Morgunblaðið - 21.08.2005, Síða 4
ÁTAKSVERKEFNIÐ Áform snýst
ekki lengur aðeins um að flytja ís-
lenskt lambakjöt til Bandaríkjanna
því um þessar mundir eru að fara í
sölu í verslunum Whole Foods Mark-
et keðjunnar skyr, ostar og smjör frá
MS/MBF, súkkulaði frá Nóa-Síríusi,
Viking-bjór og blómadropar frá
Kristbjörgu Kristmundsdóttur. Eru
allar þessar vörur seldar undir vöru-
merkinu „Sjálfbært Ísland frá 874“
og er t.d. skyrið kynnt undir heitinu
SKYR og smjörið einfaldlega sem
SMJÖR.
Þá munu 70 af 140 verslunum
Whole Foods Market eingöngu hafa
íslenskt lambakjöt á boðstólum
næstu þrjá mánuði, eða fram að
þakkargjörðarhátíðinni. Reiknað er
með að um 350 tonn seljist á þeim
tíma. Áform hefur einnig aðstoðað
við útflutning á íslenskum laxi og
reyktri bleikju á Bandaríkjamarkað.
„Við höfum verið að byggja upp
markað í Bandaríkjunum fyrir ís-
lenskar sælkeravörur, með næga
framleiðslugetu en um leið mikil
gæði. Við byrjuðum á lambakjötinu,
það hefur rutt brautina og fengið það
góðar viðtökur að Bandaríkjamenn
vilja fleiri vörutegundir frá Íslandi.
Fyrst var byrjað með kjötið í níu
verslunum en nú er það komið í 140
verslanir. Tvö ár eru síðan við feng-
um fyrst fyrirspurn um að fá íslenskt
skyr, sem hefur algjöra sérstöðu í
heiminum. Langan tíma tók að fá
innflutning leyfðan í bandaríska
landbúnaðarráðuneytinu en nú hefur
leyfið fengist. Skyrið er þá flokkað
sem ostur,“ segir Baldvin Jónsson,
verkefnisstjóri Áforms, en nýlega
var svo ákveðið að flytja einnig út ís-
lenska osta og smjör, ásamt suðu- og
mjólkursúkkulaði frá Nóa-Síríusi.
Fjórar tegundir af ostum fara í
fyrstu vestur um haf; Höfðingi, Dím-
on, AB-ostur og Gouda-ostur. Tvær
skyrtegundir fara út, með bláberja-
og vanillubragði. Hefur Áform m.a.
verið í samstarfi við samtök bænda.
Whole Foods Market (WFM) er
sem fyrr segir með 140 verslanir um
öll Bandaríkin og að sögn Baldvins
stefna eigendur keðjunnar að því að
vera komnir með 300 verslanir í árs-
lok 2010. Markmið Áforms sé að
koma íslenskum matvörum í allar
þessar verslanir. Baldvin segir að til
að byrja með fari íslensku matvör-
urnar í 28 verslanir WFM og sem
Fleiri matvörur í búð-
ir í Bandaríkjunum
Lambakjöt, skyr, ost-
ar, smjör, súkkulaði,
bjór og blómadropar
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Íslenska lambakjötið kynnt í einni verslun Whole Foods Market.
dæmi um magnið munu 2-3 tonn af
skyri fara út vikulega. Áhugi sé í öll-
um öðrum verslunum keðjunnar að
fá íslensku vörurnar. Daglega fari
um 3 milljónir manna í gegnum þess-
ar 140 verslanir.
Baldvin er á leiðinni til Bandaríkj-
anna í lok mánaðarins ásamt Sigga
Hall matreiðslumeistara til að taka
þátt í matarkynningu á vegum virtr-
ar matvælastofnunar. Þar ætla þeir
að kynna Ísland sem sjálfbært fram-
leiðsluland. Síðan munu 12 meistara-
kokkar frá Íslandi fara til Wash-
ington í september og matreiða
íslenskan mat á jafnmörgum veit-
ingastöðum og kynna vörur í versl-
unum í borginni. Verða það nokkurs
konar „Food and Fun“-dagar.
