Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 17

Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 17
Akureyri | „Skaparinn er ekki með okkur þessa dagana – alla vega ekki við svona vinnu,“ sagði Gunnar Björg- vinsson, starfsmaður Fram- kvæmdamiðstöðvar Akureyr- arbæjar, þar sem hann var að vinna við endurbætur á lóð leikskólans Flúða, ásamt fé- laga sínum Herði Gunn- arssyni. „Við höfum fengið alls kyns veður við þessar framkvæmdir og þá aðallega úrkomu.“ Á meðan á þessum framkvæmdum hefur staðið hefur verið þrengt aðeins að börnunum en þau láta það ekki á sig fá. Meðal annars á setja gúmmíhellur við leik- tækin á lóðinni, sem er mikið öryggisatriði fyrir börnin. Morgunblaðið/Kristján Skaparinn ekki með okkur Framkvæmdir Akureyri | Höfuðborgin | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is ÞJÓÐAHÁTÍÐ verður í Þorlákshöfn á morgun, laugardaginn 1. október. Í lok síðastliðins árs bjuggu í sveitarfélaginu Ölfusi 186 manns frá 16 þjóðlöndum, nýbúar eru þannig tæplega 11% íbúa þess og er nokkuð hátt hlutfall miðað við önnur sveitarfélög í landinu. Enn fjölgar nýbú- um í Þorlákshöfn og er nú fjöldi barna í grunnskólanum þar sem báðir foreldrar eru erlendir 27, en 9 börn eru tvítyngd í skólanum. Þróunin er sú að nýbúar fara í auknum mæli af leigumarkaði og kaupa sér húsnæði. Fólkið hefur því greinilega áhuga á að setjast að í sveitarfélaginu til lengri tíma. Þessi staða gerir að verkum, segir í frétt, að brýnt er að allir íbúar þess geri sér ljóst að þeir búa og hrærast í fjöl- menningarlegu samfélagi. „Þrátt fyrir að það geti verið erfitt að mörgu leyti og geri kröfu um mikla þolinmæði, skilning og kostnað vegna túlkaþjónustu, þá getur ávinningurinn, ef vel er unnið úr, verið mikill.“ Með því að efna til þjóðahátíðar er skref stigið í þá átt að draga fram þá menningarlegu fjölbreytni og auðlegð sem býr í samfélaginu. Dagskráin hefst kl. 15 í Ráðhúsi Ölfuss, en þar koma íbúar fjöl- margra landa fram og kynna land sitt, þjóð og menningu. Kynnt verður starf- semi Samtaka kvenna af erlendum upp- runa sem og Alþjóðahúss. Stúlkur frá Fil- ippseyjum dansa þjóðdansa, lesin verða upp ljóð á ýmsum tungumálum, mynd- bönd um Mongólíu og Litháen verða sýnd, þá verður kynnt niðurstaða úr teikni- samkeppni grunnskólabarna og leik- skólabörn sýna mynd sem þau hafa unnið. Dagskránni lýkur kl. 18. Úr bæjarlífinu Fjölmenning í Þorlákshöfn. Þjóðahátíð í Þorlákshöfn Litlar freistingar ímat og tónum ereins konar yf- irskrift hádegistónleika í Ketilhúsinu í dag, föstu- daginn 30. september kl. 12.15. Tónlistarfélag Ak- ureyrar efnir til þeirra í samvinnu við Einar Geirs- son landsliðskokk á Kar- ólínu restaurant. Stefnt er að því að há- degistónleikar verði mán- aðarlegur viðburður á vegum félagsins í vetur og er áhersla lögð á að vekja athygli á því tónlistarfólki sem starfar á Akureyri og í nágrannabyggðum og skapa því þannig mögu- leika á að koma fram. Það rennir stoðum und- ir starfsgrundvöll þess á svæðinu og bætir búsetu- skilyrðin. Tónlistarfélagið er rúmlega 60 ára gamalt, en það var endurvakið á síð- astliðinum vetri eftir stuttan blund og hafa stjórnarmenn uppi metn- aðarfull áform um öflugt starf á komandi vetri. Lið- ur í því er röð hádegistón- leika í Ketilhúsinu og liggur fyrir dagskrá fram á næsta vor, alls 9 tón- leikar. Fyrstu tónleikarnir verða