Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ út í loftið. Þar er einungis almenn og langvarandi fátækt - þögul og falin neyð hundruð þúsunda fólks. Sökum þess veit ég hreinlega ekki hvað ég á að segja þegar ég geng um svæðið. Ég humma bara eitthvað og hæja og ákveð á endanum að þegja og ein- beita mér að því að fljúga ekki öfug ofan í leðjuna. Ég skauta um á sand- ölunum á þröngum stígum, milli ryðgaðra bárujárns- og moldarkofa. Tærnar verða fljótt brúnar og buxna- skálmarnar sömuleiðis. Hugsa skýrt stúlka – halda sand- ölunum á fótunum, ekki týna þeim í leðjunni, ekki stíga í skólp, taka eitt skref í einu, anda djúpt. Nei annars, ekki anda djúpt. Þá færðu ólyktina sem víða hangir yfir, beint upp í vitin. Anda grunnt. Hjálp, hversu fljótt yrði ég sjálf veik á svona stað? Brosa, vera vinaleg, heilsa börnum, vinka konu sem þvær þvott upp úr brúnu vatni, kasta kveðju á fólk en passa um leið að renna ekki til í leðjunni. Hvernig er umhorfs hérna yfir langa regntímabilið? Í nóvember er ein- ungis það stutta. Skurðlækningar og Arsenal „Ég ætla að verða skurðlæknir,“ segir hinn 18 ára gamli Móses lágt en ákveðið og bendir mér að fylgja sér. Hann er fæddur í Kibera, hefur alltaf búið hér, og vill sýna mér hvar hann á heima. „Ég er búinn með grunnskól- ann og ég ætla að verða skurðlæknir. Í alvöru. Ég skal!“ segir hann. Móses er elstur af þremur systk- inum. Móðir hans er dáin og faðirinn vinnur langt í burtu og sendir systk- inunum stundum peninga. Systurnar eru 5 ára og 13 ára, með alnæmi, og hafa fengið hjálp frá Nyumbani. Við þræðum stígana, til vinstri, til hægri, aftur til vinstri og komum loks að heimili systkinanna. Barnahópur leikur sér fyrir utan húsalengjuna, hlær og skríkir. Þótt aðstæðurnar í Kibera séu ömurlegar er ekki bara ömurleiki þar. Vitanlega ekki. Það er heldur ekki nauðsynlega hamingja í velmegun. Börnin sem hoppa og skoppa fyrir utan heimili Móses í Kibera virka glöð og ánægð. Þau leika sér og þau eiga sér áhuga- mál, óskir og drauma. Skilyrðin sem mörg þeirra búa við eru hins þannig að þau verða auðveldlega veik og festast í fátæktinni. Þess vegna er gaman að tala við Móses og óvenju- legt að heyra um áhugann á skurð- læknanáminu. Ekki það að ég haldi að hann eigi nokkurn tímann eftir að verða skurðlæknir – því miður – en það er sérstakt að einhver sem fædd- ur er á stað sem þessum og þekkir ekkert annað ætli sér jafnstóra hluti. Mörg börn hér fara aldrei í skóla. „Ég ætla sko ekki að búa í Kibera þegar ég verð fullorðinn,“ segir Mós- es jafnlágt og áður, en jafnákveðið. Hann sest í stól inni í litlu herberginu þar sem systkinin búa og býður mér sæti á móti. Það er snyrtilegt inni hjá honum og Móses segir að þau systk- inin passi vel að halda hreinu hjá sér. Ég spyr hann hvað honum finnist gaman að gera og hann svarar að það sé að lesa og að spila fótbolta. Í skól- anum finnst honum enska og vísindi skemmtilegust. Móses spilar stundum fótbolta með vinum sínum og horfir líka á boltann í sjónvarpi á nálægum stað í hverfinu. Áhorfendur þurfa að greiða inn, mismikið eftir því hvaða fótbolta- leiki er um að ræða. Móses styður Arsenal og skælbrosir þegar hann lýsir hversu frábært liðið sé. „Það kviknaði í dóttur minni“ Margareth er fjögurra barna móð- ir og kom til Nairobi fyrir tveimur ár- um í leit að betra lífi – og að hjálp. Hún vissi ekki hvað annað hún gat gert. Sjálf var hún iðulega veik og í ljós kom að hún var