Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
É
g ek stóra umferðar-
götu í höfuðborginni
Nairobi, framhjá fólki
sem selur vörur í veg-
kantinum og yfir opið
svæði. Sólin brýst
fram úr skýjum og ég
dreg djúpt andann og virði fyrir mér
fjólublá blóm og myndarleg tré. Það
er fallegt í Kenýa, vinalegt og gott, og
ég er ánægð að vera komin hingað
aftur. Ég var hér í vor og áður fyrir
nokkrum árum.
„Við erum að koma,“ segir bílstjór-
inn og bendir fram veginn. Við höfum
einungis ekið stutta stund frá gisti-
heimilinu. Ég kinka kolli og verð að
viðurkenna að mér líður hálffurðu-
lega. Ég veit ekki við hverju ég á að
búast af stað sem frægur er fyrir öm-
urlegheit og enginn veit fyrir víst hve
margir byggja. Opinberar tölur eru
frá 800.000 og upp í 1,5 milljónir.
Þetta er stærsta fátækrahverfi í allri
Afríku. Sumir fullyrða að þarna búi
yfir 2 milljónir og segja þetta jafnvel
vera stærsta fátækrahverfi í heimin-
um öllum. Hvernig er slíkur staður?
Og skyndilega blasir hann við. Út-
jaðar Kibera-fátækrahverfisins. Bíl-
stjórinn glottir og trommar létt á
stýrið.
Blautur úrgangur í sólskini
Að hverfinu liggur straumur af
fólki. Ég hvessi augun á bárujárns-
brak og fylgi eftir gráum reyk sem
liðast upp í bláan himin og falleg
bólstraský. Bárujárnskofar standa
þétt hver upp við annan og á þökum
hefur verið komið fyrir steinum til að
halda járninu niðri. Plöturnar eru
ryðgaðar og víða stór göt í þeim.
Skyndilega tek ég þétt fyrir munn
og nef. Hryllilegur óþefur berst inn
um bílrúðuna. Hópur fólks stendur
við stóran ruslahaug og aðstoðar
mann á gröfu við að færa sorp yfir í
vörubíl. Úrgangurinn er blautur eftir
rigningar seinustu nátta og heitur í
sólinni. Jeremías, verður ekki að
koma þessu í burtu? Þeir sem hópast
í kringum gröfuna hafa augljóslega
hugsað það sama.
Vegurinn við hauginn er eitt leðju-
svað og við bíðum dágóða stund fyrir
aftan hópinn. Mér finnst ég geta
þreifað á ólyktinni þegar við ökum
loks hjá, upp hæð og lengra inn í
hverfið. Ég hélt samt að ég kallaði
ekki allt ömmu mína í þessum efnum.
Ætli litlu stelpunum sem stóðu hjá
hafi fundist þetta jafnóhugnanlegt
stofustáss og sjálfri mér?
Þú munt iðrast!
„Ætlarðu út í þessum skóm? Ertu
alveg viss?“ segir bílstjórinn og
stöðvar loks bifreiðina. Ég er í ein-
földum sandölum með bandi á milli
tánna. „Hvað meinarðu? Ég er ekki
með neina aðra,“ svara ég. Ég heyri
manninn tauta að ég muni iðrast.
Staðurinn sé skítugur í meira lagi.
Í litlu húsi á bak við nýlegan báru-
járnsvegg tekur hressilegur maður á
móti mér. Þetta er Paul Mulongo,
starfsmaður Nyumbani-hjálparsam-
takanna. Stofnandi þeirra er banda-
rískur en starfsmenn langflestir frá
Kenýa. Nyumbani hjálpar börnum
sem smituð eru af alnæmi.
Fyrir utan húsið bíður hópur
mæðra með börn sín. Samtökin hafa
gert kraftaverk og starfið vaxið fljótt.
Hjá Nyumbani er tekið á móti veik-
um börnum, þau greind og athugað
hvort þau gætu verið smituð af al-
næmi. Mjög veik börn fá reglulega að
borða og lyf sem halda alnæminu
niðri. Til að fá þau þarf barn að vera
afskaplega illa haldið, enda lyfin rán-
dýr – um 10.000 íslenskar krónur á
mánuði. Hvernig á fólk að hafa efni á
slíku í landi þar sem algeng mánaðar-
laun eru nokkur þúsund krónur?
Samtök sem fá fjárframlög frá fólki
víða um heim hafa það ekki einu sinni
almennilega.
