Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 41 FRÉTTIR Af klaustrunum þrett-án, sem talið er aðhafi verið á Íslandi ákaþólskum tíma,þ.e.a.s. frá kristni- töku og til ársins 1551, var Skriðuklaustur yngst. Það er álit- ið hafa verið af reglu Ágústínusar kirkjuföður, biskups í Hippó í Afríku (f. 354, d. 430), reist árið 1493. Upphafið er rakið til atburðar, sem á að hafa gerst nokkru áður. Presturinn á Valþjófsstað er sagður hafa farið með kaleik og patínu, flösku af messuvíni og brauð í íláti að þjónusta eitt sókn- arbarnanna. En á áfangastað kom í ljós, að gripirnir höfðu týnst á leiðinni. Þeir fundust raunar aft- ur, á þúfu nokkurri í Skriðulandi, allfjarri bænum. Voru sakrament- in þar búin til notkunar: vín í kal- eiknum og patínan yfir honum, með brauði. Hugðu menn þetta kraftaverk og byggði eigandi jarðarinnar þegar kapellu á staðnum, til að þetta myndi aldrei gleymast. Var byggingu guðs- hússins þannig hagað, að altarið var látið standa á téðri þúfu, sem geymt hafði kirkjugripina. Litlu þar á eftir var klaustrið stofnsett. Þá eru hjónin á Víðivöll- um, Hallsteinn Þorsteinsson og kona hans, Cecilía Þorsteins- dóttir, sennilega búin að afhenda jörðina „guði almáttugum, jómfrú Marie og helga blóð“, a.m.k. óformlega, þótt gjafabréfið sé ekki undirritað fyrr en 8. júní árið 1500. Rökin fyrir þeirri tilgátu eru m.a. þau, að Stefán Jónsson biskup er á yfirreið um Austfirði árið 1493, og strax árið 1494 eru klaustrinu teknar að berast gjafir, sem ólíklegt er að menn hafi látið staðnum í té óvígðum. Einnig má ráða þetta af umræddu bréfi. Árið 1495 eða 1496 er príor settur yfir klaustrið, og fer hann með völd í bæði andlegum og ver- aldlegum hlutum, en einungis sem undirmaður biskupsins í Skálholti og í umboði hans. Fyrsti príor á staðnum er Narfi Jónsson, áður prestur eystra eða syðra, og er hann þar til 1506, að hann ger- ist ábóti í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Þá tekur við forráðum Þorvarður Helgason, prestur á Valþjófsstað, og er til 1530 eða svo, að Jón Markússon, prestur í Vallanesi, kemur til sögunnar og er þar yfir til 1534. Síðasti príor var Brandur Hrafnsson, 1534– 1552; sá var áður prestur að Hofi í Vopnafirði. Hinn 23. ágúst 1496 er kirkju- garður vígður. Í biskupsbréfi frá þeim degi eru talin upp ýmis ákvæði, sem fylgja beri, m.a. að heimamenn skuli þarna grafnir, sem og þeir pílagrímar er sýkjast kunni og deyja á klaust- urstaðnum, og enn fremur þeir aðrir sem kjósi þar hinsta leg. Og Valþjófsstaðarklerkur átti að hafa þarna sóknarprestsvald. Hvergi getur um klaustur helg- að líkama Krists og blóði í ná- grannalöndunum. Eina dæmi þess á Norðurlöndum er í Fljóts- dal. Myndin sem þessum pistli fylgir er af Maríulíkneski, út- skornu úr eik, sem talið er að hafi verið í klausturkirkjunni í eina tíð. Það er nú varðveitt á Þjóð- minjasafni og er einn helsti dýr- gripur þess. Til að halda úti klaustri undir stjórn ábóta þurfti tólf munka eða kanúka, en til þess að reka klaust- ur með príor þurfti a.m.k. sex munka. Má af þessu ætla um fjöldann í Skriðu. Fátt er þó nán- ar vitað um íbúana, en e.t.v. hafa þeir komið úr öðrum Ágústínus- arklaustrum Skálholtsbisk- upsdæmis. Árið 1498 dvelst á Skriðu bróðir einn, Jón, og árið 1524 annar með sama nafni. Og árið 1532 er Þorvarður Helgason, fyrrum príor, nefndur bróðir þar. Síðan er þögn til ársins 1542, að gerð er skrá yfir munka og nunn- ur í Skálholtsstifti. Eru þá fjórir bræður að Skriðu, að meðtöldum príor; þetta eru Ólafur, Magnús og Þorsteinn. Er athyglisvert, að klausturmenn eru ekki áberandi miklu færri en í öðrum reglustöð- um stiftisins. Þannig