Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
GRÁSLEPPUKARLAR vilja stytta vertíð
sína í vor um þriðjung í því skyni að draga úr
veiðum. Mjög góð veiði á vertíðinni sl. vor
olli því að framboð
á grásleppuhrogn-
um jókst til muna
og hafa birgðir auk-
ist um 70% á milli
ára. Samtök veiði-
manna við Norður-
Atlantshaf hafa samþykkt að gera það sem í
þeirra valdi stendur til að takmarka veið-
arnar á komandi grásleppuvertíð við 27 þús-
und tunnur til að koma í veg fyrir verðhrun.
Í tillögum grásleppunefndar Lands-
sambands smábátaeigenda um styttingu
veiðitímabilsins er sett það markmið að
skerða afla um allt að þriðjung. Arthur
Bogason, formaður LS, segir viðbrögð meðal
íslenskra veiðimanna almennt góð./C1
Vilja styttri
grásleppuvertíð
„ÞETTA mun duga sumum fjöl-
skyldum. Stuðningur í þrjá mán-
uði getur skipt sköpum þegar
eitthvað kemur upp á, slys eða
greining á alvarlegum veikind-
um.“ Þetta segir Ragna K. Mar-
inósdóttir, formaður Umhyggju,
félags til stuðnings langveikum
börnum, um þá ákvörðun rík-
isstjórnarinnar að foreldrar
barna, sem greinast með alvar-
leg veikindi eða fötlun, fái
greiðslur úr ríkissjóði í allt að
þrjá mánuði. Er lagt til að þess-
ar greiðslur nemi níutíu þúsund
krónum á mánuði og komi rétt-
urinn í áföngum á þremur árum.
á bilinu 75 til 91 milljón króna.
Þá áætlar nefndin að foreldr-
ar þrjátíu til fjörutíu barna
kunni að nýta sér níu mánaða
réttinn á ári hverju.
Árni segir að greiðslurnar
einar sér tryggi ekki að for-
eldrar langveikra barna fái leyfi
frá störfum.
Því hafi ríkisstjórnin sam-
þykkt að leggja til að réttur til
foreldraorlofs vegna veikinda
barna verði rýmkaður þannig að
miðað verði við börn allt að
átján ára í stað átta ára nú.
húsum, þá duga laun í þrjá mán-
uði ekki og ekki einu sinni í níu
mánuði. Það eru fjölskyldur sem
munu þurfa á langtímaaðstoð að
halda,“ segir Ragna K. Marinós-
dóttir.
Árni Magnússon félagsmála-
ráðherra greindi frá samþykkt
ríkisstjórnarinnar á Alþingi í
gær.
Er hún byggð á tillögum
nefndar, sem áætlar að foreldr-
ar um 250 til 300 barna kunni að
nýta sér þriggja mánaða réttinn
að einhverju marki á ári hverju.
Ætla megi að árlegur kostnaður
ríkissjóðs vegna þessa geti orðið
Ríkisstjórnin hefur einnig
samþykkt að leggja til við Al-
þingi að foreldrar barna sem
veikjast mjög alvarlega eða
greinast með mjög alvarlega
fötlun eigi rétt á greiðslum í allt
að níu mánuði.
Allt að 340 börn
„Það getur tekið tíma fyrir
foreldra að átta sig á breyttum
aðstæðum og kynna sér með-
ferðir. Eftir þrjá mánuði fer lífið
svo að færast í ákveðnar skorð-
ur. Svo er það hinn hópurinn
sem á við mikla erfiðleika að
etja og er mikið inni á sjúkra-
Foreldrar langveikra og fatlaðra barna fá greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði
„Getur skipt sköpum“
Fái greiðslur/10
Eingöngu langtímaaðstoð dugar í miklum erfiðleikum segir formaður
Umhyggju Réttur til foreldraorlofs vegna veikra barna rýmkaður í 18 ár
JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, fagnaði yfirlýsingu félags-
málaráðherra á Alþingi í gær um stuðning
við foreldra langveikra og fatlaðra barna,
sem hann gaf í svari við fyrirspurn Jóhönnu.
„Þetta er merkur dagur og gríðarlegur
áfangi í baráttumálum aðstandenda lang-
veikra barna sem lengi hafa beðið eftir úr-
lausn í þessum málum.“ Hún sagði þetta stórt
skref, en ekki nægjanlega stórt.
Jóhanna skrifaði á vef sinn á Netinu í gær
að það ylli vonbrigðum hve greiðslurnar til
foreldranna væru lágar. „Það veldur vissu-
lega vonbrigðum að greiðslur sem foreldrar
fá vegna fjarveru úr vinnu vegna veikinda
barna eru mjög lágar eða einungis 90 þúsund
krónur á mánuði auk launatengdra gjalda. Á
móti kemur hve stórt skref það er að fá við-
urkenndan í lögum þennan mikilvæga rétt
foreldra langveikra barna, sem þá verður
auðveldara að bæta og auka við þegar hann
er kominn á lögbókina.“
Jóhanna skrifaði að enn væru ýmis atriði
óljós og fara þyrfti vel yfir það á Alþingi.
Merkur dagur
„FOOD and Fun“-matar- og menningarhátíðin
hófst í gær og var mikið um að vera á þeim tólf
veitingastöðum í borginni sem taka þátt í há-
tíðahöldunum. Að sögn Baldvins Jónssonar,
Hvergi í heiminum sé hægt að fá fjögurra rétta
máltíð, matreidda af meistarakokki, á undir
fimm þúsund krónum. Matreiðslumeistararnir
keppa síðan um helgina.
framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er uppbókað
víða. „Fólk mætir upp úr sex og er að borða al-
veg til miðnættis,“ segir Baldvin og bætir því
við að um einstakan viðburð sé að ræða.
