Morgunblaðið - 20.11.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 33
líka að hjálpa hvert öðru, að vinna
saman.
Þessi skóli er með fjóra bekki fyrir
börn með sérþarfir. Í fyrsta lagi þau,
sem eru með lestrarörðugleika; í öðru
lagi þau, sem eiga við félagsleg
vandamál að stríða; og í þriðja lagi
þau sem eru þroskaheft. Alls staðar
sem því verður við komið eru þessi
börn í blönduðum bekkjum, en í fög-
um, sem þau ráða ekki við, fara þau til
sérkennara nokkrum sinnum í viku.
Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel.
Það er það sem hefur vakið mesta at-
hygli við niðurstöður Pisa-könnunar-
innar: Meira að segja lakasti hluti
finnskra nemenda var fyrir ofan með-
altal OECD-landa í námsárangri.
Þetta endurspeglar grundvallarregl-
una um jöfn tækifæri til náms.“
Kennarinn sinnir hverjum og einum
Rautiainen segir að kennsla í
finnskum skólum sé persónuleg.
Kennarinn tali ekki við bekkinn sem
eina heild, heldur sinni hann hverjum
og einum. Hver nemandi setji sér
mark, sem hann síðan reyni að ná
með aðstoð kennara. Þetta auki á
sjálfstæði nemandans og sjálfstrú
hans líka. Kennarinn sýni nemanda
traust og virðingu.
„Þetta er hverfisskóli,“ segir hún.
„Börn úr þessu hverfi hafa forgang,
en við getum tekið við nemendum úr
öðrum hverfum, svo lengi sem við höf-
um pláss. Mikil áhersla er lögð á tón-
listarnám hér í þessum skóla, þannig
að hingað leita þeir, sem vilja láta
börn sín njóta þess. Svo eru aðrir
skólar, sem leggja meiri áherslu á
tungumálanám til dæmis, þannig að
það fer svolítið eftir skólum, hvert
fólk leitar. En við teljum æskilegast
að börn séu í skóla í sínu eigin hverfi.
Það veitir þeim öryggi.
Námskráin er skýr og klár. En inn-
an ákveðins ramma hefur hver skóli
frelsi til að fara eigin leiðir, sem gerir
starfið auðvitað sjálfstæðara og meira
krefjandi. En skemmtilegra um leið.
Af þessu má sjá, að skólakerfið bygg-
ist á grundvallarreglum, en grund-
vallarreglurnar eru ekki kreddur. Og
það er ævinlega reynt að halda opnu
fyrir sveigjanleika og aðlögun.
Skólastjóri heldur fund með hverj-
um kennara einu sinni í viku. Á þeim
fundi sitja hjúkrunarfræðingar, sál-
fræðingar og félagsfræðingar skól-
ans. Farið er yfir stöðu bekkjarins í
heild. Vandamálin eru rædd og brotin
til mergjar. Ef þörf krefur er kallað á
foreldra, sem síðan vinna að því með
skólafólkinu að leysa vandamál
barnanna. Þetta gefur góða raun, ef
tekið er á málinu í tæka tíð.
Gömul þjóð en ungt ríki
Við erum mjög gagnrýnin á sjálf
okkur sem þjóð. Það er eitthvað
rótgróið í finnsku þjóðarsálinni.
Sögulega séð höfum við haft lítið
sjálfsálit og jafnan fundist við ekki
gera nógu vel. Við erum gömul þjóð
en ungt ríki. Við vorum öldum saman
undirokuð af öðrum – Svíum og Rúss-
um – svo að jafnvel tungumál okkar –
sjálf tjáningarþörfin – var ekki við-
urkennt.
Við vorum jafnundrandi og aðrir
yfir niðurstöðum kannananna og viss-
um ekki, hvaðan á okkur stóð veðrið.
Finnland hefur verið að skjótast upp
á stjörnuhimininn í alþjóðlegum sam-
anburði. Það er nýtt fyrir okkur. Við
erum ekki alveg viss, hvort það er
verðskuldað. En við vitum samt innst
inni, að við höfum þurft að hafa mikið
fyrir hlutunum. Við erum alvörugefin,
skyldurækin og ábyrgðarfull. Það er
gott. En hvers vegna erum við svona
þunglynd, fáskiptin og innhverf?
Við vitum fullvel, að okkar þjóð-
félag er ekki fullkomið. Það er ým-
islegt að. Við þurfum til dæmis áreið-
anlega að bæta samband nemenda og
kennara. Við þurfum að hlusta betur
á sjónarmið nemenda, við þurfum að
hrósa þeim meira. Við þurfum að
byggja upp sjálfstraustið til að draga
úr vanmetakenndinni. Við erum best,
að annarra sögn. En það er eins og
enginn þori að trúa því, því að enginn
talar um það. Það er ekki fyrr en við
sjáum það svart á hvítu, að fólk víða
að úr heiminum kemur í heimsókn til
okkar hingað norður á hjara veraldar
til að læra af okkur, að við áttum okk-
ur á eigin verðleikum.“
disschram@yahoo.com
óvíða greinilegra en í Dresden. Hand-
verk sem hafði verið að gerjast öldum
saman, æðra stig þess loks skilgreint
á tímum endurfæðingarinnar með
hugtakinu list, ígildi raun- og hugvís-
inda. Að þessi skilgreining sé í fullu
gildi enn þann dag í dag geta menn
séð í meistaraverkum stjörnuarki-
tekta nútímans sem ganga út frá líf-
rænum grunneiningum, sem í og með
eru sótt í hin fjölþættu form bar-
rokksins að slepptu öllu óþarfa útflúri
og prjáli.