eru aðeins sex, að meðtöldum ábóta, í Þykkvabæ (sem hefur þá fækkað allnokkuð), fjórir í Viðey, þrír að Helgafelli, auk ábóta, en í Kirkjubæ eru sjö nunnur, ásamt abbadís. Eins og ég gat um fyrir viku síðan hefur uppgröftur á rústum Skriðuklausturs opinberað, að það hafði fjölþættu hlutverki að gegna, þar sem hæst bar líkn sjúkra og fátækra, samhliða bænahaldi, auk ritunar skjala og bóka, líkt og önnur samtíða klaustur gegndu í Evrópu. Enn er mikil vinna eftir, og óskandi að fjárskortur komi ekki til með að hamla því, enda mikið í húfi fyrir alla sögu okkar og menningu að rannsaka hvað þar er að finna. Að endingu skal þess getið, að framannefnt er að nær öllu leyti tekið upp úr kandídatsritgerð Heimis Steinssonar við Guð- fræðideild Háskóla Íslands 1965, rúmlega 150 blaðsíðna verki, er ber heitið „Saga munklífis að Skriðu í Fljótsdal“ og er grund- vallarheimild um þetta efni. Er við hæfi að ljúka þessari sam- antekt á beinum orðum hins merka prests og fræðimanns, en á einum stað ritar hann, með greini- legum söknuði: Klaustrið að Skriðu stendur aðeins skamma hríð. Raunar er það tæpast komið úr reifum, er það tortímist í gerningaveðri siðaskiptanna […] Nótt hins „ónýta mögls“ rómverskrar messu er úti. Upp er runninn bjartur dagur þeirrar löngu predikunar, sem enn í dag gæðir helgihald á Íslandi hæpinni reisn. Með konungsbréfi 12. mars 1554 var formlega á enda munklífi að Skriðu í Fljótsdal, líkt og ann- ars staðar á Íslandi. Skriðuklaustur sigurdur.aegisson@kirkjan.is Fornleifauppgreftri að Skriðu í Fljótsdal er nú lokið þetta sumarið, en mun hefjast aftur næsta vor. Sigurður Ægisson fjallar í pistli dagsins um þetta fornfræga klaustur, hið eina sem verið hefur á Austurlandi, fyrr og síðar.             !  " #  !                  $ ! %& " # '  % !(          # '  ) &          # ' %  )!&!        * + , - . / % 0(( + 1,( -  % 02 34 * 0  5, 5 6 7 3 6    5 8 94 2 3 4 6 !"# $    :  .   4% & ' "# +! +         % %    0       HUGVEKJA VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta við Háskóla Íslands, hvetur borgarstjórnarfulltrúa í Reykjavík til þess að samþykkja tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að fyrirhuguð hækkun á leikskólagjöldum, sem á að ganga í gildi 1. september nk., verði dregin til baka. „Hin umrædda hækkun kemur illa við þá stúdenta sem fyrir henni verða, eins og margoft hefur verið bent á. Þar að auki skýtur það skökku við að á sama tíma og stefnt er að gjaldfrjálsum leikskóla í Reykjavík, sé verið að hækka leik- skólagjöld á ákveðinn afmarkaðan hóp foreldra. Undir forystu Vöku stóð Stúd- entaráð Háskóla Íslands fyrir undir- skriftasöfnun í fyrra til þess að mót- mæla hækkununum. Tæplega 2000 stúdentar skrifuðu undir áskorun þess efnis að hækkunin yrði dregin til baka og voru undirskriftirnar af- hentar þáverandi borgarstjóra. Í kjölfarið fékkst það í gegn að hækk- unin tæki gildi 1. september 2005 en ekki 1. janúar eins og upphaflega stóð til. Vaka lagði á það áherslu á sínum tíma að það væru ekki fullnægjandi viðbrögð af hálfu borgaryfirvalda að einungis fresta gildistöku hækkun- arinnar. Nauðsynlegt væri að ganga alla leið og draga hækkunina til baka. Það er því fagnaðarefni að til- laga þess efnis sé komin fram í borg- arstjórn frá einum af borgarfulltrú- um R-listans. Óskir og kröfur þeirra 2000 stúdenta sem fóru fram á að hækkunin yrði dregin til baka eru enn í fullu gildi og hvetur Vaka því borgarfulltrúa til að hlusta á raddir stúdenta í þessu máli,“ segir í álykt- uninni. Vaka vill að borgaryfirvöld samþykki tillögu Alfreðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.