Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónas Þórðarsonfæddist á Sviðu- görðum í Árness- sýslu 30. maí 1926. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði að morgni 17. mars síð- astliðina. Jónas var sonur Þórðar Kr. Jónassonar bónda og útgerðarmanns á Stóru-Vatnsleysu og Þórunnar Einars- dóttur húsfreyju. Systkini Jónasar eru Guðríður, f. 1923, Sigrún, f. 1924, Sæ- mundur, f. 1927, Karl, f. 1933 og Unnur, f. 1933, sem lifa bróður sinn, en látin eru Lilja, Sigríður, Eyþóra og Einar. Jónas kvæntist 15. ágúst 1959, Guðnýju Baldursdóttur, f. 18. des- ember 1938. Foreldrar hennar voru Baldur Guðmundsson og Margrét Fanney Bjarnadóttir. Jónas og Guðný eiga fjögur börn, en þau eru: 1) Sigríður Auðbjörg, f. 1960, gift Magnúsi Arthúrssyni, f. 1954, börn hennar eru, Jenný Lind, f. 1982, Rebekka, f. 1985, og Jónas Henning, f. 1990. 2) Þórunn Margét, f. 1961, gift Óla Vigni Jónssyni, f. 1960, synir hennar eru Guðjón Frí- mann, f. 1981, Bald- ur Fannar, f. 1982, og Magnús Franklín, f. 1992, dóttir þeirra er Lilja Dögg, f. 2000. 3) Sólveig Jóna, f. 1962, gift Jóni Ingvari Har- aldssyni, f. 1953, börn hennar eru Birgir, f. 1980, Erna, f. 1983, og Steinar, f. 1990. 4) Þórður Kristinn, f. 1965, kvæntur Hjör- dísi Pálmarsdóttur, f. 1966, dóttir hans er Guðný Mikaela, f. 1990, börn þeirra eru, Egill, f. 1991 og Þórunn, f. 1997. Langafabörn Jónasar og Guðnýjar eru Björn Andri og Emilía Rós. Jónas og Guðný bjuggu í Hafn- arfirði flest sín hjúskaparár. Jón- as var sjómaður til margra ára, vörubílstjóri, vann í vélsmiðju og ýmis önnur störf. Útför Jónasar fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulegi pabbi minn. Ég kveð þig með miklum söknuði. Ég er svo þakklát í hjarta mínu að hafa fengið tækifæri til að vera hjá þér miðvikudaginn 16. mars og reynt að gera fyrir þig allt það litla sem ég gat, liggja í rúminu þínu og bara að fá að halda í hendina þína og tala við þig um allt og ekki neitt, þú brostir bara. Elsku pabbi minn, ég á svo margar góðar og ljúfar minn- ingar um líf okkar saman, þú varst alltaf mín stoð og stytta og studdir mig í öllu. Í hvert sinn sem ég kom heim til ykkar mömmu fagnaðir þú mér alltaf með svo góðu faðmlagi og kossi og sagðir; ertu komin, Jóna mín, ljúfust elsku kellingin mín. Alla tíð eftir að við börnin þín fluttum að heiman og eignuðumst okkar heimili og börn var alltaf opið hús hjá ykkur mömmu fyrir okkur hvenær sem var, ég var alltaf að flytja heim og að heiman í mörg ár og alltaf studdir þú mig. Ég held ég hafi aldrei getað þakkað þér það nóg. Ótal ferðalög fórum við í saman og áttum góða daga, oftar en ekki var farið við eitt- hvert vatnið svo hægt væri að bleyta stöng. Stubburinn minn litli hann Steinar alltaf vappandi í kringum þig að læra af þér. Þegar ég bjó hjá ykkur mömmu á Suðurgötunni með börnin mín þrjú var alltaf miklu betra að borða niðri hjá afa og ömmu, ég tala nú ekki um ef það var sviðasulta til í ísskápnum, þá hvarf hún mjög fljótt í ykkur Steinar. Þetta voru góð ár og krakkarnir mínir muna þessi ár og tala mikið um þau. Þú tókst vel á móti mínum manni í fjölskylduna fyrir níu árum síðan og náðuð þið vel saman. Hjálp- aðir okkur að reisa okkur kofa í sveitinni og varst alltaf boðinn og búinn að koma og hjálpa ef eitthvað var. Okkur Nonna fannst yndislegt að fá ykkur mömmu í heimsókn til okkar í sveitina. Ferðalagið okkar í sumar sem leið þegar við fórum hringinn, það var virkilega skemmti- leg vika. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp okkar ár, en það er kominn tími til að kveðja, elsku pabbi minn. Ég veit þér líður vel, ert sáttur við þann stað sem þú ert lent- ur á núna. Ég veit þú vakir yfir okk- ur og hugar að fjölskyldu þinni, set- ur fisk á öngulinn hjá okkur þegar ekkert veiðist. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt og allt. Þín dóttir, Jóna. Hann talar við hjörtun sem blær við blóm. Þei! Í fjarska er hringt. – Yfir fjöll, yfir dali inn friðsælan kliðinn ber vindurinn svali af himneskum kvöldklukkuhljóm: „Þreytta sál, sofðu rótt! – Gefi þér guð sinn frið! Góða nótt!