Morgunblaðið - 20.11.2005, Page 26
26 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
G
uðni Th. Jó-
hannesson
sagnfræðingur
var fyrir fimm
árum að blaða í
bók Gylfa
Gröndals um
Kristján Eld-
járn, þriðja forseta íslenska lýðveld-
isins, er út kom árið 1991. Í heimild-
arskrá rak hann augun í að Gylfi hefði
byggt m.a. á dagbókum Kristjáns, að
undanskildum þeim færslum og
minnispunktum er sneru að stjórn-
armyndunarviðræðum og öðru slíku.
Gylfi tók það fram að þær heimildir
biðu sagnfræðinga framtíðarinnar.
„Ég hugsaði með mér; ég er sagn-
fræðingur; skyldi framtíðin vera
runnin upp?“ segir Guðni. Hann var
ekki að tvínóna við hlutina heldur
setti sig í samband við ekkju Krist-
jáns, Halldóru Eldjárn, og falaðist
eftir því að skoða gögn forsetans.
Einkum var Guðni að leita gagna um
landhelgismál og þorskastríð, en
hann var þá að rannsaka þau mál í
doktorsnámi í Englandi og batt vonir
við að í dagbókum Kristjáns væri að
finna eitthvað þeim viðkomandi. Þór-
arinn Eldjárn rithöfundur skrifaði
síðan Guðna fyrir hönd móður sinnar
og sagði það mat fjölskyldunnar að
tímabært væri að leyfa aðgang að öll-
um gögnunum. Og þótt eitthvað væri
tengt þorskastríði og landhelgismál-
um í blöðum föður hans, væri mest
um stjórnarmyndanir en þar gæti
ýmislegt hnýsilegt leynst. Guðni yf-
irfór gögnin og gerði sér fljótt grein
fyrir að upplýsingar þær sem Krist-
ján hafði skráð hjá sér gæfu tilefni til
ítarlegrar rannsóknar og umfjöllun-
ar. „Það var gífurlega gaman að lesa
þessar minningar Kristjáns. Þær eru
frábær heimild um mikilvægasta
hlutverk forsetans í stjórnskipuninni,
stöðu hans við stjórnarmyndanir, og
kölluðu á að gerð yrði öflug bók,“ seg-
ir Guðni.
Minningar á geltandi garm
Annars vegar er um að ræða vélrit-
aðar dagbækur, sem Kristján sló inn
sjálfur á gamlan og geltandi ritvéla-
garm, yfirleitt að kvöldi dags eftir að
hafa fundað með forystumönnum
stjórnmálaflokkanna að loknum al-
þingiskosningum, og hins vegar seg-
ulbandsupptökur. „Þeir sögðu honum
þar hver staðan væri, hvernig lands-
lagið lægi og hvaða möguleikar væru
á myndun samsteypustjórnar. Krist-
ján dró saman efni þessara funda í
minnispunktum sínum og bætti við
frá eigin brjósti skilningi sínum á
stöðu mála. Þetta gerði hann allan
sinn forsetaferil frá 1968 og frá 1979–
1980, þegar hann lét af störfum, las
hann inn á segulband sambærileg
minnisatriði.
Upptökurnar eru líka frábærar
heimildir, hann er óformlegri en í rit-
uðu máli, slettir aðeins meira og mað-
ur kemst jafnvel nær honum per-
sónulega og rás atburða en því sem
var skjalfest. Kristján var auðvitað
mikill íslenskumaður og skrifaði gull-
aldarmál, en það er mikil nautn að
hlusta á hann tala af einlægni um það
sem stjórnmálamenn þess tíma voru
að segja honum. Það er markvert að
árið 1980 lá hann í flensu og stytti sér
stundir við að hlusta á spólurnar, og
bætti við upptöku að því loknu þar
sem hann sagði eitthvað á þá leið að
það hefði verið ansi skemmtilegt að
hlusta á þetta og meira að segja gæti
þetta orðið heimildir. En þótt hann
hafi gert sér fulla grein fyrir sagn-
fræðilegu gildi þessara gagna, var
honum jafnframt ljóst að allir fund-
irnir með stjórnmálaleiðtogunum
voru trúnaðarmál og ótímabært væri
að leyfa opinberan aðgang fyrr en að
drjúgum tíma liðnum. Nú er aldar-
fjórðungur síðan seinustu upptök-
urnar voru gerðar, og því óhætt að
telja að nægur tími sé liðinn. Enginn
bíður skaða af birtingu þessara
gagna og Kristján var það mikið
prúðmenni að hann talar aldrei illa
um nokkurn mann.“
Embættið átti að vera óháð pólitík
Fyrstu kosningarnar í forsetatíð
Kristjáns voru sumarið 1971 og í kjöl-
farið fór ríkisstjórn Jóhanns Haf-
steins, Sjálfstæðisflokki, frá völdum,
en Jóhann hafði tekið við forsætisráð-
herraembættinu ári fyrr eftir svip-
legt fráfall Bjarna Benediktssonar.
