Morgunblaðið - 20.11.2005, Side 16
E
ftir þriggja og hálfs
tíma stífa keyrslu
frá Reykjavík var
áfangastaðnum,
Sauðárkróki, loks
náð. Seint um kvöld-
matarleytið er kom-
ið að húsi Geirmund-
ar Valtýssonar og taka hann og
Mínerva kona hans vel á móti blaða-
manni. Þegar inn er komið bíða eftir
þreyttum ferðalangi mikil og góð
veisluföng, lambalæri með öllu til-
heyrandi, brúnuðum kartöflum,
grænum baunum, rauðkáli, sósu og
salati. Og ekki var eftirrétturinn síðri.
Blaðamaður hugsaði með sér að oft
hefði honum í starfi verið boðið upp á
fría pylsu eða hamborgara en ekkert í
líkingu við þetta. Við matarborðið var
pólitík rædd og eftir mat var horft á
umræðuþætti fréttastöðvanna.
Blaðamanni leið eins og hann ætti
heima þarna. Þannig vildu Geirmund-
ur og Mínerva án efa að honum liði.
Eftir matinn var haldið niður í
kjallara þar sem Geirmundur hafði
komið fyrir smáaðstöðu til að semja
lög. Eftir örlítið meira spjall um dæg-
urmál snúum við okkur að plötunni
hans sem var að koma út:
Segðu mér aðeins frá plötunni.
„Þetta er safnplata með tveimur
diskum, þrjátíu og sex lög. Annar
diskurinn er rólegur en hinn er stuð-
diskur þannig að fólk getur annað-
hvort sofnað út frá öðrum eða
ryksugað með hinum,“ segir Geir-
mundur og hlær, „það er allt í boði.“
„En sjáðu til, það eru komin út 125
lög eftir mig á plötu og það var dálítið
erfitt að velja lögin … og þó ekki því
þetta snýst líka eilítið um það hvað
fólk biður um á böllum hjá mér og
hvað lög hafa verið spiluð mest í út-
varpi og eftir mínu eigin höfði að sjálf-
sögðu líka. Og ég held að ég hafi hitt
naglann vel á höfuðið því að þeir í út-
gáfufyrirtækinu Senu voru ánægðir
með þetta enda hefur samstarfið við
þá verið ánægjulegt.“
Þú semur öll lögin?
„Já ég sem öll lögin en það sem mig
skortir er að geta búið til textana líka.
Ég hugsa að ég gæti það ef ég hefði
nægan tíma til þess, ég er svo tíma-
laus maður.“
Af hverju hefur þú svona lítinn
tíma?
„Ég er að vinna í fullu starfi í Kaup-
félagi Skagfirðinga þannig að flest
minna laga eru bara samin á kvöldin.
Ég hef til dæmis aldrei tekið mér frí
til að semja.“
Hvernig verða lögin til?
„Bæði verða þau til þannig að ég fæ
texta, oftar en ekki frá Kristjáni
Hreinssyni sem er ótrúleg texta-
smíðamaskína, og ég sem við þau lög
eða ég sem lögin bara sjálfur og fæ
texta við.“
Samstarf ykkar Kristjáns hefur
verið farsælt, hvaða lög telurðu hafa
heppnast best í ykkar samstarfi?
„Þau eru nú þónokkur en ef ég ætti
að nefna einhver þá væru það lögin
„Þegar sólin sest“, „Hvort sem ég
vaki eða sef“, „Línudans með Línu“,
„Í ljósinu“ sem Páll Rósinkrans syng-
ur og „Lukkuhjólið“ sem Rúnar Júl-
íusson syngur.“
Innblásturinn, pressan
Trúin barst í tal hjá okkur og lá
beinast við að spyrja Geirmund hvort
trúin veitti honum innblástur í laga-
smíð sinni.
„Ja sko, ég er nú trúaður og það er
eitthvað við hana sem hjálpar
mér …“
Eða er það kannski eitthvað annað
sem veitir þér innblástur?
„Ja ég náttúrulega þarf að semja
undir pressu sko.“
Hvað meinarðu undir pressu, á síð-
ustu stundu?
„Já það þarf að vera eitthvað til
staðar eins og í fyrra þegar ég hélt
upp á sextugsafmælið mitt, þá gaf ég
út plötu númer 13 með 13 lögum því
ég á afmæli hinn 13. apríl,“ segir Geir-
mundur og hlær. „Þessi lög samdi ég í
beit, byrjaði í nóvember og kláraði í
lok janúar og það náttúrulega voru
eintómir Skagfirðingar sem sömdu
textana. Þetta er pressan, ég varð að
klára þetta því diskurinn varð að
koma út á afmælisdaginn.“
Vinnurðu vel undir pressu?
