Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 19
arasaumuð og með skinni. Ég komst til Eyja 17 ára, með mér fylgdi að ég hefði fengið berkla en hefði læknast og mætti vinna. Ég lenti hjá góðu fólki, Helga Benediktssyni útgerðar- manni og Guðrúnu Stef- ánsdóttur. Ég var bara einn vetur. Þetta var indælisfólk, ég hef aldrei þekkt nema gott fólk, ef ég hefði þekkti eitthvað annað hefði ég bara látið það eiga sig.“ – En hvernig er að vera á Hrafnistu? „Það er afskaplega gott og vel rekið heimili, alltaf verið að gera eitthvað fyrir okkur, auðvitað má eitthvað að finna, ég er frekar matvönd og mér finnst leiðinlegt að komast ekki eins oft í bað og meðan ég bjó úti í Hleinum. Þar vorum við Óskar með neðanjarðarsturtu, sem við kölluðum svo, og gátum fengið okkur bað þegar við vildum, maður var svo fljótur að skola sig. En hvað matinn snertir þá er mér ekki vandara um en stelpunum mín- um, þeim þótti fiskurinn ekki alltaf góður en pabbi þeirra sagði bara: „Ef þið viljið ekki matinn sem mamma ykkar býr til þá farið þið bara frá borðinu.““ Vildi að myndin yrði um líf heimilisfólksins Við Þorsteinn tökum nú að ræða um myndina sem á að fara að frum- sýna. „Ég vildi að myndin yrði um líf heimilisfólksins frek- ar en hefðbundin kynning- armynd um Hrafnistu,“ segir Þorsteinn. „Ég geri allt sjálfur má segja, skrifa handrit, tek og klippi, stjórna og fram- leiði. Þannig get ég haft stjórn á öllum hlutum og komist nær fólkinu. Það er enginn þulur í myndinni. Viðtölin eru óformleg og persónurnar tala við „áhorfandann“ eins og kunningja. Það er mikið sungið og dansað en engin utanaðkomandi tónlist,“ bætir hann. Aðrar persónur sem fram koma eru Sigurður Ólafsson, skipstjóri frá Vestmannaeyjum, sem segir að hann sé kominn í Paradís á Hrafnistu; Klara Tryggvason, en öll börn hennar nema eitt búa er- lendis, þannig að hún fær heimsóknir í pökkum og símtölum; og Leifur Ei- ríksson sem breytir athöfninni að búa um rúmið í leikfimisæfingu. „Nafnið á myndinni vísar til þess að þegar ég byrjaði upptökur á myndinni þá hljómaði söngur á göng- unum og ómaði jafnvel út á götu. Þetta er söngur lífsins og hugmyndin er að myndin fjalli um lífsgleðina og lífskraftinn hjá fólki sem þarf að búa við ýmsar takmarkanir vegna aldurs og sjúkdóma.“ Guðný Þórðardóttir 17 ára 1929, með silkihatt og í káp- unni sem kostaði nærri tvenn mánaðarlaun. gudrung@mbl.is ’Guðný er leikkonaog átti sinn feril í Neskaupstað, hún ber með sér inn í myndina andblæ frá þeim stað – frá sínum heimi.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 19 Málstofan hefst kl. 15:00 á 1. hæð í Ásgarði á Hvanneyri Mánudaginn 21. nóvember mun Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, vera í Málstofu og ræða um „Áhrif búsetu á vötn og vatnasvið á Íslandi“. Allir velkomnir AUGLÝSING Svavar Sigurðsson Heimasíður: Sayno.is og vortex.is/sayno P & Ó internet.is/po AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.