Morgunblaðið - 20.11.2005, Side 55
allt taka þátt í norrænum skjaladegi með
margvíslegum hætti. Á www.skjaladagur.is
er sýning á skjölum, getraun og fróðleikur.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga nema mánudaga í
vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn,
margmiðlunarsýning og gönguleiðir.
www.gljufrasteinn.is.
Safnahúsið á Egilsstöðum | Í anddyri niðri
hefur verið opnuð sýningin „Við Heiðar- og
Fjallamenn“. Sýningin er sett upp í tilefni
Norræna skjaladagsins. Þar gefur að líta
myndir, skjöl og fleira frá Möðrudal og
nokkrum bæjum í Jökuldalsheiði.
Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja-
safnið – svona var það, Fyrirheitna landið,
íslenskt bókband. Sýnt er íslenskt bókband
gert með gamla laginu, jafnframt nútíma-
bókband og nokkur verk frá nýafstaðinni al-
þjóðlegri bókbandskeppni. Hægt er að
panta leiðsögn fyrir hópa. Veitingastofan
Matur og menning býður alhliða hádegis-
og kaffimatseðil.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Ís-
lands eru fjölbreyttar og vandaðar sýningar
auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga
vikunnar nema mánudaga kl. 11–17.
Kvikmyndir
Kvikmyndasafn Íslands | Skoðið fréttir um
kvikmyndasafnsmál á nýju heimasíðunni
okkar www.kvikmyndasafn.is . Þar er einnig
að finna sýningadagskrá Kvikmyndasafns
Íslands fyrir veturinn 2005–2006.
Norræna húsið | Criss Cross Social–
Political. Hér er stefnt saman kvikmyndum
kvikmyndagerðarmanna, myndlistarmanna,
sem og heimildamyndum, frá Norðurlönd-
unum og Eystrasaltsríkjunum. Fókusinn er á
heiminn fyrr og nú, og hvernig kvikmynda-
gerðarmenn og listamenn bregðast við
óreiðu hans. 12 myndir. Aðgangur ókeypis.
Fundir
Krabbameinsfélagið | Ný rödd heldur fund í
húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í
Reykjavík, 4. hæð, miðvikudaginn 23. nóv.
kl. 20.15. Dagskrá: Noðurlandaþing barka-
kýlislausra, fyrirhugað afmæli félagsins í
desember. Önnur mál. Stjórnin.
Kvenfélagið Aldan | Jólafundur verður
haldinn á Hótel Valhöll sunnudaginn 20.
nóv. Rútuferð frá Umferðarmiðstöðinni kl.
12.
Kvenfélagið Keðjan | Fundur verður hjá
Kvenfélaginu mánudaginn 21. nóv. kl. 20 í
Flugvirkjasalnum, Borgartúni 22. Efni fund-
ar: Kransagerð.
Fyrirlestrar
Kennaraháskóli Íslands | Guðrún Krist-
insdóttir prófessor og Ingibjörg H. Harð-
ardóttir lektor halda fyrirlestur 23. nóv. kl.
16.15–17.15, í Kennaraháskóla Íslands. Greint
verður frá verkefni sem miðast að því að
skoða hvernig börn almennt skilja og skynja
ofbeldi á heimilum, áhrif þess á börn og álit
þeirra á vænlegum viðbrögðum.
Málþing
Skriðuklaustur | Í ár eru liðnar fjórar aldir
frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar biskups í
Skálholti. Sýning verður um Brynjólf og 17.
öldina fram í desember í Skriðuklaustri.
Gunnarsstofnun býður til lítils málþings um
Brynjólf við opnun sýningarinnar sunnu-
daginn 20. nóv. kl. 14. Aðgangur er ókeypis.
Námskeið
Staðlaráð Íslands | ISO 9000. Námskeið 1.
desember. Markmið námskeiðsins er að
þátttakendur geti gert grein fyrir meg-
ináherslum og uppbyggingu kjarnastaðl-
anna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig
þeim er beitt við að koma á og viðhalda
gæðastjórnunarkerfi. Nánari upplýsingar
og skráning á www.stadlar.is.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 55
DAGBÓK
Hugrekki.