„Já það hefur gengið mjög vel. Það
er fyndið að segja frá því að ég gerði
tvisvar lögin fyrir þjóðhátíð í Eyjum.
Annað þeirra gerði ég árið 1991 og þá
fékk ég sendan textann um morgun-
inn og sendi síðan lagið á kassettu
seinna um daginn til dómnefndarinn-
ar og hún valdi lagið.“
Semurðu lögin fyrir þig eða til þess
að selja þau?
„Áður fyrr sendi ég lögin frá mér
og textinn var saminn fyrir þau en
þetta hefur snúist við með Kristjáni.
Hann sendir mér textann og ég sem
lögin við. Þá veit ég líka hvernig
stemmningin er í laginu út frá text-
anum, þannig sem ég stemninguna.“
Hver samdi fyrir þig texta áður en
Kristján kom inn í þitt líf ef svo má
segja?
„Séra Hjálmar Jónsson var hér
sóknarprestur og samdi hann feiki-
mikið af lögum enda hagyrtur maður
með eindæmum. Það má segja að ég
hafi uppgötvað hann,“ segir Geir-
mundur og skellihlær enda fór
Hjálmar síðar á þing og varð eftir það
Dómkirkjuprestur. „Hann var
óhemjuvinsæll prestur og við gerðum
mörg góð lög saman sem oft voru
send inn í Eurovision-keppnina eins
og til dæmis „Með vaxandi þrá“,
„Lífsdansinn“ og „Látum sönginn
hljóma hátt“.
Órafmagnaður dans
Hver er munurinn á Geirmundi
fyrir 47 árum og núna?
„Það hefur nú bara allt breyst í
þjóðfélaginu, böllin voru ekki mikið
mögnuð upp, harmonikkan var vinsæl
og hljómsveitin mín hét Rómó og
Geiri. Síðan fékk ég mér gítar og við
spiluðum þannig, harmonikka og gít-
ar, heillengi eða í sex ár.“
Hvernig tónlist spiluðuð þið?
„Við vorum bara að spila þetta vin-
sæla, Bítlana og Elvis, og reyndum að
spila þetta á okkar hátt. Við vorum
ekki með rafmagn í hljóðfærunum en
stóðum okkur engu að síður. Við
reyndum bara að vera ekki með neitt
ofbeldi gegn lögunum. Ég er á móti
því að spila tökulög ef það er ekki gert
almennilega. Þá er eins gott að sleppa
því bara.“
Dansaði fólkið?
„Já þetta hefur náttúrulega bara
gengið út á það að spila fyrir fólkið og
að það dansi. Við erum danshljóm-
sveit.“
En hvar spilarðu oftast núna og
hvar nýturðu þín best?
„Það er nú erfitt að dæma, en Út-
hlíð er góður ballstaður. Það versta er
hins vegar að gömlu góðu sveitaböllin
eru að verða útdauð. Áður fyrr spilaði
maður til dæmis þrisvar á sumri í
Úthlíð en núna er það bara einu sinni.
Þessi markaður er að færast inn í
höfuðborgina en það er alltaf jafn-
gaman að spila á gömlu góðu böllun-
um.
Í sumar spilaði ég í Úthlíð og
klukkan hálfeitt var varla kjaftur í
húsinu. Ég hélt að ég væri búinn að
missa þetta en þegar á leið þá svoleið-
is troðfylltist húsið, átta til níu hundr-
uð manns, og mér varla leist á þetta.“
Hvert er fjölmennasta ballið sem
þú hefur spilað á?
„Hér áður fyrr voru Miðgarðsböll-
in í Skagafirðinum óhemjuvinsæl en
það var í kringum 1974 til 1978. Þá
kom fólk til dæmis í kringum versl-
unarmannahelgina og þá var tjaldað í
kringum heimilið og sjö hundruð
manns komu á föstudegi og sunnu-
degi og eitt þúsund manns á laugar-
degi.
Þetta var gríðarlega skemmtilegur
tími og geysimikið af fólki. Þá var
ballabransinn algjörlega í hámarki.“
Á öllum þessum langa ferli þínum,
hverju ertu þá stoltastur af?
