Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 45 MINNINGAR Einar, gamli vinur minn, er dáinn, bara 54 ára. Við bjuggum á sama svalagangi í Ár- ósum á áttunda áratug síðustu aldar, þar sem við vorum báðir við nám. Við pörin á svalaganginum hittumst oft, borðuðum góðan mat, drukkum aðeins bjór og vín, en Einar hafði áhuga og vit á hvoru tveggja, og ekki sló hann hendinni á móti góðu kon- íaki eða viskíi. Rætt var um pólitík og meira að segja stundum farið í fótbolta með öðrum Íslendingum á laugardögum. Sumarið 2003 hitt- umst við aftur eftir fremur langan tíma, en það var eins og við hefðum sést í gær. Það var gott að vera með Einari, hann hafði góða nærveru og var hugulsamur gagnvart bæði börnum og fullorðnum. Fjölskylda hans var samheldin og fóru þau í mörg ferðalög bæði innan og utan Evrópu og við ræddum oft sameig- inlegt áhugamál; ferðalög. Einar var skapandi maður, góður kokkur og fagurkeri. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í dönskum arki- tektúr og fyrir u.þ.b. mánuði vorum við að ræða nýjar byggingar, eins og nýja óperuhúsið, í símanum. Húmor og hugrekki brást honum ekki, alveg til seinasta dags. Minningin um góðan dreng lifir í hug og hjarta. Ragnar Gunnarsson. Þið stúdentsárin æskuglöð, sem oft við minnumst síðar, þið runnuð burtu helst til hröð í hafsjó fyrri tíðar, og ekkert það sem þar er geymt mun þaðan fást um eilífð heimt. (Þýð. Jón Helgason.) Á okkar æskuglöðu stúdentsárum í Árósum kynntumst við Einari, háum og grönnum í flotta græna leð- urjakkanum. Það tók dálítinn tíma að kynnast Einari því hann var hæg- látur, ólíkt mörgum ærslabelgjum þessa tíma. En hann leyndi á sér eins og góð bók sem byrjar rólega, nær fljótt flugi og toppar á réttum stöðum. Við héldum hópinn nokkur saman í Árósum á þessum árum og var eitt helsta áhugamál okkar matur og drykkur. Einar var þar í hlutverki meistarakokksins en við hin aðstoð- ✝ Einar Sveinssonarkitekt fæddist í Reykjavík 24. ágúst árið 1950. Hann lést á heimili sínu laugar- daginn 29. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey frá Nes- kirkju þriðjudaginn 8. febrúar. arkokkar og njótendur. Ógleymanleg er „Át- veislan mikla“ undir áhrifum bíómyndarinn- ar Grande Bouffe en þar fór Einar á kostum í mikilleik matreiðsl- unnar. Ljúfar minningar frá þessum Árósaárum og síðar frá heimili Einars og Guðrúnar í Reykja- vík tengjast oft ein- hverri eðalmáltíð þar sem Einar var í aðal- hlutverki. Það er gott að geta um „eilífð heimt“ minningu um góð- an dreng. Elsku Guðrún, Eggert, Auður Kamma og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sara og Þórólfur. Elsku Einar. Ég vildi bara þakka þér fyrir allar hlýju og góðu sam- verustundirnar á þeim árum sem ég þekkti þig. Ég og Auður Kamma kynntumst þegar við vorum 9 ára og síðan þá hef ég eytt miklum tíma hjá ykkur. Manni leið alltaf svo vel hjá ykkur. Iðulega tókst mér að láta bjóða mér í mat, og var alltaf himin- lifandi, því að fáir voru betri kokkar en þú. Ég vildi líka þakka þér fyrir alla hjálpina í gegnum tíðina, t.d. oft var bíllinn með eitthvað vesen og þá varst þú mættur út, þess vegna um miðja nótt, til að hjálpa. Þú varst ótrúlegur og fórst af svo miklum dugnaði í gegnum lífið, það var ekki fyrr en undir seinustu ár að ég vissi að þú hefðir verið slappur nánast alla þína ævi. Aldrei minnistu á það við okkur og gerðir allt eins og hraustustu menn, án þess að kvarta. Ég lít mikið upp til þín fyrir hve æðrulaus og ósérhlífinn þú varst. Nú eru erfiðir tímar framundan hjá Auði og fjölskyldunni, en ég veit að þú hugsar vel um þau af himnum. Þú varst yndislegur maður og