Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gæsaveiðitímabiliðhófst í gær ogstendur til 15.
mars næstkomandi. Búist
er við því að allt að 3.500
veiðimenn muni freista
þess að skjóta gæs í ár.
Veiðitímabilið í ár er
nokkuð sérstakt að því
leyti að veiðar á rjúpu hafa
verið leyfðar á ný en eins
og kunnugt er hafa þær
verið bannaðar undanfarin
tvö ár til að vernda rjúpn-
astofninn.
Þegar bann við rjúpna-
veiðum tók gildi á sínum
tíma töldu flestir að veiði-
álag á gæsina myndi aukast til
muna en ekki virðist hafa ræst úr
því, að sögn Áka Ármanns Jóns-
sonar, veiðistjóra, sem segir að
gæsaveiðar hafi ekki aukist svo
neinu nemi árið 2004, sé miðað við
veiðitölur.
Erfiðara sé hins vegar að segja
til um veiðar árið 2003 sökum þess
að hópur veiðimanna hafi ákveðið
að skila inn röngum tölum fyrir
það ár í mótmælaskyni við ákvörð-
un stjórnvalda um að banna
rjúpnaveiðar.
Í fyrra voru alls veiddar um
48.500 gæsir, en þar af var mest
veitt af grágæs, eða 33.000 fuglar.
„Það er svipað og var áður en
rjúpnaveiðibannið var sett á. Síð-
ustu árin þar á undan var verið að
veiða 30-35 þúsund grágæsir. Það
er í efstu mörkum þess sem stofn-
inn þolir en hins vegar virðist
hann þola það eins og er,“ segir
Áki og bætir við að gæsastofninn
hér á landi sé í nokkuð góðu horfi
og ekki standi til að draga úr veið-
um.
Gæsaveiðar krefjast
veiðireynslu
Aðspurður hvers vegna ásókn í
gæsastofninn hafi ekki aukist
meira í kjölfar rjúpnaveiðibanns-
ins segir Áki hugsanlegt að fleiri
hafi farið á gæsaveiðar þótt veiðin
hafi ekki aukist. Gæsaveiðar
krefjist nokkurrar veiðireynslu
sem ekki allir hafi búið yfir og því
hafi veiðin ekki orðið meiri en
raun bar vitni.
Veiðar á grágæs urðu mestar
árið 1997 þegar um 41.000 fuglar
voru veiddir en að sögn Áka hafa
færri fuglar verið skotnir undan-
farin ár. Gæsastofninn telur um
80 þúsund fugla og segir Áki
stofninn þola að árlega séu veiddir
um 35 þúsund fuglar. Ef veiði sé
meiri geti það sett stofninn í
hættu. Aðrir gæsastofnar sem
veitt er úr hér á landi eru blesgæs,
heiðagæs og helsingi en síðast-
nefndi stofninn er friðaður í Aust-
ur-Skaftafellssýslu til 25. septem-
ber. Eins og áður sagði er búist
við því að allt að 3.500 veiðimenn
fari á gæsaveiðar í ár og er að
sögn Áka mest veitt á Suður- og
Norðausturlandi.
Aðspurður segir Áki að veiði-
tímabilið leggist vel í sig en hann
hafi þó nokkrar áhyggjur af því
hve varp byrjaði seint í vor.
Dregur úr álagi á gæsina
Ragnar Gunnlaugsson, stjórn-
armaður í Skotveiðifélagi Íslands,
segir að í kjölfar þess að rjúpna-
veiðar voru leyfðar á ný megi bú-
ast við því að eitthvað dragi úr
álaginu á gæs. „Rjúpnaveiðar
hafa dregið úr skotálaginu á gæs-
ina á þeim tímapunkti þegar hún
er hvað viðkvæmust fyrir veiðum,
sem er í lok tímabilsins, þegar hún
hópar sig saman áður en hún fer
af landinu. Flestir hafa hætt
gæsaveiðum þegar rjúpnaveiðar
byrja þannig að það má gera ráð
fyrir að það slaki aðeins á gæsa-
veiðunum í kjölfarið og þetta
dreifist jafnara yfir stofnana,“
segir Ragnar.
Hann tekur í sama streng og
Áki og segi gæsaveiði ekki hafa
aukist mikið á meðan rjúpnaveiði-
bannið stóð yfir, enda muni yfir-
leitt mestu um magnveiðimenn-
ina. Minna muni um þá sem veiði
einungis nokkra fugla í hvert
skipti.
