Morgunblaðið - 30.09.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 43
MINNINGAR
✝ Kristín Halls-dóttir fæddist á
Kálfafelli í Suður-
sveit 30. júní 1941.
Hún lést á Háskóla-
sjúkrahúsinu í
Örebro í Svíþjóð 14.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Guðný Stef-
ánsdóttir, f. 1917, og
Hallur Björnsson f.
1913, d. 1959. Hún
ólst upp í Suðursveit
til fjögurra ára ald-
urs. Þá fluttist hún
til Akraness með foreldrum sín-
um. Systkini hennar eru: Björn S.,
f. 8.8. 1949, og Edda, f. 3.10. 1951.
Eftirlifandi eiginmaður Kristín-
ar er Kjell Söderberg, f. 18.12.
1945. En honum giftist hún 30.6.
2001. Barn hans er Ann Charlotte
Söderberg, f. 2.7. 1976.
Kristín giftist Viggó Björnssyni,
f. 2.2. 1931, d. 29.3. 1982. Börn
þeirra eru: 1) Hallur, f. 15.12.
1959, maki Linda Sigurðardóttir
og eiga þau fjögur
börn og eitt barna-
barn. 2) Kristrún
Birna, f. 7.11. 1960,
maki Jón Rafn Ein-
arsson og eiga þau
eina dóttur en áður
átti Kristrún tvo
syni. 3) Dagný, f.
17.2. 1965, maki
Óskar Rúnar Sam-
úelsson og eiga þau
þrjú börn. 4) Guðni
Þór, 20.9. 1967,
maki Ylva Viggos-
son og eiga þau tvo
syni. Kristín og Viggó skildu.
Einnig eignaðist Kristín Vernharð
Svein, f. 7.12. 1974, sambýliskona
Maria Jannesson, og Þórunni
Kristínu, f. 14.3. 1978, sambýlis-
maður Martin Widö.
Árið 1979 flytur Kristín til Dan-
merkur og svo í september 1980 til
Örebro í Svíþjóð
Útför Kristínar verður gerð frá
Mäster Olofs kapell í Örebro í dag
og hefst athöfnin klukkan 10.
Vinkona okkar, Kristín Hallsdóttir
í Örebro í Svíþjóð, lést að kvöldi hinn
14. september síðastliðinn á Há-
skólasjúkrahúsinu í Örebro, eftir all-
löng og erfið veikindi. Í dag, 30. sept-
ember, verður hún jarðsungin og
kvödd af ættingjum sínum og vinum
hér í borginni.
Kristín Hallsdóttir flutti frá Ís-
landi í lok áttunda áratugarins, bjó
um skeið í Danmörku en flutti fljót-
lega til Svíþjóðar og settist að í
Örebro og bjó hér eftir það. Sjálf
fluttum við hingað 1990 og þá ókunn
flestum Svíum og Íslendingum sem
hér búa. Tilviljun réð að við hittum
Kristínu og fljótt tókst með okkur
góður kunningsskapur sem varð að
vináttu. Við kynntumst einnig börn-
um hennar sem hér bjuggu þá,
Guðna, Venna, og Þórunni. Guðni
býr enn hér í Örebro með konu sinni
og tveimur drengjum, Venni býr í
Landskrona og Þórunn býr í Prag.
Önnur börn og barnabörn Kristínar
eru búsett á Íslandi.
Þegar flutt er til útlanda og sest að
í nýrri og ókunnri borg er mikilvægt
að ná fljótt góðum tengslum við aðra
og skapa það félagslega umhverfi
sem vinir og kunningjar eru. Kristín
Hallsdóttir og Kjell Söderberg, eig-
inmaður hennar, hafa verið meðal
þeirra sem við höfum haft mest sam-
band við undanfarin ár. Eiginmaður,
börn og barnabörn sakna eiginkonu,
móður og ömmu og vinir hennar
góðrar og skemmtilegrar vinkonu,
sem ávallt var ánægjulegt að hitta og
spjalla við. Kristín var Íslendingur
fram í fingurgóma og sannkölluð ís-
lensk húsmóðir í besta skilningi þess
orðs. Hún lét sér annt um fjölskyldu
sína og ásamt Kjell skapaði hún
heimili sem lýsti smekkvísi og vand-
virkni. Kristín var atorkukona, jafnt
á vinnustað sem heimili. Hún var
mikil hannyrðakona og var sífellt
með prjónana við höndina. Kristín
var þekkt fyrir lopapeysurnar sem
hún prjónaði og margir vildu eignast.
