Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 30

Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 30
30 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ 17. ágúst 1975: „Leikhúsin í borginni hafa verið og eru vinjar í mörk malbiksins; sannkallaðir heilsubrunnar; eitt af því sem við höfum ekki efni á að vera án. Reykjavíkurborg á við tímabundna fjárhagserf- iðleika að stríða eins og önn- ur sveitarfélög í landinu. Fjármálastjórn borgarinnar hefur þó verið farsæl og traust, eins og bezt sést á því, að útgjöld borgarinnar á sl. ári foru að meðaltali að- eins 13–17% fram úr fjár- hagsáætlun ársins, sem sam- þykkt var í desember 1973, þrátt fyrir meira en 50% verðbólgu á sl. ári. Það er gleðilegur vottur framsýni borgaryfirvalda og trúar á framtíð borgarinnar, að þrátt fyrir tímabundna fjár- hagserfiðleika skuli nú stefnt að því að byggja glæsilegt borgarleikhús í nýja mið- bænum.“ 18. ágúst 1985: „Það vóru vissulega merk nýmæli og stórt spor til réttrar áttar þegar Alþingi felldi inn í skattalög ákvæði um skatta- legan frádrátt vegna fjárfest- ingar í atvinnurekstri, sem bundinn var við innborgun á stofnfjárreikninga, framlög í starfsmannasjóði, hlutabréfa- kaup í fjárfestingarfélögum og síðast en ekki sízt bein kaup á hlutabréfum.“ . . . . . . . . . . 20. ágúst 1995: „Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmanna- flokksins, hefur lýst því yfir, að hann hyggist láta af þess- um embættum í marzmánuði nk. Tími sé kominn til breyt- inga og að ný kynslóð takist á við þau verkefni, sem fram- undan eru. Það er sjaldgæft, að stjórn- málamenn láti af slíkum emb- ættum ótilneyddir. Yfirleitt gerist það á þann veg, að flokkar þeirra bíða ósigur í kosningum, þeir missa ráð- herraembætti og neyðast til að víkja eða þá að þeir fara frá vegna samblásturs gegn þeim innan eigin flokks. Hið síðarnefnda er t.d. algengt í brezkum stjórnmálum en hið fyrrnefnda á við um stjórn- mál á Vesturlöndum almennt. Hér á Íslandi hefur þetta gerzt með ýmsum hætti. Ólaf- ur Thors lét af formennsku Sjálfstæðisflokksins skv. eig- in ákvörðun árið 1961 en gegndi embætti forsætisráð- herra í tvö ár eftir það. Geir Hallgrímsson tók ákvörðun um að láta af formennsku í Sjálfstæðisflokknum eftir 10 ára formennsku, þegar hann hafði tryggt flokknum aðild að ríkisstjórn á ný eftir erfitt tímabil næstu fimm árin áður, en gegndi ráðherraembætti í tvö ár eftir það.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F yrir u.þ.b. einu ári sátu tveir forráðamenn ritstjórnar Morgunblaðsins á tali við Þor- stein Gylfason. Tilefnið var mjög ákveðin gagnrýni, sem hann hafði beint að ritstjórn- arstefnu blaðsins bæði á sviði menningar og í pólitík. Þetta var eftirminnileg stund. Tveir af þessum þremur áttu þau tilfinningalegu tengsl sín í milli að mæður þeirra höfðu verið æskuvinkonur frá Ísafirði snemma á öldinni en sá þriðji gegndi því hlutverki að við hann vildu andans menn á Íslandi frekar tala en aðra í þeim hópi, sem ritstýrt hefur Morg- unblaðinu síðustu árin. Þetta voru hreinskiptnar samræður. Stundum velti annar Morgunblaðsmannanna því fyrir sér, hvort hann væri að ganga of nærri Þorsteini, en Þorsteini þótti að vinir hans á Morgunblaðinu hefðu lokast inni í of þröngum farvegi og saknaði augljóslega þeirra tíma, þegar skáld og ritstjóra mátti finna í sama manninum. Þetta voru skemmtilegar samræður. Það eru sérstök forréttindi að hafa fengið tækifæri til að tala við jafn opinn mann og Þorsteinn Gylfason var. Hann var tilbúinn til að hlusta á og velta fyrir sér röksemdum viðmælenda sinna. Hann var líka tilbúinn til að hugsa upphátt um það, hvort hann sjálfur hefði rétt fyrir sér í þeim álitamálum, sem þarna voru til umræðu. Fyrir nokkrum dögum kom í ljós, að hann