Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 1
Spásagnir og stríð Ímyndunin og ímyndunarflugið í augum Margaret Atwood | Miðopna Nína og Geiri á Broadway Björgvin fagnar 35 ára útgáfuafmæli sínu | Menning Íþróttir í dag  Auðun Helgason með flest M  Skagamenn vilja halda í Ólaf  Landsbankinn áfram aðalbakhjarl „AÐILAR vinnumarkaðarins þurfa að sjálfsögðu að taka mið af öllum atriðum. Mér finnst að sjálfsögðu eðlilegt að þeir taki mið af þeirri verðbólgu sem er umfram það sem þeir höfðu gert ráð fyrir,“ sagði Halldór Ásgríms- son forsætisráð- herra. „Á móti kemur að þessar verð- hækkanir eru að langmestu leyti vegna húsnæðislið- arins, sem eru nýjar forsendur og síðan er ljóst að þær skattalækk- anir sem hafa verið ákveðnar komu fram eftir að kjarasamningar voru gerðir og hafa mikil áhrif á kaup- mátt. Að sjálfsögðu er það kaup- mátturinn sem skiptir meginmáli í þessu sambandi. Mér sýnist að kaupmáttaraukningin hafi orðið meiri en hægt var að gera ráð fyrir þegar kjarasamningar voru gerð- ir,“ sagði hann ennfremur. Halldór sagði að hækkun vísitöl- unnar væri töluvert meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Áhrif þess að útsölum sé lokið séu meiri en búist hafi verið við, en á móti komi að reiknað sé með töluvert minni hækkun næst. „Þó þetta sé mikil hækkun sem veldur áhyggjum eru spárnar fyrir árið í heild svipaðar og verið hefur eða í kringum 3,5% og á næsta ári á bilinu 3,5–4%. Þetta er vissulega meiri verðbólga en æskilegt er, en það eru engin ný eða óvænt tíðindi í þessu. Meginástæðan fyrir hækk- uninni í ár er húsnæðisliðurinn og síðan olíur og bensín og aðrar hækkanir eru mjög litlar.“ Hann benti líka á að það væri mikið aðhald í fjárlögum næsta árs. Kaupmáttaraukningin meiri en gert var ráð fyrir FÁTT bendir til að verðbólgumark- mið kjarasamninga gangi eftir í haust þegar forsendur samninga verða endurmetnar, að mati Alþýðu- sambands Íslands. Hagstofan birti í gær vísitölu neysluverðs fyrir sept- embermánuð, sem sýnir að verð- bólgan mælist nú 4,8% og er komin yfir efri vikmörk verðbólgumark- miðs Seðlabankans, sem er forsenda gildandi kjarasamninga. „Þessi mæling kveður upp úr um að það mun reyna á verðlagsfyrir- vara í kjarasamningunum og menn munu þurfa að hefja umræður á grundvelli þess að um verulegt frá- vik sé að ræða frá verðbólgu- markmiði Seðlabankans en skrifað er inn í samninga að það sé ein af forsendum samninganna,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Viðsemjendur á almenna vinnu- markaðinum taka samningsforsend- ur samninganna til sérstakrar skoð- unar fyrir 15. nóvember. „Það er umfjöllunarefni nóvembermánaðar að skoða þetta,“ segir Hannes. „Þessar tölur eru orðnar þannig, að það er alveg ljóst að það mun reyna á þetta ákvæði,“ segir Hann- es. Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ, segir að nú séu því miður litlar sem engar líkur á því að verð- lagsmarkmið samninganna gangi eftir. „Núna er verðbólgan 4,8% og við þyrftum að sjá umtalsverða verð- hjöðnun til að nálgast 2,5% markið, sem er afar ólíklegt. Ég geri að vísu ráð fyrir að það dragi úr verðbólgu í næstu mælingu en það verður ekki um verðhjöðnun að ræða, heldur mun verðbólguhraðinn sennilega minnka,“ segir Ólafur Darri. Hefja þarf við- ræður í haust Eftir Ómar Friðriksson og Hjálmar Jónsson  Verðbólgan mælist | 11 Verðbólgan mælist 4,8% og er orðin meiri en í forsendum gildandi kjarasamninga Halldór Ásgrímsson Berlín. AP. | Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata í Þýskalandi, reyndi að verja forskot þeirra í skoð- anakönnunum þegar leiðtogar þýsku flokkanna leiddu saman hesta sína í um- ræðuþætti í sjónvarpi í gærkvöldi. Í umræðuþættinum minnti Gerhard Schröder, kanslari og leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins, kjósendur á and- stöðu stjórnarinnar