Morgunblaðið - 30.09.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 21
DAGLEGT LÍF
F
jórir upprennandi fata-
hönnuðir hafa tekið
höndum saman og opn-
uðu fyrir nokkru vinnu-
stofu í Garðastræti 4.
Þetta eru þau Guðjón Sigurður
Tryggvason, Hrafnhildur Guðrún-
ardóttir, Stefán Svan Aðalheiðarson
og Thelma Björk Jónsdóttir en þau
hafa öll numið fatahönnun í Listahá-
skóla Íslands. Stór og mikill gluggi
er á vinnustofunni þar sem flíkur og
aukahlutir hafa verið til sýnis fyrir
gesti og gangandi og þau ætla að
endurnýja gluggann með reglulegu
millibili.
Hvað kom til að þið ákváðuð að
hafa sameiginlega vinnustofu?
„Okkur vantaði stað til að halda
náminu við og með því að hafa
vinnustofu saman drífum við hvert
annað áfram. Í skólanum var mikið
aðhald og ef það er eitthvað sem
maður verður að hafa þá er það
sjálfsagi til að vinna að sinni eigin
hönnun,“ segir Stefán. Thelma
bætir við: „Okkur langar að vinna
í því sem við erum að gera en það
getur verið erfitt að lifa á því þar
sem markaðurinn er svo lítill. Við
þurfum því öll að vinna annað með.“
Thelma, Stefán og Hrafnhildur
vinna í Kron-búðunum ásamt ann-
arri aukavinnu til að ná endum sam-
an en Guðjón er á lokaári sínu í
LHÍ.
Er dýrt að framleiða eigin hönn-
un á Íslandi?
„Já það má segja það. Það er lítið
úrval efna á Íslandi, allt er mjög
dýrt og síðan er markaðurinn lít-
ill. Við gerum því fá stykki af
hverju. En það er að breytast
smám saman,“ að sögn
Hrafnhildar. „Já það er til
fólk eins og Ragna fróða,
sem er með fjölda manns í
vinnu hjá sér, merki eins og
Nikita og 66°norður sem
eru að gera það gott. En
þetta er spurning um
hvaða áherslur þú vilt
hafa,“ bætir Guðjón við.
Uppgangur
í höfuðfötum
Verslunum sem selja
skemmtilega hönnun
eins og Kron er að fjölga
á höfuðborgarsvæðinu og
því er að verða auðveldara
fyrir íslenska hönnuði að
koma flíkum sínum í sölu að
sögn Stefáns. Thelma hefur um
nokkurt skeið verið að selja höf-
uðföt í Kronkron á Laugavegi og
segir það ganga vel. „Það er eins og
konur hafi verið hræddar að bera
eitthvað á höfðinu og það má segja
að það hafi ekki fengist neitt al-
mennilegt á höfuðið á Íslandi.
En það hefur verið tekið mjög
vel í það sem ég er að gera,
það er mikil eftirspurn og
ég ætla að halda þessu
áfram,“ segir Thelma.
Er kannski auðveld-
ara að selja aukahluti
en föt?
„Það er ódýrara að
framleiða aukahluti og
þaðan koma allar tekj-
urnar hjá stóru nöfn-
unum til dæmis, af ilm-
vötnunum og fylgi-
hlutum sem þeir selja
undir merkinu,“ segir
Hrafnhildur.
„Þetta er bara eins og
með okkur sjálf, við erum
oftar tilbúin til að kaupa
okkur fylgihlut en heila,
dýra flík,“ segir Thelma.
„Það er líka hægt að nota smá-
hluti meira en til dæmis 200 þúsund
króna kápu sem verður bara spari,“
segir Guðjón.
Nú eru kynja-
skiptin jöfn á
vinnustofunni
sem enn er
ónefnd þegar
þetta viðtal er
tekið. Er strákum
að fjölga í fatahönn-
un?
„Erlendis eru
miklu fleiri strákar en
stelpur sem eru fata-
hönnuðir. Hér á Íslandi er
að meðaltali einn strákur í
hverjum árgangi,“ segir Guð-
jón.
Gera ekki við rennilása
Hvernig verður fyrirkomulagið í
vetur á vinnustofunni?
„Það er frábært að hafa gluggann
og við ætlum að leyfa fólki að fylgj-
ast með því sem við erum að gera og
hafa flíkur til sýnis frá upphafi til
enda,“ segir Stefán. „Þá getur fólk
fylgst með ferlinu, hvort sem það
eru tauprufur, flíkur úr lérefti eða
endanlega útkoman sem við setjum
upp á kvöldin þegar við förum
heim,“ segir Guðjón. Hrafnhildur
bætir við að fólki sé velkomið að
heilsa upp á þau en þau taka skýrt
fram að þau séu ekki með sauma-
stofu. „Við gerum ekki við rennilása
eða styttum buxur,“ segja þau í kór
og hafa greinilega lent í þeim mis-
skilningi áður.
FATAHÖNNUN | Fjórir fatahönnuðir tóku sig saman og halda úti opinni vinnustofu í Garðastræti
Morgunblaðið/Jim Smart
Eftir Söru M. Kolka
sara@mbl.is
Hægt að fylgjast með þeim í glugganum
Hægt verður að fylgjast með hönnun ungu fatahönnuðanna í
glugganum frá upphafi til enda með sniðum og tauprufum. Fata-
hönnuðirnir Stefán Svan, Hrafnhildur Guðrúnardóttir, Thelma
Jónsdóttir með Vivianne (sem er í læri) og Guðjón Tryggvason.
Handtaska eftir Hrafnhildi.
Thelma selur höf-
uðskraut í Kron-
kron á Laugavegi.