Ólafur Jóhannesson, Framsóknar-
flokki, myndaði vinstri stjórn í kjöl-
farið, sem stundum var kölluð Ólafía.
Hún sprakk með hvelli í maí 1974 í
kjölfar þess að Ólafur bar fram frum-
varp sem fól í sér að vísitöluhækkun
launa yrði fryst. Samtök frjálslyndra
og vinstri manna hættu þá að styðja
ríkisstjórnina.
„Þegar Ólafur rauf þing gengu þá-
verandi stjórnarandstæðingar,
Hannibal Valdimarsson, Samtökum
frjálslyndra og vinstri manna, er ver-
ið hafði samgöngu- og félagsmálaráð-
herra í stjórn Ólafs til ársins 1973,
Gylfi Þ. Gíslason, Alþýðuflokki, og
Geir Hallgrímsson, Sjálfstæðisflokki,
ansi hart að Kristjáni Eldjárn. Þeir
sögðu sem svo að hann ætti að neita
að staðfesta þingrofsbeiðni Ólafs Jó-
hannessonar á þeim forsendum að á
þingi væri meirihluti gegn því að þing
væri rofið, og gefa þeim í staðinn færi
á að mynda nýja stjórn án þess að
þing væri rofið og gengið til kosninga.
Þetta er mjög áhugavert í ljósi þeirr-
ar umræðu sem hefur verið undan-
farin misseri um valdsvið forseta Ís-
lands og rétt hans eða ekki til að neita
að verða við vilja framkvæmdavalds-
ins eða löggjafans. Kristján segir frá
því í dagbókum sínum að hann geti
ekki séð hvaða tilgangi það hefði átt
að þjóna að láta það eftir að þessir
menn færu að reyna stjórnarmynd-
un, en gæti glöggt séð hvaða voðaaf-
leiðingar það hefði fyrir hann sjálfan
og stöðu forseta, ef hann hefði farið
að ráðum þeirra. Hann segir eitthvað
á þá leið að hann telji að það sé blátt
áfram ekki hægt að blanda forseta-
embættinu svona inn í stjórnmála-
átök. Hann skrifaði því undir þing-
rofsbeiðnina, en tók sér þó hálftíma
frest til íhugunar.
Niðurstaða Kristjáns, sem hann
hvarf aldrei frá, var sú að forseti Ís-
lands ætti ekki að blanda sér í pólitík
og ætti ekki að taka fram fyrir hend-
urnar á forsætisráðherra. Vildi ráð-
herra rjúfa þing var það ekki í verka-
hring forsetans að leggja mat á þá
beiðni eða draga hana í efa. Ég tel því
ljóst að um leið og Ólafur Jóhannes-
son æskti þingrofs varð Kristján Eld-
járn að hlýða þeirri beiðni, nema
hann vissi fyrir víst að með því væri
gengið gegn stjórnarsáttmála og vilja
annarra ráðherra. Svo var ekki þegar
hér var komið sögu. Kristján gat ekki
leyft sér að efast um rök Ólafs Jó-
hannessonar eða deila um þau við
hann, og því síður að draga sitt sam-
þykki á langinn.“
Spurður um hvort stilla megi upp
sem andstæðum ákvörðun Kristjáns
annars vegar og hins vegar þeirri
ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands, sumarið 2004, að
synja lögum um fjölmiðla staðfesting-
ar, segir Guðni vandkvæðum bundið
að bera þessi mál saman. „Það er hins
vegar alveg augljóst að Kristján Eld-
járn hafði aðrar hugmyndir um póli-
tíska stöðu forsetans en Ólafur Ragn-
ar Grímsson. Hvað hefði Kristján
gert, hefði hann lent í áþekkri stöðu
og Ólafur Ragnar? Það eru mörg ef.
