Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 18
18 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Þetta hefur verið frekar rólegtþing og það endurspeglast af tiltölulega góðu atvinnuástandi og efnahagslífi sem er í föstum skorðum. Það eru engin gríðar- lega stór mál á ferðinni eins og virkjunarmálin á sínum tíma, eða mál sem öllum þingmönnum finnst nauðsynlegt að tjá sig um. Næturfundir hafa verið mjög fáir og kannski er skýringin sú að þetta er haustþing eftir síð- ustu kosningar. Við erum með sömu ríkisstjórn og því lítilla tíð- inda að vænta þaðan,“ segir Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, en þingfundum hefur verið frestað og þingmenn komnir í jólafrí þangað til 28. janúar á næsta ári. Hann segir þingið hafa verið merkilegt að því leyti að margir ungir þingmenn tóku sæti eftir kosningar og að sú kynslóð eigi eftir að setja mikinn svip á stjórnmálin á næstu árum og áratugum. Það hafi komið glöggt í ljós í umræðunum um eftir- launafrumvarpið og reyndar í öðrum veigamiklum málum að ný kynslóð sé að festa sig í sessi og í þeim hópi séu margir sem eru líklegir til að setja svip sinn á Alþingi. Þetta þýðir að á sama tíma er önnur kynslóð að draga sig í hlé. Halldór víkur fyrir Sól- veigu Pétursdótturúr embætti forseta Alþingis haustið 2005, en hann mun væntanlega sitja sem þingmaður út kjörtímabilið. „Ég fer ekki að hlaupast á brott á miðju kjörtímabili, enda var ég kjörinn til fjögurra ára. Ég hef ekki gefið út yfirlýsingu um það hvað síðan gerist,“ segir Halldór. Í september á næsta ári lætur Davíð Oddsson af embætti forsætisráðherra og víkur þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni sem hættir sem utanríkisráð- herra og sest í þennan valda- mesta stól landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála sem gerður var á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í kjölfar síðustu alþingiskosninga. For- seti Alþingis segir þetta óvenju- legt og man ekki eftir að slíkt hafi áður gerst. Erfitt að framsóknarmaður verði forsætisráðherra – Var samkomulagið um ráð- herrastólaskiptin ekki helsta ástæða þess að Halldór ákvað að vera áfram í stjórn með Sjálf- stæðisflokknum? Hefði hann ekki getað sagt nei takk og snúið sér að öðrum flokki ef hann hefði ekki fengið þetta í gegn? „Það hefur ýmislegt verið sagt í þessu sambandi og ýmsir telja að eitthvað dýpra búi þarna á bak við. Davíð Oddsson verður búinn að vera forsætisráðherra í rúmlega 13 ár þegar skiptin eiga sér stað og það er mjög langur tími í embættinu. En frá mínum bæjardyrum séð þá er erfitt fyr- ir sjálfstæðismenn að kyngja því að framsóknarmaður verði for- sætisráðherra. Hins vegar eig- um við sem eldri erum létt með að kyngja því að slíkar breyting- ar geti verið nauðsynlegar til að flokkarnir vinni vel saman og hafi þann innri styrk sem þeir þurfa til að koma sínum málum áleiðis. Ég hef rætt þetta við Davíð og mér finnst hann hafa fært ærleg rök fyrir sínu máli. Halldór Ásgrímsson er gamall í hettunni. Hann hefur áunnið sér mikið traust sem stjórnmála- maður, enda er ákvörðunin bundin við hans persónu og ég efast ekki um að hann hafi styrk og lag á því að tryggja áfram- haldandi gott samstarf flokk- anna,“ segir Halldór Blöndal. Sundrung hinna styrkti stjórnarsamstarfið Halldór segir að sundrungin sem hafi orðið hjá stjórnarand- stöðuflokkunum í tengslum við eftirlaunafrumvarpið og umræð- urnar um það og öryrkjamálið, hafi valdið því að stjórnarsam- starfið er mun styrkara en áður. Hann gagnrýnir framgöngu stjórnarandstöðunnar í öryrkja- málinu. „Stjórnarandstaðan fór fram af mikilli ósanngirni í öryrkja- málinu. Það er ekki hægt að bú- ast við því að í fjárlögum fyrir næsta ár sé varið meira en ein- um milLjarði til viðbótar til að bæta kjör öryrkja. Það er ekki komin reynsla á þetta nýja kerfi og það er nauðsynlegt að bótun- um sé hagað þannig að þær nýt- ist þeim sem eru verst staddir, til dæmis þeim sem verða öryrkjar ungir á námsárum sínum, áður en þeir hafa markað sér lífs- stefnu og eignast nokkuð. Það er að þessu fólki sem við þurfum að snúa okkur.