Norður
♠104
♥1096 N/Enginn
♦K865
♣10932
Vestur Austur
♠83 ♠G6
♥D532 ♥ÁKG74
♦G742 ♦ÁD10
♣D87 ♣654
Suður
♠ÁKD9752
♥8
♦93
♣ÁKG
Englendingar náðu sér ekki á strik
í opna flokknum í Estoril og voru
fjarri því að komast í 8 liða úrslit. En
þeir sýndu góða takta inn á milli,
einkum bræðurnir Jason og Justin
Hackett.
Í sýningarleik Englands og Japans
uppskar Justin hrifningu áhorfenda
fyrir kjarkmikla blekkispilamennsku.
Hann varð sagnhafi í fjórum spöðum
eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
Chen Jason Furuta Justin
– Pass 1 hjarta Dobl
3 hjörtu Pass Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur kom út með tromp og Just-
in reyndi tíuna í borði í veikri von um
að komast inn til að svína í laufinu.
En austur kom í veg fyrir það með
gosanum – því miður fyrir vörnina,
eins og síðar kom á daginn.
Justin taldi víst að tígulásinn væri í
austur, svo helsta vinningsvonin virt-
ist sú að laufdrottningin kæmi niður
önnur. En það gat ekki sakað að
þreyta andstæðingana með nokkrum
trompum.
Justin tók öll trompin nema eitt og
veitti því athygli að austur henti
tveimur laufum. Honum þótti því ein-
sýnt að vestur væri með laufdrottn-
inguna vel valdaða og lagði fyrir hann
snöru með því að spila út gosanum,
undan ÁK!
Vestur vildi ekki eiga það á hættu
að láta drottninguna falla undir háspil
makkers, svo hann fylgdi með smá-
spili og laufgosinn átti slaginn.
Virkilega óforskammað.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Vistvæn egg
MIG langar að benda dýravinum á
þann möguleika að kaupa egg af
varphænum sem ekki eru geymd í
búrum. Þau eru fáanleg í nokkrum
verslunum og bera heitið „vistvæn
egg, egg hæna sem eru í lausa-
göngu“. Einu sinni hétu þau ham-
ingjuegg og fannst mér það svo
sannarlega réttnefni. Dýravinir, ver-
um samkvæm sjálfum okkur og
borgum örlítið meira fyrir eggin og
höfum hreina samvisku.
Mig langar einnig að benda á að
Hagkaup (að minnsta kosti á Garða-
torgi) bjóða ekki upp á þessi egg
þótt þeir auglýsi að þeir bjóði upp á
mesta úrval matvöru á landinu. Sjálf
hef ég fundið vistvæn egg í Nóatúni,
Nettó og Fjarðarkaupum.
Ég vil taka fram að ég er á engan
hátt tengd þessari framleiðslu.
Elísabet Jónsdóttir.
Þrifsi
Á DEGI íslenskrar tungu og í fram-
haldi af ágætri grein Baldurs Haf-
stað á dögunum langar okkur til að
deila með ykkur orði.
Við hjónin höfum nú í áratug not-
að orðið þrifsi um bréfþurrkur í eld-
húsi eða skylda hluti. Hefur orðið
farið vel í munni okkar og barnanna.
Orðið rímar á móti snifsi og beygist
eins en fær að auki dýpri merkingu
af sögninni að þrífa.
Úlfar Guðmundsson og
Herborg Pálsdóttir.
Frímerkjasöfnun
POUL, sem er frá Kaupmannahöfn,
óskar eftir að komast í samband við
frímerkjasafnara á Íslandi sem get-
ur útvegað honum notuð frímerki.
Þeir sem gætu liðsinnt honum vin-
samlega hafi samband við:
Poul Merrald,
Maglekær 16, 2.th.
DK-2610 Rødovre,
Danmark.
