand-
bær, þá ályktun getum við einfald-
lega dregið af fyrri verkum þeirra.
Í raun kemur á óvart að við skulum
ekki þegar hafa þurft að standa
frammi fyrir árásum eins og þeim
sem hér hefur verið rætt um.
Ógnir og
ótti II
Jafnframt var haft eftir heimildarmanni
að líklega búi meira en milljón manns
yfir nægilegri vísindakunnáttu til að
geta þróað banvænan sýklakokkteil.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
KOSTNAÐUR samfélagsins
vegna geðsjúkdóma er gríðarlegur.
Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO,
hefur varlega áætlað að árlegur
kostnaður innan Evrópusambands-
ríkja vegna geð-
sjúkdóma sé um 3–4%
af landsframleiðslu. Þá
er tekið tillit til óbeins
kostnaðar vegna t.d.
minnkaðrar framleiðni,
fjarvista frá vinnu,
tryggingabóta og
minni lífslíka, auk
kostnaðar við meðferð.
Þannig má leiða líkum
að því að samfélags-
legur kostnaður vegna
geðsjúkdóma hér á
landi sé um 25–30
milljarðar króna á ári.
Meðferðarkostnaður
er lítill hluti af heild
Beinn kostnaður vegna lyfja,
sjúkrahúsvistar eða annarrar með-
ferðar er lítill hluti af heildarkostn-
aði. Bresk rannsókn sýndi fram á að
meðferðarkostnaður vegna þung-
lyndis sé einungis 4% af heild-
arkostnaði samfélagsins vegna sjúk-
dómsins. Almennt er þó talið að
beinn meðferðarkostnaður vegna
geðsjúkdóma sé á bilinu 20–40% af
heildarkostnaði. Það má því ljóst
vera að stærstur hluti kostnaðar
vegna geðsjúkdóma er óbeinn og
kemur ekki fram í tölum um kostnað
í heilbrigðiskerfinu.
Einhæfar áherslur
Áhersla síðustu áratuga í geðheil-
brigðismálum hefur verið á stofn-
anaþjónustu. Það á jafnt við á Ís-
landi sem annars staðar. Íslendingar
hafa staðið vel að málefnum geð-
sjúkra, en áherslur hafa hins vegar
verið fremur einhæfar. Of þung
áhersla hefur verið á stofnanaþjón-
ustu í stað þjónustu og stuðnings við
geðsjúka til aukins sjálfstæðis utan
stofnana með búsetu á heimilum,
sambýlum og öðrum sérhæfðum
meðferðarúrræðum. Sjúkrahús-
innlögn á fyrst og fremst að vera
bráðaúrræði. Aðra meðferð á að
veita utan stofnana og á göngu- og
dagdeildum.
Hér á landi er hlutfallslega fleiri
rými fyrir geðsjúka á stofnunum en
á hinum Norðurlöndunum, t.d.
helmingi fleiri en bæði í Danmörku
og Noregi. Á sama hátt er legutími
geðsjúkra á spítölum lengstur hér á
landi af öllum Norðurlöndum. Með-
allegutími á Íslandi er 55 dagar, en
hann er stystur í Noregi, 22 dagar,
eða 40% af því sem tíðkast hér á
landi. Þá hlýtur það
einnig að vera umhugs-
unarefni að neysla og
kostnaður vegna geð-
lyfja er hlutfallslega
mestur hér á landi af
Norðurlöndum.
Breytt hugsun
Á ráðstefnu heil-
brigðisráðherra Evr-
ópulanda um geðheil-
brigðismál sem haldin
var á vegum Alþjóða-
heilbrigðismálastofn-
unarinnar í Helsinki í
janúarmánuði síðastliðinn var brotið
blað í geðheilbrigðismálum.
Þar skuldbundu ráðherrarnir sig
til að leggja áherslu á þjónustu við
geðsjúka og geðfatlaða utan stofn-
ana m.a. til að skapa þeim betri lífs-
gæði, auka sjálfsákvörðunarrétt
þeirra og virkja þá til þátttöku í líf-
inu. Það mátti glöggt heyra á Jóni
Kristjánssyni í umræðu á Alþingi
nýverið að ráðstefnan mun hafa
áhrif á að hraða nauðsynlegum
áherslubreytingum í geðheilbrigð-
isþjónustu hér á landi.
Úrræði utan stofnana
Fyrir nokkru heimsótti ég öll
sambýli fyrir geðsjúka í Reykjavík.
Þá staðfestist í mínum huga mik-
ilvægi þess að færa þjónustu við geð-
sjúka frá stofnanaþjónustu í ýmis
búsetuform utan stofnana. Það þarf
ekki að fara mörgum orðum um það
að búseta í eigin herbergi, með sína
eigin hluti í kringum sig í samvistum
við aðra í sambærilegri stöðu og
góðum stuðningi fagfólks og annars
starfsfólks er mun heppilegri kostur
en að búa á stofnunum um lengri eða
skemmri tíma. Þarna voru ein-
staklingar, margir mjög veikir, sem
höfðu áður dvalið langdvölum innan
stofnana. Ef þessi kostur stæði þeim
ekki til boða, væru þeir þar enn.
Margir þurfa að vera í nánu sam-
bandi við heilbrigðisstofnanir og
vistast þar tímabundið ef ástand
versnar, en þeir hafa festu í þessum
sambýlum.
Það er samdóma álit fagfólks að
félagslegur stuðningur við geðfatl-
aða til sjálfstæðrar búsetu eykur
sjálfstæði þeirra og vellíðan og dreg-
ur úr tíðni innlagna á geðdeildir.
Þannig er það bæði hagkvæmara
þjónustuform og heppilegra frá
meðferðarlegu sjónarmiði, en
sjúkrahúsvist, að því gefnu að sjúk-
dómurinn sé í því jafnvægi að við-
komandi geti verið utan sjúkrahúsa.