Mikill áhugi fjölmiðla
Að sögn Baldvins hafa bandarískir
fjölmiðlar sýnt íslensku matvörunum
mikinn áhuga að undanförnu, miðlar
eins og Washington Post, New York
Times, CBS og Fox News. Munu
kokkarnir m.a. koma fram í morg-
unþáttum sjónvarpsstöðvanna. Þá er
nýlega farið að sýna sjónvarpsþætti
á 289 stöðvum Public Broadcasting
Service í Bandaríkjunum sem sýna
meistarakokk fara til veiða með ís-
lenskum sjómönnum og smala með
bændum á hálendi Íslands.
4 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.ibudalan.is
Einfaldari leið
að íbúðakaupum
Að fjármagna íbúðakaup hjá Íbúðalán.is er einfalt,
fljótlegt og þægilegt. Þú ferð einfaldlega inn á
vefslóðina www.ibudalan.is og gengur frá þínum
málum í tveimur einföldum skrefum
- greiðslumatinu og lánsumsókninni.
Fasteignasalinn sendir síðan kauptilboðið
rafrænt til Íbúðalán.is
HÓPUR íslenskra hjartalækna er í
samvinnu við landlæknisembættið að
fara af stað með rannsókn á því hvort
það sé fylgni milli notkunar verkja-
lyfsins Vioxx og svipaðra bólgueyð-
andi lyfja og aukinnar tíðni hjarta-
áfalla og kransæðasjúkdóma í
sjúklingum hér á Íslandi.
Vioxx var tekið af markaði í fyrra
eftir að prófanir á lyfinu í Bandaríkj-
unum leiddu í ljós að notkun þess eyk-
ur hlutfallslega hættu á hjarta- og
æðasjúkdómum. Á föstudag felldi síð-
an kviðdómur í Texas þann úrskurð
að bandaríska lyfjafyrirtækið Merck
og Co. bæri ábyrgð á dauða manns,
sem notaði Vioxx, í maí 2001. Var fyr-
irtækið dæmt til að greiða ekkju
mannsins bætur upp á 253,4 milljónir
dollara, eða sem samsvarar um 16
milljörðum ísl. króna.
Úrskurður þessi hefur vakið mikla
athygli en ljóst þykir að fleiri munu
höfða mál á hendur Merck í kjölfarið,
ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur
einnig í Ástralíu og á Bretlandi, svo
dæmi séu tekin. Merck hefur hins
vegar þegar tilkynnt að það hyggist
áfrýja úrskurði kviðdómsins í Texas.
Ekkert endilega hættulegra
lyf en önnur sambærileg
Vioxx var sett á markað 1999 og
náði strax mjög mikilli sölu. Var það
meðal annars vinsælt hér heima, t.d.
meðal giktarsjúklinga.
Jón Atli Árnason giktarlæknir
sagði í samtali við Morgunblaðið að
honum kæmi úrskurðurinn í Texas
nokkuð á óvart, „því að efnislega þá
finnst mér ekki vera grundvöllur fyrir
þessum málalyktum“. Sagði Jón Atli
að alls ekki væri víst að þetta tiltekna
lyf væri á neinn hátt frábrugðið svip-
uðum bólgueyðandi lyfjum. Vioxx
hefði einfaldlega verið rannsakað
meira en önnur.
Jón Atli segir að bandaríska mat-
væla- og lyfjaeftirlitið (FDA) hefði
nýverið fjallað um lyfið og þá talið að
til greina kæmi að taka það á markað
aftur að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum. Þetta benti ekki til þess að
FDA teldi lyfið beinlínis hættulegt.
„Hins vegar verður að segjast al-
veg eins og er að Merck og önnur
lyfjafyrirtæki sem voru með svipuð
lyf fóru algerlega offari í markaðs-
setningu, bæði til lækna og sjúk-
linga,“ segir Jón Atli. „Það varð nátt-
úrulega til þess að farið var að nota
þetta lyf og önnur sambærileg á fólk
sem alls ekki átti að vera á þessum
lyfjum, hvorki þessum nýrri bólgu-
eyðandi lyfjum, svokölluðum Coxib-
lyfjum, né öðrum bólgueyðandi lyfj-
um. Og þá er ég að tala um fólk með
hjartasjúkdóma, mjög aldraða og
aðra slíka.“
Segist Jón Atli ekki telja Coxib-lyf-
in hættulegri en önnur bólgueyðandi
lyf, „og það eru að koma fram rann-
sóknir sem styðja þá skoðun mína“.
