Morgunblaðið - 13.09.2005, Page 17

Morgunblaðið - 13.09.2005, Page 17
Akureyri | Þeir tóku sig vel út skipverjarnir á Ingunni AK, þar sem þeir stóðu stoltir í stafni skipsins við komuna til Akureyrar á fimmtudag. Þeir komu ekki einungis með 1.600 tonna síldarafla til hafnar, held- ur voru þeir einnig með Þor- stein ÞH, fjölveiðiskip Hrað- frystistöðvar Þórshafnar, í togi. Þorsteinn fékk í skrúfu í Síldar- smugunni og varð vélarvana í kjölfarið. Eftir að Þorsteinn var kominn upp að Slippkantinum hélt Ingunn áleiðis til Vopna- fjarðar til löndunar og fór afl- inn bæði til vinnslu og í bræðslu. Þorsteinn var hins vegar tekinn upp í flotkvína við Slippstöðina þar sem viðgerð fer fram. Morgunblaðið/Kristján Stoltir í stafni Ingunnar Skipverjar Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Svo byrjað sé á veðrinu. Vorið var kalt, sumarið líka. Haustið byrjar ekki sérlega vel. Það er frekar kalt og blautt. Spurning með veturinn. Búið að kaupa snjófram- leiðslukerfi í Hlíðarfjall. Síðastliðnir vetur óvenju snjóléttir og lítið hægt að renna sér á skíðum. Skyldi þó aldrei vera að nú á komandi vetri snjói sem aldrei fyrr.    Vetrarstarf eins og menn kalla það er að hefjast út um allt. Kórar farnir að syngja eftir sumarfrí og allt að fara í fulla sveiflu. Skautahöllin hefur opnað eftir sumarið. Þar eru krulluiðkendur komnir á fullt skrið. Þetta er íþrótt sem fest hefur rætur norðan heiða, en var þar til nú ekki iðkuð annars staðar á landinu, en sunnanmenn eru að fara af stað nú í haust. Iðkendum hefur fjölgað mjög og áhugi eykst sífellt. Dæmi þess að fólk hafi byrjað í krullunni af því það hélt þetta væri hallærislegasta íþrótt sem hægt væri að stunda. Komist svo að raun um að hún sé skemmtileg.    Eyfirðingar ganga að kjörborði í byrjun október. Kjósa um sameiningu allra sveit- arfélaga í firðinum. Það hafa þeir gert áð- ur. Fyrir löngu, en þá reyndist ekki vilji fyrir stórri sameiningu. Þótt liðinn sé röskur áratugur frá þeim kosningum hef- ur örugglega ekki mikið breyst. Vilji íbúa í minni sveitarfélögum virðist ekki vera fyr- ir stórri sameiningu. Forsvarsmenn sveit- arfélaganna hafa líka verið iðnir við að koma á framfæri alls konar gagnrýni. Nú síðast að kynningarefnið, sem á að dreifa til íbúa í vikunni, sé ekki nægilega gott. Einungis talað um kosti sameiningar. Gallanna hvergi getið. Íbúarnir geta svo sjálfir lagt mat á það seinni part vikunnar þegar efnið dettur inn um lúgurnar.    Svolítið skondið líka mitt í sameiningar- umræðu að Svarfdælingar vilja endur- heimta sjálfstæði sitt, slíta sig út úr Dal- víkurbyggð .á Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan úr kosningunum verður. Eða nei, ekki spennandi. Ætli flestir hafi ekki nú þegar hugmynd um hvernig fer. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur Grímsey | Miklar breyt- ingar hafa staðið yfir und- anfarnar vikur varðandi ljósabúnað Grímseyinga. Nýlokið er við að grafa allt rafmagn í jörð og þessa dagana er verið að undirbúa komu nýs vél- búnaðar rafstöðvarinnar. Pétur Unnsteinsson, starfsmaður hjá Rarik, sagði að nýju tækin í raf- stöðina væru væntanleg um mánaðamótin septem- ber/október. Pétur, ásamt þeim Inga Guðjóns- syni hjá Rarik og Hans Ragnari Ragnarssyni frá SR vélaverkstæði á Siglu- firði eru að undirbúa jarð- veginn þannig að allt verði klárt þegar þau koma. Í millitíðinni er það hávaðabelgur mikill sem stendur utan við rafstöð- ina sem sér Grímseying- um fyrir rafmagni. Sig- urður Bjarnason, raf- veitustjóri í Grímsey, hefur að sjálfsögðu unnið samhliða þeim Rarik- mönnum í einu og öllu við undirbúning nýju stöðvar- innar. Pétur Unnsteins- son sagði að á vori kom- anda yrði svo rafstöðin klædd að utan og þar með sleginn lokahnúturinn á endurnýjaða rafstöð sem mun sjá um „ljósin í bæ“ Grímseyinga um ókomin ár. Morgunblaðið/Helga Mattína Pétur, Hans Ragnar og Ingi við hávaðabelginn utan við rafstöðina. Rafmagn í jörð og ný rafstöð Ferskeytlan hefurekki tapað fjöri ogsést það best á því að enn koma fram ungir hagyrðingar. Halla Oddný Magnúsdóttir 17 ára menntaskólamær orti sléttubönd í enskutíma: Brúka fræðin, aldrei í enskutímum blunda. Mjúka holdsins freisting flý, fráleitt drykkju stunda. En ef vísunni er snúið við breytist merkingin! Stunda drykkju, fráleitt flý freisting holdsins mjúka. Blunda tímum ensku í aldrei fræðin brúka. Rúnar Kristjánsson yrki eftirmæli um Guðmund Kærnested skipherra: Íslensk þjóð með elsku- geð, anda trega klökkum, kappann Guðmund Kærnesteð kveður nú með þökkum. Lengi stóð hann sterkan vörð, styrkti rætur góðar, fyrir sína fósturjörð, farsæld lands og þjóðar. Af fræðum pebl@mbl.is Hofsós | Fiskvinnslu í fiskvinnsluhúsinu á Hofsósi, sem síðustu mánuði var rekin af fyrirtækinu Norðurósi ehf., var hætt fyrir skömmu. Lauk þar með áratuga starfsemi á þessu sviði í þorpinu sem þó hafði verið með nokkrum hléum síðustu ár. Norðurós tilkynnt þessa ákvörðun snemma á þessu ári þannig að þessi mála- lok komu ekki á óvart og hafði fólk verið að hætta hjá fyrirtækinu undanfarna mánuði. Undir lokin störfuðu þar 8 manns en í jan- úar á þessu ári voru þar 17 manns í vinnu. Fólkið sem hætti á dögunum hefur flest fengið vinnu a.m.k. tímabundið. Fisk- vinnsluhúsið á Hofsósi og tækjabúnaður í því er í eigu Fisk Seafood. Einhverjar þreifingar munu vera um starfsemi í hús- inu áfram en að mati Jóns G. Jóhannesson- ar sem var verkstjóri hjá Norðurósi síð- ustu mánuðina er ekki útlit fyrir að um hefðbundna fiskvinnslu verði að ræða í húsinu á næstunni. Fiskvinnslu hætt Húnavatnssýsla | Biskup ÍslandsKarl Sig- urbjörnsson, er í vísitasíu um Húna- vatnsprófastsdæmi. Vísitasían hófst hinn 8. septem- ber og er hún í tveim- ur hlutum. Fyrri hlut- inn er 8. – 12. septem- ber en síðari hlutinn 2. – 9. okóber. Í þessari vísitasíu mun biskup skoða um 30 kirkjur, taka þátt í fjölda helgi- stunda og guðsþjónustna, heimsækja átta skóla og þrjár sjúkrastofnanir og dvalar- heimili. Mikilvægur þáttur í vísitasíu er að ræða við sóknarnefndafólk prófastsdæm- isins og mun biskup eiga fjölda funda með því. Þá heldur hann kyrrðardag með prest- um prófastsdæmisins að Melstað þann 7. október. Með biskupi í för eru eiginkona hans, Kristín Guðjónsdóttir og Guðni Þór Ólafsson prófastur í Húnavatnsprófasts- dæmi. Biskup í vísitasíu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Melstaðarkirkja í Vestur- Húnavatnssýslu. ♦♦♦ Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.