Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENGINN DAGUR EINS ENGIR TVEIR ÍSLENDINGAR EINS BÓK EFTIR ÍSLENDINGA Skálholtsútgáfan RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag að verja þremur milljónum króna til frum- athugunar á Þríhnúkagíg. „Þetta er alveg stórkostlegt,“ sagði Árni B. Stefánsson, augnlækn- ir og hellakönnuður. „Mér er efst í huga auðmýkt og þakklæti vegna fjárveitingarinnar. Íslenskri náttúru er sýnd mikil virðing með henni. Ég þakka fyrir hönd okkar félaga og ís- lensku hraunhellanna.“ Árni hefur verið í forystu Þríhnúka ehf. sem vilja opna aðgengi að Þríhnúkagíg jafnframt því að varðveita þessa náttúruperlu. Verkefnið hefur vakið mikinn áhuga almennings. Hugmyndir Árna B. Stefánssonar um verndun og varðveislu Þríhnúka- gígs hafa verið til umræðu um nokkra hríð. Gígurinn er rúmlega 1.000 ára gamall, og um 200 m að dýpt. Sérstakt félag, Þríhnjúkar ehf., var stofnað um það verkefni að gera gíginn aðgengilegan almenn- ingi en jafnframt að tryggja varð- veislu gígsins og umhverfis hans. Við frumathugun verður leitað svara við mikilvægum spurningum um varðveislu og aðgengi í gíginn miðjan. Að frumathugun lokinni er stefnt að því að fyrir liggi nægj- anlega vel útfærðir valkostir til að unnt sé að hefja markvissan sam- anburð valkosta í vinnu við mat á umhverfisáhrifum samhliða hugs- anlegri verkhönnun. Kostnaður við frumathugun er áætlaður 12,8 m.kr. án vsk. samkvæmt skýrslu VSÓ. Árni sagði að auk stuðnings rík- isstjórnarinnar hafi Reykjavíkur- borg lofað 5,5 milljónum til verkefn- isins, að því gefnu að aðrir kæmu að því. Aðstandendur Þríhnúka efh. hafa þegar lagt fram meira en þrjár milljónir til verkefnisins, samgöngu- ráðuneytið hefur styrkt það um 1,5 milljónir og Burðarás um eina millj- ón. Árni kvaðst vona að það sem á vantaði kæmi frá Kópavogsbæ eða einkaaðilum. Þríhnúkar eru í landi Kópavogs og sagði Árni að bæjaryf- irvöld í Kópavogi hafi sýnt verkefn- inu bæði velvilja og áhuga. Ríkisstjórnin styður frum- athugun á Þríhnúkagíg Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Geislar sólarljóssins þröngva sér niður í rauða hvelfingu Þríhnúkagígs. „LANDINN hefur löngum verið hvattur til að velja íslenskt. Með því að kaupa EGLA- bréfabindi þá eru Íslendingar að sameinast um að styrkja einstaklinga til betri framtíðar, því hvert selt bréfabindi skapar vinnu fyrir fatl- aðan einstakling,“ segir Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar, sem er ör- yrkjavinnustofa SÍBS til húsa í Hátúni 10C í Reykjavík. Helgi bendir á að með starfsemi sinni sé Múlalundur að skila miklu til samfélagsins, þar sem fjöldi starfsmanna þar fái þá þjálfun og það sjálfstraust sem til þurfi til þess ýmist að fara aftur út á hinn almenna vinnumarkað eða fara í skóla. Nefnir hann sem dæmi að í fyrra hafi þannig fimmtán starfsmenn Múla- lundar skilað sér aftur á vinnumarkað eða í skóla. „Við sjáum líka hversu góð áhrif það hefur fyrir fólk að koma hingað inn, enda minnkar lyfjanotkun oft á tíðum. Við verðum þannig oft vör við það að fólk sem kemur hing- að nánast niðurbrotið nær fyrri styrk og blómstrar síðan eftir kannski nokkurra mán- aða veru hér,“ segir Helgi og tekur fram að slíkar framfarir gefi starfsfólkinu auðvitað af- ar mikið. Áramótasalan skiptir sköpum fyrir áframhaldandi starfsemi Að sögn Helga er mesti annatíminn fram- undan því um áramót þurfa fyrirtæki að skipta um bókhaldsgögn og kaupi því nýjar möppur og plasthulstur svo fátt eitt sé nefnt.. „Salan nú um áramótin er stór liður hjá Múlalundi. Ef hún bregst þá kemur það niður á starfsemi okkar allt árið,“ segir Helgi og bendir á að þó félagsmálaráðuneytið leggi til um 10% þess fjár sem til þarf til að reka Múlalund þá standi salan sjálf undir 90% af rekstrinum. „Þannig að ef salan klikkar þá verðum við að draga saman seglin, sem væri auðvitað afar baga- legt,“ segir Helgi og bendir á að sökum bágrar fjárhagsstöðu hafi Múlalundur takmarkað fjármagn til þess að auglýsa og hafi t.d. ekki efni á að hafa sölumenn í vinnu við að koma vörum Múlalundar á framfæri við verslanir og fyrirtæki. Aðspurður segir Helgi tæplega sextíu manns vinna hjá Múlalundi í tuttugu stöðu- gildum. „Við reynum alltaf