alnæmissmituð. Litla dóttir hennar, tveggja og hálfs árs, er líka smituð og fær hjálp frá Nyumbani. Margareth er fráskilin og tvö elstu börnin hennar búa hjá ömmu sinni og afa úti á landi. Fjórða barnið, dóttir, er á spítala eftir alvarlegan bruna inni í litla herberginu þar sem við er- um staddar og mæðgurnar búa. Þetta er lítið og dimmt herbergi í einni af þúsundum húsalengna í Ki- bera. „Það kviknaði í dóttur minni,“ seg- ir Margareth og tekur upp kerósín- lampa. Hún lýsir því hvernig eldur- inn barst í stúlkuna og fötin hennar stóðu skyndilega í ljósum logum. Ég kinka kolli og horfi eins og í leiðslu á Margareth meðan hún talar. Hún tekur fram valtan koll og býður mér sæti en stendur sjálf þráðbein í baki meðan hún segir stolt frá því að hún skammist sín ekki lengur fyrir að vera alnæmissmituð. Hér eins og víða annars staðar er mikil skömm að vera með alnæmi og fæstir viður- kenna að þeir séu smitaðir. Stundum kemur vonleysissvipur á andlit Margarethar, eins og þegar hún lýsir því að hún hafi ekki efni á því að fara og heimsækja dóttur sína á spítalann sem er langt í burtu, þótt hann sé í sömu borg. Svipurinn er samt fljótur að víkja fyrir ótrúlegri festu og æðru- leysi og alltaf stendur Margareth jafnbein í baki. Litla stúlkan er feimin við gestinn en brosir breitt og vinkar þegar hann beygir sig út um dyrnar og skakk- lappast út á mjóan stíginn fyrir utan. Það seinasta sem gesturinn sér er kerósínlampinn sem systir stúlkunnar brenndi sig á. 80 króna daglaun fyrir þá heppnu Dóttir Margarethar sauð vatn þeg- ar slysið átti sér stað. Það er mikil- vægt að sjóða vatn sem ekki er hreint og tært, til að reyna að drepa líf í því og koma í veg fyrir að verða veikur. Eldsneyti til að sjóða vatn og matbúa er hins vegar dýrt fyrir marga í Ki- bera og þeir drekka vatnið því ómeð- höndlað. Það verða allir að drekka vatn, hvort sem er á Íslandi eða í Ken- ýa. Aðstæðurnar í Kibera eru ekki ein- stakar fyrir þetta svæði. Það sama er uppi á teningnum í öðrum fátækra- hverfum, í öðrum löndum, í öðrum álf- um. Mynstrið er það sama og afleið- ingarnar jafnalvarlegar. Hvað gera hundruð þúsunda þegar plássið er lít- ið sem ekkert, ekki er nóg af hreinu vatni og salerni með þar til gerðum skólplögnum eru nánast, eða alls ekki, til staðar? Borgir heimsins fara stækkandi og fátækrahverfin í kringum þær sömu- leiðis. Í dag býr um helmingur mann- kyns í borgum. Fólk flykkist í þétt- býlið. Margir leita að betra lífi. Í borgunum er von um hjálp og veik von um vinnu. Borgirnar standa fyrir betra líf sem endar samt hugsanlega einungis sem líf í bárujárnshjalla við brúnan læk í illa lyktandi hverfi. Og vinnan? Hún er ekki þarna fyrir alla. „Stórfyrirtæki notfæra sér fá- tæka fólkið héðan og ráða ekki nema takmarkað af föstu starfsfólki. Síðan pikka þau út starfsfólk sem safnast saman fyrir framan hliðin þeirra á hverjum degi og borga þeim sem eru svo heppnir að fá vinnu í lausa- mennsku, skammarlega lág laun,“ segir Paul hjá Nyumbani og fussar. Daglaunin eru um 100 kenýskir shill- ingar eða 80 íslenskar krónur. Paul bendir á að leiðin frá Kibera yfir í iðn- aðarhverfið sé löng og hana fari fólk fótgangandi upp á von og óvon. „Menn ganga langar leiðir einungis til að standa fyrir utan hliðin. Ekki halda að það séu bara kenýsk fyrir- tæki sem gera þetta. Þetta eru líka al- þjóðleg stórfyrirtæki, mín kæra,“ seg- ir hann. „Þessi börn væru öll dáin“ Þegar ég virði fyrir mér börnin í