Jón Atli segir þó hvert tilfelli vera
einstakt. „Ef það var eitthvað tilfelli
sem hefði mátt dæma aðstandendum í
hag þá virtist þetta nú vera slíkt til-
felli,“ segir hann um málið í Texas,
sem nú hefur fallið dómur í. Maðurinn
sem lést, Robert Ernst, hafi nefnilega
verið afar hraustur, hans eini áhættu-
þáttur varðandi hjartasjúkdóma hafi
því virst vera þetta tiltekna lyf, Vioxx.
Lyfjagagnagrunnur nýtist vel
Sem fyrr segir er í burðarliðnum
hér heima rannsókn á því hvort það sé
fylgni milli notkunar Vioxx og svip-
aðra lyfja og aukinnar tíðni hjarta-
sjúkdóma og kransæðastíflu í sjúk-
lingum á Íslandi.
Guðmundur Þorgeirsson, hjarta-
læknir á Landspítalanum, fer fyrir
rannsókninni af hálfu hjartalækna
ásamt Matthíasi Halldórssyni aðstoð-
arlandlækni af hálfu Landlæknisemb-
ættisins. „Rannsóknarhugmyndin er
þessi: að við getum kannað fjölda til-
fella hjartaáfalla og kransæðastíflna
hjá þeim sem hafa tekið slík giktarlyf,
bæði þetta tiltekna lyf og náskyld lyf
af sama flokki, sem og önnur giktar-
lyf. Þetta getum við borið saman við
slíka áfallatíðni hjá fólki almennt,“
sagði Guðmundur í samtali við Morg-
unblaðið. Segir hann að Landlæknis-
embættið hafi yfir að ráða lyfjagagna-
grunni sem eigi að geta nýst vel.
„Vegna þess að þessi gagnagrunnur
nær til allra landsmanna þá er þarna
ákveðinn möguleiki á að við höfum
eitthvað til málanna að leggja í þess-
ari stóru spurningu. Þessi lyfjaflokk-
ur er nefnilega mjög mikilvægur til að
halda niðri verkjum hjá sjúklingum.
Og spurningin er náttúrulega ekki
bara þessi; hafa lyfin aukaverkanir,
heldur líka hverjir eru þá valkostirnir
og hvað er áhættan mikil?“
Kannað hvort tengsl séu milli notkunar Vioxx og aukinnar tíðni hjartasjúkdóma á Íslandi
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Jón Atli
Árnason
Guðmundur
Þorgeirsson
Hjartalæknar og
landlæknisemb-
ættið í samstarf
Reuters
HALLDÓR Sigurðs-
son, útvarpsmaður hjá
danska ríkisútvarpinu
til fjölda ára, lést í
Danmörku í gær, 70
ára að aldri, eftir að
hafa fengið heilablóð-
fall í byrjun vikunnar.
Frá þessu er greint á
vef danska útvarpsins,
DR, en hann lét af
störfum sl. vor fyrir
aldurs sakir.
Halldór fæddist á Ís-
landi 5. maí árið 1935.
Faðir hans var Hjörtur
Sigurðsson en móðir
hans dönsk. Fjölskyldan flutti til
Danmerkur þegar Halldór var 10
ára. Hann stundaði
verslunarnám og
lærði einnig spænsku
og portúgölsku.
Fram kemur á
heimasíðu DR, að
Halldór hóf störf hjá
útvarpinu 1962 sem
lausamaður og var
fastráðinn þar 1975.
Hjá danska útvarpinu
sérhæfði Halldór sig í
málefnum Suður-Am-
eríku og var verðlaun-
aður fyrir fréttaþætti
sína. Hann skrifaði
bækur um Suður-Am-
eríku og greinar í blöð, m.a. í Morg-
unblaðið um árabil.
Andlát
HALLDÓR
SIGURÐSSON
VERKEFNIÐ Áform er í viðræðum
við Landssamband smábátaeigenda
um að búa til upprunavottun fyrir
íslenskan fisk, sem geti verið komið
í sölu í verslunum Whole Foods
Market á næsta ári. Að sögn Bald-
vins Jónssonar er hugmyndin að
neytendur geti séð nákvæmar upp-
lýsingar um uppruna fisksins, bæði
veiðisvæði og smábátasjómanninn.
Einnig verði Bandaríkjamönnum
gefinn kostur á að koma til Íslands
og fara á sjó með trillukörlum.
Á sjó með
trillukörlum
ATVINNA mbl.is