Það kom einu sinni fyrir í tengslum
við Laxárdeiluna árið 1970 að farið
var óformlega fram á við Kristján að
hann neitaði lögum staðfestingar, og
þá virtist hann komast að þeirri nið-
urstöðu að það væri ekki í verkahring
forseta að ganga gegn vilja löggjaf-
ans og framkvæmdavaldsins.“
Of óljósar áætlanir
Guðni segir varðandi þingrofið
1974 að það hafi haft sitt að segja að
þremenningarnir Geir, Gylfi og
Hannibal voru aldrei með tilbúna
stjórn eða stjórnarsáttmála. „Kröfur
þeirra voru of veikar; áætlanir of
óljósar. Þegar Geir Hallgrímsson
hringdi í Kristján að morgni 8. maí og
kvaðst geta myndað stjórn, fengi
hann til þess nokkurra daga frest,
spurði forseti að vonum: „Hverja?“
Svör Geirs urðu þá loðin: Kannski
„stjórn fjögurra flokka“ og „kannski“
með Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki
og „Hannibalistum“. „Með 31 at-
kvæði“, sagði Kristján um slíka
stjórn sem hefði ekki heldur meiri-
hluta í báðum deildum. Forseti vissi
einnig að allt tal um að Magnús Torfi
Ólafsson menntamálaráðherra
myndi skipta um lið var úr lausu lofti
gripið. Í vikunni eftir þingrofið ákvað
Kristján þó að fá úr því skorið í eitt
skipti fyrir öll. Hann bað Magnús
Torfa um að koma á sinn fund og
spurði hvort einhverjar líkur hefðu
verið til þess að hann hefði gengið til
stjórnarmyndunar með „andstöðu-
flokkunum“. Svarið var skýrt og
skorinort, eins og Kristján skráði hjá
sér, þ.e. að slíkir draumar væru full-
komin fjarstæða.“
Aðfaranótt 9. maí 1974 var settur
fundur í sameinuðu þingi. Eysteinn
Jónsson tilkynnti þá að þar eð forseti
Íslands hefði gefið út bréf um þingrof
væri ekki unnt að verða við þeirri
beiðni sem fyrir lægi um umræður
um vantraust á ríkisstjórnina. Fékk
svo forsætisráðherra orðið. Ólafur
Jóhannesson las fyrst forsetabréf um
þingrof þar sem fram komu þær
ástæður sem hann hafði rakið fyrir
forseta um nauðsyn þess. Því næst
las Ólafur forsetabréf um alþingis-
kosningar 30. júní og loks las hann
bréf forseta um umboð til forsætis-
ráðherra til þess að rjúfa þing.
Þing var rofið og efnt til kosninga
30. júní. Eftir þingrofið sagði Hanni-
bal Valdimarsson af sér formennsku í
Samtökum frjálslyndra og vinstri-
manna og lýsti að svo búnu yfir
stuðningi við Alþýðuflokkinn. Ríkis-
stjórn Ólafs baðst lausnar í júlí. Geir
Hallgrímsson, Sjálfstæðisflokki,
Ópólitískur forseti í
pólitísku embætti
Kristján Eldjárn, forseti Íslands, tók sér hálftíma umhugsunarfrest en kom ekki til hugar að neita þingrofsbeiðni Ólafs Jóhannessonar vorið 1974. Eftir
að stjórn Ólafs fór frá völdum 1979 myndaðist svo alvarleg stjórnarkreppa að Kristján var við það að mynda utanþingsstjórn með Jóhannes Nordal
seðlabankastjóra í stól forsætisráðherra. Þetta kemur fram í bók Guðna Th. Jóhannessonar, Völundarhús valdsins, sem fjallar um stjórnarmyndanir,
stjórnarslit og stöðu forseta Íslands í valdatíð Kristjáns. Sindri Freysson spjallaði við Guðna um óróann í íslenskum stjórnmálum á 8. áratugnum.
Morgunblaðið/Kristinn
Guðni segir augljóst að Kristján Eldjárn hafði aðrar hugmyndir um pólitíska stöðu forsetans en Ólafur Ragnar Grímsson.
’Forseti heyrði áBirni Bjarnasyni, ein-
um tryggasta stuðn-
ingsmanni Geirs, að
það væri töluvert
mikil stemning fyrir
stjórn Gunnars með-
al óbreyttra sjálf-
stæðismanna.‘
’Hann virtist komastað þeirri niðurstöðu
að það væri ekki í
verkahring forseta að
ganga gegn vilja lög-
gjafans og fram-
kvæmdavaldsins.‘