Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Yngvi / KASTLJÓS Þegar Freyja Hilmarsdóttir er myrt hverfur handrit að bók sem hún er að skrifa með berorðum frásögnum fyrrverandi eiginkvenna þekktra manna. „Þrælspennandi og vel fléttuð www.jpv.is „… æsispennandi og leiftrandi fyndin.“ Edda Jóhannsdóttir / DV „Bráðskemmtilegur samtímakrimmi.“ Páll Baldvin Baldvinsson / DV „Rígheldur … æsispennandi.“ Guðmundur Steingrímsson / Kvöldþátturinn „Sjóðheitur krimmi.“ Jakob Bjarnar Grétarsson / DV „Þrælfín spennusaga sem heldur athyglinni óskertri allan tímann.“ Guðríður Haraldsdóttir / VIKAN glæpasaga“ MARÍA Ellingsen leikkona fer með hlutverk Ísbjargar í annarri syrpu danska spennumyndaflokksins Örn- inn sem sýndur er á Rúv á sunnu- dagskvöldum. Fjalla þættirnir um hálfíslenska rannsóknarlögreglu- manninn Hallgrím Örn Hallgrímsson og baráttu hans við skipulagða glæpastarfsemi og skugga sinnar eig- in fortíðar. Hallgrímur, sem leikinn er af Jens Albinus, ólst upp í Vest- mannaeyjum og kemur Ísland oft upp í huga hans þegar hann hugsar um fortíð sína. Þá streyma meðal annars fram minningar tengdar Ís- björgu sem er æskuást Hallgríms frá Vestmannaeyjum. Eina nóttina þegar hann er á kafi í erfiðri glæparannsókn dúkkar hún svo upp í nútíðinni, hleypur hann næstum um koll og verður eftir það hluti af lífi hans eins og leynivinur sem enginn sér nema hann. Segir María að í raun sé Ísbjörg eins og gamall sálufélagi sem Hallgrímur leiti til. Þau byrja að fylgjast að og þá kemur ýmislegt í ljós um það hvers vegna Hallgrímur fór frá Vest- mannaeyjum sem unglingur og mynd hans af fortíðinni fer að breytast. María kom á skjáinn fyrir hálfum mánuði í Danmörku þegar 13. þáttur var sýndur þar og verður persóna hennar viðloðandi þættina að minnsta kosti eitthvað inn í þriðju syrpu að sögn Maríu því tökur á henni eru hafnar. Sjálf fær hún ekki að sjá handritið fyrr en stuttu fyrir tökur og halda handritshöfundarnir þannig at- burðarásinni mjög leyndri sem er spennandi fyrir bæði áhorfendur og leikara. Ódysseifskviða rammi sögunnar Þættirnir hafa notið mikilla vin- sælda víða um Evrópu og voru þeir meðal annars tilnefndir til Emmy- verðlaunanna í ár en verðlaunaaf- hending fer fram 27. þessa mánaðar, sama dag og 13. þáttur verður sýndur á RÚV. María segir að Ódysseifs- kviða sé notuð sem rammi fyrir sög- una. Ódysseifur fer frá eyjunni sinni, líkt og Hallgrímur yfirgaf Vest- mannaeyjar, og lendir í löngu ferða- lagi og stríði og svo reynir hann að komast heim. Það reynist erfitt því hann berst alltaf af leið og lendir bæði í fanginu á konum og í klóm skrímsla. Segir María að gaman sé að vita þetta þegar horft er á þættina, það gefi þeim aðra vídd. En svo veit hún ekki hversu náið Ódysseifskviðu verði fylgt, en Ódysseifur kemst heim að lokum og þá sé spurningin hvort Hallgrímur komist til Vestmannaeyja að lokum og hvort einhver Penelópa bíði hans. Margir Íslendingar koma við sögu Spurð um ástæðu þess að hún var fengin til að taka að sér hlutverk Ís- bjargar segir María að leitað hafi ver- ið eftir íslenskri leikkonu og hafi hún verið valin úr hópi 10 leikkvenna sem til greina komu. Tökur hófust í janúar á þessu ári og munu standa allt fram til næsta árs en ekki hafa verið gerð- ar áætlanir um að taka upp fleiri serí- ur en þá þriðju. Flýgur María út í tökur þangað sem leikurinn berst hverju sinni, Kaupmannahafnar, Stavanger og upp í fjöll í Noregi. Seg- ir María að þó nokkrir Íslendingar komi við sögu í Erninum í stærri og minni hlutverkum, en auk hennar og Elvu Óskar Ólafsdóttur leiki Kor- mákur Gunnarsson hann ungan og birtist í hverjum þætti, Benedikt Erl- ingsson og María Pálsdóttir hafi leik- ið í fyrsta þættinum svo nokkrir séu nefndir. Þá þjálfi Benedikt Erlings- son Albinus í íslensku, þeir Albinus vinni mjög náið saman fyrir hvern þátt og eins ef laga þarf framburð í eftirvinnslu. Fólk hafi verið að dást að íslensku Albinus í þættinum en fáir viti að það sé Benedikt sem standi á bak við framburðinn. Segir María það hafa verið frábærlega