Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 31
heild, þegar hún yrði opinber, hversu löng, sem
hún kynni að vera, sem á þeirri stundu var ekki
vitað.
Það var ekki sjálfgefið og sjálfsagt að birta þessi
gögn með þessum hætti. Ritstjórn Morgunblaðs-
ins hefur verið gagnrýnd bæði innanhúss og utan
fyrir birtingu á löngum textum í heild. Sú vinnuað-
ferð hefur verið talin gamaldags og úrelt. Bent á
að enginn annar fjölmiðill gerði slíkt hið sama.
Textar af þessari lengd væru ekki lesnir og í
harðri samkeppni á fjölmiðlamarkaði nútímans
væri þetta fáránlegt. Jafnframt hefur verið bent á,
að auðvelt væri að veita lesendum blaðsins aðgang
að þessum sömu textum á netútgáfu blaðsins.
Þrátt fyrir slíkar athugasemdir og gagnrýni
voru álitsgerð Jónatans og bréf Jóns Ásgeirs birt í
heild í blaðinu næsta dag. Rökin voru þau að í svo
stóru máli (og þess vegna öðrum stórum málum
svo sem málum olíufélaganna) væri eðlilegt að
kaupendur og lesendur Morgunblaðsins hefðu að-
gang að þessum upplýsingum á prenti. Fengin
reynsla sýnir, að þótt netið sé aðgengilegur miðill
er birting á neti og birting á prenti ekki hið sama.
Eins og við mátti búast var þessi ákvörðun
gagnrýnd. Einn lesandi sagði í bréfi til ritstjóra
Morgunblaðsins, að sá hinn sami væri mjög hugsi
yfir þeirri ákvörðun að birta málsvörn sakborn-
inga í heild með þessum hætti án nokkurra at-
hugasemda. Og svo komu að sjálfsögðu hin venju-
bundnu viðbrögð að þessa löngu texta mundi
enginn lesa.
Frá sjónarhóli ritstjórnar Morgunblaðsins er
það lýðræðisleg skylda blaðsins að birta skjöl af
þessu tagi í heild. Almenningur á að geta haft að-
gang að öllum gögnum mála sem þessara í heild
þannig að hver og einn geti lagt sitt mat á málið.
Og fyrir þá sakborninga, sem telja sig saklausa í
máli eins og þessu, hlýtur það að þeirra mati að
vera málstað þeirra til framdráttar en ekki öfugt.
Ákærur birtar
Sakborningar tóku
ákvörðun um að birta
ákærurnar að mestu
leyti í heild fyrir þingfestingu. Þeir tóku jafnframt
ákvörðun um að birta þær með sínum hætti í
Fréttablaðinu, sem sumir í þeirra hópi eiga ráð-
andi hlut í.
Morgunblaðið hefur ekki gagnrýnt þá ákvörðun
og þá birtingu í Fréttablaðinu. Það var sakborn-
ingum í sjálfsvald sett, hvort þeir hefðu frum-
kvæði að því að birta ákærurnar og þá hvernig.
Þeir hefðu getað birt þær með því að senda þær
öllum fjölmiðlum en þeir höfðu fullan rétt á að
gera það með þeim hætti, sem þeir gerðu.
Í umræðum á síðasta ári um fjölmiðlafrumvarp
og fjölmiðlalög ríkisstjórnar og Alþingis benti
Morgunblaðið á það aftur og aftur að eigendur að
fjölmiðlum höguðu eignaraðild sinni með ýmsum
hætti. Sumir eigendur fjölmiðla hefðu þann hátt á,
að skipta sér ekkert af ritstjórnum eða ritstjórn-
arstefnu fjölmiðla sinna, en aðrir hefðu bein af-
skipti af þeim málum, sem þeim hentaði.
Á sjöunda áratugnum var umsvifamikill blaða-
útgefandi í Bretlandi að nafni Roy Thompson af
kanadískum ættum eigandi bæði The Times í
London og The Sunday Times. Hann var þekktur
fyrir að skipta sér ekkert af ritstjórnarstefnu
blaða sinna. Síðar eignaðist Rupert Murdoch bæði
þessu blöð. Hann hefur alla tíð verið þekktur fyrir
mikil afskipti af ritstjórnarstefnu blaða sinna.
