Morgunblaðið - 13.09.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 27
MINNINGAR
Við fótagaflinn á rúminu þótti henni
rísa mikill hvítabjörn sem teygði
hrammana til hennar. En björninn
hafði mannsandlit – föður okkar
Margrétar, Guðmundar Hjaltason-
ar. Skömmu seinna greiddist hagur
Margrétar og drengur fæddist. Þeg-
ar móðir okkar heyrði drauminn,
þótti henni betra dreymt en
ódreymt, því hvítabjörn væri álitinn
höfðingjafylgja samkvæmt þjóð-
trúnni. Úr því að björninn hafði
ásjónu föður okkar var auðvitað
sjálfsagt að hann væri að vitja nafns
og drengurinn yrði skírður nafni
móðurafa síns. Í hentugan tíma var
litli drengurinn skírður Guðmundur
af séra Árna Björnssyni, prófasti í
Görðum á Álftanesi.
Liðu svo tímar að þau hjón, Mar-
grét og Halldór Kjærnested, fluttu
til Reykjavíkur. Fyrst bjuggu þau á
Ránargötu 12. Guðmundur litli var
kominn vel á fót og farinn að leita sér
félaga. Þar í grenndinni lék hann sér
oft við jafnaldra sinn. Barn þetta var
haldið bráðaberklum og þar mun
Guðmundur hafa smitast af þessum
sjúkdómi sem þá herjaði eins og
drepsótt á æskulýð landsins. Guð-
mundur var þá 6 ára og veikin tók
þetta fíngerða barn hörðum tökum.
Hann fékk blóðspýju og þar að auki
lífhimnubólgu. Löngu áður en svo
illa var komið hafði Margrét, móðir
hans, leitað til Helga Ingvarssonar
læknis á Vífilsstöðum og Berklahæli
Hringsins í Kópavogi. Þá lá ég í
berklum á hæli Hringsins.
Vegna þessara fjölskyldutengsla
ákvað Helgi læknir að Guðmundur
yrði fluttur á hæli Hringskvenna.
Það varð Guðmundi mikið gæfuspor.
Á Hælinu var hjúkrunarkona, Una
Sigtryggsdóttir frá Framnesi í
Skagafirði, merkiskona, mjög fær í
sínu starfi. Ég gleymi aldrei þeim
degi þegar fröken Una stóð í dyr-
unum með litla Guðmund í fanginu,
rétt eftir að hann kom á Hælið. Sár-
lega magur, fölur með ljóst hár,
blautt af sótthita, horfði hann til mín
þar sem ég lá. Hann brosti til mín
daufu brosi. Hann var eins og fölvað
blóm sem viknar í sumarandans blæ.
Dagarnir liðu. Fröken Una vakti
yfir sjúklingi sínum öllum stundum
með óþreytandi þolinmæði. Og undr-
ið skeði. Hægt en örugglega kom
batinn. Loksins rann Guðmundur
upp eins og fífill í túni. Þetta var
hreint undur. Hann fór að geta heim-
sótt mig og hlustað á sögur um forn-
ar hetjur, Sigurð Fáfnisbana, Gretti
og Gunnar á Hlíðarenda. Þeir þótti
Guðmundi skemmtilegastir.
Afturbatinn er dásamlegur tími.
Þá er eins og heimurinn hlægi og allt
verði nýtt. Guðmundur var farinn að
fara út í sólina og loksins hljóp hann
um allt. Á þessum tíma voru engin
berklameðöl til sem dygðu. Það var
því eindæma hjúkrun Unu Sig-
tryggsdóttur sem segja má að Guð-
mundur ætti líf sitt að launa. Ást
þessarar góðu hjúkrunarkonu er
geymd í fögrum vísum sem Una orti
til síns litla sjúklings og eru prent-
aðar í ævisögu Guðmundar. En vett-
vangur alls þessa hamingjuláns var
Hæli Hringskvenna í Kópavogi sem
þessar ágætu konur ráku með fá-
dæma dugnaði á mjög erfiðum
kreppuárum frá 1926 og lengur.
Hringskonur komu oft og gátu
glaðst yfir þessum mikla sigri sem
unnin var undir þeirra þaki. Oft sá
ég í speglinum mínum hvar frú
Kristín Vídalín Jakobsson gekk nið-
ur stíginn að Hælinu, sem hún var
vakin og sofin yfir. Um jólin fékk
Guðmundur litli svo mikið af dýrind-
is jólagjöfum frá Hringskonum. Því
gleymdi hann aldrei.