Salt á sundlaugabarma
ÉG fór í laugarnar einn morguninn
eins og ég geri stundum. Þar hafði
verið stráð grófu salti á alla sund-
laugarbarmana og var þetta eins og
eftir haglél. Þetta er að sjálfsögðu
gert svo fólk renni ekki í hálku. En
hvers vegna svona gróft salt, því
ekki fínt salt? Fólk var í vandræðum
vegna þessa.
Ólafur Þór Friðriksson.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hlutavelta | Þessar duglegu stelpur,
teiknuðu myndir, máluðu þær og seldu
á Akureyri til styrktar Rauða krossi
Íslands og söfnuðust 477 krónur. Þær
heita Dögg Rúnarsdóttir, Sara Mjöll
Jónsdóttir og Magnea Ásta Magn-
úsdóttir. Stelpurnar ætla ekki að láta
staðar numið, því næst ætla þær að
búa til litabækur, sem eiga að kosta
rosalega mikið og einnig ætla þær að
perla til styrktar góðu málefni.
Morgunblaðið/Kristján
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hefir
ákveðið að efna til prófkjörs 4. febrúar 2006 til að
velja frambjóðendur á lista sjálfstæðismanna í kom-
andi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjörið er bundin
kosning og skal gera tillögu til kjörnefndar um fram-
bjóðendur eigi síðar en 12. janúar 2006. Hver tillaga
er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokks-
mann og skal borin fram af 20 flokksmönnum. Hér
með er auglýst eftir áhugasömum frambjóðendum til
að taka þátt í prófkjörinu.
Framboðum skal skilað til formanns kjörnefndar,
Péturs Kjartanssonar,
Bollagörðum 26,
Seltjarnarnesi
eða hvers af kjörnefndarmönnum sem er, en þeir eru:
Stefán Pétursson,
Þóra Einarsdóttir,
Jón Jónsson,
Gunnar Lúðvíksson,
Margrét Pálsdóttir,
Pétur Árni Jónsson,
Friðrik Friðriksson og
Þórður Búason.
F.h. kjörnefndar, Pétur Kjartansson
Prófkjör
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6
5. Bg5 Rbd7 6. cxd5 exd5 7. e3 Be7
8. Dc2 0-0 9. Bd3 He8 10. 0-0 Rf8 11.
h3 g6 12. Hab1 Re6 13. Bh4 Rg7 14.
b4 a6 15. a4 Bf5 16. b5 axb5 17. axb5
Rd7 18. Bxe7 Hxe7 19. Bxf5 Rxf5
20. bxc6 bxc6 21. Ra4 Hc8 22. Rc5
Rd6 23. Rxd7 Hxd7 24. Re5 Hdc7
25. Hfc1 Df6 26. Hb6 c5 27. Db2
Dd8 28. dxc5 Rc4
Staðan kom upp í heimsmeist-
arakeppni landsliða sem lauk fyrir
skömmu í Beer-Sheva í Ísrael. Alex-
ander Onischuk (2.628), hvítt, nýtti
sér veilurnar í svörtu kóngsstöðu
Lazaro Bruzon (2.677). 29. Hxc4!
dxc4 30. Rg4 Hc6 30. ... Hxc5 hefði
ekki gengið upp vegna 31. Rh6+ Kf8
32. Dh8+ Ke7 33. Df6+. Eftir texta-
leikinn er taflið einnig tapað á svart
þó að hann hafi getað þreyð þorr-
ann. 31. Rh6+ Kf8 32. Dh8+ Ke7 33.
De5+ Kf8 34. Dh8+ Ke7 35. Dg7
Dd1+ 36. Kh2 Hxb6 37. Dxf7+ Kd8
38. cxb6 Dd6+ 39. f4 Dxb6 40.
Dd5+ Ke7 41. Rg8+ Kf8 42. Rh6
Hc7 43. Dg8+ Ke7 44. Dxh7+ Kd8
45. Dg8+ Kd7 46. Rg4 Kc6 47.
Dxc4+ Kb7 48. De4+ Ka7 49. Re5
Hc3 50. Dd4 Hb3 51. Rxg6 Hxe3 52.
Dxb6+ Kxb6 53. h4 og svartur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.