við innrásina í Írak, en sú afstaða er talin hafa stuðlað að óvæntum sigri flokksins árið 2002. Angela Merkel svaraði þessu með því að hamra á stöðu efnahagsmála í Þýska- landi. Sagði hún að Schröder hefði mis- tekist að rétta efnahaginn við og draga úr atvinnuleysinu. | 16 Hamraði á efna- hagsmálunum „VIÐ lofuðum meirihlutastjórn og það er það sem við ætlum að færa landinu,“ sagði Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins í Noregi, í gærkvöldi þegar flest benti til þess að vinstriflokkarnir hefðu fengið meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru í gær. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra borgaralegu flokkanna, játaði sig sigraðan í gærkvöldi þeg- ar um 96% atkvæðanna höfðu verið talin. Rauðgræna bandalagið svo- nefnda – Verkamannaflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og Mið- flokkurinn – var þá með alls 88 þingsæti af 169. Borgaralegu flokk- arnir fengu samtals 81 sæti. Stjórnarflokkarnir þrír – Hægri- flokkurinn, Kristilegi þjóðarflokk- urinn og Venstre – fengu alls 44 þingsæti. Framfaraflokkurinn, sem studdi stjórnina, fékk 37 sæti. Verkamannaflokkurinn er helsti sigurvegari kosninganna, fékk 62 þingsæti og bætti við sig nítján. Fylgi flokksins var 32,8% og jókst um 8,5% frá síðustu kosningum. Sósíalíski vinstriflokkurinn fékk fimmtán þingmenn kjörna og tap- aði átta þingsætum. Miðflokkurinn fékk ellefu sæti og bætti við sig einu. Framfara- flokkurinn er nú stærstur hægri- flokkanna, bætti við sig ellefu sæt- um og fékk 37. Fylgi flokksins var 22,1% og jókst um 7,4% frá síðustu kosningum. Venstre, sem er frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju, styrkti einnig stöðu sína á þinginu, fékk tíu þingsæti og bætti við sig átta. Hinir borgaralegu flokkarnir tveir – Hægriflokkurinn og Kristi- legi þjóðarflokkurinn – töpuðu hins vegar miklu fylgi. Hægriflokkurinn tapaði fimmtán þingsætum, fékk 23 og fylgi hans minnkaði um 7,1%. Kristilegi þjóðarflokkurinn, flokk- ur Kjells Magne Bondeviks for- sætisráðherra, fékk ellefu þing- sæti, tapaði ellefu sætum og fylgistapið nam 5,6%. „Það eru mér mikil vonbrigði að stjórnin skyldi ekki hafa haldið velli,“ sagði Bondevik í gærkvöldi og kvaðst ætla að fara á fund kon- ungs til að leggja fram afsagnar- beiðni sína. Vinstriflokkar náðu meirihluta í Noregi Reuters Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og forsætisráðherraefni vinstriflokkanna, í þinghús- inu í Ósló í gærkvöldi. Í kosningabaráttunni kvaðst Stoltenberg ætla að efla velferðarkerfið. Hann lagðist hins vegar gegn áformum borgaralegu flokkanna um skattalækkanir og frekari einkavæðingu. Verkamanna- flokkurinn bætti við sig nítján þingsætum Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Væntanlegur forsætisráðherra Noregs Washington. AFP, AP. | Michael Brown, yfir- maður FEMA, stofnunar almannavarna í Bandaríkjunum, kvaðst í gær ætla að segja af sér. Hann hafði sætt harðri gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við náttúru- hamförunum við Mexíkóflóa 29. ágúst. „Ég tel það þjóna best hagsmunum stofn- unarinnar og forseta Bandaríkjanna að gera þetta, þannig að fjöl- miðlarnir beini athyglinni að því góða starfi sem hafið er, í stað þess að einblína á mig,“ sagði Brown. Þremur dögum áður var Brown sviptur umsjón með björgunarstarfinu á hamfara- svæðunum. Nancy Pelosi, leiðtogi demó- krata í fulltrúadeild þingsins, fagnaði af- sögninni og sagði hana löngu tímabæra. Brown, sem sagðist hafa rætt síðast við George W. Bush forseta fyrir fimm eða sex dögum, kvaðst segja af sér að eigin frumkvæði. Hann hefði rætt um helgina við skrifstofustjóra Hvíta hússins, Andy Card, sem hefði ekki beðið hann að segja af sér. Yfirmaður FEMA segir af sér Michael Brown STOFNAÐ 1913 247. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.