Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 30.09.2005, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KEFLAVÍK Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty”Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty”  A.G. Blaðið FYRSTI HLUTI AF ÞRÍLEIK. DÚNDUR FÓTBOLTAMYND SEM HITTIR Í MARK OG MIKLA MEIRA EN ÞAÐ. D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri GOAL! kl. 5.45 - 8 - 10.20 DEUCE... kl. 6 THE MAN kl. 8 THE CAVE kl.10 GOAL! kl. 8 - 10.15 VALIANT m/- Ísl tali kl. 6 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 8 - 10.15 CHARLIE AND THE... kl. 6 Must Love Dogs kl. 6 - 8 - 10.10 The 40 Year Old Virgin kl. 8 og 10.20 b.i. 14 Valiant - íslenskt tal kl. 6 Charlie and the... kl. 5.45 Strákarnir Okkar kl. 8 b.i. 14 KVIKMYNDAHÁTÍÐ 29. september til 9. október Close Up - Sýnd kl. 6 Scared Sacred - Sýnd kl. 8 What Remains of us - Sýnd kl. 10.05 Le Regard / Augnráðið - Sýnd kl. 10 Diane Lane John Cusack SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF FRUMSÝND Í DAG! FRUMSÝND Í DAG! Hvað segirðu gott? Ég segi nánast alltaf allt gott og það sama í dag! Kanntu þjóðsönginn? Já, ég get klórað mig í gegnum hann og skammast mín í raun fyrir að vera ekki með hann á kristaltæru. Það er skylda hvers Íslendings að kunna á honum góð skil. Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Ég fór í síðustu viku til London. Ég legg það þó í vana minn að koma aftur heim. Uppáhalds maturinn? Íslenskur fiskur með nýju íslensku grænmeti. Bragðbesti skyndibitinn? HP flatkökur frá Selfossi með osti frá Mjólkurbúi Flóamanna. Besti barinn? Honesty barinn á SoHo hótelinu í London er svoldið spes. Hvaða bók lastu síðast? Bankabókina mína, hún er fljótlesin og hentar mér mjög vel sem lesefni. Hvaða leikrit sástu síðast? Það fer eftir hvað þú flokkar sem leikrit. Hvað kallarðu Baugsmálið? En kvikmynd? Pride and Prejudice sem ég kunni bara vel að meta. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég er að hlusta mikið á nýju Stones plötunna. Hún er alveg geðveik. Uppáhalds útvarpsstöðin? Ég hlusta nokkuð jafnt á Bylgjuna, FM957 og Rás2. Þær eru duglegar að spila íslenska tónlist. Besti sjónvarpsþátturinn? Idolið, það er eini þátturinn sem ég er í. Segir sig sjálft. Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveru- leikaþætti í sjónvarpi? Ég er í einum núna og var í einum í fyrra. G-strengur eða venjulegar nærbuxur? Ég veit nú ekki hvernig G-strengur myndi fara mér og hryllir reyndar við tilhugsuninni. Helstu kostir þínir? Duglegur. En gallar? Alltaf að. Besta líkamsræktin? Ég svitna alltaf mest þegar ég borga líkamsrækt- arkortin. Hvaða ilmvatn notarðu? Konan mín gaf mér ilmvatn frá Marc Jakobs einu sinni og ég nota það mikið. Ertu með bloggsíðu? Nei, ég lifi nógu spennandi lífi. Pantar þú þér vörur á netinu? Já, ég geri það, bækur og geisladiska og annað. Þá sérstaklega þegar ég er að leita eftir sértæku efni. Flugvöllinn burt? Ég veit það ekki – ef ég kaupi mér einkaþotu þá væri fínt að hafa völlinn hérna við hliðina á mér, Ég bý í vesturbænum stutt frá vellinum. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Bítlarnir eða Stones? Íslenskur aðall | Einar Bárðarson Duglegur og alltaf að Fyrsti aðalsmaður vikunnar er Einar Bárðarson athafnaskáld og nýskipaður dómari Idol – Stjörnu- leitar. Af því tilefni er Einar fyrsti viðmælandi Íslensks aðals sem verður héðan í frá vikulega í Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Árni Torfason „Ég svitna alltaf mest þegar ég borga líkamsrækt- arkortin,“ segir nýskipaði Idol-dómarinn. KÖNTRÍSVEIT Baggalúts blæs til sveitasöngvamessu í Stúdentakjall- aranum við Hringbraut í Reykjavík í kvöld. Leikin verða sönglög af hljómdisknum Pabbi þarf að vinna, í bland við sígilda sveitasöngva bandaríska. Barinn verður opinn langt fram á kvöld – eða meðan birgðir endast. Kynnt verða helstu undirstöðuatriði línudans og hins einkennandi gleðiöskurs „Jíha“. Gestir eru hvattir til að læra söng- texta utanbókar og taka hressilega undir. Sérstakir leynigestir: John Denver og Johnny Cash, sem leika og syngja sín þekktustu lög með að- stoð Gísla miðils. Viðeigandi klæðnaður er sem fyrr æskilegur – en hestar og annar búfénaður er stranglega bannaður innanhúss, að gefnu tilefni. Ösku- bakkar og hrákadallar verða á staðnum, öllum til brúks. Baggalútsmenn líta til veðurs. Hestar bannaðir Baggalútur spilar í Stúdentakjall- aranum í kvöld. Dagskrá hefst um miðnætti. FJÖLDI aðstandenda mynda verður viðstaddur sýningar á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Á eftir sýningum myndanna gefst áhorfendum kostur á að spyrja þá spjörunum úr. Í dag verða þrír leikstjórar viðstaddir þrjár mismunandi sýn- ingar. ScaredSacred í Háskólabíói kl. 20. Leikstjórinn Velcrow Ripper verður á staðnum. What Remains of Us í Háskólabíói kl. 22.05. Leikstjórinn François Prèvost svarar spurningum. Loks verður Pawel Pawlikowski viðstaddur sýningu á mynd sinni My Sum- mer of Love í Regnboganum kl. 18. Leikstjórar svara spurningum www.filmfest.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.