Ki- bera koma upp í hugann önnur börn og önnur bros. Um morguninn hitti ég barnahóp sem býr á Nyumbani-heim- ilinu, sem er annars staðar í borginni. Starf Nyumbani hófst með stofnun heimilisins fyrir 13 árum. Börnin eru öll alnæmissmituð og munaðarlaus og mörg koma úr þessu hverfi. Tæplega 100 krakkar búa á Nyumbani-heim- ilinu í dag, við góð skilyrði og margfalt betri heilsu en áður. Þetta er fallegur staður og vel búið að börnunum. „Þessi börn væru öll dáin ef þau byggju enn í Kibera og fengju enga hjálp. Hvert eitt og einasta,“ hvíslaði starfsmaður Nyumbani að mér um morguninn, kinkaði laumulega kolli til tveggja lítilla stúlka og spurði eld- snöggt: „Finnst þér það ekki skrýt- ið?“ Nú bendir samstarfsmaður hans í Kibera, hinn ungi David sem er hjúkr- unarfræðingur, mér glaður á að hon- um finnist hann vinna starf sem virki- lega skipti máli. David er fæddur og uppalinn í Nairobi og hefur unnið hjá Nyumbani í 2 ár. Ég spyr hann út í framtíð Kibera. „Það á enginn að þurfa að búa eins og fólkið hérna. Þetta verður að laga og þótt það sé erfitt er það hægt. Það er alltaf hægt að breyta hlutunum, það þarf einungis mjög sterkan vilja til þess. Ríkisstjórnin og borgaryfir- völd þurfa að ákveða alvarlega að gera eitthvað í málunum. Geri þau það muntu sjá allt annan stað hér eftir fimmtíu ár. Ef ekki mun hann einfald- lega halda áfram að vaxa og vaxa og vandamálið með.“ Síðan veifar David nokkrum bros- andi krökkum sem þekkja hann af al- næmisverkefninu en ég sjálf hvessi augun ofan í leðjuna og reyni að fljúga ekki á höfuðið. Morgunblaðið/Sigríður Víðis Séð út um dyrnar á einu herbergjanna í Kibera. Þvottur á snúru og börn að leik. Stúlka á Nyumbani-heimilinu leikur sér. Nyumbani-hjálparsamtökin reka heim- ili fyrir munaðarlaus og alnæmissmituð börn frá fátækrahverfum Nairobí. Margareth og tveggja ára dóttir hennar á heimili sínu í Kibera. Þær fluttu til Nairobi fyrir tveimur árum í leit að hjálp. Báðar eru smitaðar af alnæmi. Paul Mulongo starfsmaður hjálparsamtakanna Nyumbani sem vinna með al- næmissmituðum börnum, en starf samtakanna fer sívaxandi.  Kenýa er eitt helsta ferðamanna- land í Afríku og fær umtalsvert af tekjum sínum frá ferðamennsku. Kenýa hefur upp á margt að bjóða, fjölbreytt dýralíf, fallega náttúru og margbrotið mannlíf. Þaðan koma heimsfrægir lang- hlauparar og kaffi sem selt er um víða veröld.  Kenýa er mun betur stætt en ná- grannaríki á borð við Eþíópíu og Súdan, en margir landsmenn lifa þó undir fátæktarmörkum og fá- tækrahverfin í stórborgunum fara ört vaxandi.  Bilið milli ríkra og fátækra í Kenýa er breitt og þeir fátæku hafa ekki efni á nauðsynlegum lyfjum og læknisþjónustu. Lífið í fátækra- hverfunum er í sterkri andstöðu við aðstæður þeirra sem tilheyra millistéttinni í Kenýa og hafa efni á gsm-símum, sjónvörpum, netteng- ingu og öðrum munaði.  Alnæmi er ekki jafnalgengt í Ken- ýa og í mörgum löndum sunnar í álfunni en verður æ útbreiddara og stefnir í að verða verulegt vandamál ef ekki verður gripið í taumana. Malaría er sömuleiðis út- breidd í Kenýa. Ljón, sebrahestar og sjónvörp TENGLAR .............................................. www.nyumbani.org ’Fátæktin í Kibera ergríðarleg. Hreinlæti og skólpmál eru í lama- sessi. Það gerist auðveldlega þar sem fólk býr jafnþétt. Að- stæðurnar hérna eru þannig að enginn – nákvæmlega enginn – ætti að búa við þær.‘ sigridurv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.