að vera með fleiri stöðugildi en við í reynd höfum leyfi fyrir frá ráðuneytinu vegna þess hve biðlistinn er lang- EGLA-bréfabindin og aðrar vörur Múlalundar í öllum betri bókaverslunum á landinu. „Því miður er þó alltaf eitthvað um það að sumar verslanir vilji ekki taka inn vörur okkar og kjósi að selja aðeins innfluttar vörur,“ segir Helgi og telur það afar sorglega þróun í ljósi þess hvaða þýðingu stuðningurinn við Múla- lund hafi í reynd fyrir atvinnuöryggi fatlaðra. Aðspurður segir Helgi nokkuð um það að opinberar stofnanir jafnt sem einkafyrirtæki kaupi vörurnar beint af Múlalundi. Segir hann sífellt fleiri, bæði einstaklinga og fyrirtæki, nota sér Netið í kaupum sínum en hægt er að panta allar vörur Múlalundar á vef vinnustof- unnar á slóðinni: www.mulalundur.is. Að- spurður segir Helgi einnig hægt að nálgast ur,“ segir Helgi og bendir á að nú um stundir séu um fjörutíu manns á biðlista. „Því miður nýtir ráðuneytið sér ekki þá markaðs- möguleika sem svona vinnustarfsemi hefur,“ segir Helgi og bendir á að nokkur eftirspurn sé eftir vinnuframlagi fatlaðra en Múlalundur megi ekki ráða nógu marga til að sinna þeim verkefnum. „Við fáum ýmiss konar verkefni í hendurnar og á þessu ári hef ég t.d. þurft að hafna þremur verkefnum sem henta fyrir fatl- aða af því að ég er bundinn við þessi tuttugu stöðugildi,“ segir Helgi og tekur fram að hefði verið hægt að sinna fyrrnefndum verkefnum hefði mátt stytta biðlistana eftir vinnu á Múla- lundi til muna. Endingargóðar vörur Að sögn Helga fá nýir umsækjendur að reyna sig í þrjá daga og er þá fundið út hvaða starf hentar þeim. Yfirleitt byrjar fólk í 50% starfi, en starfsgetan ræður því hver vinnutím- inn verður. Unnið er á Múlalundi alla virka daga frá kl. 8–16.30 nema á föstudögum, þá er unnið til kl. 16, en að sögn Helga mætir stór hluti starfsfólksins til vinnu þegar klukkan sjö á morgnana, enda áhugasamt um vinnuna. Hver starfsmaður er ráðinn í hálft ár í senn með möguleika á framlengingu. Spurður hvaða verk séu unnin á Múlalundi segir Helgi þau mörg og misjöfn. Framleiddar séu ýmiss konar plastvörur, síðan þurfi að telja þær í pakkningar og strikamerka. „Við framleiðum hér plastmöppur og lausblaðamöppur af öllum stærðum og gerðum, m.a. sérhannaðar möpp- ur fyrir leigubílstjóra, búum til borðmottur og dagatöl, göngum frá sérmerktum kjölmiðum í bréfabindi, auk þess að ganga frá og strika- merkja geisladiska og ljósritunarpappír,“ seg- ir Helgi og bendir á að áletranir á dagbókum skapi einnig mjög mikla vinnu hjá Múlalundi. Auk þessa er Múlalundur með bæði penna, fundarmöppur, gatara og heftara í endursölu, svo fátt eitt sé nefnt. Helgi bendir á að stöðugt sé unnið að vöruþróun hjá Múlalundi, en hönnuður vinnu- stofunnar er Hrafnkell Birgisson. „Gæðin eru mikil í hönnun okkar og við reynum stöðugt að finna nýjar lausnir sem henta viðskiptavinum okkar á réttu verði,“ segir Helgi og bendir á að vörur Múlalundar séu vel samkeppnisfærar. „Þar sem við vinnum mikið með plast hefur hækkandi verð á olíu auðvitað haft sín áhrif, en við notum þykkara plast í vörum okkar sem að okkar mati tryggir meiri gæði og ending- arbetri vörur.“ „Starfsemin skilar miklu til samfélagsins“ Morgunblaðið/Sverrir „Með því að kaupa EGLA-bréfabindi eru Íslendingar að sameinast um að styrkja einstaklinga til betri framtíðar, því hvert selt bréfabindi skapar vinnu fyrir fatlaðan einstakling,“ segir Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar, vinnustofu SÍBS. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BERGÞÓR Th. Óðinsson er einn þeirra sem vinna í Múlalundi. Þegar blaðamann og ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði var hann að vinna við að búa til motturnar sem finna má í allflestum búðum sem undirlag þegar kvitta skal undir debet- eða kred- itkortafærslu. Bergþór hefur unnið í Múlalundi síðastliðin tvö ár og lætur vel af starfinu og vinnustaðn- um. Segir hann andrúmsloftið rólegt, en Bergþór vinnur hálfan daginn. Aðspurður segist hann hlaupa í öll þau störf sem vinna þarf, sem sé skemmtilegt þar sem þá fáist góð tilbreyting yfir daginn. Morgunblaðið/Sverrir Gott andrúmsloft

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.