góður faðir og eiginmaður og þín verður sárt saknað af okkur öllum, Einar minn. Takk fyrir allt. Ástvinirnir höfði halla af hvörmum falla tár, Guð mun styrkja ykkur alla öll hann græðir sár. (Höf. ók.) Þuríður. Einar er látinn. Hann var myndarlegur, dökkur yfirlitum – rólegur að eðlisfari – þol- inmóður og þrautseigur – æðrulaus og kvartaði aldrei – vel lesinn og unni góðum bókmenntum – fagur- keri á mat og vín – náttúrubarn – þekkti alla fugla vel og atferli þeirra – veiðimaður, enda ekki langt að sækja það – frábær kokkur og þá sérstaklega með villibráð – góður faðir og eiginmaður – listunnandi og hafði unun af fallegri hönnun – traustur og góður vinur vina sinna. Við þökkum vini okkar Einari fyr- ir samfylgdina og sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Sigríður P. Friðriksdóttir og Bjarni S. Ásgeirsson. Einar Sveinsson, arkitekt, er lát- inn langt um aldur fram. Þegar slík- ar fréttir berast er maður óþægilega minntur á hverfulleika þessa lífs, og ekki sízt fyrir það, að hann var öllum mönnum stærri og stæðilegri. Fyrst kemur manni þó í hug, hve ljúfur hann var í viðmóti og háttvís. Á hon- um var aldrei neinn asi eða fum; óhætt mun að segja, að hann hafi verið maður hinna kyrrlátu stunda. Um hann lék sá andblær, að öllum leið vel í návist hans. Aldrei skorti hann umræðuefni og einatt var hug- urinn opinn fyrir listrænum viðhorf- um til allra hluta. Náttúra landsins var honum ofarlega í huga og hann unni veiðimennsku og öllu því er við- kemur útilífi. Mörg undanfarin ár höfum við hjónin notið vináttu Einars og ágætrar konu hans, Guðrúnar Egg- ertsdóttur. Sannmæli er, að engri stund var betur varið en með þeim, hvort heldur það var á heimili þeirra eða í sumarbústöðum, sem þau tóku oft á leigu vítt um land. Einar var sérstakur höfðingi heim að sækja og hafði mikla ánægju af að bjóða gest- um sínum allt það besta, sem völ var á. Oft stóð hann löngum yfir pottum og pönnum til að framreiða hina gómsætustu rétti, enda hafði hann mikinn áhuga á matartilbúningi og var vel að sér í þeim fræðum. Einar var mjög áhugasamur um land og þjóð og hafði ferðazt mikið. Hvar sem hann kom kynnti hann sér alla staðhætti og gerði sér far um að- fræðast um náttúruna, bæði af eigin raun og viðtölum við heimamenn. Einar bjó yfir fágætum eiginleika, sem er ekki mörgum gefinn. Hann var með eindæmum athugull á öll fyrirbæri í ríki náttúrunnar. Sér- staklega var hann áhugasamur um dýr, bæði stór og smá, jafnt í sjó og á landi. Síðastliðið sumar varð eg þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með honum til veiða, þegar Einar og Guðrún sóttu okkur heim að Vík- ingavatni. Þá kynntist eg vel áhuga hans á lífríki náttúrunnar. Hann var fljótur að átta sig á, hvar veiðivon var mest og hann fylgdist með at- ferli dýra af ótrúlegu innsæi. Hann fann hverja músarholuna á fætur annarri og bú hunangsflugna fóru ekki framhjá honum. Því miður varð minna úr þessari ferð en ráðgert var, því að hann kenndi þá þess las- leika, sem varð upphaf að langri og strangri baráttu við þann sjúkdóm, sem engu eirir. Þá glímu háði hann af slíku æðruleysi og þvílíkri innri ró, að fátítt er. Einar Sveinsson er minnisstæður öllum vinum sínum, sem geyma minningu hans í þakklátum huga. Við hjónin færum eiginkonu hans, börnum og öðru venzlafólki innileg- ar samúðarkveðjur. Ágúst H. Bjarnason. Einar Sveinsson var einhver allra besti maður sem ég hef kynnst. Hann var góður vinur og gaman að vera með honum. Heima hjá honum leið manni vel og fann að maður var velkominn. Hann var líka frábær húmoristi og ekki síst þess vegna þótti okkur öllum í fjölskyldunni