sem fyrr segir í dag og þar ríða á vaðið þau Agniezska Panasiuk, pí- anóleikari, Gunnar Þor- steinsson, óbóleikari og Pawel Panasiuk, sellóleik- ari. Munu þau flytja bras- ilíska tónlist og framleiðir Einar mat í anda hennar en hann mun einnig fræða gesti um matinn, svo að úr verður notaleg hádeg- isstund bæði fyrir líkama og sál. Agniezka Panasiuk, Gunnar Þorsteinsson og Pawel Panasuik munu flytja brasilíska tónlist í Ketilhúsinu. Matur og tónar Vísa Péturs í Reyni-hlíð þarfnast skýr-inga. Hún er um Björn Dagbjartsson. Stebbi hólkur ók vega- vinnumönnum á hrist- járni, þ.e. vörubíl. Þeir tóku upp dóttur Kristjáns á Mýlaugsstöðum, en stýft og sílt var mark hans. Stendur heima stýft og sílt stóð á eyrum gamla Kristjáns en Birni verður ekki illt upp á hjólaglöðum hristjárns. Pétur orti aðra um Björn. Þar er Mós Mývatnsós og Rósa matráðskonan: Yfir lax í ljósri sósu langar mig að sitja en meistara Björn á Mós til Rósu megum við til að flytja. Sigrún Haraldsdóttir seg- ist andlaus og þess vegna yrkir hún: Upp er nagað andans brauð, urið vín úr þrúgu. Ljóðagyðjan liggur dauð laufs í gulri hrúgu. Enn af Pétri pebl@m,bl.is GRUNDASKÓLI á Akranesi verður móð- urskóli á sviði umferðarfræðslu hér á landi. Samningur þess efnis milli Umferðarstofu og Grundaskóla var undirritaður á Akra- nesi nú í vikunni að viðstöddum samgöngu- ráðherra, Sturlu Böðvarssyni. Grundaskóli á að vera öðrum grunnskólum á Íslandi til fyrirmyndar og ráðgjafar á sviði umferð- arfræðslu. Umferðarstofa verður skólan- um til ráðgjafar við þetta verkefni. Markmið með þessu samningi er að efla umferðarfræðslu í skólum og reyna að fækka umferðarslysum með markvissri fræðslu. Þessu markmiði á að ná m.a. með því að Grundaskóli verður opinberlega móður- skóli á sviði umferðarfræðslu á Íslandi, þar verður umferðarfræðsla með þeim hætti að hún megi vera öðrum skólum til eft- irbreytni og hvatningar. Í Grundaskóla starfar verkefnisstjóri og hópur kennara sem sinna umferðarfræðslu sérstaklega. Samningsaðilar í samstarfi við Námsgagnastofnun fylgja eftir nýjum um- ferðarvef og kynna öðrum skólum vefinn skv. sérstöku samkomulagi sem undirritað var fyrr á þessu ári. Móðurskóli í umferðar- fræðslu Siglufjörður | Bæjarráð Siglufjarðar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni ályktun þar sem fram kemur að ráðið mótmæli harð- lega þeirri ákvörðun Símans að leggja nið- ur starfsstöð fyrirtækisins á Siglufirði og segja upp tveimur starfsmönnum. „Ljóst er að með aðgerðum þessum eru forsendur samnings, er Siglufjarðarkaupstaður hefur nýlega gert við Símann um þjónustu, brostnar af hálfu kaupstaðarins,“ segir í ályktun bæjarráðs. Fram kemur einnig að Siglufjörður geti verið einangraður staður „og gríðarlega mikilvægt er að á staðnum séu aðilar sem geta sinnt fyrirtækjum og einstaklingum varðandi fjarskiptamál. Siglfirðingar munu ekki sætta sig við þá skerðingu á þjónustu og öryggi sem þessi ákvörðun hefur í för með sér og munu bæj- aryfirvöld leita allra leiða til þess að úr þessum þáttum verði bætt.“ Sætta sig ekki við skerta þjónustu ♦♦♦ PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Multidophilus 12 tegundur lifandi mjólkursýrugerla. Geymdir í kæli og þess vegna virkari. Yfir 20 milljarðar í hverjum skammti. Berið saman lesningu á umbúðum. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.