Guðmundur var ein tvö ár á Hæli
Hringsins. Segja má að við frænd-
systkinin risum bæði upp frá dauð-
um undir verndarvæng Hrings-
kvenna. Við gáfum bæði Guði
dýrðina. Hvort á sinn hátt.
Næst lágu leiðir okkar saman í
Landakotsskóla. Meulenberg biskup
sá fljótt hvað í Guðmundi bjó og tók
við hann ástfóstri. Guðmundur gerð-
ist kórdrengur við messur í Krists-
kirkju. Þar lærðist honum umgengni
á helgum stað og rækti þá þjónustu
með barnslegum virðuleik.
Árið 1936 skeði sá hörmulegi at-
burður að franska rannsóknarskipið
Pourqoui pas? fórst á Þormóðsskeri.
Leiðangursforinginn, dr. Charcot,
hinn heimsfrægi vísindamaður, fórst
þar með allri skipshöfn sinni, utan
eins skipverja. Flest líkin fundust og
skyldu þau öll jarðsyngjast frá
Kristskirkju í Landakoti. Meulen-
berg biskup var mjög annt um að
jarðarförin færi fram með þeim
virðuleik sem hæfði slíkum sorgarat-
burði. Valdi biskup Guðmund
Kjærnested til að halda uppi slóð-
anum á kórkápu biskupsins sem
gekk síðastur í hinni afarlöngu pró-
sessíu á eftir hinum fjöldamörgu lík-
kistum. Þessarar jarðarfarar var
getið í öllum helstu blöðum heims og
margar myndir fylgdu. Það sagði
mér Meulenberg biskup að hvar sem
Guðmundur sást á þessum heims-
fréttamyndum hefði hann gert allt
rétt, svo sómi var að. Þarna var Guð-
mundur 13 ára. Nokkru seinna sett-
ist hann í Héraðsskólann á Laugar-
vatni. Síðan hófst sjómennska
Guðmundar. Varð hún ærið söguleg.
Snjókólgudaga hríðir harðar
til heljar draga blómann jarðar.
Kalt var á Fróni, Kjærnested.
Þannig kvað Jónas Hallgrímsson
um forföður Guðmundar.
Skipherrar og áhafnir varðskip-
anna urðu þjóðhetjur. Læt ég aðra
færari um að rekja þá sögu.
Guðmundur var andlega sinnaður
frá bernsku. Hann sótti kirkjur eftir
því sem ástæður leyfðu fyrir sjó-
mann, bæði í Landakoti og Hall-
grímskirkju. Við áttum oft tal um
kirkjumál og leist báðum vel á sam-
kirkjuhreyfinguna. Þau hjónin, Mar-
grét og Guðmundur, gengu saman til
Rómar, og margar ferðir fóru þau til
sólarlanda. Hans verður sárt saknað
af sínum nánustu svo góðminnis-
stæður sem hann var.
Blessaður frændi minn er nú kom-
inn í annað ljós.
Hvíli hann í friði.
Sigurveig Guðmundsdóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Guðmundur Kjærnested er einn
fárra Íslendinga sem kalla má þjóð-
hetju. Ég var aðeins barn að aldri
þegar þorskastríðin geisuðu á átt-
unda áratugi síðustu aldar en man
vel hvað ég var stoltur yfir því að
Guðmundur skipherra Kjærnested
væri frændi minn. Leiðir okkar lágu
þó lítt saman fyrr en á seinni árum.
Ég var þá í framhaldsnámi í sagn-
fræði á Englandi og fór að rannsaka
sögu þorskastríðanna. Ytra hitti ég
togarasjómenn og liðsmenn breska
sjóhersins. Auðvitað hafði öldurnar
lægt og þeir fullyrtu að Guðmundur
Kjærnested og aðrir skipherrar
Landhelgisgæslunnar hefðu verið
frábærir sjómenn; það mættu þeir
eiga! Við Guðmundur skrifuðumst
líka á og hittumst oft þegar ég var
fluttur heim. Naut ég þá gestrisni
hans og Margrétar á þeirra hlýja
heimili. Guðmundur var hreinskil-
inn, hispurslaus og fjörlegur þegar
hann rifjaði upp baráttuna við Bret-
ann og annað frá löngum starfsferli.
