Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 21
wood“. „Þær eru í tvívídd og hafa enga undirstöðu,“ segir hún. Senad Slatina, stjórnmálaskýr- andi í Sarajevo, er á sama máli. „Þær eru svo veikar að þær myndu hrynja ef spenna skapað- ist.“ Árið 1995 þorðu þó fáir að vona að svo mikill árangur næðist á ein- um áratug. Slatina hefur ef til vill á réttu að standa en nú er hafið ferli ESB-samruna sem á að tryggja að ekki verði aftur snúið og skjóta styrkum stoðum undir veikar stofnanir. Þessu ferli er auðvitað ekki hægt að ljúka án Radovans Karad- zic og Ratkos Mladic, leiðtoga Bosníu-Serba í stríðinu, en þeir ganga enn lausir, áratug eftir að stríðsglæpadómstóll ákærði þá. Beiskjan kraumar enn undir yf- irborðinu en Milos Solaja, yfirmað- ur Alþjóðatengslastofnunarinnar í Banja Luka í Lýðveldi Serba, seg- ir réttilega: „Þetta er land, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við búum hérna og erum borgarar Bosníu.“ Í Bosníu er það jafnvel framför að segja þetta. Ashdown pasja? „Við í alþjóðasamfélaginu þurf- um núna að láta af stórkarlalegum, ágengum íhlutunum … og gegna nýju hlutverki ráðgjafa, fortöl- umeistara og félaga,“ segir Ash- down lávarður. Hugmyndin er að völd aðalfulltrúa alþjóðasamfélags- ins í Bosníu verði skert, eða að minnsta kosti notuð miklu sjaldnar en síðustu árin, og gengið er út frá því að besta leiðin til að færa Bosníu í átt að Evrópusambandinu og umbótum sé að setja skilyrði í aðildarviðræðunum. Þetta hljómar vel fræðilega en komið hefur í ljós síðustu tíu árin að Bosnía líður ekki aðeins fyrir vægðarlaust stríð og eftirköst þess heldur einnig rótgróna stjórnmála- menningu sem erfitt verður að breyta. Nú, tíu árum eftir Dayton-samn- inginn, telja margir Vestur- landabúar að það stingi í stúf við Evrópu nútímans að Ashdown lá- varður skuli starfa sem nokkurs konar landstjóri í Evrópulandi. Þeir telja því að það sé orðið tíma- bært að Bosníumenn axli sjálfir fulla ábyrgð á stjórn eigin mála. Margir Bosníumenn líta málið öðr- um augum. Þeir líta svo á að það sé nánast eðlilegt stjórnskipulag að aðalfulltrúinn skipi leiðtogum þeirra fyrir. Þannig hefur Bosníu ekki aðeins verið stjórnað frá 1995 heldur frá því að Tyrkir lögðu svæðið undir sig árið 1463. Frá þeim tíma og til ársins 1878 var Bosnía undir stjórn embættis- manns, svonefnds pasja, sem sol- dáninn í Istanbúl sendi þangað. Á árunum 1878–1918 var landið und- ir stjórn fulltrúa Austurríkis-Ung- verjalands og hann kom frá Vín. Frá 1918 til 1992 voru lokaákvarð- anirnar í málefnum Bosníu teknar í Belgrad. Núna ræður Ashdown ríkjum og skipanirnar eru gefnar í Brussel. Fyrir tveimur árum sagði Evr- ópusambandið Bosníumönnum að þeir þyrftu að koma sextán atrið- um í verk áður en viðræður gætu hafist um aðild þeirra að samband- inu. Öllu var þessu lokið í síðasta mánuði fyrir þjark og eftirgangs- muni Ashdowns. Fáir telja að nokkru hefði verið komið í fram- kvæmd án hans. Bosnískir stjórn- málamenn eru reyndar ánægðir með hlutverkið sem aðalfulltrúinn hefur gegnt vegna þess að það þýðir að þeir þurfa aldrei að taka óvinsælar ákvarðanir, sem eru lík- legar til að minnka fylgi þeirra. Þeir geta reitt sig á að aðalfulltrú- inn geri það fyrir þá og þeir taka síðan þátt í leiknum „skuldinni skellt á Paddy“. „Erfiðasta breytingin, sem gera þarf í Bosníu áður en landið getur gengið í Evrópusambandið, felst ef til vill í því að breyta hugarfari fólksins,“ sagði Paddy Ashdown. er langt í land Höfundur er blaðamaður og skrifaði bækurnar Kosovo: War and Revenge og The Serbs: History, Myth and Destruct- ion of Yugoslavia, sem báðar komu út hjá Yale University Press. ’Við í alþjóðasam-félaginu þurfum núna að láta af stór- karlalegum, ágeng- um íhlutunum … og gegna nýju hlutverki ráðgjafa, fortölu- meistara og félaga.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 21 Heimsferðir bjóða þér frábært tækifæri til taka þér frí frá íslenskum hávetri og láta sólina á Kanaríeyjum baka þig. Bókaðu janúarsólina á Kanarí strax - slökunin mun svo sannarlega vera tímabær og söknuður eftir ís- lenskum vetri í algjöru lágmarki. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarísól á frábæru verði í janúar frá kr. 28.295 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr.48.890 Hálft fæði Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í herbergi á Eugenia Victoria  - hálft fæði, vikuferð, vikuferð, 3., 10. eða 17. janúar. Netverð á mann. Tryggðu þér síðustu sætin og besta verðið! Verð frá kr.28.295 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, á Paraiso Maspalomas, 3., 10. eða 17. jan., vikuferð. Netverð á mann. Verð frá kr.57.590 Hálft fæði Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í svítu á Suite Hotel Maspalomas Dunas  - hálft fæði, vikuferð, 3., 10. eða 17. janúar. Netverð á mann. Verð frá kr.68.690 Allt innifalið Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í svítu á Suite Hotel Maspalomas Dunas  - allt innifalið, vikuferð, 3., 10. eða 17. janúar. Netverð á mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.