hafði sagt Þorvaldi bróður sínum ítarlega frá þessum samtölum, sem viðmælanda hans þótti vænt um vegna þess ekki sízt að það var til marks um hvað hann hafði tekið þau alvarlega. Þorsteinn Gylfason átti í áratugi mikil samskipti við Morgunblaðið, fyrst og fremst við Matthías Jo- hannessen. Athugasemdir hans og gagnrýni voru alltaf teknar alvarlega. Leiddu til umhugsunar og umræðna og stundum til breytinga. Hann hafði hvorki að baki sér flokka né fjöl- miðla. Hann stóð einn með hugsunum sínum en hafði meiri áhrif á menn og málefni í okkar sam- tíma en flestir aðrir. Morgunblaðið flytur Guðrúnu Vilmundardótt- ur, móður hans, Þorvaldi bróður hans og fjöl- skyldu þeirra allri innilegar samúðarkveðjur við lát þessa merka Íslendings. Álitamál á fjölmiðlum Dag hvern standa starfsmenn á ritstjórn- um, fréttastofum og dagskrárdeildum fjöl- miðla frammi fyrir margvíslegum álitamálum. Það er ekkert endilega víst að til sé eitthvert eitt svar við þeim eða að ein ákvörðun sé réttari en önnur. En ákvörðun verður að taka og svo kemur í ljós hver viðbrögð umhverfisins eru. Gamalreyndur ritstjóri sagði oft, þegar hann stóð frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, sem snertu persónulega hagi fólks og örlög, að það væri ekki til ómerki- legra starf en að ritstýra dagblaði og þurfa að axla þá ábyrgð, sem í slíkum ákvörðunum fælist. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þegar svonefnd Baugsmál komu upp fyrir þremur árum var ein grundvallarákvörðun tekin á ritstjórn Morgunblaðsins. Blaðið mundi ekki birta neinar fréttir af þeim málum, sem ekki byggðust á opinberum heimildum. Sá leikur hefur lengi verið stundaður á Íslandi að leka fréttum af viðkvæmum málum og birta í fjölmiðlum á grundvelli nafn- lausra heimilda. Oftar en ekki eru þeir, sem leka fréttum, að nota viðkomandi blaðamenn eða fjöl- miðla. Í sumum tilvikum má líkja þessu við að vega úr launsátri. Það er óskemmtileg iðja. Þegar þessi grundvallarákvörðun var tekin um meðferð lögreglurannsóknarinnar á Baugi byggð- ist hún m.a. á fenginni reynslu þeirrar ritstjórnar, sem nú starfar á Morgunblaðinu. Á síðasta ald- arfjórðungi hafa komið upp tvö önnur mál, sem vöktu athygli alþjóðar. Annars vegar svonefnd Geirfinnsmál, sem urðu að hluta til pólitísk, og hins vegar Hafskipsmálin, sem urðu líka að hluta til pólitísk. Í báðum þessum málum var þeirri gagnrýni beint að Morgunblaðinu, að í blaðinu væri ekki að finna fréttir, sem birtust í sumum öðrum blöðum. „Af hverju þarf ég að lesa önnur blöð til þess að fylgjast með því, sem er að gerast í Hafskipsmál- inu,“ sagði mætur maður við ritstjóra Morgun- blaðsins á þeim tíma. Svarið við þessari gagnrýni var einfalt: við birt- um ekki fréttir, sem við getum ekki fengið stað- festar. Í Geirfinnsmálinu svonefnda gengu logandi sögusagnir um bæinn um meinta aðild Framsókn- arflokksins og Ólafs heitins Jóhannessonar, sem þá var dómsmálaráðherra, að því máli. Allt var það að sjálfsögðu uppspuni. Í Geirfinnsmálinu kom í ljós, að það reyndist tiltölulega auðvelt verk að sannfæra heila þjóð í skamman tíma um að hugar- órar væru veruleiki. Jarðvegurinn til þess að sá í fræjum tortryggni og sögusagna reyndist ótrú- lega frjór. Hafskipsmálið varð pólitískt ekki sízt vegna þess, að Albert heitinn Guðmundsson hafði verið einn af forráðamönnum Hafskips en var jafnframt umdeildur á vettvangi stjórnmálanna. Í Hafskipsmálinu voru ritstjórar Morgunblaðs- ins í nánast daglegu sambandi við annan helzta forráðamann skipafélagsins í síðustu sex mánuð- ina eða svo, sem félagið var starfrækt, og réðu ráð- um sínum hvert kvöld um meðferð frétta af málinu í blaðinu næsta dag. Reynslan af þessum tveimur málum, sem sýndi að sjaldnast er allt sem sýnist, og reynslan af notk- un nafnlausra heimilda m.a. í lögreglumálum á ní- unda áratugnum átti mikinn þátt í þeirri ákvörðun varðandi Baugsrannsóknina, sem tekin var á rit- stjórn Morgunblaðsins fyrir þremur árum. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, er óhætt að fullyrða, að Morgunblaðið hefur nánast ekkert birt, sem máli skiptir um rannsóknina á málefnum Baugs, sem byggt hefur verið á nafnlausum heim- ildum. Haustið 2002 og sennilega í upphafi árs 2003 birti blaðið töluvert af fréttum um ágrein- ingsmál forráðamanna Baugs og fyrrverandi sam- starfsmanns þeirra, Bandaríkjamanns, að nafni Jim Schafer, sem byggðust að miklu leyti á op- inberum gögnum frá Bandaríkjunum. Morgunblaðið hefur hlotið gagnrýni fyrir þessi vinnubrögð á undanförnum misserum en þau byggjast á fenginni reynslu. Veruleikinn er líka sá, að stundum hafa menn skjalleg gögn í höndum, en ef ekki er hægt að setja þau í samhengi við annað getur verið auðvelt að misskilja og mistúlka slík gögn. Það verður líka að segja – og það segir Morg- unblaðið þeim opinberu stofnunum, sem hlut eiga að máli, til hróss – að leki frá slíkum stofnunum er að mestu leyti horfinn. Það er a.m.k. reynsla rit- stjórnar Morgunblaðsins. Slíkur leki var hins veg- ar mikill á níunda áratugnum. Fáir menn hafa átt meiri þátt í að stöðva hann en Bogi Nilsson rík- issaksóknari og sú viðleitni hans leiddi til meiri þjóðarhreinsunar en flestir gera sér grein fyrir. Ákærur í Baugsmálum Hinn 1. júlí sl. var til- kynnt að ákærur í hin- um svonefndu Baugs- málum hefðu verið sendar út þann dag. Jafnframt kom í ljós, að þær yrðu ekki birtar opinberlega fyrr en við þingfest- ingu 17. ágúst. Morgunblaðið gagnrýndi þessi vinnubrögð hins opinbera. Í ljós kom, að þau byggðust ekki á lögum eða reglugerðum heldur vinnureglum, sem ríkissaksóknari hefði sett. Rík- issaksóknari hefur síðar lýst þeirri skoðun sinni, að nauðsynlegt væri að setja um þetta ákvæði í lög eða reglugerð og Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur komið skoðun á því máli í ákveðinn farveg. Fyrir skömmu kom í ljós, að málsskjölin vegna Baugsrannsóknarinnar yrðu ekki birt op- inberlega, þótt ljóst sé að til þeirra verði vitnað í málflutningi. Morgunblaðið hefur líka gagnrýnt þá ákvörðun. Gagnrýni blaðsins á það, að ákærur voru ekki birtar opinberlega beint í kjölfar þess að þær höfðu verið birtar sakborningum og að máls- skjöl verði ekki birt, byggist á því, að í svo stórum málum, sem varða almannahag, sé eðlilegt að að öll gögn mála liggi fyrir opinberlega. Ástæða er til að vekja athygli á því, að slík birt- ing þarf ekki endilega að vera ákæruvaldinu í hag. Hún getur ekkert síður verið sakborningum í hag vegna þess, að birting málsskjala í samhengi við birtingu ákæra auðveldar fólki að sjá samhengi í málum og þungar ákærur er hægt að sjá í skýrara ljósi ef málsskjöl eru einnig birt. Þess vegna er það rétt, sem einhver ljósvakamiðill hafði eftir ónafn- greindum lögmönnum í síðustu viku, að ekki væri hægt að leggja mat á ákærurnar nema hafa máls- skjölin við höndina. Það er hægt að færa sterk rök fyrir því, að þau vinnubrögð ákæruvaldsins, að birta ákærur ekki fyrr en seint og um síðir og málsskjöl alls ekki, séu til marks um úrelt vinnubrögð og langur rann- sóknartími vekur spurningar um bolmagn eftir- litsstofnana til þess að fjalla um svo stór mál. Ekki verður betur séð en að í Bandaríkjunum gangi rannsóknir slíkra mála miklu hraðar fyrir sig og nú þegar eru a.m.k. nokkrir dómar fallnir í stórum málum, sem komið hafa upp í viðskiptalífinu þar síðustu árin. Sama dag og tilkynnt var að ákærur hefðu verið sendar til birtingar sakborningum sendu forráða- menn Baugs frá sér þrjú skjöl. Þar var um að ræða tvö bréf, sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafði sent lögregluyfirvöldum á síðasta ári og sl. vor svo og álitsgerð Jónatans Þórmunds- sonar prófessors um sakarefnin. Þann dag tók rit- stjórn Morgunblaðsins ákvörðun um tvennt: að bréf Jóns Ásgeirs og álitsgerð Jónatans yrðu birt í heild í blaðinu daginn eftir og að ákæran yrði birt í FORDÓMAR OG FRÆÐSLA Það eru bæði jákvæðar og nei-kvæðar hliðar á niðurstöðumkönnunar á viðhorfi til ýmissa minnihlutahópa í samfélaginu, sem Gallup gerði fyrir Rauða kross Ís- lands. Annars vegar sýna niðurstöður könnunarinnar að mikill meirihluti Ís- lendinga er umburðarlyndur í garð þeirra minnihlutahópa, sem spurt var um, þ.e. samkynhneigðra, búddista, innflytjenda, geðfatlaðra og múslíma. Flestir Íslendingar eru ánægðir með að samfélagið skuli vera orðið fjöl- breyttara og mikill meirihluti telur t.d. að innflytjendur hafi auðgað ís- lenzkt samfélag. Hins vegar vekur það áhyggjur að tiltölulega stór minnihluti myndi hvorki vilja eiga múslíma né geðfatl- aða að næstu nágrönnum. Þannig segjast 22,2% svarenda í könnuninni myndu verða mjög ósátt við að músl- ímar byggju í næsta húsi eða íbúð og 16,6% segjast ekki myndu vilja sjá geðfatlað fólk sem nágranna sína. Alla jafna hefur verið litið svo á að fordómar gagnvart minnihlutahópum minnki með aukinni menntun, sem auki fólki víðsýni. Það virðist eiga við um viðhorfið gagnvart innflytjendum, en síður hvað varðar afstöðu fólks til geðfatlaðra. Andúðin á nábýli við fólk, sem á við geðsjúkdóm að stríða, virð- ist sú sama í hópi langskólagenginna og þeirra, sem minni menntun hafa. Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri út- breiðslusviðs Rauða krossins, segir í Morgunblaðinu í gær að afstaðan til múslíma sýni hvað fréttir frá útlönd- um geti haft mikil áhrif á íslenzkt þjóðfélag, því að ekki hafi múslímar sem hópur skapað neinn vanda í ís- lenzku samfélagi. Þar á Þórir vænt- anlega við fréttir af hryðjuverkum, sem unnin eru í nafni íslamstrúar. Niðurstöður könnunarinnar, sem Rauði krossinn lét gera, sýna ekki sízt að áfram er þörf á fræðslu um minni- hlutahópa, einkenni þeirra og hlut- skipti. Fordómar gegn geðsjúkdómum eru augljóslega enn rótgrónir meðal stórs hluta þjóðarinnar. Það þarf því enn að auka þá fræðslu og umræður, sem fram hafa farið um geðræn vandamál undanfarin ár. Þá er augljóslega full þörf á að efla mjög fræðslu um íslam, sem hefur verið lítil sem engin til þessa. Það verður ekki sízt gert með efldri trúar- bragðafræðslu í skólum, eins og Morgunblaðið hefur hvatt til. Rauði krossinn hyggst efna til fræðsluátaks og vitundarvakningar undir kjörorðinu „byggjum betra samfélag“. Það er í hnotskurn það, sem aukin fræðsla og útrýming for- dóma gengur út á – að auka sátt og samheldni í samfélagi okkar. LANDSPJÖLL Í ÓLEYFI Virðingarleysi fyrir landinu er þvímiður enn alltof útbreitt. Mynd- ir, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, sýna vel afleiðingar þess að far- ið var með jarðýtu af Dalsheiði og niður í Leirufjörð. Ljót og djúp sár í landinu, sem seint verður hægt að afmá. Í raun hefur verið lagður vegar- slóði niður af heiðinni, en bæjar- stjórn Ísafjarðar, sem hafði heimilað umferð jarðýtu um heiðina gegn því að „allt jarðrask“ yrði lagfært, leyfði aldrei neitt slíkt. Aukinheldur verður ekki betur séð en að framkvæmdirn- ar séu í beinni mótsögn við umsókn landeigandans í Leirufirði, sem vildi fá að koma ýtu í fjörðinn til að ryðja upp varnargörðum gegn landbroti. Á svona málum verður að taka af festu. Það er ekki hægt að líða að menn hunzi öll leyfi og leggi vegi eða slóða um land, sem er að mestu ósnortið. Það er lágmark að þeim, sem landspjöllin unnu, sé gert að lag- færa þau á nýjan leik eins og hægt er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.