Morgunblaðið/Þorkell
Eldað af hjartans lyst
AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið hlýtur
flestar tilnefningar í samkeppni um athygl-
isverðustu auglýsingar ársins 2004.
Hvíta húsið hlýtur nú þrettán tilnefningar,
Fíton kemur næst með tólf tilnefningar og Ís-
lenska auglýsingastofan þar á eftir með tíu.
Veitt eru verðlaun í tólf flokkum.
Það er Félag íslensks markaðsfólks –
ÍMARK í samstarfi við Samband íslenskra
auglýsingastofa sem stendur fyrir sam-
keppninni sem nú er haldin í 19. sinn./B4
Hvíta húsið fær
flestar tilnefningar
HEILDAREIGNIR lífeyrissjóðanna stefna í
eitt þúsund milljarða í næsta mánuði, að
sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmda-
stjóra Landssambands lífeyrissjóða. Sjóð-
irnir eiga nú 974 milljarða, þar af 216 millj-
arða í erlendum eignum. Eignir líf-
eyrissjóðanna jukust um 150 milljarða í
fyrra.
Ávöxtun sjóðanna hefur verið mjög góð,
Hrafn segist trúa því að hún hafi verið um
10% á síðasta ári en uppgjör er ókomið. Mik-
ill vöxtur var í innlendum hlutabréfum sjóð-
anna á síðasta ári eða um 51% á árinu – úr
89 milljörðum 2003 í 134,3 milljarða 2004.
Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýr-
ingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins,
minnir á að hrein eign lífeyrissjóðanna nemi
um 120% af vergri landsframleiðslu 2003
sem hljóti að teljast mjög gott miðað við
aðrar þjóðir. /8
Eignir jukust um
150 milljarða
SKÓLI Ísaks Jónssonar og tíu af
sextán kennurum við skólann hafa
gert kjarasamning, þar sem gert
er ráð fyrir að kennarar geri ein-
staklingssamninga við skólastjóra
og hæfni kennarans ráði mestu um
kjörin. Jafnframt eru flest vinnu-
tímaákvæði felld niður, en vinnu-
skylda skilgreind sem fjörutíu
stundir á viku og skipulag skóla-
starfsins á höndum skólastjóra „í
góðri samvinnu“ við kennara.
Bæði kennararnir og skólanefnd
Ísaksskóla hafa samþykkt samn-
inginn samhljóða.
Samningurinn er m.a. gerður á
grundvelli bókunar 5 í kjarasamn-
ingi KÍ og sveitarfélaganna frá í
nóvember, en þar kemur fram að
skapa skuli tækifæri fyrir grunn-
an með sér einstaklingssamninga,
þar sem ræðst hvort laun verða
umfram lágmarkslaunin. Þar skal
lagt mat á þá persónulegu færni,
sem skólastjóri telur skipta máli í
hverju tilfelli fyrir sig. „Að sjálf-
sögðu má reikna með að jafnframt
verði horft til þátta eins og starfs-
aldurs og jafnvel lífaldurs en þó er
það von beggja aðila að hæfni
kennarans ráði mestu um kjör
hans,“ segir í samningnum.
„Aðilar eru sammála um að það
sé hagur allra að haga skólastarf-
inu þannig að skólinn nái að þróast
og dafna á sama tíma og kennarinn
eflist og hefur tækifæri til að fást
við ýmis krefjandi verkefni innan
skólans samhliða kennslunni,“ seg-
ir þar.
skóla að taka upp í tilraunaskyni til
eins skólaárs í senn að vinnuskylda
verði á bilinu kl. 8 til 17 og öll
vinnuskylda kennara innan þeirra
tímamarka.
Launatafla grunnskólakennara
skv. KÍ-samningnum er felld niður
í samningi Ísaksskóla og starfs-
heitum fækkað úr átta í þrjú. Í stað
þess að laun kennara ráðist að
mestu leyti af starfs- og lífaldri er í
samningnum eingöngu samið um
lágmarkslaun þessara þriggja
starfsheita (grunnskólakennari/
umsjónarkennari, sérkennari og
námsráðgjafi) og eru þau ýmist
240 eða 250 þúsund krónur, sem er
mun hærra en byrjunarlaun sam-
kvæmt samningi KÍ.
Skólastjóri og kennari gera síð-
„Hæfni kennarans
ráði mestu um kjör“
Ísaksskóli semur um 240–250 þús. kr. lágmarkslaun
kennara, 40 klst. vinnuskyldu og einstaklingssamninga
EDDA Huld Sigurðardóttir,
skólastjóri Ísaksskóla, segir að
samningurinn marki tímamót og
sé mikið
sóknarfæri
fyrir skólann.
„Við brjótum
upp þetta
niðurnjörv-
aða samn-
ingsform og
ætlum að
nýta þetta
tækifæri til
fullnustu. Nú
siglum við af
fullum krafti
inn í þróun-
arstarf, sem verður kynnt fyrir
næsta skólaár.“
Jenný Guðrún Jónsdóttir, trún-
aðarmaður kennara við Ísaks-
skóla, segir að það, sem kenn-
arar fái einkum út úr samn-
ingnum, sé hvati til að standa sig
vel í starfi. „Við erum ekki
njörvuð niður í launatöflu heldur
fáum umbun fyrir dug og metn-
að.“ Hún segir alla kennarana
munu hækka í launum frá því
sem nú er.
Sóknarfæri
Edda Huld
Sigurðardóttir