Morgunblaðið - 24.03.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.03.2005, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í ÞEIM borgum í Evrópu sem ég hef heimsótt eða búið í hef ég sjaldan komið til borgar þar sem ekki hefur verið lítill eða stór kjarni sem kall- aður hefur verið gamli miðbærinn. Þar er oftast mikill meirihluti húsa að minnsta kosti eldri en 100 ára og af ástæðum sem virðast sumu fólki alveg huldar er þetta án undantekninga sá staður sem fólki líður best á. Þar blómstra markaðir, veitingahús, kaffihús og smá- vöruverslanir en hins vegar finnst eigendum stærri verslunarkeðja þeir oft eiga erfitt upp- dráttar þar. Vegna þessa kveina stór- kaupmenn í einum kór að gamli bærinn sé að dauða kominn og eitt- hvað þurfi að gera. En ólíkt því sem nú er að gerast hér á landi, hlusta yfirvöld í flestum borgum Evrópu takmarkað á þetta og leyfa gömlu byggðinni að halda áfram að dafna á afmörkuðum svæðum, á sínum eigin forsendum, ekki forsendum stórkaupmanna. Málið er einfalt, þegar stór- kaupmenn tóku sig til og reistu bíl- vænar verslunarmiðstöðvar þá kipptu þeir að nokkru leyti fótunum undan samsvarandi verslun í þröng- um götum miðbæjanna. Aðrir hafa hins vegar séð sér hag í að vera þar áfram en hér á landi má hins vegar segja að stórkaupmenn hafi tekið miðbæinn í gíslingu og ætli ekki losa um takið nema að þeir fái að rífa þar allt þetta gamla og reisa hús eftir sínu höfði. Þetta boðar ekki gott og má einfaldlega ekki gerast. Hús eru nefnilega ekki bara hlutir sem hafa ákveðið notagildi í einhvern vissan tíma líkt og tannburstar, ef svo væri myndum við ekki tala um húsagerðarlist. Vel gerð hús eru listaverk og ef það ætti að skipta um hér um bil öll hús á 100 ára fresti, þá myndum við glata jafn- mikilli menningu eins og ef við héldum alls- herjar bókabrennur á 100 ára fresti. Rýmið í Reykjavík er það illa nýtt að núlif- andi arkitektar ættu ekki að vera í vandræð- um með að skrifa sögu okkar tíma og hafa gert það, í Smáralindinni, Kringlunni, Grafarvog- inum og í þeim auðu reitum sem eru út um allt í miðbænum. Gömlu húsin í mið- bænum hafa öll sögulegt gildi í sjálfu sér. Það skapast viss verðmæti við það að hlutir séu notaðir og sumt öðl- ast fegurð við það eitt að eldast. Tök- um sem dæmi þröskuld, viðurinn sem hann er búinn til úr er nánast verðlaus en eftir 100 ára notkun er hann orðin að listaverki sem tíminn hefur mótað. Þeir sem halda að þetta snúist bara um Laugaveginn eru ekki með á nótunum, þetta mál er miklu stærra, ef einhverjum hluta gamla bæjarins væri haldið þokkalega við, væri kannski hægt að sætta sig við að ein gata væri eyðilögð en því miður er Laugavegurinn, þótt að það hljómi ef til vill undarlega, ein af heillegri göt- um miðbæjarins. Á sama tíma og verið er að kynna niðurrif á Lauga- vegi stendur til að rífa 2 glæsileg timburhús við Lækjargötu norð- vestur, til stendur að rífa eitt af fal- legri húsum Reykjavíkur við Kirkju- stræti, götu sem gæti auðveldlega verið fallegasta gata Reykjavíkur og er á svæði sem hefði átt að skilgreina sem verndað svæði fyrir löngu. Verið er að undirbúa að reisa háhýsi mitt inn í lágreista byggð í vesturbænum og bílastæðahúsum er þröngvað inn í götumyndir hvar sem pláss fæst, ný- lega voru nokkur falleg hús við Njálsgötu rifin. Gamli bærinn, eins og hann leggur sig, á undir högg að sækja. Ekkert gæti verið fjær sann- leikanum en að ofverndunarstefna ríki eins og