Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skjálftinn í fyrradag var gífurlega öflugur, mældist 8,7 á Richters- kvarða og fannst ekki aðeins í Indónesíu, heldur einnig í mörgum öðrum Suðaustur-Asíuríkjum, s.s. Malasíu og Singapore. Mikil skelfing greip um sig á þessum slóðum, enda óttuðust menn að sambærileg flóð- bylgja myndi ríða yfir í kjölfar skjálftans og sú sem varð hátt í 300.000 manns í ellefu löndum að bana 26. desember sl. Gáfu yfirvöld í mörgum landanna, sem urðu hvað verst úti í desember, út viðvörun vegna yfirvofandi flóð- bylgju en hún kom hins vegar aldrei. Skjálftinn sjálfur olli þó umtalsverðu manntjóni á a.m.k. tveimur stöðum, sem fyrr segir. 1.000 látnir á Nias? „Eyðileggingin blasir við um leið og þú lendir í borginni,“ sagði Aless- andra Villas-Boas, talsmaður bresku hjálparsamtakanna Oxfam, sem komin voru til Gunung Sitoli, höfuð- staðar Nias í gær. „Það er verið að grafa lík úr rústum húsa einmitt á þessari stundu.“ Sögðu starfsmenn Oxfam að rafmagnslaust væri í borg- inni, tuttugu þúsund manns væru án aðgangs að vatni og götur væru illa farnar eftir skjálftann. Um þriðjungur húsa í borginni var sagður hafa eyðilagst í skjálftanum. Mikill skaði varð líka í næststærstu borg Nias, Teluk Dalam. Um 700.000 manns búa á eyjunni en hún er vin- sæll ferðamannastaður. Budi Atmaji Adiputro, talsmaður almannavarna í Indónesíu, sagði að búið væri að finna 330 lík í rústum húsa í Gunung Sitoli, 100 lík til við- bótar höfðu fundist á Simeulue-eyju, að sögn embættismanna. Adiputro sagði líklegt að tala látinna ætti eftir að hækka og Jusuf Kalla, varaforseti Indónesíu, sagði í samtali við BBC að „hugsanlega væru meira en 1.000 manns látin á Nias einni og sér“. Samgöngur gengu erfiðlega, að sögn embættismanna, enda margar brýr og götur ónýtar. Gekk því erf- iðlega að komast til afskekktari staða á eyjunni. Margir íbúar Gunung Sitoli voru sagðir hafa flúið til fjalla, minnugir flóðbylgjunnar sem fylgdi jarð- skjálftanum undan vesturströnd Indónesíu í desember. Aðrir sögðu frá þeirri hræðslu sem greip þá þeg- ar allt tók að hristast, en jarðskjálft- inn skall á seint um kvöld að stað- artíma. „Ég var steinsofandi þegar skjálftinn varð en vaknaði nægilega snemma til að vera kominn fram úr rúminu þegar þakið hrundi ofan á það,“ sagði til að mynda Serasi Hulu, tvítugur námsmaður sem handleggs- brotnaði í hamförunum. „Áður en ég komst út úr húsinu hafði þó hluti þaksins lent ofan á mér og ég var fastur í margar klukku- stundir með tveimur skólabræðrum mínum,“ bætti Hulu við í samtali við AFP-fréttastofuna. Hann sagðist halda að félagar hans hefðu dáið. Mikil skelfing greip um sig Þau svæði sem urðu verst úti í des- ember – eins og til að mynda borgin Banda Aceh í Indónesíu – sluppu aft- ur á móti tiltölulega vel í skjálftanum í fyrradag og er ástæðan sögð sú að hamfarirnar í desember voru svo miklar að þar standa einfaldlega engin hús uppi sem hefðu getað hrunið í skjálftanum nú. Íbúar Banda Aceh urðu þó mjög óttaslegnir. „Þetta var hræðilegt, það eina sem ég gat hugsað um var að komast strax út úr húsinu og að bjarga þriggja og hálfs mánaðar dóttur minni,“ sagði einn íbúa borg- arinnar, Marlina. „Þetta var eins og að upplifa aftur hryllinginn frá því fyrir þremur mánuðum,“ sagði ann- ar íbúi Banda Aceh, Fatheena Fal- eel, en hún flúði heimili sitt ásamt þremur börnum sínum. Yfir 1.000 fórust í Indónesíu Þriðjungur húsa í stærstu borg- inni á Nias-eyju sagður í rúst eftir jarðskjálftann í fyrradag Gunung Sitoli. AP, AFP. ÓTTAST er að hátt í tvö þúsund manns hafi beðið bana í jarðskjálft- anum sem varð á hafsbotni við vesturströnd Súmötru í Indónesíu í fyrradag. Búið var í gær að grafa a.m.k. 430 lík úr rústum húsa á tveimur eyjum, Nias og Sumeulue, sem urðu hvað verst úti og talið ljóst að fleiri lík myndu finnast. Yfirvöld í Indónesíu hafa lýst yfir neyðarástandi en margar þjóðir hafa þegar heitið þeim fjárhags- aðstoð og ýmsar hjálparstofnanir voru komnar til Nias í gær og höfðu hafið hjálparstarf þar. APGífurlegar skemmdir urðu á byggingum í tveimur helstu borgum Nias-eyju. Indónesískur maður hjúkrar konu sinni í Gunung Sitoli í gær. HVORKI gengur né rekur á íraska þinginu að koma saman stjórn í Írak en nú eru að verða liðnir tveir