Fyrir mig eru þessi samtöl ekki að-
eins góð minning um góðan mann
heldur ómetanleg heimild sem mun
nýtast við ritun á sögu þorskastríð-
anna.
Ég hitti Guðmund síðast nokkrum
dögum fyrir andlátið þegar við fór-
um yfir formálsorð sem hann var
beðinn um að skrifa í nýja breska
bók um þorskastríðin. Hann vildi að
fram kæmi hve háðir Íslendingar
voru auðlindum hafsins og að þótt
skorist hefði í odda erfði hann ekki
neitt við nokkurn mann. Ég leyfi mér
að ljúka þessum eftirmælum með
orðum Guðmundar sjálfs í þessum
formála: „Mér var það heiður að
starfa við löggæslu og björgunar-
störf á hafinu umhverfis Ísland nær
alla mína starfsævi. … Við Íslend-
ingar öðluðumst sjálfstæði 1944 en
vissum að lokasigur í sjálfstæðisbar-
áttunni ynnist ekki fyrr en við fengj-
um full yfirráð yfir fiskimiðunum
umhverfis landið, lífæð okkar allra.
Sú staðreynd leiddi til átaka við vina-
þjóðina Breta þar sem okkur fannst
réttlætið sigra að lokum. Þessi átök
voru þó ekki stríð í huga okkar. Við
bárum virðingu fyrir breska sjó-
hernum og öllum erlendum sjó-
mönnum á Íslandsmiðum. Við gerð-
um okkar skyldu; þeir gerðu sína.“
Guðni Th. Jóhannesson.
Bernskuminningar okkar systkina
eru samofnar Dadda, eins og Guð-
mundur Kjærnested var jafnan kall-
aður á heimili okkar. Hann var mað-
urinn hennar Möggu frænku, systur
hennar mömmu. Hann var eini full-
orðni karlmaðurinn í öllu húsinu, en
þar bjuggu amma, ásamt nokkrum
systrum sínum á háaloftinu, mamma
með okkur fjögur og svo Magga og
börnin þeirra Dadda, sem líka voru
fjögur. Margar konur og stór barna-
hópur. Daddi var mikið í burtu vegna
vinnu sinnar, aðallega á sjó. Mikil
virðing var borin fyrir Dadda af öll-
um íbúum hússins. Þegar hann var í
landi vorum við systkinin minnt á
það og þar með gefið í skyn að við
yrðum að hafa hljótt um okkur. Störf
Dadda voru sveipuð dulúð, hann var
hjá Gæslunni, enginn vissi nákvæm-
lega hvert hann fór, hvað hann var
að gera eða hversu lengi hann yrði.
Allt slíkt var trúnaðarmál. Daddi fór
bara að heiman í einkennisbúningi
skipherra, fínn og flottur og kom svo
til baka jafnfínn og flottur. Það var
gott að geta leitað til Dadda ef eitt-
hvað kom fyrir. Gagnvart okkur var
Daddi þá í hlutverki hins ábyrga föð-
ur sem leysti úr málum vel og skjótt.
Fylgdi hann okkur á slysavarðstofu
ef svo bar undir. Það var líka aðdá-
unarvert hvernig allt þetta fólk bjó
saman í stóru húsi, umgekkst hvað
annað af umhyggjusemi en þó af-
skiptaleysi án þess að nokkurn tím-
ann slettist upp á vinskapinn.
Þegar við uxum úr grasi kynnt-
umst við nýjum manni. Daddi hafði
mikinn áhuga á allri samfélagsum-
ræðu, fylgdist vel með stjórnmálum
og tók virkan þátt í félagsmálum.
Hann var líka mikill fjölskyldumað-
ur og hafði áhuga á börnum og
barnabörnum. Ekki bara sínum eig-
in, heldur líka okkar. Honum þótti
gaman að spjalla um heima og geima
og naut þess sérstaklega þegar hann
var hættur hjá Gæslunni að vinna í
utanríkisráðuneytinu. Þar gætti
hann dyranna og umgekkst háa sem
lága af sömu kurteisinni og lítillæt-
inu. Seinni árin hafa þau Magga ver-
ið dugleg að ferðast, bæði innan-
lands og utan. Þau fóru gjarnan til
sólarlanda á veturna og í útilegur
hér heima á sumrin. Þau voru líka
fastir gestir í leikhúsum og listsýn-
ingum. Þau hjón höfðu verið gift í
rúm 60 ár. Samt voru þau alltaf eins
og nýtrúlofuð. Það, hvernig þau hjón
höguðu lífi sínu, var til fyrirmyndar
fyrir komandi kynslóðir.
