Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆJARSTJÓRN Húsavíkur hefur auglýst eftir umsóknum um byggða- kvóta fyrir þetta ár. Hún hefur jafn- framt gefið út reglur um úthlutun aflaheimilda þeirra, sem sveitarfé- laginu hefur verið úthlutað, en sjáv- arútvegsráðuneytið hefur staðfest reglurnar. Umsóknum skal skilað fyrir 25. nóvember næstkomandi. Aðeins verður úthlutað til skipa sem skráð voru með heimahöfn á Húsavík 1. september 2005 og voru í eigu útgerða með heimilisfesti í Húsavíkurbæ. Úthlutun nú byggist á lönduðum afla á Húsavík síðasta fiskveiðiár. Aflanum skal landað á Húsavík og hann unninn þar. Skilyrði til úthlut- unar á einstök skip eða báta er að viðkomandi hafi veitt og landað til vinnslu á staðnum að minnsta kosti fimmföldu því aflamagni, sem út- hlutað er. Hafi þau skilyrði ekki ver- ið uppfyllt fyrir 1. júní 2006 skal end- urúthluta viðkomandi aflaheimildum til þeirra sem hafa uppfyllt skilyrðin. Þá skal sá er úthlutað fær aflaheim- ildum skuldbinda sig til að leigja til sín eða kaupa að minnsta kosti jafn- gildi þeirra aflaheimilda, sem hann leigir frá sér eða selur á fiskveiði- árinu. Auglýsa eftir umsókn- um um byggðakvóta Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson ÚR VERINU OLLI SH kom til heimahafnar til Ólafsvíkur fyrir skömmu. Bát- urinn er af gerðinni Víkingur 1135 og er smíðaður hjá Samtaki í Hafnarfirði. Er báturinn vel útbúinn tækjum sem Mareind í Grundarfirði sá um að velja og sá um niðursetningu á tækjum. Báturinn er með Caterpillar vél sem er 710 hestöfl og skilar hún bátnum á 27 mílna hraða. Lengd er 11,35 metrar og breidd 3,90 metrar. Lestin tekur 11 660 lítra kör, er báturinn með glussa bóg- skrúfu og er Olli SH 14,9 tonn að stærð er það útgerðarfélagið Kjarkur sem gerir bátinn út. Að sögn Torfa Sigurðssonar, eiganda og skipstjóra, er hann mjög ánægður með bátinn í alla staði og segir Ollann vera afburða sjóskip, en báturinn hefur þegar hafið veiðar á línu og eru tveir menn í áhöfn og þrír menn vinna við beitningu í landi. Morgunblaðið/Alfons Nýr bátur til Ólafsvíkur á morgun Þorsteinn frá Hamri  Ef ljóðið fer að staðhæfa er það statt á hálum ís VERULEG gliðnun hefur orðið á milli ellilífeyris og almennrar launa- vísitölu og vísitölu lágmarkslauna frá árinu 1995, að sögn Ólafs Ólafs- sonar, formanns Landssambands eldri borgara. „Ef miðað er við vísi- tölu lágmarkslauna vantar núna 7.000 krónur upp á að ellilaun haldi þeirri stöðu gagnvart vísitölu launa sem þau höfðu árið 1995. Þegar launavísitala lágmarkslauna er skoðuð kemur í ljós að það vant- ar 17.000 krónur á mánuði,“ segir hann. Ólafur bætir við að svo virðist sem ýmsir telji að Íslendingar hafi ekki efni á ellinni. Ólafur segir að hag- fræðingum fjármála- og heilbrigð- isráðuneyta hafi verið kynntar þessar tölur og þeir hafi ekki getað hnekkt þeim. Eldri borgarar fari fram á leiðréttingu kjara sinna. Um nokkuð stóran hagsmunahóp sé að ræða, en alls eru um 34.000 Íslend- ingar eldri en 67 ára. Ólafur segir að gera megi ráð fyrir um 9,6% aukningu kaupmáttar ráðstöf- unartekna hjá dæmigerðum ellilíf- eyrisþega sem hefur tæpar 50.