Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 4
4 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Spurning dagsins í dag: Telurðu að Michael Jackson sé sekur um misnotkun á börnum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 9,7% 3,7% Rjúpur 28,4%Annað Hreindýrasteik 47,5% 4,5% Hamborgarhryggur 6%Önd Hangikjöt Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ríkisábyrgð Íslenskrar erfðagreiningar í almenna kynningu: Auglýst eftir athugasemdum RÍKISÁBYRGÐ Eftirlitsstofnun EFTA hefur birt álit sitt á fyrirhugaðri ríkisábyrgð til handa Íslenskri erfðagreiningu í stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Þar með hafa áhugasamir aðilar mánuð til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Eftir það hafa íslensk stjórnvöld mánuð til að svara fyr- ir sig áður en Eftirlitsstofnunin ákvarðar hvort ríkisábyrgðin uppfylli reglur Evrópska efna- hagssvæðisins um styrki til rann- sóknarstarfsemi eða hvort hún sé á skjön við þær og því óheimilt að veita hana. „Þetta er bara eitthvað sem verður að hafa sinn gang. Við sitj- um ekki með hendur í skauti og bíðum,“ segir Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfða- greiningar, og segir þann tíma sem Eftirlitsstofnun tekur í að skoða ríkisábyrgðina ekki hafa nein áhrif á starfsemi og fyrirætl- anir fyrirtækisins. „Við höfum aldrei gert ráð fyrir þessu í okkar rekstraráætlunum.“ ■ Geta ekki varpað ábyrgðinni frá sér Konu, sem slasaðist alvarlega í ævintýraferð í Glymsgili, voru úrskurð- aðar 6,5 milljónir króna í bætur. Sýnir að þeir sem bjóða upp á slíkar ferðir verða að taka ábyrgð á þeim, segir lögmaður konunnar. DÓMSMÁL „Þetta eru fagaðilar sem selja í þessar ferðir og þeir verða að hegða sér í samræmi við það,“ segir Herdís Hallmarsdóttir lög- maður um þann úrskurð Héraðs- dóms Reykja- víkur að kona sem slasaðist al- varlega í ferð með Íslenskum ævintýraferð- um, þannig að taka varð af hluta fótar henn- ar, eigi bóta- kröfu á hendur þrotabús fyrirtækisins. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki kannað aðstæður nægilega vel og ferðalangar hefðu ekki ver- ið upplýstir um þá hættu sem för- in hafði í för með sér. Starfsmenn fyrirtækisins og makar fóru í göngu inn í Glymsgil í Botnsdal síðla í september 2001. Gilið er erfitt yfirferðar og rigningarveð- ur næstu daga á undan hafði gert aðstæður erfiðari en ella. Átján manna hópur fór í ferðina sem var hvort tveggja hugsaður sem skemmtiferð og til að kynna slík- ar ferðir fyrir starfsmönnum fyr- irtækisins sem ætlaði að bjóða upp á þær næsta sumar. Þrír ferðalangar treystu sér fljótt ekki til að halda áfram og urðu eftir, nokkru síðar hættu fimm til við- bótar við að halda lengra. Í báðum tilfellum var fólkið skilið eftir og ætlunin að hitta það á bakaleið- inni. Fimm leiðsögumenn sem voru í ferðinni héldu henni allir áfram. Eftir að aðalhópurinn hélt áfram féll grjót á fimmmenning- anna. Konan sem kærði varð verst úti og mölbrotnaði hluti fótar hennar þannig að taka varð hann af. „Hingað til hefur aldrei reynt á ábyrgð ferðaþjónustuaðila, og eftir atvikum leiðsögumanna, í ferðum af þessu tagi,“ segir Herdís. Hún bendir á að mikið sé um ævintýra- ferðir, svo sem klettaklifur og flúða- siglingar. „Niðurstaðan er einfald- lega að þeir sem bjóða upp á slíkar ferðir verða að tryggja að aðstæður séu með besta móti og að þátttak- endum sé tilkynnt um áhættu,“ seg- ir Herdís. „Þeir sem bjóða upp á ferðirnar verða að taka ábyrgð á þeim.“ Að auki er sönnunarbyrðin sett á herðar seljanda ferðanna sem verður að sýna fram á að rétt hafi verið staðið að undirbúningi. Konan sem slasaðist í Glymsgili á forgangskröfu í þrotabú fyrirtæk- isins. brynjolfur@frettabladid.is LANDSTJÓRINN L. Paul Bremer slapp ómeiddur þegar íraskir uppreisnarmenn gerðu bílalest bandaríska hernámsliðsins fyrirsát skammt vestur af Bagdad. Tilræði við Bremer: Slapp naumlega BAGDAD, AP L. Paul Bremer, land- stjóri Bandaríkjanna í Írak, slapp naumlega þegar íraskir uppreisn- armenn réðust á bílalest banda- ríska hernámsliðsins skammt vestur af Bagdad 6. desember síð- astliðinn. Talsmaður Bremers segir að uppreisnarmennirnir hafi gert bílalest landstjórans fyrirsát sama dag og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, kom í stutta heimsókn til Írak. Eftir að sprengja hafði sprungið við vegkantinn tóku vopnaðir menn að skjóta á bryn- varinn bíl Bremers. Bandaríska hernámsliðið gaf í og tókst að sleppa