sumir vilja vera að láta. Það sem vantar í deiliskipulagið og er tortryggilegt er að ekkert svæði í Reykjavík hefur enn verið skilgreint sem einhvers konar „Gamli bær“, ef t.d. Kvosinni eða Þingholtunum væri bjargað, þá væri ef til vill öllum sama um Laugaveg. Fólki sem þekkingu hefur á gam- alli byggð hefur verið úthýst úr öllum nefndum sem hafa með skipulag að gera. Í Laugavegsdeiliskipulaginu hefur hræðsla við fáeina stór- kaupmenn orðið til þess að málinu hefur ítrekað verið vísað í nýja skipu- lagshópa vegna þess að útkoman var þeim ekki þóknanleg. Stórkaupmenn og verktakar virðast stjórna öllu. Í þeim hnút sem málin standa í dag held ég að ein lausnin væri að gefa kaupmönnum frjálsar hendur frá Laugavegi 65 og upp að Hlemmi, leyfa niðurrif á 65, 67, 69, og 73, hugsanlega að flytja eða setja í geymslu einhver af þeim. Á þessum reitum ásamt Stjörnubíósreitnum væri síðan hægt að koma fyrir stærð- arinnar verslunarrými. Á sama tíma ætti að gera átak í uppbygginu á eldri húsum neðar á Laugavegi, laga glugga, setja rétt klæðningarefni og gera kröfu um að húsunum væri sómasamlega haldið við án þess þó að standa í vegi fyrir því að þau séu stækkuð, á móti gæti komið til lækk- un á fasteignagjöldum og húsvernd- arstyrkir. Eftir kannski 10–15 ár mætti síðan endurskoða þetta og sjá þá hvort svæðið þætti eftirsókn- arverðara. Það skiptir engu máli út frá hvaða forsendum þetta mál er skoðað, nið- urif þetta margra húsa í miðbænum þjónar engum tilgangi og getur ein- ungis minnkað verðmæti þessa svæðis. Það er ekkert sem bendir til að fleiri fermetrar af verslunarrými í miðbænum skili sér sem þjóðfélags- legur hagnaður og möguleikar í t.d. ferðaþjónustu verða stórlega skertir til framtíðar. Fólk sem hefur engan tilfinningu fyrir sögu, menningu og húsagerðarlist þessa lands hefur fengið að hafa alltof mikil áhrif á skipulagningu miðbæjarins og ráðskast með verðmæti sem varða ekki bara nútíð heldur framtíð okkar og við verðum öll fátækari fyrir vikið. Gamli miðbærinn Þórður Magnússon fjallar um uppbyggingu miðbæj- arkjarna í borgum ’… ein lausnin væri aðgefa kaupmönnum frjálsar hendur frá Laugavegi 65 og upp að Hlemmi. Á sama tíma ætti að gera átak í upp- byggingu á eldri húsum neðar á Laugavegi.‘ Þórður Magnússon Höfundur er tónlistarmaður. UNDARLEG er sú hremming að vera vændur um karl- pungahátt, ef ekki hreina og klára heimsku, fyrir að vekja athygli á rýrum hlut íslenskra kvenna við leikstjórn í kvik- myndagerð okkar. Það fannst Baltasar Kormáki þó upplagt að væna mig um í „opnu bréfi“ hér í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni Með augun í pung. Mér hafði orðið á sú leiða yfirsjón í Sjón- arhorni Lesbókar um síðustu helgi að gleyma að nefna myndina Dís, sem Silja Hauksdóttir leikstýrði og Baltasar framleiddi, í upptaln- ingu á örfáum leikn- um bíómyndum eftir íslenskar konur síðustu árin. Mér er ljúft að biðjast velvirð- ingar á því, en meira álitamál er hvort Stormviðri eftir Sólveigu Anspach teljist al- íslensk mynd, þótt Sólveig sé hinn merk- asti leikstjóri og ís- lensk í aðra ætt. Hvað um það. Þessi yfirsjón, sem allt sanngjarnt fólk sér að flokkast undir saklaus mistök, breytir engu um tilefni og heildar- niðurstöðu grein- arinnar, þ.e. að konur eru af einhverjum ástæðum í algjörum minnihluta í leik- stjórn leikinna ís- lenskra bíómynda. Um þetta meginatriði er Baltasar, sem í þessu samhengi titlar sig „framleiðanda