Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 25
Rýmum fyrir jólavörunni
50% afsláttur
af völdum vörum
v/Laugalæk • sími 553 3755
’Fyrir skömmu horfðist ég íaugu við dauðann, en nú hef ég
kvatt hann að sinni.‘Andrew Stimpson í viðtali við News of the
World í tilefni þess að HIV-veiran, sem
hann greindist með í ágúst 2002, virtist
vera horfin úr líkama hans 14 mánuðum
síðar.
’Ég var orðinn 53 ára gamallþegar ég varð öryrki eftir slys út
á sjó og hef margoft velt því fyr-
ir mér hvort öll sú barátta sem
ég lagði á mig við endurhæfingu
til að geta bjargað mér nokkurn
veginn sjálfur var þess virði til
að eiga síðan að lifa á 100 þús-
undum á mánuði og geta varla
lifað og dáið af þeirri upphæð.‘Úr aðsendri grein Jakobs Kristinssonar
fyrrv. vélstjóra en nú öryrkja í Morg-
unblaðinu þar sem hann fjallar um öryrkja
og gagnrýnir félagsmálaráðherra
’Ég hafna pyntingum og munrefsa öllum þeim sem iðka pynt-
ingar.‘Bayan Baqer Solagh , innanríkisráðherra
Íraks, á blaðamannafundi þar sem hann
sagði fregnir af því að 170 fangar sem
fundust í einni af byggingum ráðuneytis
hans hefðu sætt pyntingum vera „ýkjur“.
’Píslarsaga Framsóknarflokks-ins ætti að duga til að fæla aðra
stjórnmálaflokka til að leita inn í
þann Bermúda-þríhyrning sem
miðja stjórnmálanna er.‘Þráinn Bertelsson í Bakþönkum Frétta-
blaðsins.
’Hvítar fosfórsprengjur eruhefðbundin vopn, ekki efna-
vopn.‘Barru Venable , talsmaður bandaríska
varnarmálaráðuneytisins, er hann stað-
festi að slíkum vopnum hefði verið beitt í
bardögum í borginni Fallujah í Írak í
fyrra. Áður höfðu Bandaríkjamenn neitað
því að slíkum vopnum hefði verið beitt en í
ítölskum sjónvarpsþætti var því haldið
fram að vopn þessi hefðu orðið fjölda
óbreyttra borgara að fjörtjóni.
’Það fer út í nákvæmlega sömulengd og það átti að fara. Fólk
getur treyst því og ég vona að ég
liggi ekki undir því ámæli að hér
fái einhver að hafa áhrif á mig
eða mína ritstjórnarstefnu í
þessum þætti. Ef eitthvað slíkt
myndi gerast gengi ég héðan
út.‘Þórhallur Gunnarsson , ritstjóri Kast-
ljóss, í Morgunblaðinu eftir að viðtal hans
við Jón Ólafsson athafnamann fór ekki í
loftið á tilsettum tíma vegna tæknilegra
örðugleika.
’... þó að Jón sé rólegur og til-tölulega geðgóður maður, þá er
eins og alls staðar í kringum
hann vilji vera að kvikna eldar.‘Einar Kárason rithöfundur þegar Jóns-
bók, sem hann skrifaði um Jón Ólafsson
athafnamann, var kynnt.
’Það er allt satt og rétt semstendur í bókinni.‘Jón Ólafsson athafnamaður þegar hann
var spurður hvort Jónsbók myndi valda
pólitískum skjálfta.
’Þetta er kannski eins og meðþéttingu byggðar, það vilja allir
þétta byggð, bara ekki í bak-
garðinum hjá sér.‘Steinunn Valdís Óskarsdóttir á borg-
arafundi með íbúum miðborgarinnar.
Ummæli vikunnar