Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 51
FJÓRÐI hópur íslenskra hómópata út- skrifaðist frá The College of Practical Homoeopathy 12. febrúar sl. og fór athöfn- in fram í Íslensku óperunni. Með hópnum sem útskrifast núna verða útskrifaðir hómópatar á Íslandi orðnir 50 talsins. En núna eru um 40 manns til viðbótar við nám í hómópatíu hér á landi. Námið tekur að jafnaði þrjú ár en þeir sem lagt hafa stund á hómópatanám hér- lendis hafa gert það í hlutanámi og lokið því á fjórum árum. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um græðara þar sem skilgreind er lagaleg staða þeirra. Hópurinn sem var að útskrif- ast verður því væntanlega fyrsti útskrift- arhópur hómópata hér á landi sem tekur til starfa með skilgreinda lagalega stöðu að námi loknu, segir í fréttatilkynningu. Efri röð, í stiga, frá vinstri: Sunna Borg, Svana Lára Ingvaldsdóttir, Aðalheiður Hjelm og Anna Birna Ragnarsdóttir. Fremri röð: Hall- fríður María Pálsdóttir, Þuríður Hermannsdóttir, Guðrún Ólafs- dóttir, Martin Kennelly aðstoðarskólastjóri, Christopher Hammond skólastjóri, Aðalheiður Jóhanna Ólafsdóttir, Birna Björnsdóttir, Soffía Lára Karlsdóttir og Svana Víkingsdóttir. Búið að útskrifa 50 hómópata MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 51 FRÉTTIR Félagslíf Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lof- gjörð í umsjón Elsabetar og Miriam. Allir velkomnir. Landsst. 6005021719 VIII I.O.O.F. 5  1852178  Fimmtudagur 17. febrúar. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Mike Bradley. Allir eru hjartanlega velkomnir. Mánudagur 21. febrúar. Biblíulestur í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, kl. 19:30. www.samhjalp.is Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Fimmta og sjötta umferðin í aðal- sveitakeppni félagsins var spiluð mánudaginn 14. febrúar og hafa menn sjaldan orðið vitni að annarri eins baráttu um efsta sætið og nú. Að- eins munar 8 stigum á sveitinni í fyrsta sæti og þeirri sem er í sjöunda. Sveit Rúnars Einarssonar er nú kom- in í þriðja sætið, en hún fékk fullt hús stiga í umferðunum, 50 stig af 50 mögulegum. Staða efstu sveita er nú þannig: Guðrún Jörgensen 105 Magnús Orri Haraldsson 104 Rúnar Einarsson 103 Eðvarð Hallgrímsson 102 Gleðisveit Ingólfs 101 Sérsveitin 99 Stelpurnar 97 Mánudaginn 21. febrúar fellur spilamennska niður hjá félaginu að venju vegna Bridshátíðar en síðustu tvær umferðirnar í keppninni fara fram 28. febrúar. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 14. febrúar voru spil- aðar tvær umferðir í aðalsveitakeppni félagsins. Nú er aðeins ein umferð eftir og úrslit allt að því ráðin. Borgnesingar mættu gráir fyrir járnum og spiluðu manna og kvenna best og skoruðu 45 stig um kvöldið og munaði þar mest um 20-10 sigur gegn sveit Svanhildar Hall sem vermdi efsta sætið fyrir kvöldið. Svanhildur og félagar, sem áttu alla möguleika á að vinna mótið, áttu afleitt kvöld og fengu einungis 22 stig um kvöldið og meistaravonir eru nú engar. Bifrest- ingar héldu í við Borgnesinga eftir fyrri umferð þar sem þeir fengu 22 en í seinni umferð máttu þeir sín lítils gegn Kópakallinum og töpuðu 10-20. Síðasta umferðin er því nánast forms- atriði, þvílík er staða Borgnesinga, sem hafa ekki tapað leik í mótinu. Staðan að loknum 10 umferðum af 11 er annars þessi. Borgarnes 215 Bifröst 200 Svanhildur Hall 193 Kópakallinn 173 Tungnatröllin 172 Hermann Lárusson og Þröstur Ingimarsson Reykjanesmeistarar Það var greinilegt að heimavöllur- inn nýttist Kópavogsspilurum vel sl. laugardag þegar Reykjanesmótið í tvímenningi var spilað þar. Þátttakan var því miður frekar dræm, aðeins 12 pör mættu til leiks, en mótið sjálft tókst afar vel undir styrkri stjórn keppnisstjórans góð- kunna, Eiríks Hjaltasonar. 9 efstu pörin komast í úrslit Íslandsmótsins, en eitt efstu paranna var reyndar gestapar. Röð efstu para: Hermann Lárusson - Þröstur Ingimarss. 50 Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. 32 Guðlaugur Bessason - Jón St. Ingólfss. 32 Elín Jóhannsdóttir - Freyja Sveinsdóttir 10 Loftur Þór Pétursson - Sigurjón Karlsson 5 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða til skíðaveislu í einum vinsælasta skíðabæ Austurrísku alpanna, Zell am See. Beint leiguflug til Salzburg og aðeins um klst. akstur til Zell. Þú kaupir 2 flugsæti og greiðir að- eins fyrir 1 og getur síðan valið gistingu í Zell. Frábær aðstaða fyr- ir skíðamenn. 