“ (Guðm. Guðm.) Góða ferð, elsku pabbi minn. Þórunn og fjölskylda. Elsku besti afi. Undanfarna daga hafa hrannast upp í hugum okkar ótal minningar og atburðir liðinna ára. Alltaf svo ósköp ljúft og gott að koma til ykkar ömmu og fundum við hvað við vorum alltaf velkomin, umvafin ást og hlýju. Þú heilsaðir okkur alltaf svo vel, nei, nei ertu komin Erna mín, krúttið mitt, og svo brostirðu breitt, bauðst mér flatkökur og kókómjólk því þú vissir að það var í miklu uppá- haldi hjá mér og passaðir þú að það yrði alltaf keypt þegar þú áttir von á mér í heimsókn. Birgir fékk sömu- leiðis knús og kossa þegar hann kom í heimsók og blítt bros, sæll, elsku kallinn. Góðar minningar eigum við af Suðurgötunni. Við bjuggum þar hjá ykkur ömmu í nokkur ár með mömmu og Steinari, það voru ynd- isleg ár, Birgir var oft að sýsla með þér í bílskúrnum og hafðir þú mikla þolinmæði með honum. Ég var ein- göngu ömmustelpa til 6 ára aldurs en sá þá að ég gæti líka verið afa- stelpa og vorum við bestu mátar upp frá því. Við minnumst allra ferðalag- anna sem við fórum í og veiðiferð- anna, við eigum skemmtilegar minn- ingar frá þessum ferðum. Elsku afi, við áttum svo margt eft- ir að spjalla saman, við kveðjum þig og þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir. Þín Birgir og Erna. Elsku hjartans afi minn. Upp í huga minn koma ótal minn- ingar þegar ég hugsa um þig núna þegar þú hefur kvatt okkur. Minn- ingar mínar um þig eru allar svo yndislegar og góðar, minningar um þær stundir sem við fórum bara tveir saman, ég og þú, í veiðitúra á rauða húsbílnum, það var flott. Ég man að þegar ég var lítill þá bjó mamma mín hjá ykkur ömmu á Suð- urgötunni með mig, Birgi og Ernu, við sátum við eldhúsborðið, ég og þú, og ég spurði þig; afi, áttu ekki sviða- sultu, þú kallaðir þá til ömmu sem alltaf var að sýsla í eldhúsinu og sagðir; eigum við sviðasultu handa stubbnum? Ég man allar útilegurnar sem við fórum í saman og oft fórum viðeitthvert sem hægt var að veiða. Fyrstu veiðistöngina mína bjóst þú til handa mér, þá var ég smágutti og þú bjóst til stöng úr rafmagnsröri og settir á hana veiðihjól og lykkjur fyr- ir línuna. Með þessa stöng stóð ég stoltur við vötnin og kastaði eins og ég ætti lífið að leysa. Ég var montinn með þessa stöng. Ekki gleymi ég því að einu sinni fyrir jól hjálpaðir þú mér að smíða heljarinnar skúffu- kassa handa Nonna pabba mínum, ég og þú laumuðumst í bílskúrinn þinn og svo kenndir þú mér hand- tökin að smíða. Kassinn var flottur og pabbi yfir sig ánægður að fá svo góða gjöf. Ég kveð þig nú, elsku afi minn, og hafðu ástarþakkir fyrir öll þau yndislegu ár sem þú gafst mér. Þinn Steinar. JÓNAS ÞÓRÐARSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR fv. bankafulltrúi, Hvassaleiti 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtu- daginn 31. mars kl. 13.00. Sigurður Pétur Harðarson, Bjarki Harðarson, Þórdís Einarsdóttir, Dögg Harðardóttir, Fjalar Freyr Einarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BORGHILDUR THORARENSEN, Hrafnistu, Laugarási, áður til heimilis í Hvassaleiti 6, andaðist á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 5. mars. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. mars. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát hennar og útför. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Reykjavík og á deild B4 Landspítala Fossvogi. Reynir Sigurðsson, Sólrún Garðarsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður M. Magnússon, Dröfn Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORMÓÐUR HAUKUR JÓNSSON, Ugluhólum 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 31. mars kl. 11.00. Laufey Svanbergsdóttir, Eygló Hauksdóttir, Árni M. Sigurðsson, Svanur Heiðar Hauksson, Hrefna Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir, amma og langamma, KATRÍN VILHELMSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Byggðarenda 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 31. mars kl. 13.00. Karen Ólafsdóttir, Sævar Guðlaugsson, Ólafur S. Ólafsson, Anton P. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og útför BJÖRNS ÓLAFSSONAR, Krosseyrarvegi 9, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Elín Jónsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Möðruvöllum í Kjós, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Kári Jakobsson, Elín Sæunn Ingimundardóttir, Eygló Þorgeirsdóttir, Reynir Pálmason, Ólöf Þorgeirsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Jón Þorgeirsson, Orapin Chaksukheuw, Hugrún Þorgeirsdóttir, Einar Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, STEFÁNS VALDIMARS JÓHANNSSONAR frá Hömrum, Hrísalundi 18, Akureyri. Þórunn Ólafía Júlíusdóttir og fjölskyldur. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐNI HANSSON tæknifræðingur, Blönduhlíð 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni páskadags. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 1. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Guðrún Hansdóttir, Rúnar G. Sigmarsson, Ragnheiður Hansdóttir, Bernharð Haraldsson, Hermann Hansson, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Högni Hansson, Karin Loodberg, Sigurður Örn Hansson, Helga Finnsdóttir, Helga Hansdóttir, Erlingur Hansson, Vigdís Hansdóttir, Lars-Peter Sørensen og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.