“ Halldór segir þing- störfin hafa gefið sér mikið, en hafa þau aldrei verið svo leiðin- leg að hann hafi langað til að hætta? „Nei, síður en svo. Það er sagt að ég hafi pólitík í blóðinu, sumir segja að ég sé pólitískt villidýr. Ég gekk í Heimdall þegar ég var 14 ára og byrjaði sem pólitískur blaðamaður á þinginu árið 1961 og sat þingflokksfundi Sjálf- stæðisflokksins sem slíkur. Ég er orðinn býsna gamall í hettunni í Alþingishúsinu. Ég hef kannski ekki alltaf jafngaman af þessu starfi, það hafa verið góðir tímar, en stundum hafa komið erfið tímabil þar sem stjórnmálin hafa reynt verulega á mann.“ – Hvort hefur þér fundist skemmtilegra að vera ráðherra eða forseti þingsins? „Þegar ég var 52 ára árið 1991 þá fannst mér mjög skemmtilegt að vera ráðherra, en eftir að hafa verið samgönguráðherra sam- fellt í átta ár þá komst ég að því að í svo litlu ráðuneyti er nauð- synlegt að fá nýtt blóð til starfa eftir svo langan tíma. Þess vegna var það létt fyrir mig og í raun eftirsóknarvert að breyta til og setjast í stól forseta Alþingis,“ segir Halldór sem segist hafa haft gaman af því embætti. Urðum að koma stjórninni frá – Hvernig finnst þér hafa gengið að stjórna þingfundum? „Ég settist fyrst á þing sem varamaður 1971 og var kjörinn 1979 og þannig að það hefur reynst mér létt verk að að vera forseti þess í þeim skilningi að það hefur ekkert komið mér á óvart. Ef ég lít aðeins tilbaka þá er ég ekki í nokkrum vafa um það að Eysteinn Jónsson hafi verið atkvæðamesti forseti Al- þingis í minni tíð, 1971–1974. Hann var mjög ákveðinn og röggsamur forseti og ég lærði margt og mikið af honum.“ Inni í þingsal takast stjórn- málamenn oft harkalega á og er það yfirleitt sú mynd sem al- menningur fær af þingstörfun- um í gegnum fjölmiðlana. En það er gjarnan stutt í léttu lundina þegar komið er út fyrir þingsal- inn og setjast þá jafnvel harðir andstæðingar niður í mötuneyti þingsins og ræða málin yfirveg- að yfir kaffibolla og kleinu. Hall- dór segir að sem forseti Alþingis sé hann þeirrar skoðunar að þingmenn eigi að fá að vera af- slappaðir inni í þingsalnum. „Ég er þeirrar skoðunar að rétt sé að leyfa frammíköll og leyfa mönnum að láta geðbrigði sín í ljós, en á hinn bóginn tel ég að við eigum að halda því formi umræðunnar sem við höfum og ætlast til þess að karlmenn séu í jakkafötum með bindi eða þver- slaufu. Ég man eftir því að Ey- steinn Jónsson greip einu sinni frammí fyrir mér þegar hann var þingforseti. Þá var ég ungur á þingi eins og margir eru nú og var að býsnast yfir því að Fram- sóknarflokkurinn hefði flutt vantraust á minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins árið 1947 og síðan myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum strax á eft- ir. Þá heyrðist í Eysteini: „Já, einhvern veginn urðum við að koma stjórninni frá“. bryndis@frettabladid.is HALLDÓR BLÖNDAL Forseti Alþingis segir erfitt fyrir sjálfstæðismenn að kyngja því að framsóknarmaður verði forsætisráðherra, en slíkar breytingar geti þó verið nauðsynlegar til að flokkarnir vinni vel saman. Pólitískt villidýr Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir erfitt fyrir sjálfstæðismenn að kyngja því að framsókn- armaður verði forsætisráðherra næsta haust. Breytingarnar séu þó nauðsynlegar til að flokk- arnir vinni áfram vel saman. Hann gagnrýnir framgöngu stjórnarandstöðunnar í öryrkjamál- inu og eftirlaunamálinu. Halldór Ásgrímsson hefur áunnið sér mikið traust sem stjórn- málamaður og ég efast ekki um að hann hafi styrk og lag á því að tryggja áfram- haldandi gott samstarf flokkanna. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.