Þegar við hugsum um þann tíma,
sem við þekktum Kristínu, minn-
umst við ekki síst styttri og lengri
ferða sem við fórum saman. Þar á
meðal ferð okkar til Miðjarðarhafs-
strandar Frakklands og dvöl í Nice,
en þá bjó Þórunn dóttir Kristínar
þar. Við ókum bíl og Kristín prjónaði,
spjallaði og lék á als oddi allan tím-
ann. Þetta voru skemmtilegar dagar
sem oft bar á góma síðar. Ósjaldan
hittumst við á heimili þeirra Krist-
ínar og Kjell sem var gestkvæmt.
Ekki síst komu þar margar vinkonur
Kristínar sem hún hafði eignast hér á
liðnum árum.
Fyrir um það bil tíu árum veiktist
Kristín af brjóstakrabbameini. Hún
fór í aðgerð og náði fljótt bata og var
brátt komin til starfa á ný á skrif-
stofu sjúkrahússins, þar sem hún
vann síðustu árin. En veikindunum
var ekki lokið. Kristín veiktist enn og
gekkst undir fleiri aðgerðir og lækn-
ismeðferðir. Atorka hennar og þol-
gæði sýndi sig best á þessum tíma.
Sífellt reis hún á fætur og hún gafst
ekki upp. Svo seint sem í ágúst fóru
þau Kjell í heimsókn til Þórunnar
dóttur sinnar í Prag. Á hverjum degi
fór hún út, skoðaði markverða staði
og naut þess að vera með manni sín-
um og dóttur í þessari fallegu borg.
Ferðin reyndist vera sú síðasta.
Heimkomin til Örebro lagðist hún
enn, helsjúk og kraftarnir á þrotum.
Við dánarbeðinn sátu eiginmaður og
sonur.
Við þökkum samfylgdina og send-
um börnum Kristínar Hallsdóttur og
barnabörnum sem og öðrum ættingj-
um hennar heima Íslandi og annars
staðar samúðarkveðjur.
Svanhvít og Tryggvi Þór,
Örebro.
KRISTÍN
HALLSDÓTTIR
Mikið þótti mér
vænt um hana ömmu
Stínu. Eitt sinn sem
oftar þegar ég var hjá
henni mátti ég ráða hvað væri í mat-
inn. Hún hélt að ég mundi velja pizzu
eða eitthvað svoleiðis en ég valdi lax
sem var einnig í miklu uppáhaldi hjá
henni. Nú borða ég alltaf lax með sí-
KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR
✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 30. júní
1933. Hún lést á
heimili sínu, Tjarna-
bóli 10 á Seltjarnar-
nesi, 20. september
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
29. september.
trónu eins og hún
amma mín gerði. Það
var gaman hjá henni í
búðinni á Grund, hún
leyfði mér alltaf að af-
greiða og svo spurði
ég bara: „Amma, hvað
kostar þetta?“
Ég vona að henni
ömmu minni líði vel
uppi á himnum og að
hún verði alltaf hjá
mér hvert sem ég fer
og í draumheimum.
Ég mun alltaf elska
minninguna um þig,
amma mín. Ég hef ætíð elskað þig og
þú mig. Bið Guð um að láta fara vel
um þig.
Elísabet Snjólaug
Reinhardsdóttir.
AFMÆLI
Spilað á miðvikudags-
og föstudagskvöldum
í Keflavík
Sl. miðvikudagskvöld var haldinn
sameiginlegur fundur bridsfélag-
anna á Suðurnesjum þ.e. Brids-
félagsins Munins í Sandgerði og
Bridsfélags Suðurnesja, og var rætt
um framtíð bridsíþróttarinnar á
svæðinu.
Þar kom m.a. fram að fundarmenn
voru sammála um að eitthvað rót-
tækt þyrfti að gera í málum félag-
anna ef íþróttin ætti ekki hreinlega
að deyja út á svæðinu. Ákveðið var að
snúa vörn í sókn, ráða keppnisstjóra
til að stjórna spilakvöldunum og að
hafa sameiginleg kvöld.