Það er ekki ástæða til að gagnrýna þá eigendur,
sem vilja hafa afskipti af ritstjórnarstefnu fjöl-
miðla sinna. Fjölmiðlarnir eru þeirra eign og ef
þeir fá fólk til að starfa á ritstjórnunum á þessum
forsendum er það þeirra mál. Það eina, sem er
gagnrýnisvert, er, ef öðru er haldið fram. Ef for-
ráðamenn Baugs taka t.d. ákvörðun um að hafa af-
skipti af ritstjórnarlegri meðferð fjölmiðla sinna á
Baugsrannsókninni er í sjálfu sér ekkert við það
að athuga. Hið eina, sem væri athugavert ef það
væri veruleikinn, væri það að öðru væri haldið
fram.
Á síðasta ári töldu Samfylkingarmenn meiri
ástæðu til að setja lög um sjálfstæði ritstjórna en
um eignarhald á fjölmiðlum. Morgunblaðið hafði
efasemdir um, að þessi stefna Samfylkingarinnar
væri raunhæf, en lýsti þó því að blaðið væri alveg
tilbúið til að skoða hugmyndir Samfylkingar-
manna um hvernig þetta væri framkvæmanlegt.
Raunhæfar hugmyndir um slíka löggjöf hafa enn
ekki séð dagsins ljós.
Daginn eftir að Fréttablaðið birti ákæruna í
Baugsmálinu að mestu leyti en ekki öllu birti
Morgunblaðið ákæruna í heild eins og hún hafði
birtzt í Fréttablaðinu og jafnframt athugasemdir
sakborninga í heild en aðskilið, þannig að lesendur
gátu lesið ákæruna í heild og athugasemdir í heild.
Jafnframt lagði blaðið áherzlu á að vinna styttri
fréttir um meginefni ákærunnar til birtingar á
fréttasíðum. Þetta var í samræmi við þá grund-
vallarákvörðun, sem tekin hafði verið fyrir þremur
árum, og aftur, þegar bréf Jóns Ásgeirs og álits-
gerð Jónatans voru birt í heild.
Fréttaflutningur Morgunblaðsins á sunnudag
fyrir viku var gagnrýndur úr tveimur áttum. Ann-
ars vegar héldu sumir sakborningar því fram, að
fyrirsagnir blaðsins á fréttasíðum væru villandi.
Hins vegar hlaut blaðið gagnrýni fyrir það að
málsvörn sakborninga voru gerð ítarleg skil á út-
síðu þann sama dag. Gagnrýni af þessu tagi er
daglegt brauð. Það er aldrei hægt að smíða fyr-
irsagnir þannig að þær segi alla söguna og það er
óþarfa þröngsýni í upphafi 21. aldar að halda því
fram, að ekki megi gera málsvörn sakborninga
skil á útsíðu.
Við þingfestingu sl. miðvikudag kom í ljós, að
upphafleg birting Fréttablaðsins á ákærunum
hafði ekki verið í heild heldur að mestu leyti. Dag-
inn eftir þingfestinguna birti Morgunblaðið þann
hluta ákærunnar, sem ekki hafði verið birtur í
Fréttablaðinu í heild, og hið sama gerði DV. Í
Fréttablaðinu í gær, föstudag, kom fram, að öll
ákæran væri til staðar á netútgáfu blaðsins á Vísi-
.is og í DV í dag, laugardag, lýsir Jónas Krist-
jánsson, ritstjóri blaðsins, þeirri skoðun, að sjálf-
sagt hafi verið að birta þennan hluta ákærunnar.
Sameiginlega hafa þau tvö dagblöð, sem eru í ráð-
andi eigu Baugs, birt ákæruna í heild, mestur hluti
hennar í Fréttablaðinu en það sem eftir stóð í DV.