vænt um hann. Við munum sakna hans og minnast með ást og aðdáun. Við vottum Guðrúnu, hans elskulegu eiginkonu, og öllu hennar fólki dýpstu samúð, en móðir Guðrúnar, Gerður Jónasdóttir, er besta vin- kona mín og hef ég margoft heimsótt hana á Íslandi í gegnum árin. Johanna Wilson og fjöl- skylda, Winnipeg, Kanada. Látinn er góður drengur, öðling- urinn hann Einar Sveinsson arki- tekt. Leiðir okkar lágu fyrst saman árið 1984, þegar Einar hóf störf hjá embætti Húsameistara ríkisins, þar sem við unnum saman í 12 ár og á þeim vinnustað mynduðust vináttu- bönd sem aldrei hafa rofnað. Frá námslokum við Arkitektskol- en í Árósum 1980 starfaði Einar með náfrænda sínum, Einari Tryggva- syni arkitekt, og var aðalverkefni hans þar vinna við aðalskipulag Mosfellssveitar 1984–2004. Árið 1984 hóf Einar störf hjá Húsameist- ara ríkisins, en þar hafði hann unnið áður á námsárum sínum. Á þessum tíma voru umsvif Húsameistara rík- isins mikil og var teiknistofa emb- ættisins þá langstærsta teiknistofa landsins og þegar best lét voru starfsmenn þar rúmlega 30. Meginverkefni Einars á vegum Húsameistara ríkisins voru m.a. byggingar K og W á Landspítalalóð, innréttingar í Listasafni Íslands, vinna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri FSA auk fjölda verka fyrir ýmis ráðuneyti og ríkisstofnanir. Góður og glaður hópur var þá fyr- ir hjá Húsameistara og féll Einar vel inn í hópinn. Á teiknistofunni höfð- um við nokkrir félagarnir tekið upp þann sið að fara í sund í Sundhöllina í hádegismatartímanum og varð Einar fljótt einn af öruggustu fé- lögum sund- og pottormafélagsins. Eftir að leiðir skildu og starfsmenn Húsameistara tvístruðust út um borg og bæ, höfum við gömlu pott- verjarnir, haldið í þá hefð að reyna að hittast eins oft og kostur er í há- degissundi, þar sem við tökum þátt í að leysa þjóðmálin og jafnvel al- heimsmálin eins og pottverja er sið- ur. Einar var einstaklega viðræðu- góður og minnisstæðar eru mér samverustundirnar, þegar við áttum tíma tveir saman og gátum rætt okkar hjartans mál. Einar átti ekki langt að sækja list- ræna hæfileika enda margir þekktir listamenn í hans ætt. Faðir hans hafði stundað leirlistargerð í Þýska- landi og Guðmundur frá Miðdal, fað- ir Errós, var föðurbróðir Einars. Í ætt Einars eru einnig óvenjumargir arkitektar. Á öðrum vettvangi sór Einar sig einnig í ættina, en hann var veiðimaður góður, fór árlega á rjúpu og gæs og stundaði einnig sil- ungs- og laxveiðar og á löngu tíma- bili renndi hann fyrir silung með Eggert tengdaföður sínum. Einar fór ekki varhluta af þungbærum veikindum á æviferli sínum, því að- eins nokkurra ára greindist hann með liðagikt, sem hann glímdi við alla ævi. Á þeim tíma, fyrir um hálfri öld, fólst svokölluð lækning í því að skorið var upp við sjúkdómnum. Spítalaferðir og rúmlegur voru því æði margar strax á barnsaldri. Einar sagði mér eitt sinn frá því að það sem honum þótti verst við sjúk- dóminn, hafi ekki verið allir upp- skurðirnir og sársaukinn sem fylgdi heldur það, að hann gat ekki tekið þátt í leikjum og íþróttum með jafn- öldrum á björtum sumardögum. Í veikindum sínum síðustu mánuði sýndi Einar ótrúlegan viljastyrk og æðruleysi. Einar hafði unun af ferðalögum innanlands sem utan og höfðu Einar og Guðrún ásamt börnum ferðast mjög víða. Oft á tíðum var eitthvert þekkt veitingahús heimsótt á ferðalögum erlendis, enda Einar sannur „conn- oisseur“ á mat og drykk og sjálfur var hann listakokkur. Þau voru ófá skiptin, sem leitað var í þekkingar- brunn Einars, hvað varðaði mat og drykk, þegar starfsmenn Húsa- meistaraembættisins ætluðu að gera sér