Spilað verður framvegis á mið-
vikudags- og á föstudagskvöldum. Á
miðvikudögum verða spiluð öll helstu
mót félaganna og á föstudögum verð-
ur léttur brids þar sem óvanir eru
hvattir til að mæta. Aðstoðað verður
við myndun para. Byrjað verður að
spila í kvöld, föstudaginn 30. sept. kl.
19.30 stundvíslega. Vonast er eftir
góðri þátttöku og verður spilað eins
og vanalega í Félagsheimilinu á
Mánagrund.
FEBK Gjábakka
Það var spilað á 9 borðum sl. föstu-
dag og var hörkukeppni í báðum riðl-
um.Úrslitin urðu þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss 236
Jón Hallgrímss. – BJarni Þórarinss. 235
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 232
A/V:
Helga Helgad. – Björn E. Péturss. 247
Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 237
Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 235
Meðalskorin var 216.
Frá Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Fyrsta spilakvöld haustsins var
sunnudaginn 25. sept. Spilaður var
tvímenningur á átta borðum.
Úrslitin voru eftirfarandi í N/S:
Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfsson 213.
Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 202.
Garðar Jónsson – Guttormur Vik 179.
A/V:
Brynja Dýrborgard. – Þorleifur Þórarins.
235
Þorbjörn Benediktss. – Sveinn Ragnarss.184
Unnar Atli Guðmss. – Jóhannes Guðmss. 183
Spilað verður á sunnudögum í vet-
ur í Breiðfirðingabúð klukkan 19.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 26.9.
Spilað var á tíu borðum og með-
alskorin var 216 stig.
Árangur N–S
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 258
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 253
Jón Hallgrímsson – Helgi Hallgrímss. 248
Árangur A–V
Ægir Ferdinandss. – Ragnar Björnss. 289
Magnús Jóhannsson – Erla Sigurðard. 238
Þorsteinn Sveinss. – Kristján Jónss. 231
Hraðsveitakeppni í Hafnarfirði
Mánudaginn 26. september var
spilað fyrsta kvöldið af þremur í
hraðsveitakeppni.Eftir það kvöld er
staða efstu sveita þessi:
Hrafnhildur +64
Hulduherinn +38
Djasssveitin +19
Hrafnhildur og félagar hafa strax
tekið góða forystu en keppninni verð-
ur fram haldið næsta mánudag, 3.
október, og má þá búast við að aðrir
reyni að rétta hlut sinn.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Grímur Karlsson,
skipstjóri og módel-
smiður í Njarðvíkum,
Reykjanesbæ, er sjö-
tugur í dag, farsæll
skipstjóri og aflakló og
módelsmiður.
Grímur er afreks-
maður á heimsmæli-
kvarða og hefur gert
sögu og menningu Ís-
lands slíkan greiða að
fágætt er og reyndar
er það einsdæmi í
heiminum að einn og
sami maðurinn hafi
smíðað á þriðja hundr-
að skipsmódela sem gefur glögga og
spennandi mynd af sögu flota eins
lands nánast frá upphafi eða í meira
en hundrað ár. 70 þessara skipa eru
í glæsilegu Bátasafni Reykjanes-
bæjar í Duushúsum. Safnið er ein-
stakt í heiminum og er hitt Árnasafn
Íslendinga, spegilmynd af fiski-
skipaflota Íslendinga.
Snorri Sturluson,
Sturla Þórðarson og
fleiri snillingar skrif-
uðu kjarnakafla Ís-
lendingasagna, Lúðvík
Kristjánsson skrifaði 5
bindi íslenskra sjávar-
hátta, snilldarverk sem
íslenska þjóðin hefur
tæplega skynjað ennþá
vegna þess að það gæti
verið slorlykt af bók-
unum, Jónas skrifaði
ljóð ljóðanna, Hall-
grímur Pétursson
sálma sem hjálpuðu
þjóð okkar að lifa af aldir, Halldór
Laxness skóp bækur bókanna inn í
nútímann, Kjarval málaði málverk
sín beint úr hjartslætti og afli ís-
lenskrar náttúru og fangaði þannig
yndi Íslands á einstakan hátt og
Grímur Karlsson hefur með báta-
flota sínum smíðað verðmætustu
handrit íslenskrar sögu í atvinnu-
uppbyggingu nútímans.
