Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 53
DAGBÓK
Námsþjónustan Les.is tók nýlega tilstarfa í Ármúla 5 í Reykjavík en þarer boðið upp á almenna sálfræðiþjón-ustu, ráðgjöf og meðferð fyrir þá sem
glíma við sértæka námserfiðleika, svo sem at-
hyglisbrest, ofvirkni og lesblindu.
Sturla Kristjánsson, kennari og sálfræðingur,
segir menn hugsa bæði í myndum og orðum.
„Okkur er áskapað að hugsa í myndum, en við
lærum síðan að hugsa með orðum,“ segir Sturla.
„Í skólanum lærum við að lesa, við lærum að
tengja saman hljóð og tákn. Kennsla og nám í
skóla byggist síðan mest á hugsun með orðum,
hljóðum og táknum.“
Sturla segir þá sem lenda í vanda með lestur
vera myndræna og hugsa í myndum. „Okkur er
áskapað að sjá, muna og varðveita minningar í
myndum og geta ’litið yfir farinn veg’. Ef við lét-
um við það sitja að hugsa aðeins í eigin reynslu-
myndum værum við einangruð í okkar eigin
heimi. Til þess að rjúfa þessa einangrun hefur
maðurinn þróað veitukerfi reynslu sinnar, sam-
skiptakerfi, sem umskrifar reynslumyndir í
hljóð-og táknkerfi, samskiptakerfi sem við nefn-
um mál, talmál og ritmál. Sá, sem ekki lærir
málið, ekki lærir að tala og dvelur í eigin heimi,
er einhverfur. Sá sem lærir málið en nær ekki að
tengja saman hljóð og tákn, lærir ekki að lesa,
er lesblindur. Orð eiga þrjú birtingarform. Við
lestur falla þau saman í heildstæða upplifun.“
Hvernig hafa meðferðarúrræði við lesblindu
breyst undanfarin ár?
„Ég lít á hefðbundin meðferðarúrræði les-
blindu sem einskonar stoðtækjagerð. Það má
líkja þeim við hækjur, fatla og spelkur. Davis
aftur á móti finnur leið út úr eigin lesblindu,
þannig að hann leiðréttir þær skyntruflanir sem
ollu lesblindunni og nær svonefndri skynstill-
ingu. Líta má á þessa aðferð sem endurhæfingu;
skynfærni einstaklingsins eru endurstillt þannig,
að þeir hæfileikar sem áður urðu honum til ama
eru nú nýttir til afreka. Davis-leiðréttingin hefur
það markmið að skynstilla, það er að sjá til þess
að viðbrögð við áreitum séu rökrétt og gagnleg,
hvers eðlis sem lesblindan er.
Allir þekkja þá upplifun að standa ringlaðir og
ráðþrota frammi fyrir einhverju óvæntu eða
óþekktu. Bjargráðið er gjarnan að grípa til skyn-
villu, byggja lausnina fremur á eldri hug-
armyndum en því sem við blasir. Hugsanir og
lausnir verða þá ekki í samræmi við fyrirliggj-
andi vanda. Þetta á því betur við sem myndræn
hugsun er okkur tamari. Úrbætur felast í því að
stilla saman ytri og innri skynjun, þannig að
lausn fyrirliggjandi vandamáls byggist á
óbrenglaðri ytri skynjun með stuðningi innri
mynda.“
Sturla segist hafa sérstakan áhuga á því að að-
stoða bráðgera myndhugsuði sem komnir eru í
ógöngur og glíma við lesblindu, reikniblindu, at-
hyglisbrest eða ofvirkni, svo gjörvileikinn megi
gefa þeim gleði og gæfu.
Námserfiðleikar | Les.is námsþjónusta býður upp á ráðgjöf og meðferð við námserfiðleikum
Unnið samkvæmt Davis-kerfinu
Sturla Kristjánsson
er fæddur á Akureyri
árið 1943. Hann út-
skrifaðist sem kennari
frá Kennaraskóla Ís-
lands árið 1965 og lauk
Cand. pæd.-psyk.-prófi
frá Danmarks Lærer-
höjskole 1977. Þá
stundaði hann nám við
University of British
Columbia, Vancouver í
Kanada 1989–1993. Þá hefur hann sérhæft
sig í Davis-námstækni og sem Davis-
leiðbeinandi. Sturla hefur starfað við kennslu,
skólastjórn og sálfræði, auk þess sem hann
gegndi starfi fræðslustjóra Norðurlands
eystra 1978–1987.
Eru þingmenn lesblindir?
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur ný-
lega látið í ljós efasemdir um lestr-
arkunnáttu einstakra þingmanna.
