Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jakob Magnús-son fæddist í
Melshúsum á Akra-
nesi 18. apríl 1925.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 9.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jón Magnús
Jakobsson bóndi og
kennari og Sveins-
ína Arnheiður Sig-
urðardóttir hús-
freyja. Jakob var
elstur fimm systk-
ina, hin eru Helgi,
Sigurður, Kristín og Herdís og
eru þau öll á lífi.
Jakob kvæntist árið 1947 Þor-
björgu Svövu Auðunsdóttur. Börn
þeirra eru Magnús, f. 1947, Mar-
grét Arnheiður, f. 1952, Sveinsína
Erla, f. 1953, og
Guðrún, f. 1961.
Tveggja ára gam-
all flutti Jakob með
fjölskyldunni á
Snældubeinsstaði í
Reykholtsdal. Jakob
og Svava bjuggu fé-
lagsbúi þar með for-
eldrum Jakobs og
síðar bróður hans.
Jakob og Svava
byggðu nýbýlið
Samtún í landi
Snældubeinsstaða
og bjuggu þar alla
tíð. Jakob var bóndi allan sinn
starfsferil, en sinnti jafnframt
múrverki víða um land.
Útför Jakobs fór fram frá
Reykholtskirkju í kyrrþey 15.
ágúst.
Elsku pabbi, í minningunni ertu
alltaf að hjálpa einhverjum. Þú
hjálpaðir okkur við húsbygginguna
og annað sem til féll. Aðrir nutu
hjálpsemi þinnar við ótal tækifæri.
Þú varst alltaf þar sem einhverjar
framkvæmdir fóru fram og lifðir
fyrir að taka þátt í þeim. En stund-
um hringdir þú og þurftir að fá að-
stoð frá okkur. Maðurinn minn
sagði þá að nú hefðum við ekki farið
alllengi í Reykholtsdalinn, það var
og raunin, þú varst að kalla eftir
heimsókn. Þér líkaði vel að hafa
marga í kringum þig, sér í lagi í
réttunum. Þú vildir að hlutirnir
gengju rösklega fyrir sig. Þegar
sonur okkar og nafni þinn hóf að
byggja upp í Steinsholti lést þú þig
ekki vanta og aðstoðaðir hann við
framkvæmdirnar, þó svo þú værir
orðinn veikur. Þú fylgdist alltaf með
og spurðir hvernig gengi í sveitinni
hjá okkur. Þegar þú dvaldist á
sjúkrahúsinu á Akranesi, sem varð
hlutskipti þitt nokkrum sinnum á
síðustu mánuði, fórum við stundum
í bíltúr. Þér þótti svo gott að fá
ferskt loft, eins og þú sagðir. Alltaf
valdir þú að fara í sveitina til Jak-
obs, það var of langt að fara í Reyk-
holtsdalinn. Það gladdi þig og stytti
þér stundir, þegar þú varst hættur
að geta fylgst með að öðru leyti, að
aka um nágrannasveitirnar og fylgj-
ast með gróandanum, hvernig
sprettan var og hvernig heyskapur
gengi. Síðasta eftirlitsferðin okkar
um sveitina til að athuga hvernig
heyfengur væri var í vikunni áður
en þú kvaddir. Þú varst nokkuð
sáttur við hann. Þakka þér fyrir
allt. Við reynum að hugsa vel um
mömmu og landið sem var þér svo
kært. Við gætum þess að það verði
ekki ofbitið.
Þín dóttir,
Margrét.
En þú átt að muna
alla tilveruna
að þetta land á þig.
Þessar ljóðlínur úr kvæði Guð-
mundar Böðvarssonar komu mér í
hug þegar ég frétti andlát Jakobs í
Samtúni.
Við sem fengum að eyða sumrum
unglingsáranna í Reykholtsdalnum
hjá því góða fólki Jakobi og Svövu
teljum okkur hafa fengið reynslu og
þroska sem við höfum notið góðs af
alla tíð. Skelfing var maður fjærri
allri mannvonsku og ljótum orðum
þau ár.
Í Borgarfirði var alltaf sól og gott
veður. Þannig eru að minnsta kosti
minningarnar.
Við vorum látin vinna og það mik-
ið en það gerðu allir í sveitinni.
Sjálfur taldi Jakob ekki eftir sér að
vaka eina og eina sumarnótt ef
hann þurfti að slá eða vinna önnur
þau verk sem byggðust á þurru
veðri.
Árla morguns þegar lokið var við
að mjólka var ekið í veg fyrir mjólk-
urbílinn. Heyskapur var upp á
gamla mátann með öllum sínum
sjarma og rómantík. Ungar stúlkur
og drengir gáfu hvert öðru auga
sitjandi á heyvögnunum. Rútan kom
úr Reykjavík einu sinni í viku og öll
sveitin vissi hverjir komu með rút-
unni. Síminn í Samtúni var tvær
langar og tvær stuttar. Vitanlega
gat öll sveitin fylgst með því sem
rætt var við fólkið í Samtúni. Mikil
verðmæti eru fólgin í því að hafa
kynnst þessum lifnaðarháttum sem
eru órafjarri því sem þekkist í dag.