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og býr einn á árunum 1995–2005. Á sama tímabili hækkar kaupmáttur ráð- stöfunartekna heimilanna um 60% ef marka má orð forsætisráðherra. Aukningin er þó mun meiri hjá þingmönnum og ráðherrum. Skattleysismörk ekki hækkað sem skyldi Ólafur bendir á að frá árinu 1995 hafi tekjuskattur á lægstu laun hækkað. Sá sem hefur 100.000 krónur á mánuði í laun í dag greiði 9,4% tekna sinna í tekjuskatt, en af sömu rauntekjum hafi engir tekju- skattar greiðst árið 1988. Þrátt fyr- ir lækkun skattprósentu hafa skatt- leysismörk ekki hækkað sem skyldi. Ólafur leggur áherslu á að samtökin vilji berjast fyrir bættum kjörum þess þriðjungs ellilífeyr- isþega sem minnst bera úr býtum. „Þetta eru á bilinu 8 til 9 þúsund manns, eða um 27% allra ellilífeyr- isþega,“ segir hann. „Í umræðunni hafa skotið upp kollinum dæmi um einstaklinga sem ekki passa inn í þennan hóp, en það skiptir ekki máli fyrir heildarmyndina.“ Skerðingarhlutfall hið hæsta í Evrópu Spurður um skýringar á rýrnun kjara þessa hóps bendir Ólafur á þær miklu skattbreytingar sem gerðar voru á árunum 1988–1995. Hann bendir einnig á að skerðing og skattar á þá ellilífeyrisþega sem leggi stund á vinnu séu mjög mikil. Ellilífeyrisþegi sem sé í 50% starfi og fái 70.000 krónur á mánuði haldi aðeins eftir 15.749 krónum af þess- ari upphæð. „Hvergi annars staðar í Evrópu er skerðingarhlutfallið jafn hátt,“ segir Ólafur. Hann segir það staðreynd að eldri borgarar á Íslandi stundi vinnu í mun meira mæli en þeir sem búa á öðrum Norðurlöndunum. Samkvæmt töl- um yfir atvinnuþátttöku karla sem eru 65 ára og eldri innan OECD- ríkjanna er þátttakan 43% á Ís- landi, 14% í Noregi og 5% í Finn- landi. Inntur eftir skýringum á þessu bendir Ólafur á að Íslend- ingar séu vinnusöm þjóð. Önnur skýring sé hins vegar sú að margir lifi ekki á þeim lífeyri sem þeim er ætlaður og þurfi því að leita út á vinnumarkaðinn til að drýgja tekj- urnar. Séu meðallífeyrisgreiðslur á ellilífeyrisþega árið 2000 bornar saman við nágrannaríkin komi í ljós að í Finnlandi séu þær 17% hærri en hér, 12% hærri í Noregi, 35% hærri í Svíþjóð og 57% hærri í Danmörku. „Vegna mun meiri at- vinnuþátttöku 65 ára og eldri á Ís- landi en hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum jöfnum við upp þennan mun sem er á ellilaununum og sýn- ir það vinnusemi Íslendinga,“ segir Ólafur. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara Ólafur Ólafsson                                                !   A  A '            !    " !" #     !!   "       !!   !         ! $   #  $ $% &  ' $  % ( %)( %   Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Veruleg gliðnun milli elli- lífeyris og launavísitölu FÁLKINN, sem húsvísk fjöl- skylda hafði í fóstri eftir að börn- in höfðu fundið hann særðan fyr- ir nokkrum dögum, hafði verið skotinn með haglabyssu. Þetta kom í ljós í gær þegar röntgen- mynd var tekin af fálkanum hjá dýralækni. Fálkinn er nú í Hús- dýragarðinum í Reykjavík og virðist í fínu formi. Ólafur K. Nielsen, fuglafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði að ein pípa í vængnum hefði verið brotin og í fálkanum hefðu fundist fjölmörg högl. Um er að ræða ungfugl, unga frá því í sumar. „Fálkinn er fullkomlega heilbrigður og auk þess mjög spakur og skemmti- legur. Hann hefur líklega goldið þess og einhver ákveðið að senda honum kveðjuna með hagla- byssu,“ sagði Ólafur. Fálkar eru að sjálfsögðu strangfriðaður en að sögn Ólafs hefur í gegnum tíðina alltaf verið nokkuð um að byssumenn drepi fálka. Fálkinn hafði verið skotinn með haglabyssu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.