kvennakvikmynda,“ mér trúlega sammála. En honum virðist finnast útúrsnúningar og dylgjur í minn garð mikilvægari. Það lýsir sér- kennilegu, smá- smugulegu hugarfari, sem er vita ófrjótt og gagnslaust í skynsamlegum um- ræðum um nauðsynlega eflingu ís- lenskrar kvikmyndagerðar. Með augun í aukaatriðum Árni Þórarinsson svarar opnu bréfi frá Baltasar Kormáki Árni Þórarinsson ’Þessi yfirsjón,sem allt sann- gjarnt fólk sér að flokkast und- ir saklaus mis- tök, breytir engu um tilefni og heildarnið- urstöðu grein- arinnar …‘ Höfundur er blaðamaður. VIÐ Íslendingar eldumst og ber að fagna því. Ísland er land gnægtar og þess vegna ættu allir að lifa mannsæmandi lífi. Eldri borgarar byggðu þetta góða land síðari kyn- slóðum til hagsældar. Hvernig launum við þeim fyrir vikið? Í dag eru um 30.000 eldri borgarar á Íslandi og búa um 11.000 þeirra við mjög bág kjör. Í Reykjavík eru um 16.000 eldri borg- arar en aðeins 8.000 þeirra eru í Félagi eldri borgara. Nú þarf nýkjörinn formaður FEB að reyna að ná til eldri borgara í gegnum börnin þeirra því öll eig- um við það fyrir höndum að eldast (vonandi sem flestir). Það eru stjórnmálamenn í þessu landi sem ákvarða kjör eldri borgara. Hvernig geta þeir ætlast til að eldri borgara lifi á 80.000 krónum á mánuði brúttó þegar stjórn- málamenn liggja allir mjög nálægt millj- óninni í mánaðarlaun. Eldri borgarar gætu verið stór þrýstihópur sem skipti verulega miklu máli hvað mál- efni þeirra varðar ef þeir hefðu bara nennu, kraft og þor. Því hvet ég upp- komin börn eldri borg- ara í þessu landi til að láta sig málefni þeirra varða og hvetja for- eldra sína til að vera virkir og standa vörð um hagsmuni sína. Valdið er þeirra, ekki stjórnmálamann- anna. Höfum þetta hugfast. Náum til eldri borgara í gegnum uppkomin börn þeirra Ásgerður Jóna Flosadóttir fjallar um aldraða og efnahag þeirra Ásgerður Jóna Flosadóttir ’Hvet ég upp-komin börn eldri borgara í þessu landi til að láta sig málefni þeirra varða … ‘ Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. SAMFYLKINGIN í Kópavogi hefur að undanförnu sýnt fram á með ýmsum dæmum hvað kostar að búa í Kópavogi. Hefur þetta komið skýrt fram bæði í grein Hafsteins Karlssonar bæjarfull- trúa hér í Morgunblaðinu 25. febr- úar sl. og í bæjarblaðinu Kópavogi sem borið er í hvert hús í bænum. Þar er borinn saman kostnaður milli sveitarfélaga um margvísleg efni og því miður er Kópavogur alltof oft hæstur. Slíkar upplýs- ingar ættu að geta orðið grund- völlur undir efnislega umræðu um stöðu fjölskyldnanna í bænum og hvaða aðgerða þarf að grípa til. Í nýjasta tölublaði Voga, mál- gagni Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi, grípur Jón Gunnarsson, for- maður fulltrúaráðs flokksins, aftur á móti til ,,gamla góða mál- flutningsins. Erum við, bæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar, sak- aðir um ,,slúður“ og ,,lygar“ og að fara ,,niðrandi“ orðum um bæjar- félag sitt. Ekki eru færð nein rök eða tilvitnanir til að styðja svo stór orð. Hér með skora ég á Jón Gunn- arsson, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, að benda á hvar hallað er réttu máli. Ég hvet hann í allri vinsemd til að ræða bæjarmál á málefna- legan hátt en ekki í þeim anda sem hann gerir í Vogum. Umræða í þeim anda er bæjarfélaginu ekki til framdráttar og íbúum þess ekki til upplýsingar. Flosi Eiríksson Staðreyndir, Jón! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.