Jakob var maður afar hægur og
rólyndur. Hann var ekki margmáll
en þegar sest var við eldhúsborðið í
Samtúni og drukkið kvöldkaffið sat
Jakob alltaf með okkur og ræddum
við þá oft lengi saman áður en
gengið var til náða. Eru þessar
kvöldstundir mér afar minnisstæðar
og ljúfar. Það var líka svo gaman að
hlusta á hann tala því hann hafði
svo sterkan bð og gð framburð sem
unglingurinn ég hafði ekki kynnst
fyrr.
Jakob var örlátur á að lána okkur
hestana sína og útreiðartúrar voru
oft seint á kvöldin eftir að vinnu var
lokið. Þegar við krakkarnir vorum
að byrja að kíkja á sveitaböllin var
Jakob aldrei langt undan. Tel ég
hann hafi alltaf viljað fylgjast með
okkur þótt aldrei hafi hann haft
mörg orð um það.
Jakob var jarðsettur 15. ágúst í
kyrrþey í dalnum þar sem hann ól
mestallan sinn aldur.
Ég þakka ljúfum manni sam-
fylgdina og óska honum góðrar
heimkomu.
Guðrún Erla Björgvinsdóttir.
JAKOB
MAGNÚSSON
Kær vinkona,
HALLDÓRA GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR,
Skúlagötu 40A,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 30. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
23. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd frændfólks og vina,
Inga Jóelsdóttir, Björn Guðjónsson
og fjölskylda.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR
frá Hlíð, Siglufirði,
Kópavogsbraut 1B,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ
mánudaginn 22. ágúst kl. 15.00.
Sólveig Helga Jónasdóttir, Einar Long Siguroddsson,
Ásgeir Jónasson, Ásdís Hinriksdóttir,
Margrét Einarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson,
Fanney Long Einarsdóttir, Eggert Gíslason,
Jónas Ásgeir Ásgeirsson
og barnabarnabörn.
Kær vinkona,
HALLDÓRA GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR,
Skúlagötu 40A,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 30. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
23. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd frændfólks og vina,
Inga Jóelsdóttir, Björn Guðjónsson
og fjölskylda.
Sonur minn, bróðir, mágur og föðurbróðir,
ÞORSTEINN GYLFASON
prófessor,
sem andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
16. ágúst, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 23. ágúst kl 16.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Samtök
um byggingu tónlistarhúss.
Guðrún Vilmundardóttir,
Þorvaldur Gylfason og Anna Karitas Bjarnadóttir,
Guðrún Vilmundardóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson,
Baldur Hrafn Vilmundarson,
Gylfi Þorsteinn og Eyja Sigríður Gunnlaugsbörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐBRANDUR SÆMUNDSSON
vélvirkjameistari,
til heimilis að Boðahlein 7,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn
23. ágúst kl. 15.00.
Kristín María Hartmannsdóttir,
María Guðbrandsdóttir, Sveinbjörn Dýrmundsson,
Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN SKAFTI KRISTJÁNSSON
vélstjóri,
Heiðargerði 19,
Akranesi,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 16. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
25. ágúst kl. 14.00.
Erna Gréta Ólafsdóttir,
Kristján Jónsson, Lilja Hákonardóttir,
Sigríður Jónsdóttir, Þórir Gunnarsson,
Óli Þór Jónsson, Jóhanna B. Andrésdóttir
og afabörn.
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og veittu okkur ómetanlegan styrk og
aðstoð við andlát og útför okkar ástkæra sonar og
bróður,
MÁNA MAGNÚSSONAR.
Guð veri með ykkur.
Hjartans þakkir.
Magnús, Bryndís,
Sigmundur og Dísa Ragnheiður.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR HELGASON
málarameistari,
Fensölum 6,
lést á heimili sínu föstudaginn 19. ágúst.
Jóhanna S. Markúsdóttir,
Aldís Guðmundsdóttir, Bjarni Þormóðsson,
Gerður Guðmundsdóttir, Óskar Þorbergsson,
Már Guðmundsson, Björg Sigmundsdóttir,
Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson,
afabörn og langafabörn.
Hjartans þakkir til ykkar allra sem aðsýnduð okkur
samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður,
mágs og tengdasonar,
ÞORSTEINS ÓSKARS GUÐLAUGSSONAR
bónda og bifreiðarstjóra,
Ölvaldsstöðum 4,
Borgarbyggð.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Fjeldsted,
Ólína Björg Þorsteinsdóttir,
Sigurður Ingi Þorsteinsson,
Guðlaugur Fjeldsted Þorsteinsson,
Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir,
Jóhanna Birna Þorsteinsdóttir, Guðlaugur B. Guðmundsson,
Guðjón Guðlaugsson, Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir,
Halldór Guðni Guðlaugsson, Guðrún Birgisdóttir,
Þórdís Fjeldsted
og aðrir aðstandendur.