glaðan dag, voru á leið í sum- arferð eða góð veisla í aðsigi. Einar var lífsnautnamaður í albestu merk- ingu þess orðs. Nú skilja leiðir, en það kæmi mér satt að segja ekki á óvart þó að Ein- ar væri þessa stundina staddur á einhverju astralplaninu og byrjaður að töfra fram dýrindis krásir fyrir burtgengin ættmenni og vini. Guðrún, Eggert og Auður Kamma eiga nú um sárt að binda, en ljúfar minningar um góðan og einstakan eiginmann og föður koma án efa til með að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Ég votta þeim innilega samúð mína og svo gera einnig pottverjar úr Sundhöll Reykjavíkur. Guð varðveiti góðan dreng. Samúel Örn Erlingsson. EINAR SVEINSSON Þegar við systkinin frá Öngulsstöðum III, bróðurbörn Helgu, setjumst niður til þess að skrifa nokkur orð til að kveðja Helgu frænku okkar koma fyrst í upp í hugann bernsku- minningar frá sjötta tug síðustu ald- ar. Myndir úr lífi stórfjölskyldunnar heima. Á þeim tíma var Helga ásamt Valdimar syni sínum til heim- ilis á Öngulsstöðum en dvaldi lang- HELGA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Helga Halldórs-dóttir fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafirði 27. október 1920. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 7. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 15. febrúar. dvölum að heiman sök- um vinnu sinnar. Þá fannst okkur þetta sjálfsagt fyrirkomulag en eflaust hefur það verið erfitt fyrir unga móður að geta ekki haft einkasoninn hjá sér og hugsanlega markað stærri spor í persónuleika Helgu frænku en við gerðum okkur grein fyrir. En stundirnar þegar hún kom heim um helgar eða stórhátíðir voru ógleymanlegar. Oftast var með í för eitthvert góðgæti í poka og það voru ekki allir í sveit- inni sem áttu því láni að fagna að fá tvö páskaegg, annað frá foreldrun- um en hitt, og það venjulega ekki af minni gerðinni, frá Helgu frænku. Það kom að því Helga flutti alfar- ið til Akureyrar þar sem hún með miklum dugnaði bjó þeim Valda fal- legt heimili. Hún var eftirsóttur starfskraftur hvort sem það var í eldhúsinu í Sjallanum, matráðskona á Vökuholti við Laxá eða þar sem hún stýrði með myndarbrag einu stærsta mötuneyti bæjarins hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa. Helga var glæsileg á velli og það sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún vær gædd góðum gáfum og fylgdist vel með þjóðmálum og lá ekkert á skoð- unum sínum. Ef til vill er ekki ör- grannt um að á stundum hafi sum- um fundist hreinskilni hennar ganga út í öfgar. Við systkinin viljum þakka Helgu frænku fyrir samfylgdina. Hún var verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar sem ekki hefur hlotið neitt nafn. Kynslóðar sem vann sín störf af trú- mennsku á eftir aldamótakynslóð- inni og plægði akurinn fyrir 68-kyn- slóðina og þær sem síðar koma. Við viljum að síðustu senda Valda, Alice og börnum innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Snæbjörg, Jóna, Halldór og Jóhannes Geir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDURS SIGURÐSSONAR frá Lundarbrekku, Hrafnagilsstræti 24, Akureyri. Amalía Jónsdóttir, Sigurður Baldursson, Jón Stefán Baldursson, Anna Marit Níelsdóttir, Jónas Baldursson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Jóhanna Marína Baldursdóttir, Sigurpáll Ingibergsson og barnabörn. Útför elskulegrar móður okkar, ÞURÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Hátúnum, sem lést föstudaginn 11. febrúar, fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Katrín, Sigríður og Magnea Þórarinsdætur og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.