Þetta virðist honum nokkurt
áhyggjuefni og má taka undir það,
því stundum virðist sem þingmenn
hafi ekki, eða geti ekki, lesið margt af
því sem þeir eru að afgreiða í
þinginu, og koma því of oft meingöll-
uð lög frá Alþingi. Sem dæmi eru ný-
leg lög um lífeyri þingmanna og emb-
ættismanna, sem hafa orðið þjóðinni
dýr. Þetta hefur verið rætt nokkuð í
fjölmiðlum að undanförnu en þing-
menn eru eitthvað feimnir við að
ræða þetta. Ekki virðist vera á dag-
skrá hjá Alþingi að huga að leiðrétt-
ingu eða breytingum á þeim lögum.
Þá er talað um tæknileg vandamál til
að svo megi verða. Það voru engin
vandræði hjá ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar að breyta Öryrkjadómn-
um á sínum tíma, hann kallaði til ráð-
gjafa til að lesa yfir dóminn, og þá var
bara að breyta lögunum svo öryrkjar
fengju ekki of mikið greitt, eins og nú
hefur orðið með greiðslur til ýmissa
embættismanna sem nú fá greiddan
lífeyri í fullu starfi. Það er umhugs-
unar vert hvort ekki væri betra að
hafa tvær málstofur á Alþingi eins og
áður var svo menn hafi meiri tíma til
að skoða mál áður en þau eru af-
greidd með hraði á færibandi eins og
verið hefur að undanförnu, sem leiðir
hugann að því hvort afkastahvetjandi
launakerfi hafi verið tekið upp á Al-
þingi. Ef svo er vantar þá kannski
gæðaeftirlit með störfum Alþingis til
að svona endurtaki sig ekki.
Ekki geta Alþingismenn kvartað
um vinnuálag því þeir hafa boðið sig
fram til þessara starfa. Ekki heyrist
hjálparsveitafólk kvarta um vinnu-
álag við oft erfiðar aðstæður og er
þar oftast unni í sjálfboðavinnu.
Tillaga hefur komið fram á Alþingi
um hagræðingu í ræðutíma með því
að breyta ávarpsorðum ræðumanna
þá mætti t.d. segja forseti, ef karl-
maður er á forsetastóli og fyrirsæta
ef kona er þar.
Að lokum. Það mætti kanna lestr-
arkunnáttu þingmanna áður en þeir
taka til starfa á Alþingi og þá er hægt
að veita þeim stuðning ef með þarf.
Langt og gott jólafrí þeirra mætti svo
nota til upprifjunar til að koma í veg
fyrir að svona slys verði ekki við af-
greiðslu mála á Alþingi. Það hlýtur
að vera eðlileg krafa að á Alþingi
verði viðhöfð öguð og vönduð vinnu-
brögð.
Guðmundur Steinarr Gunnarsson.
GSM-sími týndist
SONY Ericson-sími týndist í Smára-
lind eða í leið 17 hinn 2. febrúar sl.
Finnandi vinsamlega hafið samband
ísíma 659 0601.
GSM-sími týndist
SIEMENS, svartur og lítill farsími,
týndist aðfaranótt sl. laugardags.
Skilvís finnandi hafi samband í síma
567 3901.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
65 ÁRA afmæli. Í dag, 17. febrúar,er 65 ára Flóra Róslaug
Antonsdóttir, Kirkjuvegi 5, Keflavík.
60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudag-inn 17. febrúar, er Björn Sig-
mundsson, tæknimaður hjá Ríkis-
útvarpinu á Akureyri, sextugur. Hann
og eiginkona hans, Guðrún Bjarna-
dóttir, eru stödd erlendis á afmæl-
isdaginn.
LEIKFÉLAG Selfoss sýnir nú Spunaleikritið
„Náttúran kallar,“ sem samið var af leik-
hópnum og leikstjóranum Sigrúnu Sól Ólafs-
dóttur. Hér er um að ræða 64. verkefni Leik-
félagsins sem í ár er fjörutíu og sjö ára.
Tilurð leikritsins má rekja til helgarnám-
skeiðs sem haldið var snemma í september, þar
sem sagðar voru margar sögur, en sumar
þeirra urðu að atriðum í leikritinu. „Auk þeirra
sem standa á sviðinu var margt fólk á þessu
námskeiði sem tekur ekki þátt í sýningunni en
lagði til góðar hugmyndir að atriðum sem við
notumst síðan við,“ segir Sigrún Sól. „Við hitt-
umst stopult til að byrja með en það má segja
að í nóvember höfum við farið á fullt. Á nám-
skeiðinu sögðu menn ferðasögur sem við
spunnum út frá og þá strax töluðum við um að
ferðamenning Íslendinga innanlands yrði góð-
ur rammi utan um svona sýningu.“
Leikararnir héldu áfram að þróa persónur
sínar í æfingaferlinu og segir Sigrún Sól þró-
unina ennþá eiga sér stað á milli sýninga, því
enn sé opið fyrir spunann. „Þess vegna er
öruggt að engar tvær sýningar verða eins.“
Náttúran kallar á Selfossi
Leikhópurinn í kröppum dansi.