Guðmundur átti því láni að fagna
að halda góðri heilsu og vera vel á sig
kominn. Því kom andlát hans óvænt.
Við sendum móðursystur okkar og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur og vitum að móðir
okkar deilir þeirri kveðju með okkur.
Ingibjörg, Halldór, Lára
og Sigurður Júlíusarbörn.
Jafnan þegar ég hitti Guðmund
Kjærnested á förnum vegi var hon-
um velferð Landhelgisgæslu Íslands
ofarlega í huga. Hann bar góðan hug
til þeirra sem þar störfuðu og vildi
veg þeirra og stofnunarinnar sem
mestan. Þess vegna er það sérstakt
harmsefni, þegar Guðmundar er
minnst, að hann skyldi ekki hafa lifað
nægilega lengi til að sjá langþráðan
draum sinn um stóráták í þágu
Landhelgisgæslunnar rætast. Um
þær mundir, sem ríkisstjórnin var að
leggja á ráðin um að verja þremur
milljörðum króna til að efla skipa- og
flugvélakost Landhelgisgæslu Ís-
lands, barst fréttin um andlát Guð-
mundar.
Hvað eftir annað hefur sannast á
undanförnum áratugum, hve Íslend-
ingum er mikið í mun að vel sé búið
að Landhelgisgæslu Íslands og
þeim, sem þar starfa. Í þessu felst
mikil viðurkenning til þeirra, sem
haldið hafa merki gæslunnar hæst á
loft. Guðmundur Kjærnested var
þar í fararbroddi að Eiríki Kristó-
ferssyni skipherra gengnum.
Guðmundur var 17 ára að aldri
þegar hann varð háseti árið 1940,
fyrst á millilandaskipum en síðan á
varðskipinu Ægi, en hann varð stýri-
maður hjá Landhelgisgæslunni 1949
og skipherra 1954 til 1984 eða í 30 ár.
Landgrunnslögin um útfærslu land-
helginnar voru sett 1948 og síðan var
hún færð út í áföngum frá þeim tíma
til 200 mílnanna árið 1975. Við hverja
útfærslu reyndi á áhafnir varðskip-
anna og í öll skiptin var Guðmundur
Kjærnested við stjórnvölinn, fyrst
sem stýrimaður og síðan sem skip-
herra.
Guðmundur varð þjóðfrægur fyrir
skipstjórn sína og ávann sér mikla
virðingu og vinsældir fyrir fram-
göngu á hættu- og spennutímum.
Hann var fylginn sér af hógværð
og festu og farsæll skipherra.
Mér er ljúft að votta minningu
Guðmundar virðingu og færa honum
þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu
íslensku þjóðarinnar. Fyrir fram-
göngu manna á borð við hann nýtur
Landhelgisgæsla Íslands óskoraðs
trausts.
Ég færi Margréti Önnu Símonar-
dóttur, ekkju Guðmundar, börnum
þeirra hjóna og ástvinum öllum inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðmundar
Kjærnested.
Björn Bjarnason.
Fjölmargir hringdu til mín alla
leið til útlanda – þar sem ég var að
reka erindi stofnunar minnar – til
þess að tilkynna mér að „gamla
kempan“ væri fallin, eins og fleiri en
einn fyrrverandi samherja og aðdá-
enda skipherra síns og vinar orðaði
það á svo viðeigandi hátt.
Þetta er einmitt dæmigerð ímynd,
sem ekki aðeins starfsmenn Land-
helgisgæslunnar eiga af Guðmundi
Kjærnested skipherra, heldur þjóðin
öll. Aldrei á ævi minni hef ég að
minnsta kosti heyrt annað, enga
ósamhljóma rödd í okkar þjóðarkór í
þessum efnum, þegar lofa skal þátt
Guðmundar og annarra skipherra og
áhafna þeirra á örlagastundum í
sjálfstæðisbaráttu okkar.
