Morgunblaðið - 21.08.2005, Page 44
Mímí og Máni
Kalvin & Hobbes
VILTU KOMA Í MÖMMU-
LEIK KALVIN?
ÉG KANN
HANN EKKI
SJÁÐU TIL, FYRST
KEMUR ÞÚ HEIM ÚR
VINNUNNI. SÍÐAN KEM ÉG
HEIM ÚR VINNUNNI
ÞEGAR ÞAÐ ER BÚIÐ ÞÁ
TÖLUM VIÐ UM VINNU-
DAGINN OG RÍFUMST UM
ÞAÐ HVER Á AÐ ELDA
ÖRBYLGJURÉTTINN
Risaeðlugrín
SVONA BYFLUGA,
SESTU HÉR Á
TRJÁBOLINN
© DARGAUD
NEI!
EKKI Á ANDLITIÐ Á
MÉR. ÉG SAGÐI Á
TRJÁBOLINN!!
Í HVAÐA
LEIK ER
HANN?
HANN ER AÐ
REYNA AÐ ÞJÁLFA
BÝFLUGU TIL AÐ
SETJAST Á TRJÁBOL
EN ÉG HELD AÐ ... FLUGAN
SÉ AÐ KENNA HONUM AÐ SLÁ
SJÁLFAN SIG ÞEGAR HÚN VILL
Dagbók
Í dag er sunnudagur 21. ágúst, 233. dagur ársins 2005
Þegar þetta er ritaðer Víkverji í ein-
staklega góðu skapi.
Menningarnæt-
urhelgin er eitthvað
svo lífleg og skemmti-
leg. En Víkverji er
auðvitað þannig úr
garði gerður að hann
tuðar stöðugt. Fag-
mennsku sinnar vegna
ætlar hann því að
leggja góða skapið til
hliðar og röfla yfir ein-
hverju sem hefur pirr-
að hann undanfarið.
Víkverji er einn af
þeim sem borða frekar
oft og lítið í einu. Ekki aðeins vegna
þess að það er talið hollt heldur
vegna þess að hann verður alltaf svo
pirraður þegar hann er svangur. Vík-
verji getur því pirrað sig óendanlega
mikið á því hversu stórir skammtar
eru á öllum veitingahúsum og skyndi-
bitastöðum. Víkverji er nefnilega al-
inn upp við að klára af disknum sín-
um og verður því oft útþaninn þegar
hann borðar á veitingastöðum. Vík-
verja þætti ljómandi gott ef hann
mætti borga aðeins minna og fá
minni mat.
Dagsdaglega er Víkverji hins veg-
ar nógu skynsamur til að hafa með
sér nesti hvert sem hann fer. Ekkert
þykir Víkverja leið-
inlegra en að þurfa að
borða úti í sjoppu þar
sem allt er bragðbætt
með majónessósum.
Víkverji borðar heldur
ekki kjöt og getur því
oft aðeins valið um eina
gerð af samlokum.
x x x
Víkverji hefur aðeinseinu sinni tekið
strætó eftir að nýja
leiðakerfið tók gildi og
var hinn ánægðasti
með ferðina. Meiri
áhyggjur hefur hann af
því ef satt reynist að engin ókeypis
salernisaðstaða sé á Hlemmi. Grunar
Víkverja að það sé vegna þess að
ákveðnir hópar fólks sem ekki gátu
notað salerni annars staðar sóttu
mikið í aðstöðuna á Hlemmi. Víkverji
gerir sér grein fyrir að fólk sem þarf
að pissa pissar á endanum. Hann býr
sjálfur rétt hjá Hlemmi og getur
ímyndað sér að garðurinn hans verði
ákjósanlegur staður fyrir salern-
isferðir þegar fram í sækir.
Víkverja þykir sjálfsögð mannrétt-
indi að fólk geti pissað í klósett sér að
kostnaðarlausu. Hann skorar á þá
sem með völdin fara að bæta úr
þessu.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Tónleikar | Í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar leikur í dag tríóið Drýas.
Drýas er skipað Herdísi Önnu Jónasdóttur sópran, Þorbjörgu D. Hall selló-
leikara og Laufeyju S. Haraldsdóttur píanóleikara en þær stunda allar nám
við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Á efnisskránni eru íslensk verk eingöngu, eftir höfunda á borð við Atla
Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og Hjálmar H. Ragnarsson. Einnig má
nefna íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum hins ísfirska Jónasar Tómas-
sonar.
Tónleikarnir hefjast kl. 16.
Íslenskir tónar
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá,
sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Róm. 14, 22.)