Gegn fordómum, forvarnir,
endurhæfing
Þótt þjónusta við geðsjúka sé
þungamiðjan í geðheilbrigðisþjón-
ustu, snúast geðheilbrigðismál um
annað og meira. Þau fela einnig í sér
geðrækt, þ.e. að efla einstaklinginn
til að taka á heilbrigðan, jákvæðan
og uppbyggilegan hátt á verkefnum
lífsins; að forvörnum; að berjast
gegn fordómum, mismunun og fé-
lagslegri útskúfun geðsjúkra og að
endurhæfingu þeirra.
Nýjar áskoranir
Það er mikil gerjun í gangi í þess-
um málaflokki. Nú ríður á að virkja
þessi öfl og færa þjónustuna í þann
farveg að þeir sem hennar njóta og
aðstandendur þeirra finni að við-
horfsbreytingin sem við köllum eftir
leiði til raunverulegra breytinga á
aðstæðum þeirra, sem byggist á
skilningi á þörfum þeirra.
Ég legg þó ríka áherslu á að við
föllum ekki í þann pytt, sem margar
þjóðir hafa fallið í, sem er að draga
úr áherslu á stofnanaþjónustu án
þess að nægileg úrræði utan stofn-
ana hafi verið byggð upp. Þá er verr
af stað farið en heima setið.
Nýjar áskoranir í
geðheilbrigðismálum
Ásta Möller fjallar um
geðheilbrigðismál ’Ég legg þó ríkaáherslu á að við föllum
ekki í þann pytt, sem
margar þjóðir hafa fallið
í, sem er að draga úr
áherslu á stofnanaþjón-
ustu án þess að nægileg
úrræði utan stofnana
hafi verið byggð upp.‘
Ásta Möller
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
SKJÖL geyma sögulegar heim-
ildir um gjörðir forvera okkar. Ný-
legt dæmi er að finna í nýjasta tölu-
blaði Mannlífs. Chay
Lemoine, sem ritar í
því blaði grein um Hall-
dór Laxness, fékk að-
gang að skjölum úr
skjalasafni bandarísku
alríkislögreglunnar,
FBI. Í skjölunum kem-
ur fram að J. Edgar
Hoover, forstjóri FBI,
lét fylgjast með Hall-
dóri Laxness í Banda-
ríkjunum og kanna
hagi hans þar. Upphaf-
ið var beiðni frá utan-
ríkisráðherra Íslands
sem þá var, Bjarna
Benediktssyni, um að kanna tekjur
Halldórs af bóksölu í Bandaríkj-
unum.
Getum er að því leitt að eftir-
grennslan þessi, stjórnmálaskoðanir
Halldórs og tíðarandinn hafi orðið
þess valdandi að útgefandi Halldórs
hætti útgáfu verka hans eftir útgáfu
Sjálfstæðs fólks sem kom út árið
1946. Athygli vekur að málið kemur
upp á yfirborðið vegna aðgangs að
skjölum í Bandaríkjunum en ekki á
Íslandi. Á grundvelli upplýsingalaga
í Bandaríkjunum hafa ýmsir
fræðimenn, m.a. íslenskir sagnfræð-
ingar, fengið aðgang að skjölum sem
varða Ísland og upplýsa um sögu
okkar. Hérlendis virðast upplýs-
ingalög okkar vera far-
in að hafa þveröfug
áhrif.
Vegna Upplýs-
ingalaga (nr. 50/1996)
er stjórnvöldum skylt,
með takmörkunum þó,
að veita almenningi að-
gang að skjölum sem
varða tiltekið mál, sé
þess óskað (3. gr.). Þær
takmarkanir, sem
stjórnvöld geta borið
fyrir sig, eru all víð-
tækar og eðlilega nauð-
synlegar. Engu að síður
virðast lögin vera farin
að hafa þau áhrif að ekki eru lengur
færðar til bókar jafnvel mikilvæg-
ustu ákvarðanir sem eru stefnu-
markandi í stjórn landsins. Þó að
menn kunni að hafa mismunandi
skoðanir, t.d. á stuðningi okkar við
aðgerðirnar í Írak, er ljóst að ákvörð-
unin brýtur blað í utanríkisstefnu
þjóðarinnar. Samt virðist stað-
reyndin vera sú að engin skrifleg
samtímaheimild sé til um hvenær,
hvar og af hverjum ákvörðun þessi
var tekin.
Ætla mætti að setning Upplýs-
ingalaga, Stjórnsýslulaga (nr. 37/
1993) og Laga um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga (nr. 77/
2000) leiddi til aukinnar formfestu
við afgreiðslu mála og skjalfestingu
ákvarðana. Svo hefur vissulega orðið.
Hinu er þó ekki að leyna að óttinn við
að skjöl verði opinberuð hefur leitt til
þess að mikilvæg mál og ákvarðanir
virðast ekki skjalfestar sem skyldi.
Herða þarf kröfur að þessu leyti. Það
mega ekki verða eftirmæli söguþjóð-
arinnar að hún sé fátæk af skjalfest-
um heimildum um umdeildustu og
mikilvægustu ákvarðanir 21. aldar.
Skjöl skelfa
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
fjallar um gildi og varðveislu
sögulegra heimilda ’Samt virðist stað-reyndin vera sú að engin
skrifleg samtímaheimild
sé til um hvenær, hvar
og af hverjum ákvörðun
þessi var tekin.‘
Jóhanna
Gunnlaugsdóttir
Höfundur er ráðgjafi í upplýsinga- og
skjalastjórn hjá fyrirtækjum og
stofnunum og kennir fræðigreinina
við Háskóla Íslands.