Það sem er sérstæðast í sjálfu sér
við skipsmódel Gríms er ekki aðeins
fjöldinn, heldur andi skipanna, kar-
akterinn í hverju skipi eins og það sé
nýkomið af sjó í besta standi, spúlað
út, hreint og bjart. Kannski spilar
inn í að Grímur sjálfur hefur alla tíð,
auk handlagni af Guðs náð, skynjað
anda og sál skipanna, skynjað óskir
og þrár sjómannanna sem skópu
auðinn í hendur Íslendingum. Grím-
ur hefur aldrei verið einn á ferð,
fylgiaflið og næmleikinn hefur alltaf
verið með í för. Það gustar af Grími
þegar svo ber undir, enda vanur að
kljúfa pusið með skipsstefni og enni
sínu, en léttleikinn er aðalsmerkið,
hlýjan, tryggðin og í barngæsku
sinni er hann eins og bráðið smjör.
Í viðbót við hið einstæða hand-
verk er Grímur hafsjór af fróðleik
um skipaflota Íslands, útgerð og sjó-
menn almennt. Við félagar hans í
Bátafélaginu í Reykjanesbæ send-
um honum heillaóskir á sjötíu ára af-
mælinu, þessum sporlétta og
spræka sagnaritara og sjómanni í
orði og á borði.
Árni Johnsen.
GRÍMUR
KARLSSON
FRÉTTIR
HITTUMST-hópurinn mun hittast
vikulega í október og nóvember, alls
átta skipti, á miðvikudögum kl. 16 –
18, í fyrsta skipti 5. október nk. og
verður stærð hans 15 unglingar.
Hópurinn er fyrir unglinga í 9. og 10.
bekk grunnskóla sem glíma við at-
hyglisbrest, ofvirkni og skyldar
raskanir.
Hittumst-hópurinn er hugsaður
sem vettvangur félagsstarfs þar sem
áhersla verður lögð á jákvæða og
skemmtilega samveru allra í hópn-
um. Þegar hópurinn hittist verður
tekist á við ýmis verkefni og æfingar
sem þjálfa samskipti og ýta undir
þroska einstaklingsins, bæði per-
sónulega og í hóp. Hópstarfið mun
byggjast á aðferðafræði reynslu-
náms (e. experiential learning) sem
er óhefðbundin námsaðferð sem
byggist á að skoða og uppgötva eig-
inleika og hæfileika einstaklinganna
með því að taka virkan þátt í starfi
hóps og með því að fá endurgjöf frá
hópnum. Hópurinn tekst á við ýmis
verkefni og æfingar, og það verður
hinn sameiginlegi reynslugrunnur
sem starfið byggist á, segir í frétta-
tilkynningu.
Leiðbeinendur hópsins eru frá
þjálfunarfyrirtækinu Áskorun ehf.
og eru: Björn Vilhjálmsson, kennari
og verkefnastjóri í Hinu húsinu
(ÍTR), Ingibjörg Valgeirsdóttir,
uppeldis- og kennslufræðingur, og
Harpa Ýr Erlendsdóttir, iðjuþjálfi
hjá SLF. Hópstarfið fer fram í
íþróttasal SLF á Háaleitisbraut 13,
einnig verður hægt að hafa afnot af
fræðslusal Sjónarhóls þegar þess
þarf.
Hittumst-hópurinn er á vegum
ADHD-samtakanna sem eru til
stuðnings börnum og fullorðnum
með athyglisbrest, ofvirkni og skyld-
ar raskanir. Allar nánari upplýs-
ingar um hópstarfið eru veittar á
skrifstofu samtakanna í síma
581 1110 eða í netpóst adhd@adhd-
.is. Sjá ennfremur vefsíðu samtak-
anna www.adhd.is.
Hópstarf fyrir unglinga með
athyglisbrest og ofvirkni
Leiðbeinendur hópstarfsins, frá vinstri ; Ingibjörg Valgeirsdóttir, Björn
Vilhjálmsson og Harpa Ýr Erlendsdóttir.