Morgunblaðið - 24.03.2005, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÓPERA Hafliða Hallgrímssonar
„Viröld fláa“ – sem sýnd var í Þýska-
landi á síðasta ári – verður frumflutt
í nýrri útgáfu í Vínarborg í næstu
viku. Óperan, sem byggð er á text-
um eftir absúrdíska skáldið Daniil
Kharm frá Rússlandi, verður flutt
fjórum sinnum á óperuhátíð sem ber
nafnið „Out of Control“. Þrjár aðrar
óperur verða sýndar á þessari hátíð,
að sögn Hafliða.
Fjórar sýningar verða á „Viröld
fláa“ og fara þær fram í Museums-
quartier á Ringstrasse. Frumflutn-
ingur verður 30. mars, en svo er
óperan sýnd áfram þrjú næstu
kvöld, þ.e. 31. mars og 1. og 2. apríl.
Óperan er sett á svið af Michael
Scheidl, en konan hans Nora Scheidl
hefur skapað sviðsmynd og búninga.
Aðalsöngvarinn er þýski tenórinn
Clemens Löschmann, sem fer með
hlutverk sögumannsins. Þar að auki
koma fram sjö söngvarar frá ýmsum
löndum; Chantal Mathias, Veronica
Waldner, Marc Harmann, Andreas
Kruppa, Tom Sol, Marco Stella og
Christian Tscele-
biew. Hljóm-
sveitin er Die
Reihe, sem er
staðsett í Vín-
arborg, en hljóm-
sveitarstjóri er
Frank Max-
imilian Hube frá
óperuhúsinu í
Lübeck í Þýska-
landi.
Hafliði segir að í þessari nýju og
endurbættu útgáfu af óperunni, séu
m.a. ný og dramatískari endalok.
„Einnig fóru fram gagngerðar um-
bætur á hljómsveitarútsetningu, og
aðalhlutverki því sem Löschmann
syngur.“
„Viröld fláa“ var valin af Inter-
national Theatre Institute in Berlín
sem ein af fimmtán frumlegustu
óperum sem frumfluttar hafa verið
um víða veröld, á undanförnum
þremur árum. Og var hún kynnt sér-
staklega á óperuþingi sem haldið var
í München í desember sl.
Ópera | „Viröld fláa“ eftir Hafliða
Ný útgáfa flutt
Hafliði
Hallgrímsson
Það virðist vera að renna uppfyrir fólki nú að húsið semkallað hefur verið Tónlistar-
húsið í Reykjavík mun fyrst og
fremst verða fjölnotahús: Tónlistar-
hús, ráðstefnumiðstöð, úrvals hót-
elbygging, kvikmyndahús og
óperuhús að ósk margra. Í viðtali í
Morgunblaðinu í gær lýsti Kjartan
Ólafsson, formaður Tónskálda-
félags Íslands, áhyggjum af því að
Tónlistarhúsið yrði á endanum ekki
tónlistarhús heldur fjölnota menn-
ingarhús. Greinargerð Þórunnar
Sigurðardóttur
og Svanhildar
Konráðsdóttur
um húsið virð-
ist staðfesta
þetta. Þar segir að í húsinu verði
tónlistarstarfsemi og menningar-
viðburðir af ýmsum toga, ráð-
stefnuhald og fundir, fyrirlestrar,
vörukynningar og sýningar, verð-
launaafhendingar, útskrift-
arathafnir, aðalfundir og jafnvel
möguleikar á kvikmyndasýningum,
til dæmis í tengslum við kvik-
myndahátíðir. Einnig verða fjöl-
mörg tækifæri til að nýta anddyri
og önnur opin rými fyrir einfaldari
viðburði, sýningar og móttökur.