56 lyftur og allar tegundir af brekkum, eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undanskilin. Munið Mastercard ferðaávísunina Skíðaveisla í Austurríki 2 fyrir 1 frá aðeins kr. 19.960 26. febrúar Verð kr. 19.960 Flugsæti til Salzburg, m.v. 2 fyrir 1, 26. febrúar. 31.900 / 2 = 15.950 + skattar 4.010. Netverð. Gisting frá kr. 3.990 á mann pr. nótt. Aðeins 28 sæti í boði RAUÐI kross Íslands gaf þremur ungum drengjum skyndihjálpar- töskur í gær, í viðurkenningar- skyni fyrir hetjuleg viðbrögð þeg- ar einn þeirra fann fyrir verk í brjósti þegar þeir voru staddir í Kringlunni á laugardag. Alexander Theódórsson og Arn- ar Þór Stefánsson, 11 ára, hjálp- uðu vini sínum Róberti Heiðari Halldórssyni, 10 ára, eftir að hann fann fyrir sárum verk og lagðist á jörðina. „Framganga drengjanna sýnir að allir geta lært grundvall- aratriði skyndihjálpar. Rauði krossinn vill sérstaklega benda grunnskólum landsins á að félagið gefur út vandað námsefni um skyndihjálp fyrir yngri bekkj- ardeildir sem skólum stendur til boða í gegnum Námsgagnastofn- un,“ segir í tilkynningu frá RKÍ. Gunnhildur Sveinsdóttir, verk- efnisstjóri Rauða krossins í skyndihjálp, afhenti drengjunum einnig nýútgefinn bækling um grundvallaratriði skyndihjálpar, sem allir ættu að tileinka sér. Hún minnti þá á að vera óhræddir við að hringja í 1-1-2 ef eitthvað kæmi upp á aftur. Á myndinni eru frá vinstri Gunnhildur, Arnar Þór, Alexander og Róbert Heiðar. Morgunblaðið/Jim Smart Gaf þremur drengjum skyndihjálpartöskur Kynning á námi, leik og starfi erlendis UNGU fólki á aldrinum 15–25 ára býðst að kynna sér þau tækifæri sem því standa til boða varðandi nám, leik og starf erlendis. Kynningin fer fram í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5, kl. 16–18 á morgun, föstudag- inn 18. febrúar. Eftirfarandi aðilar verða á staðn- um: AFS á Íslandi (Alþjóðleg fræðsla og samskipti), Alþjóðaskrifstofa há- skólastigsins, Alþjóðleg ungmenna- skipti (AUS), Bandalag íslenskra námsmanna (BÍSN), EES-Vinnu- miðlunin, Enskuskólinn Bell – lang- uage for life, Leonardo-starfs- menntaáætlunin, Lýðháskólar á Norðurlöndum, Nordjobb, Snorri West, Stúdentaferðir, Ungt fólk í Evrópu (UFE), Upplýsingamiðstöð Hins hússins og Veraldavinir. Nánari upplýsingar er að finna á www.hitthusid.is. OA-kynningar- fundur ÁRLEGUR kynningarfundur OA- samtakanna verður sunnudaginn 20. febrúar kl. 14–16, Héðinshús- inu (Alanó) Seljavegi 2, Reykja- vík. Fjórir félagar segja frá reynslu sinni af OA-samtökunum. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér starf samtakanna eru vel- komnir. OA-samtökin (Overeaters Anonymous) eru samtök fólks sem á við sameiginlegt vandamál að stríða, átfíkn, sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Við tökumst á við vandamálið einn dag í einu á sama hátt og félagar í AA- samtökunum takast á við áfengis- og vímuefnafíkn og vinnum eftir sama 12 spora-kerfi. Á Íslandi eru nú starfandi 16 OA-deildir, þar af 10 á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu samtak- anna: www.oa.is Fundur um mannréttindi og fordóma SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna stendur fyrir málfundi um rétt samkynhneigðra til að frumættleiða börn og gangast undir tæknifrjóvganir. Fundurinn verður á Kaffi Viktori í Reykja- vík í dag, fimmtudaginn 17. febr- úar kl. 20. Framsögumenn verða Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu, og Þóra Björk Smith, stjórnarmaður í Samtökunum ’78. „Ljóst er að róttækar breyt- ingar hafa orðið á lífi samkyn- hneigðra síðustu þrjátíu ár. Ýms- um þótti sem kaflaskil hefðu orðið á réttindabaráttu þeirra þegar lög um staðfesta samvist voru samþykkt árið 1996. Öðrum þykir ekki nóg að gert og telja að fordómar gagnvart samkyn- hneigðum séu enn of miklir á Ís- landi og að þeirra gæti því miður í löggjöf,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Eldur í báti ÁLFTIN ÍS-533, sem er um sjö brúttólesta plastbátur, skemmdist nokkuð vegna elds í gærmorgun. Báturinn var þá til viðgerðar á Brjótnum í Bolungarvík. Að sögn lögreglu er talið að vindi hafi slegið niður í litla olíumiðstöð í káetunni með fyrrgreindum afleið- ingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.