Af hinum ýmsu stórsýningumá arkitektúr undangenginár er mér næst í huga hinviðamikla úttekt á hug-
myndum þeirra félaga Jaques Her-
zog og Pierre de Meuron í forhöll
Tate Bankside í Lundúnum á miðju
síðastliðnu sumri, undirstrikaði
gagngerast samhengið við fortíðina.
Gekk meira út frá grunnformunum
sjálfum og möguleikum þeirra til nið-
urskiptingar en fullgerðum verkefn-
um, að því leyti frábrugðin öllum hin-
um að grunneiningarnar voru ekki
endilega skýrðar sem hluti afmark-
aðra verkefna. Birtingarmyndin mik-
ið til frumformin sjálf ein sér og sótt
til náttúruskapanna. Skoðandinn fékk
innsýn í verklag sem byggist á því að
vinna í grunnformum, sníða þau nið-
ur, stokka upp og nálgast þannig end-
anlega lausn með fulltingi hugarflugs
og brögðum listar, ekki einungis að-
fengins og tillærðs lærdóms. Um að
ræða einhverja frumlegustu og eftir-
sóttustu arkitekta heimsins í dag, fyr-
irtæki þeirra Herzog & de Meuron er
staðsett í Basel, hvar 150 manns
glíma við allt að 40 verkefni hverju
sinni. Stendur meðal annars að baki
innra byrði Tate Bankside, risa
íþróttaleikvangsins; Allianz-Arena,
München (2005), Young safsins í San
Francisco (2005), Háskólabókasafns-
ins í Cottbus (2004) og Laban dans-
miðstöðvarinnar í Lundúnum (2003).
Þá skal nefna Fljótafílharmoníuna
„Elbphilharmonie“ sem á að gnæfa
upp úr höfninni í Hamborg og vera
fullbúin 2007. Ennþá ein staðbundin
menningarperlan í landinu að rísa,
þýskar borgir sem fyrr í rífandi sam-
keppni innbyrðis hvað sem öllum
efnahagserfiðleikum líður, menningin
talin ómissandi hluti þjóðarauðsins.
Listtímaritið artDAS KUNST-
MAGASIN í Hamborg, sem er eitt
hið skilvirkasta og sveigjanlegasta í
veröldinni gerir stjörnuarkitektunum
og fyrirtæki þeirra ítarleg skil í nóv-
emberheftinu, víkur jafnframt sér-
staklega að vígslu Frúarkirkjunnar í
Dresden.
Í októberheftinu var kastljósinueinkum beint að yngri kynslóðmyndlistarmanna í Frankfurtog kenndi þar fjölmargra grasa,
en áberandi að metnaðurinn gengur
mun meira en áður út á yfirvegun,
gagnsæi og vönduð vinnubrögð. Eins
og listhúseigandinn Michael Neff, nýr
sýningarstjóri listakaupstefnunnar
Art Frankfurt, lætur hafa eftir sér;
„burt frá rusli og innantómum látalát-
um“. Hinn 38 ára gamli sýningar-
stjóri hefur meðal annars verið í for-
svari uppboðsfyrirtækisins Phillips
þar í borg síðastliðin fimm ár. Neff
vill gera þessa miklu banka- og fyr-
irtækjaborg eina af heitustu brenni-
deplum núhræringa í Þýskalandi og
segir bankana jafnframt bestu við-
skiptavinina. Alveg rétt, það eru mik-
ið til bankarnir sem hafa staðið að
baki hins gróskumikla listalífs í land-
inu og hins mikla uppgangs undan-
farna áratugi, einkum Deutsch Bank,
og án stuðnings þeirra hefðu hin
mörgu listasöfn, leikhús og tónlistar-
hallir naumast risið. Þýskir bankar
þykja líka öðrum í heiminum þefvísari
á arðbærar fjárfestingar til lengri
tíma, en svo má heldur ekki gleyma
hlut getrauna- og veðmálastofnana í
þessari þróun.
Mikil umskipti virðast hafa orðið í
Frankfurt á fáum árum og að nokkru
leyti öðruvísi haldið utan um höfuð-
straumana, „mainstream“ sem eru
inni nú um stundir, sjálfur gagnrýndi
Neff fyrir tveim árum listumhverfið í
Frankfurt harðlega í útvarpsviðtali,
sagði borgina enga listaborg! Að vísu
nokkuð orðum aukið í ljósi fjölþættra
listasafna stórbrotins og yfirþyrm-
andi arkitektúrs, borgin samt ennþá
ekki á sama hátt á landakortinu um
framsæknar hræringar og til að
mynda Berlín, Köln og Leipzig …