Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 9

Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af öllum úlpum og kápum í dag og á morgun Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Góðar flauelsbuxur Str. 36-56 Stakir jakkar og úrval af pilsum Laugavegi 84 ● sími 551 0756 Mjódd, sími 557 5900 Cat bolirnir komnir aftur Einnig flottir leðurjakkar svartir og brúnir Verð kr. 16.990 Verið velkomnar á Breiðholtsdaga Gallabuxur háar í mittið kr. 3.990 Bolir kr. 1.990 Flíspeysur kr. 1.990 Vatteruð vesti kr. 3.990 Laugavegi 54 sími 552 5201 HELGA Sigrún Harðardóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri þing- flokks framsóknarmanna í stað Péturs Gunn- arssonar, sem gegnt hefur því starfi frá árinu 2003. Pétur hef- ur tekið við starfi sem upp- lýsingafulltrúi félagsmálaráðu- neytisins. Á vef Fram- sóknarflokksins, framsokn.is, seg- ir að Helga Sigrún hafi starfað inn- an flokksins um margra ára skeið, en í síðustu alþingiskosningum skipaði hún 5. sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Helga Sigrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1989 og kennaraprófi frá Kenn- araháskóla Íslands árið 1993. Hún lauk síðan diplomanámi í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ 1994 og meist- aragráðu í mannlegum samskiptum og stjórnun frá The University of Oklahoma 2002. Hún hefur síðustu árin starfað sem verkefnastjóri hjá Impru, nýsköpunarmiðstöð Iðn- tæknistofnunar. Nýr skrifstofu- stjóri þingflokks framsóknar- manna Helga Sigrún Harðardóttir FEMÍNISTAFÉLAG Íslands átel- ur þau vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að rík- issaksóknari ákvað að sækja ekki til saka þrjá karlmenn sem frömdu hópnauðgun á konu sumarið 2002. „Konan kærði nauðgunina um- svifalaust og var framburður hennar trúverðugur samkvæmt upplýsing- um lögreglu, sem flutti konuna á Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisafbrota. Þrátt fyrir að málsatvik lægju ljós fyrir var rann- sókn lögreglunnar svo áfátt að sak- sóknari féll frá ákæru. Dómsmála- ráðherra varð ekki við ósk lögmanns konunnar um að hnekkja þeirri ákvörðun,“ segir í ályktun frá félag- inu. Femínistafélagið telur þetta mál vera áfall fyrir fórnarlömb kynferð- isafbrota og sýna að réttaröryggi þeirra sé ekki tryggt. „Þá vekur málið upp alvarlegar efasemdir um vinnubrögð lögregl- unnar í Reykjavík og forgangsröðun mála, en fram kom að málinu var ýtt til hliðar vegna annarrar grófrar lík- amsárásar. Femínistafélag Íslands beinir því til ríkislögreglustjóra að hlutast til um verklag við rannsóknir þannig að slík mál endurtaki sig ekki. Jafnframt beinir félagið þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hann grípi til allra tiltækra aðgerða til að bæta megi vinnubrögð lögregl- unnar í Reykjavík og verklag við meðferð sakamála af þessu tagi.“ Femínistafélagið gagnrýnir lögregluna ALMAR Grímsson hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði sem haldið verður í nóvember nk. Sækist hann eftir 2. sæti á framboðslista flokksins í næstu sveitarsjórn- arkosningum. Almar er vara- bæjarfulltrúi en hefur tekið virk- an þátt í starfi bæjarstjórnar á yfirstandandi kjörtímabili og haft m.a. frumkvæði um stefnumót- un í málefnum aldraðra og heil- brigðismálum. Almar á sæti í fjöl- skylduráði Hafnarfjarðar sem fer með, auk framangreindra mála- flokka, félagsmál, íþrótta- og tóm- stundamál og forvarnir. Almar er einnig varamaður í skipulags- og byggingaráði. Hann hefur einnig verið virkur í félagsmálum m.a. á sviði líknarmála og gegnir fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Almar gefur kost á sér í 2. sæti í Hafnarfirði Almar Grímsson Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.