Morgunblaðið - 24.03.2005, Side 60

Morgunblaðið - 24.03.2005, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þessa dagana standa yfir í Prag í Tékk-landi tökur á Hollywood-hrollvekj-unni Hostel. Um er að ræða aðrakvikmynd í fullri lengd eftir einhvern umtalaðasta unga leikstjóra í Hollywood um þessar mundir, Eli Roth, sem sló í gegn með fyrstu mynd sinni Cabin Fever og er nú orðinn ektavinur Quentins Tarantinos. Þessarar næstu myndar Roths er því beðið með mikilli eftirvæntingu enda búist við miklu af honum í framtíðinni. Cabin Fever vakti sérstaka at- hygli hér á landi fyrir þær sakir að Roth fékk hugmyndina að myndinni á Íslandi, er hann dvaldist hér í skamma hríð 19 ára gamall ásamt foreldrum sínum en faðir hans er geð- læknir og var gestakennari við Háskóla Ís- lands. Ísland er Roth ennþá hugleikið því í nýju myndinni er ein burðarpersónan galsa- fullur og skemmtilegur íslenskur bakpoka- ferðalangur, leikinn af Íslendingi. Sá heitir Eyþór Guðjónsson, er með öllu ólærður og óreyndur á leiklistarsviðinu, en er athafna- maður í eðli sínu og stendur m.a. á vakvið und- irbúning að teiknimyndaframleiðslu sem nú er í vinnslu og byggist á Grettissögu. Hlutverkið skrifað með Eyþór í huga Fregnir fóru að berast af því fyrir nokkrum mánuðum að Roth væri að leita sér að íslensk- um leikara til að fara með stórt hlutverk í næstu mynd sinni. Komu upp nöfn nokkurra þekktra leikara og fjölmiðlastjarna en á end- anum valdi Roth Eyþór. En hvernig kom það eiginlega til? „Fyrir um það bil einu og hálfu ári kom Eli Roth til Íslands til að vera við- staddur frumsýningu myndar sinnar Cabin Fever. Ísleifur [Þórhallsson – einn eigandi Event og kvikmyndadreifingarfyrirtækisins Græna ljóssins] félagi minn keypti svo mynd- ina til Íslands í samvinnu við Friðrik Þór [Friðriksson] og fékk Eli til þess að koma og vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar. Í þeirri heimsókn myndaðist góður kunn- ingsskapur á milli okkar Eli. Eitthvað líkaði honum við í fari mínu því hann sagðist ein- hvern tímann ætla að nota mig í einhverja af bíómyndunum sínum. Sem gerðist svo miklu fyrr en ég átti von á. Hann kom svo hingað til lands aftur núna um síðustu áramót og sagðist vera búinn að skrifa hlutverk fyrir mig. – Ég sagði honum að ég hefði aldrei ætlað að verða leikari og hefði eiginlega ekki tíma í þetta. Eli er ótrúlegur sölumaður og hélt langa söluræðu um það af hverju ég ætti að taka að mér hlut- verkið – og ég gat ekkert sagt heldur hló bara því hann gerði mig í raun kjaftstopp. Þegar hann kom til landsins spurðist svo út að hann væri að leita sér að íslenskum leikara í næstu mynd sína og margir leikarar vildu fara og fóru í prufu hjá honum. Við náðum svo að tala nokkuð rækilega um þetta síðasta daginn sem hann var hér á landi – og hann sagði að hann vildi hafa hina leikarana í bakhöndinni ef ég gæti þetta engan veginn. Ég tók þessu samt hæfilega alvarlega.“ En svo varð úr á endanum að Eyþór þáði hlutverkið og er þessa dagana úti í Prag þar sem myndin er tekin, en sökum anna á öðrum vígstöðvum fékk hann leyfi til að fljúga heim á milli tökudaga ef með þyrfti en gert er ráð fyr- ir að tökur standi yfir í sjö vikur. Miklar væntingar í Hollywood Eyþór segir Hostel vera í anda nýrrar teg- undar kvikmynda sem hann segir vera að ryðja sér til rúms: „Hún býður upp á gleði, húmor, spennu, nekt og hrylling allt í sömu myndinni. Þessar tegundir mynda hafa verið vinsælar undanfarið ár í Hollywood og gangur Eli upp metorðastigann í Hollywood síðastliðið ár er lyginni líkastur miðað við það hversu stutt er síðan hann gerði sína fyrstu alvöru mynd. Hún [Cabin Fever] þénaði yfir 100 milljónir dollara í tekjur, ef heildartekjur myndarinnar eru teknar saman, og hefur Eli verið lofaður í hástert fyrir hæfileika sína af ekki minni mönnum en David Lynch, Peter Jackson og Quentin Tarantino.“ Hostel byggist lauslega á sannsögulegum atburðum og fjallar um tvo Bandaríkjamenn og Íslending á bakpokaferðalagi um Evrópu og ferðin tekur aðrar stefnur en áætlað var. Kvikmyndir | Eyþór Guðjónsson fer með eitt af aðalhlutverkunum í næstu kvikmynd að talið er eins efnilegasta leikstjóra í Hollywood, Elis Roths, sem síðast gerði myndina Cabin Fever Íslenskt Hollywood-ævintýri verður til Eli Roth leikstjóri ásamt aðalleikurunum sínum, bandarísku leikurunum Jay Hernandez, Derick Richardson og íslenska athafnamanninum Ey- þóri. Takið eftir íslenska fánanum í íslensku 66° norður-úlpunni hans sem hann klæðist í myndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.