mán- uðir frá kosningum í landinu. Þá hef- ur ekki enn tekist að finna þinginu forseta vegna ágreinings milli þing- manna en embættið er frátekið fyrir súnníta. Sjítar og Kúrdar, sigurvegararnir í kosningunum, vilja reyna að koma í veg fyrir algera einangrun súnníta með því að skipa mann úr þeirra röð- um í embætti þingforseta en fundur um það mál bar hins vegar engan ár- angur í gær. Sagt er, að sjítar vilji fá súnnítann Fawaz Jarba í embættið en hann gekk til liðs við þá í þing- kosningunum. Kúrdar eru síðan sagðir styðja annan súnníta og hinir 20 þingmenn súnníta eru klofnir í málinu. Reynt var að fá súnnítann Ghazi al-Yawar, fráfarandi forseta, til að taka embættið að sér en hann hafnaði því. Þessi dráttur, sem orðið hefur á skipan nýrrar stjórnar, hefur valdið reiði meðal margra þingmanna. Einn þeirra, Hussein al-Sadr úr flokki Iyads Allawis, fyrrverandi for- sætisráðherra, spurði í gær hvað þingmenn ættu að segja við kjósend- ur, sem hefðu hætt lífi og limum með þátttöku sinni í kosningunum. Í umræðum um þessi mál á þingi stormaði Allawi út úr þingsalnum í mótmælaskyni og einnig Ghazi al- Yawar. Fyrir utan þennan ágreining deila sjítar og Kúrdar enn um ýmis ráð- herraembætti. Gera Kúrdar kröfu til embættis olíumálaráðherra en sjítar eru harðir á því að fá það. Lítið gengur að koma saman stjórn í Írak Mikill ágreiningur milli flokka á íraska þinginu Bagdad. AFP. ÞRIGGJA rúmenskra blaðamanna, tveggja karlmanna og einnar konu, er saknað í Írak. Skýrði rúmenska utanríkisráðuneytið frá því í gær en fólkið var í Írak á vegum sjónvarps- stöðvarinnar Prima TV. Þetta mál kemur upp í kjölfar skyndiheimsóknar Traians Basesc- us, forseta Rúmeníu, til Íraks á sunnudag en þar eru nú 800 rúm- enskir hermenn. Hyggst Basescu fjölga þeim um 100. Dan Dumitru, fréttastjóri Prima TV, segir, að hringt hafi verið á stöð- ina síðla mánudags og í símanum hafi mátt heyra „menn tala á arab- ísku og fréttakonuna Marie-Jeanne Ion kalla á ensku „drepið okkur ekki. Við erum fréttamenn, við erum ekki með neina peninga““. Nokkrum mínútum eftir sím- hringinguna sendu fréttamennirnir frá sér SMS-boð, á þessa leið: „Okk- ur hefur verið rænt. Þetta er ekkert grín. Hjálpið okkur.“ Basescu sagði við komuna frá Írak, að sérstök neyðarnefnd hefði verið skipuð til að vinna í þessu máli og samband haft við leyniþjónustu bandamanna Rúmenía í Írak. Fréttamönnum rænt í Írak Búkarest. AFP.  !" #$%!&'(')(%#*+,-             & '# (  ?    &   $  ? $ 1&&/7& &  ?     &)  ? $ 1&&/7& & *    ?   +&+, -  ?    +&.*    ? P1    +&.   ? $ 1&&/7& +&/( 01-   ?    +&/    +&   $  +& 1-%( +&   (0(2$ )  ) )3 / + ) ) )4  4. & 2"#  / " && L"  " <" "  && ;   06 Q $? ) JARÐSKJÁLFTINN við Súmötru í fyrradagolli ekki flóðbylgju vegna þess, að jarðskorpan hlýtur að hafa gengið niður en ekki upp. Var það haft eftir breskum jarðskjálftafræð- ingi í gær. David Booth hjá bresku jarð- fræðistofnuninni sagði það hafa komið sér á óvart, að engin flóðalda skyldi hafa fylgt skjálftanum, sem hefði verið mjög öflugur og á líku dýpi og skjálftinn á öðrum degi jóla. „Svo virðist sem skjálftinn á mánudag hafi ýtt jarðskorpunni nið- ur en fyrir þremur mánuðum færð- ist hún upp og kom þá af stað flóð- inu,“ sagði Booth. Sérfræðingar sögðu í gær að enn væri ýmislegt á huldu um skjálftann í fyrradag. Hann þyrfti að rannsaka og þá ekki síst með tilliti til þess að hann hefði ekki valdið flóðbylgju. Nefnt var að skjálftinn nú hefði trú- lega verið á meira dýpi en land- skjálftinn ógurlegi sem reið yfir á öðrum degi jóla. Þá hefði sá verið mun öflugri en sá sem varð nú enda er Richter-kvarðinn lógaryþmískur og munurinn gífurlegur hvað styrk varðar þótt einungis muni einu stigi eða minna á þeim kvarða. Þannig var skjálftinn sem varð í desember mun öflugri en sá sem reið yfir í fyrradag. Allir þessir þættir, þ.e. hreyfingin á hafsbotni, dýpt skjálft- ans og styrkur hafi sýnilega verkað saman á þann veg að flóðbylgja hafi ekki myndast. Hins vegar liggur fyr- ir að minni skjálftar en sá sem varð í fyrradag geta valdið flóðbylgjum. Miðja skjálftans sem varð í fyrra- dag var aðeins um 160 kílómetra suðaustur af miðju skjálftans sem reið yfir í lok desember. Hreyfingin var niður, ekki upp London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.