Morgunblaðið hefur verið gagnrýnt fyrir að
birta í heild þann hluta ákærunnar, sem ekki sá
dagsins ljós fyrr en við þingfestingu sl. miðviku-
dag. Í því samhengi, sem hér hefur verið lýst, er sú
gagnrýni ekki réttmæt. En vissulega er þar um að
ræða viðkvæmar persónulegar upplýsingar, sem
frá almennu sjónarmiði séð eiga ekki heima á
prenti í dagblaði. En þar sem þessar upplýsingar
voru hluti af opinberri ákæru var óhjákvæmilegt
að birta þær. Enda á almenningur kröfu á því að
hafa aðgang að ákærunni í heild alveg með sama
hætti og almenningur átti kröfu á að hafa aðgang
að þeirri málsvörn, sem sakborningar sendu frá
sér í byrjun júlí í heild.
Næsti kafli þessa máls hefst þegar málflutn-
ingur fyrir héraðsdómi hefst. Þá má búast við dag-
legum fréttum af málflutningi og vitnaleiðslum.
Málið verður áreiðanlega flutt af miklum þunga á
báða bóga og á eftir að valda margvíslegu upp-
námi. Mál af þessu tagi eru alltaf erfið í svo fá-
mennu samfélagi. Þótt allir þekki ekki lengur alla
þekkja margir marga.
Tilfinningar
og rök
Að þessu sögðu er auð-
vitað alveg ljóst, að
þótt hægt sé að sýna
fram á það með aug-
ljósum rökum, að málsmeðferð Morgunblaðsins
hafi verið sanngjörn og ekki sé með sanngirni
hægt að gagnrýna blaðið fyrir umfjöllun þess um
þetta viðkvæma mál, er vel skiljanlegt að þeir, sem
hlut eiga að máli, bregðist við á tilfinningalegan
hátt, sem ekki er endilega í samræmi við stað-
reyndir málsins.
Það er engin ástæða til að gera lítið úr tilfinn-
ingalegum viðbrögðum. Þau eru skiljanleg og
raunar má ætla að þeir einstaklingar séu nánast
ekki til, sem ekki mundu bregðast við málum sem
þessum tilfinningalega með einhverjum hætti.
Ritstjórn Morgunblaðsins virðir þær tilfinning-
ar. Fátt er ömurlegra í starfi blaðamanna en að
fjalla um erfið vandamál, sem upp koma í lífi fólks,
og fátt er erfiðara en að þræða þann meðalveg að
sinna annars vegar upplýsingaskyldu gagnvart al-
menningi en hins vegar að taka tillit til tilfinninga
fólks og sálarheillar. Á Morgunblaðinu verður
ekki gert lítið úr tilfinningalegum viðbrögðum
fólks í þessu máli jafnvel þótt þau beinist að
blaðinu sjálfu með nokkrum þunga.
Að öðru leyti er þegar ljóst, að það þarf að skýra
leikreglur bæði í réttarkerfinu og í viðskiptalífinu.
Það þarf að búa með þeim hætti að réttarkerfinu
að það geti lokið rannsókn á málum af þessu tagi á
sem skemmstum tíma, þannig að óvissa hangi ekki
yfir höfði fólks árum saman. Það þarf að setja
skýrar reglur um aðgang almennings að upplýs-
ingum um mál á borð við þetta.
Það þarf að skýra leikreglur í viðskiptalífinu
með lögum og reglugerðum þannig að það þurfi
ekki að vera álitamál, hvað má og hvað má ekki.
Við þurfum að draga réttar ályktanir af Baugs-
málinu eins og það stendur nú, hver svo sem nið-
urstaðan verður fyrir dómstólum.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hjólað við Jökulsárlón.
Daginn eftir þingfest-
inguna birti Morg-
unblaðið þann hluta
ákærunnar, sem ekki
hafði verið birtur í
Fréttablaðinu í heild,
og hið sama gerði
DV. Í Fréttablaðinu í
gær, föstudag, kom
fram, að öll ákæran
væri til staðar á net-
útgáfu blaðsins á
Vísi.is og í DV í dag,
laugardag, lýsir Jón-
as Kristjánsson, rit-
stjóri blaðsins, þeirri
skoðun, að sjálfsagt
hafi verið að birta
þennan hluta ákær-
unnar. Sameiginlega
hafa þau tvö dagblöð,
sem eru í ráðandi
eigu Baugs, birt
ákæruna í heild,
mestur hluti hennar í
Fréttablaðinu en það
sem eftir stóð í DV.
Laugardagur 20. ágúst 2005