gaman að taka þátt í þessu verkefni. María hleypur Örninn um koll Jens Albinus, sem leikur Hallgrím Örn Hallgrímsson, og María Ellingsen. María Ellingsen Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is BJÖRN Ingi Hrafnsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosn- ingar næsta vor, en opið prófkjör verður haldið í janúar. Hann segist ekki óttast að taka við stjórnartaum- unum þegar kannanir bendi til þess að flokkurinn nái ekki inn manni í borgarstjórn, og segist stefna á að ná einum til tveimur borgarfulltrú- um í komandi kosningum. „Mér er ljóst að þetta er að mörgu leyti afar ögrandi verkefni, ekki síst í ljósi skoðanakannana sem sýna lítið fylgi. Ég vonast til þess að fá umboð framsóknarmanna í Reykjavík til þess að snúa þessari þróun við og gera Framsóknarflokkinn öflugan og sterkan,“ segir Björn Ingi. Hann hefur starfað sem aðstoðar- maður Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra og fyrrv. utanríkis- ráðherra síðan árið 2003, og var þar á undan framkvæmdastjóri þing- flokks Framsóknarflokksins. Hann hefur m.a. verið formaður fjöl- skyldunefndar ríkisstjórnarinnar. Björn Ingi segir að hann muni m.a. leggja áherslu á málefni barna- fjölskyldna í borginni og að efla starfsemi íþróttafélaga, en einnig muni hann beita sér í skipulags- málum, og á því að gera breyting- ar á lóðaúthlutun í borginni. Hann nefnir einnig að það þurfi að breyta strætis- vagnakerfinu, t.d. með því að fella niður fargjöld fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja, og hugsanlega fella gjöldin alfarið niður gefist sú tilraun vel. „Ég hef fundið mikinn meðbyr og áhuga flokksmanna um að ég gefi kost á mér, og ég er auðvitað afar þakklátur fyrir það, enda er það mik- ilvægt veganesti við upphaf þessarar ferðar. Ég hef haft mikinn áhuga á borgarmálunum lengi, og langar að leggja mitt lóð á vogarskálarnar,“ segir Björn Ingi. Hann segir forsendurnar aðrar en þær hafa verið í undanförnum borg- arstjórnarkosningum, flokkurinn hafi ekki boðið fram undir eigin merkjum síðan árið 1990. Þessar nýju aðstæður kalli á nýtt fólk til að leiða listann og með það í huga gefi hann kost á sér í fyrsta sætið. Björn Ingi gefur kost á sér í fyrsta sætið Björn Ingi Hrafnsson UNGLINGATEITI fór úr bönd- unum í Grafarvogi í fyrrinótt, og gerðu óboðnir gestir sig heima- komna þrátt fyrir að veisluhaldari reyndi að rýma húsið. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík mun eldri maður hafa haft í hótunum við fólk í húsinu, og barið húsið að utan með felgulykli, auk þess sem hann var með hníf á sér. Maðurinn náðist skömmu síðar þar sem hann ók undir áhrifum áfengis, og fann lög- reglan bæði hnífinn og felgulyk- ilinn í bílnum. Barði hús að utan með felgulykli LÖGREGLAN í Keflavík handtók á föstudagskvöld mann sem grun- aður var um sölu fíkniefna. Við hús- leit á heimili hans fundust um 170 grömm af ætluðu hassi, auk þess sem þrjú grömm af samskonar fíkniefnum fundust í bifreið manns- ins. Við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja hassið. Málið telst upplýst og var mann- inum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Hasssali handtek- inn í Keflavík ÞRÍR drengir kvörtuðu undan öðr- um þremur í miðbænum í fyrrinótt og sögðu þá með hnífa og öxi á sér. Lögreglan í Reykjavík leitaði þre- menninganna, tveir voru farnir af vettvangi þegar að var komið, en einn drengjanna, sem reyndist 16 ára, var gripinn. Reyndist hann með hníf á sér, og þar sem ekki náðist í foreldra hans var barna- verndaryfirvöldum gert viðvart. 16 ára með hníf í miðbænum LÖGREGLA hafði afskipti af drukknum manni á reiðhjóli eftir að hann hjólaði á bíl á horni Lækj- argötu og Hverfisgötu í fyrrinótt. Maðurinn var færður til yf- irheyrslu, en hann reyndist ölvaður og ekki fær til hjólreiða, og var því tekin úr honum blóðprufa. Ekki er heimilt að stjórna farartæki af nokkurri tegund eða ríða hesti, undir áhrifum áfengis, og má mað- urinn því eiga von á sekt. Drukkinn hjólaði á bíl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.