undan skothríðinni án telj- andi meiðsla. ■ Árásirnar í Istanbul: Höfuðpaur ákærður TYRKLAND, AP Yfirvöld í Tyrklandi hafa ákært tyrkneskan karlmann sem talinn er hafa átt stóran þátt í að skipuleggja fjórar sprengju- árásir í Istanbul í nóvember. Adnan Ersoz hefur játað að hafa dvalið í þjálfunarbúðum hryðjuverkasamtakanna al-Kaída í Afganistan og átt fund með Osama bin Laden. Hann neitar hins vegar aðild að árásunum en segist vera reiðubúinn að láta lög- reglunni í té upplýsingar um þá sem stóðu á bak við voðaverkin. ■ TAÍLENSK DAGBLÖÐ Handtaka Saddams Hussein, fyrrum Íraks- forseta, var á forsíðu allra taílenskra dag- blaða í byrjun vikunnar. Börn skírð eftir Saddam: Hetja og harðstjóri BANGKOK Fjöldi múslima í Taílandi hefur skírt börn sín í höfuðið á Saddam Hussein í kjölfar handtöku íraska leiðtogans síðustu helgi. „Hann er bæði hetja og harð- stjóri en við kjósum að minnast hans góðu hliða. Ein leið til þess er að láta börnin okkar bera nafn hans,“ sagði Rohcidee Lertariya- pongkul, formaður Ungliðahreyf- ingar múslima í Taílandi, í viðtali við Bangkok Post. Navi Tohyor, 36 ára fjölskyldu- faðir í Narathiwat-héraði, skírði son sinn í höfuðið á Saddam. „Það sem Saddam gerði er rétt og lögmætt,“ segir Navi. „Hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjunum, erlenda innrásar- liðinu. Hann er baráttumaður, ekki glæpamaður.“ ■ Ástrali ákærður hér á landi: Saman í Svíþjóð DÓMSMÁL Málsmeðferð gegn Ástr- ala, sem tekinn var á Keflavíkur- flugvelli með tvær kínverskar stúlkur í fylgd með sér, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Hann er ákærður fyrir ólöglegan flutning fólks á milli landa og fyr- ir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upphaflega var maðurinn grunaður um mansal. Í framhaldi af upplýsingum af rannsókn málsins var Breti hand- tekinn í Svíþjóð ásamt þremur hugsanlegum fórnarlömbum. Sækjandi málsins lagði fram gögn fyrir dómi í gær til að sýna fram á að kínversku stúlkurnar hafi verið í fylgd Ástralans og til að sýna fram á tengsl hans við Bretann. Hið rétta vegabréf Ástr- alans beið hans á gistiheimili í Svíþjóð sem bæði hann og Bret- inn höfðu gist á. Þá voru sýndar myndir af Ástralanum og kín- versku stúlkunum sem teknar höfðu verið af þeim í Svíþjóð. Myndirnar fundust í tölvu Bret- ans. ■ Eignarhald fjölmiðla: Ráðherra skipar nefnd FJÖLMIÐLAR Davíð Þór Björgvins- son, prófessor við Háskólann í Reykjavík, stýrir fjögurra manna nefnd Tómasar Inga Olrich, menntamálaráðherra um eignar- hald í fjölmiðlun. Auk Davíðs eru í nefndinni Karl Axelsson hæsta- réttarlögmaður, Guðmundur Frí- mannsson, deildarforseti kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri, og Pétur Gunnarsson, skrifstofu- stjóri þingflokks Framsóknar- flokksins og forstöðumaður al- mannatengsla flokksins, titlaður blaðamaður í tilkynningu mennta- málaráðherra. Nefndinni er ætlað að skila greinargerð til ráðherra um það, hvort tilefni sé til að setja sér- staka löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Ennfremur er nefnd- inni falið að semja frumvarp að slíkri löggjöf, verði það niður- staða ráðherra að hennar sé þörf. Nefndin á að ljúka störfum fyr- ir 1. mars 2004. ■ ÍSLENSK ERFÐAGREINING Hyggst byggja upp lyfjaþróunardeild með ríkisábyrgð á lánum. BJÖRGUNARMENN Á VETTVANGI Fjölmennt björgunarlið sótti slasaða einstaklinga enda svæðið erfitt yfirferðar og aðstæður slæmar. „Þeir sem bjóða upp á ferðirnar verða að taka ábyrgð á þeim. Fyrrum forsætisráðherra: Ákærur gefnar út HELSINKI, AP Ríkissaksóknarinn í Finnlandi hefur ákært Anneli Jaatteenmaki, fyrrum forsætisráð- herra, fyrir að nýta sér trúnaðar- upplýsingar sem hún fékk hjá ráð- gjafa forsetans. Ráðgjafinn, Martti Manninen, er ákærður fyrir að hafa látið upplýsingarnar af hendi. Jäätteenmäki sagði af sér emb- ætti í júní í kjölfar ásakana þess efnis að hún hefði logið að þing- mönnum. Því var haldið fram að Jäätteenmäki hefði lekið upplýsing- unum í fjölmiðla til að sýna fram á að Pavo Lipponen, forveri hennar í starfi, hefði skipt um skoðun varð- andi innrásina í Írak. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Málsmeðferð gegn Ástralanum hófst í gær. ■ Lögreglufréttir EKIÐ Á GAMLA KONU Ekið var á konu á níræðisaldri á Fjarðargötu á móts við verslun- armiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði í gærdag. Konan var flutt fót- brotin á sjúkrahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.