Ragnar segir Skotveiðifélagið
leggja áherslu á að menn sýni
ákveðið hóf í veiðunum. „Þetta eru
forréttindi sem við viljum geta
gengið að um ókomna framtíð,“
segir hann. Aðspurður út í þær
aðgerðir veiðimanna að senda frá
sér villandi veiðitölur í mótmæla-
skyni segist Ragnar vita til þess
að einhverjir gerðu það. Það hafi
hins vegar ekki verið frá Skotvís
komið, enda hafi sambandið ávallt
lagt áherslu á að veiðimenn sendi
frá sér réttar veiðitölur.
Sterkir grágæsa- og
heiðagæsastofnar
Arnór Þórir Sigfússon fugla-
fræðingur segir að bæði grágæsa-
og heiðagæsastofnar hér á landi
séu nokkuð sterkir. Almennt sé
talið að grágæsastofninn telji 80
þúsund en Arnór segir að rann-
sóknir sem Náttúrufræðistofnun
hafi látið vinna bendi til þess að
það sé vanmat og að stofninn geti
verið allt að 150 þúsund fuglar.
Um 230 þúsund fuglar séu í heiða-
gæsastofninum.
Blesgæsastofninn standi hins
vegar ekki jafnsterkum fótum hér
á landi, sem helgist m.a. af því hve
illa varp hjá blesgæsinni gangi.
Arnór telur að veiðar á grágæs
séu í það mesta hér á landi og seg-
ist hafa ráðlagt mönnum að fara
hóflega í veiðarnar.
Fréttaskýring | Gæsaveiðitímabilið hafið
Minna álag á
gæsastofninn
Gæsaveiðar jukust ekki að ráði þrátt
fyrir rjúpnaveiðibann 2003 og 2004
Alls veiddust um 48.500 gæsir í fyrra.
Byrja veiðar of snemma?
Jóhann Óli Hilmarsson, for-
maður Fuglaverndarfélagsins,
segir að kaldur maímánuður í ár
kunni að hafa haft áhrif á gæsa-
varp eins og varp annarra fugla.
Því sé óráðlegt að byrja veiðar
svona snemma. „Maí var ansi
kaldur og hafði áhrif á marga
fugla,“ segir Jóhann en bætir því
við að gæsaungar hafi nóg að éta
núna og séu að taka við sér. Hins
vegar hefði að mati félagsins
verið eðlilegra að láta veiði-
tímabilið byrja 10 dögum síðar.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Beint leiguflug* 26. febrúar í 9 nætur
ÍS
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
†
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
9
2
6
3
0
8
/2
0
0
5
*Flogið til Eagle County í Colorado, millilent í Minneapolis
vegna eldsneytistöku og vegabréfaskoðunar.
Frægastu skíðastaðir í heimi!
Aspen og Vail
www.urvalutsyn.is
Verð frá:
139.780 kr.
á mann í tvíbýli m/morgunverði
á Inn at Aspen.
Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli
erlendis, gising m/morgunverði í 9 nætur
og íslensk fararstjórn.
• Glæsileg hótel miðsvæðis í Aspen og Vail
• Sértilboð á skíðapössum í Aspen
– eingöngu fyrir viðskiptavini Úrvals-Útsýnar
SKIPVERJAR á Þorleifi EA voru
að landa um 10 tonnum af þorski í
Grímsey í gær og var þetta síðasta
veiðiferðin á þessu kvótaári. „Við
vorum að klára kvótann og bíðum
nú eftir nýju kvótaári,“ sagði Al-
freð Garðarsson skipstjóri en Þor-
leifur EA hefur stundað netaveiðar.
„Það er bullandi fiskur um allan
sjó,“ sagði Alfreð en aflinn fékkst á
svokölluðum Leirhrygg. „Það voru
einir 9 togarar norðan við okkur, á
svokölluðum Groenshrygg, og þeir
voru að fá 30-40 tonn á sólarhring.“
Alfreð sagði að árið hefði gengið
mjög vel og að það sama ætti við
um línubátana í eynni. „Það sem er
óvenjulegt nú er hversu djúpt fisk-
urinn liggur, eða á 150-200 faðma
dýpi, og telja menn að fiskurinn sé
þar að leita í kaldari sjó.“
Á myndinni er Konráð Gylfason
að landa úr Þorleifi EA í höfninni í
Grímsey.
Morgunblaðið/Kristján
Bullandi fiskur um allan sjó