Öll eigum við mynd í huga okkar
af skipherranum – yfirveguðum, ró-
legum og einbeittum, en jafnframt
hógværum og gætnum, en líka
smáglettnum í orðum og á svip í
samtölum við fréttamenn, sem og
samstarfsmenn og ráðamenn lands
og þjóðar, gjarnan úti á brúarvæng
eða við landgang skips síns að af-
loknu afreki, sem hann túlkaði eins
og hversdagslegan atburð á stofu-
gólfinu sínu heima.
Fas hans allt bar vitni um festu,
einbeitni og umfram allt hógværð og
kurteisi og virðuleika, sem einungis
hinn jafnvægissterki getur sýnt, sá
sem veit um mátt sinn og góða yfir-
sýn yfir menn og málefni.
Í okkar augum – ungra og aldinna
– er Guðmundur Kjærnested skip-
herra hetja og dæmigerður fyrir
starfsmenn stofnunar, sem ávallt
hefur haft einvala liði á að skipa til að
takast á við ein vandasömustu störf-
in í þágu lands og þjóðar á sjó og
landi.
Minningin um hinn djarfhuga,
glögga og skjótráða skipherra, Guð-
mund Kjærnested, lifir hann um
ókomin ár og er lyftistöng og hvatn-
ing til Landhelgisgæslu Íslands.
Ég bið góðan Guð að geyma hann
og blessa um tíma og eilífð.
Ástvinum hans og ættingjum, svo
og vinum og fyrrverandi samstarfs-
mönnum til sjós og lands, votta ég
samúð og virðingu fyrir hönd Land-
helgisgæslu Íslands.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri.
Kveðja frá Öldrunarráði
Landhelgisgæzlunnar og
Sjómælinga Íslands
Guðmundur Kjærnested skip-
herra, sem við kveðjum nú, var einn
af stofnendum Ráðsins árið 1996, en
það skipa fyrrverandi starfsmenn,
sem komnir eru á eftirlaun. Flestir
áttu meirihluta starfsævi sinnar hjá
Gæzlu og Sjómælingum. Félagarnir
eru nú 22, og sigldu margir með Guð-
mundi, sumir allt að 10 árum sam-
tals.
Með starfshæfni sinni og persónu-
gerð var Guðmundur einn af burðar-
ásum Landhelgisgæzlunnar. Með
ákveðinni en sanngjarnri stjórn var
hann öðrum fyrirmynd og einnig
traustur félagi og vinur.
Í söknuði okkar viljum við senda
Margréti og afkomendum okkar
hlýjustu samúðarkveðjur.
Ólafur Valur Sigurðsson,
formaður.
Þegar Guðmundur Kjærnested
hafði lokið sínum langa og glæsta
ferli í Landhelgisgæslunni fannst
honum heldur snemmt að draga sig í
helgan stein og því varð það úr að
hann hóf störf í móttöku utanríkis-
ráðuneytisins árið 1984. Starfsfólk
ráðuneytisins var alla tíð talsvert
upp með sér að þessi þjóðhetja
skyldi taka að sér að vera andlit
ráðuneytisins. Erlendum tignargest-
um jafnt sem þeim sem þurftu að
leita aðstoðar starfsmanna ráðu-
neytisins var tekið með sömu eðlis-
lægu hlýju og virðuleika. Myndug-
leika og hörku þurfti hann síður að
beita en fyrr á árum en aðrir eðl-
iskostir hans, glettni og lempni nutu
sín þess betur. Það tíðkast ekki í ut-
anríkisþjónustunni að kjósa vinsæl-
ustu starfsmenn enda gæti það frem-
ur orðið til að auka á úlfúð. Það er
hins vegar morgunljóst að hefði ver-
ið efnt til slíkrar kosningar hefði
Guðmundur átt auðvelt með að sigra
þau ár sem hann starfaði þar. Hann
og hans góða kona Margrét undu sér
ekki síður utan vinnutíma þegar
yngra starfsfólkið fitjaði upp á ferða-
lögum eða gleðskap af einhverju
tagi.
Guðmundur starfaði á ellefta ár í
ráðuneytinu, nokkuð fram yfir
SJÁ SÍÐU 28
Freigátan Naid siglir á varðskipið Tý við Austurland í apríl 1976. Miklar skemmdir urðu á varðskipinu.