„Ég er mjög stoltur af því að hafa
þraukað allan þennan tíma. Ég hef
aldrei gefist upp og ég hef haft mjög
góða stráka með mér og passað að
þeir séu alltaf yngri,“ segir Geir-
mundur hlæjandi og heldur áfram:
„Ég hef einhvern kraft sem ég smita
til þeirra og þeir hafa ungæðið þannig
að þetta blandast mjög vel saman.“
En er eitthvað sem þú sérð eftir?
„Ég ætlaði að hætta árið 1971 en þá
komu til mín tveir strákar sem voru
með mér í hljómsveitinni og báðu mig
að stofna hljómsveit aftur og ferillinn
hélt áfram.“
En hvernig er það eftir 47 ár í
bransanum, ertu auðugur maður?
„Ja ég á jörð frammi í firði, Geir-
mundarstaði, þar sem ég er með kind-
ur og hesta. Mestur minn aukapen-
ingur hefur farið í að halda þessari
jörð við eins og húsinu og girðingum
og svo framvegis. Ég hef hvorki reykt
né drukkið en ég neita því ekki að
maður hefur haft ágætlega upp úr
þessu með mikilli vinnu. En ekki
gleyma því að þetta er allt nætur-
vinna!“
Bransinn í dag
Hvernig finnst þér poppbransinn
vera í dag?
„Mér finnst ekkert mikið vera að
gerast í íslenskri popptónlist. Mér
finnst það hafa verið þannig í nokkur
ár. Þetta eru nú voðalega mikið töku-
lög, þar sem gömul lög eru endurút-
sett. Þetta er að vísu voða gott fyrir
mig því að ég kann flest af þessum
gömlu lögum.“
Fylgdist þú eitthvað með Airwa-
ves-hátíðinni, það er nú mikil gróska
þar?
„Nei ekki mikið, þetta höfðar lítið
til mín. Þetta er kannski gamaldags
hugsunarháttur hjá mér en ég fylgist
ekkert mikið með henni.“
Þegar maður er svona hokinn af
reynslu, lumarðu þá ekki á sögum úr
bransanum?
„Ja ég get sagt þér það að sögunum
fer fækkandi núna, áður fyrr var allt-
af eitthvert vesen sem kom upp á; tví-
bókanir, flugvélavesen, bílavesen og
þar fram eftir götunum. Í dag er þetta
orðið svo pottþétt hjá manni að það
kemur varla neitt upp á.“
En var ekki kvenfólkið mikið utan í
þér?
„Jú og er!“ segir Geirmundur og
hlær, „ég get sagt ykkur það að mað-
ur kynnist mörgu fólki, konum jafnt
sem körlum, og það er náttúrulega
fylgifiskur starfans. Síðan má segja
að ég hafi grætt talsvert á því að heita
Geirmundur því það heitir enginn
annar því nafni.“
Framtíðin
Hvað er svo í vændum hjá Geir-
mundi Valtýssyni? Ný plata, ný lög?
„Ja veistu það, ég held að ég hafi
samið yfir mig í fyrra. Mig myndi
kannski langa að taka einhver töku-
lög eins og við ræddum fyrr. Pétur
heitinn Kristjánsson, stórvinur minn,
gerði slíka plötu með lögum Kims
Larsens og ég fæ næstum tár í augun
við að hlusta á hana. Ég fékk hug-
mynd um að taka lög með Shakin’
Stevens sem er mikill sveiflumaður.“
Hvar sérðu þig eftir 10–15 ár?
Verðurðu ennþá í sveiflu?
„Nei það held ég ekki, annars er
ekkert hægt að segja um það. Ég er
mjög heilsugóður en þetta fer að
verða mikið áreiti á mann. Maður
keyrir þetta út um allt land; Vopna-
fjörður, Seyðisfjörður, Húsavík og
Reykjavík, en samt er einhver kraft-
ur í manni sem keyrir mann áfram.
Það er hægt að líkja mér við sjó-
mann, ég get kallað mig „showmann“
segir Geirmundur að lokum og skelli-
hlær.
„Nei nei, ég nenni ekki að
vera í neinu símaviðtali, þú
bara kemur í Skagafjörð-
inn.“ Svona var hljóðið í
Geirmundi Valtýssyni,
sennilega einum frægasta
Skagfirðingi fyrr og síðar.
Sigurður Pálmi Sigur-
björnsson fyllti tankinn og
brunaði norður til sveiflu-
kóngsins.
’Ég hef aldrei gefist upp og ég hef haftmjög góða stráka með mér og passað að
þeir séu alltaf yngri.‘
Ekki sjómaður
heldur „showmaður“
Morgunblaðið/Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson
Geirmundur Valtýsson
16 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