Ljóst má vera að Tónlistarhúsiðer að minnsta kosti ekki að-
eins ætlað tónlist. Og eins og um-
ræður síðustu mánuði og misseri
hafa borið með sér ríkir heldur
ekki nein sátt um það hvernig tón-
list á að flytja í húsinu. Óperuunn-
endur hafa látið mikið í sér heyra
en Kjartan er í forsvari fyrir öllu
breiðari hóp í tónlistarlífi lands-
manna sem fer fram á að sérstakur
200 manna kammersalur verði
hafður í húsinu. Sem stendur er
gert ráð fyrir 450 manna sal í hús-
inu en hann þykir ekki henta
kammertónleikum sem munu vera
um það bil 90% alls tónleikahalds í
Reykjavík og nágrenni ef marka
má orð Kjartans. Í því ljósi hlýtur
áskorun breiðs hóps tónlistar-
manna um 200 manna kammersal
að vera íhugunarefni fyrir aðstand-
endur Tónlistarhússins.
Meginvandi forsvarsmanna húss-
ins virðist þó vera hugmyndin um
að húsið eigi að vera fjölnota. Hún
verður auðvitað til vegna þess að
ekki er talin nein fjárhagslega for-
senda til þess að reisa hér hús sem
er sérstaklega ætlað tónlistarflutn-
ingi. Spurningin er hins vegar
hvernig eigi að samræma fjöl-
breytta notkunarmöguleika. Þór-
unn og Svanhildur vekja máls á
þessum vanda í greinargerð sinni
og leggja áherslu á að skýr stefna
og styrk stjórn verði að vera fyrir
hendi til þess að rekstur hússins
gangi upp. Þær benda einnig á að
ekki nægi að horfa til tónlistar- og
menningarstarfsemi á landinu nú
um stundir þegar byggingin sé
hönnuð, húsið sjálft muni skapa
nýja viðburði og nýjan hóp gesta og
því þurfi að horfa fram á veginn
þegar ákvarðanir um nýting-
armöguleika þess séu teknar.
Þegar öllu er á botninn hvolft lít-ur því út fyrir að bygging
þessa húss sé ekki aðeins spurning
um það hvernig og hvort það eigi
að koma ákveðnum tegundum tón-
listar fyrir í því, framkvæmdin
snýst ekki síður um það hvernig
tónlistar- og menningarlíf við
sjáum fyrir okkur í borginni á
næstu árum og áratugum. Hér
hljóta ýmsar spurningar að vakna. Í
greinargerðinni er til dæmis mælt
með því að stóri salurinn verði 1800
manna í stað 1500 manna. Hvernig
viðburði þarf til þess að fylla slíkan
sal um það bil hundrað sinnum á
ári?
Hvernig hús, hvernig menning?
’Þegar öllu er á botninnhvolft lítur því út fyrir
að bygging þessa húss
sé ekki aðeins spurning
um það hvernig og hvort
það eigi að koma
ákveðnum tegundum
tónlistar fyrir í því …‘
AF LISTUM
Þröstur Helgason
throstur@mbl.is
BALLETT rússnesk-bandaríska tónskáldsins Igors
Stravinskis, „Petruschka“, var frumsýndur í Vínar-
óperunni í gær, ásamt þremur öðrum verkum. Dans-
arinn Shoko Nakamura er hér í essinu sínu á aðal-
æfingu fyrr í vikunni. Leikmynd gerir austurríski
listamaðurinn Christian Ludwig Attersee.
Reuters
Petruschka í Vínaróperunni
www.listasafnreykjavikur.is ... meira fyrir áskrifendur
Tveir fyrir einn
Morgunblaðið býður áskrifendum tvo miða á
verði eins á sýninguna Nían – Myndasögumessa
í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, gegn framvísun
þessarar auglýsingar. Tilboðið gildir til 28. mars.
AUSTURBAER.IS
KRISTNIBRAUT 15
Vorum að fá til sölu glæsilegt parhús á frábærum útsýnis-
stað í Grafarholtinu. Húsið er á tveimur hæðum, 5 svefnher-
bergi, bílskúr innbyggður í húsið. Vandaðar innréttingar, stutt
í skóla og þjónustu. Húsið verður til sýnis um páskana. Nán-
ari upplýsingar gefur Þröstur í síma 897 0634.
Þingholtsstræti 27 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121
Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634
Magnús Kristinsson, verkfr., sími 861 0511