„Á endanum erum við góðgerðar-
samtök sem reiðum okkur á fjár-
framlög frá fólki. Við gætum gert
miklu meira ef við einungis hefðum
meira fé,“ segir Paul.
Heilsugæsla fyrir
alnæmissmituð börn
Við Paul setjumst niður inni í húsi
Nyumbani. „Fátæktin í Kibera er
gríðarleg. Hreinlæti og skólpmál eru
í lamasessi. Það gerist auðveldlega
þar sem fólk býr jafnþétt. Aðstæð-
urnar hérna eru þannig að enginn –
nákvæmlega enginn – ætti að búa við
þær,“ segir hann ákveðinn. Í húsinu
er meðal annars heilsugæsla fyrir al-
næmissmituð börn og ættingja
þeirra. Paul segir flesta sem til þeirra
leita gera það vegna húðsjúkdóma
eða magavandamála. Óhreint vatn er
aðalorsökin. Margir koma einnig
vegna öndunarerfiðleika og vanda-
mála í brjósti.
„7–8 manneskjur sem sofa, elda
mat á hlóðum og gera allt í pínulitlu
herbergi, skapa aðstæður sem er ein-
faldlega ekki heilbrigt að vera í,“ út-
skýrir hann. Í miklu þéttbýli smitast
sjúkdómar líka auðveldlega. Berklar
eru til dæmis algengir í Kibera.
Í starfi sínu leggur Nyumbani
áherslu á foreldrafræðslu og leiðir til
að koma í veg fyrir alnæmissmit.
Starfsmennirnir fræða fólk um al-
næmi, til dæmis um smitleiðir á milli
móður og barns á meðgöngu og við
brjóstagjöf. Paul fullyrðir að 42% lík-
ur séu á að barn fái alnæmi ef móðir
þess er smituð og það er á brjósti
fyrstu 2 árin. Hjá Nyumbani er fólk
frætt um mikilvægi vel samsettrar
næringar og hreinlætis, almennt og
ekki síst þegar einhver er veikur af
alnæmi og ónæmiskerfið bregst. Með
heilbrigðum lífsháttum er fólk lík-
legra til að geta lifað án lyfja en ella.
Á skautum í þykkri leðju
Í gegnum tíðina hef ég oft verið
innan um gríðarlega fátækt. Ég hef
séð svo mikla skerandi neyð að
stundum hefur mig hálfsvimað og ég
hugsað ringluð hvernig í ósköpunum
þetta megi vera í jafnauðugum heimi.
Hvernig má það vera að heill millj-
arður gangi svangur til hvílu í heimi
þar sem miklu meira en nóg er af
mat?
Ég hef velt fyrir mér fátækt og ég
hef séð fátækt í ýmsum löndum – en
ég hef sjaldan séð jafnmikla langvar-
andi neyð á einum stað og í Kibera. Í
Kibera er ekki neyð vegna jarð-
skjálfta eða flóða. Þar eru engar
dramatískar myndir af börnum með
hungruð augu og maga sem stendur
Morgunblaðið/Sigríður Víðis
Séð niður einn af stígunum í útjaðri Kibera-fátækrahverfisins þar sem talið er að á bilinu 800 þús.–1,5 milljónir manna búi. Í Kibera eru hreinlætis- og skólpmál í lamasessi, líkt og víða í stórum fátækrahverfum.
Ryðgað bárujárn
við brúnan læk
Undir ryðguðum járnplötum húkir eldri maður. Þvottur
blaktir á snúru innan um bárujárnsbrak, þykka leðju og
hauga af rusli. Skær barnshlátur myndar furðulega and-
stæðu við yfirþyrmandi sorplykt. Sigríður Víðis Jónsdóttir
heimsótti Kibera-fátækrahverfið sem er stærsta sinnar teg-
undar í Kenýa og raunar eitt af þeim stærstu í heimi. Þar
býr að minnsta kosti þrisvar sinnum öll íslenska þjóðin.
Kibera-fátækrahverfið er eitt það stærsta í heiminum. Þar standa bárujárns- og moldarkofar þétt hver upp við annan.
’Stórfyrirtæki notfæra sér fátæka
fólkið héðan og ráða
ekki nema takmarkað
af föstu starfsfólki.
Síðan pikka þau út
starfsfólk sem safnast
saman fyrir framan
hliðin þeirra á
hverjum degi og
borga þeim sem eru
svo heppnir að fá
vinnu í lausa-
mennsku, skamm-
arlega lág laun.‘