Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 20. desember 2003 43 ar g u s – 0 3- 05 63 Það vakti mikla athygli þegarBergsveinn Birgisson var til- nefndur til Íslensku bókmennta- verðlaunanna fyrir fyrstu skáld- sögu sína Landslag er aldrei asna- legt. „Ég er geysiánægður með það, einkum fyrir hönd forlags- drengjanna á Bjarti, sem standa í því að selja bókina. Þetta var mik- il lyftistöng fyrir bókina, og von- andi ratar hún víðar fyrir vikið,“ segir Bergsveinn. Hann segist ekki finna fyrir því að tilnefning- in setji aukna pressu á hann varð- andi næstu bók: „Ég tók því þannig að tilnefningin væri fyrir þessa bók hér og nú. Um næstu bók verður aldrei neitt vitað, þú verður að spyrja Músuna mína um hana.“ Af hverju ákvaðstu að skrifa um trillukarla í deyjandi sjávaþorpi? „Meginástæðan er sú að fjarð- armenningin er prýðilegt módel fyrir þær breytingar sem túrbó- kapítalisminn er að knýja í gegn í mannlegu félagi. Við stöndum í sama baslinu og aðrir við að reyna að varðveita eitthvað sem við get- um kallað okkar eigið í hnatt- og plastvæðingunni allt um kring. Fjarðarmenningin og smábátaút- gerðin hér á landi er kannski það íslenskasta sem Ísland hefur, og ef hún er lögð niður í hagræðinga- skyni, þá hafa stjórnvöld ekki staðið sig í stykkinu hvað varðar þetta grunnatriði. Þetta efni teng- ist síðan valinu milli fortíðar og sögu eða efnahagslegrar hagræð- ingar, persónu eða stereótýpu, merkingarsköpunar eða ekki merkingarsköpunar, hins veika og hins sterka og þannig mætti áfram telja. En þetta er verkefni þeirra sem stjórna. Mitt verkefni er að sýna manneskjuna í þessu mannanna kerfi sem nú stýrir. Svo þekki ég líka til við sjávarsíð- una, og kann vel við mig meðal trillukarla.“ Málsvari fjarðarmenningar Er þessi bók gagnrýni á kvóta- kerfið, eins og haldið hefur verið fram? „Landslagið fjallar um mann- eskjuna og ekki nein pólitísk þrætuepli. Bókin sýnir hins vegar hvaða afleiðingar ákveðin stjórn- arstefna getur haft. Fjarðarmenn- ingin hefur vonandi fengið dálítinn málsvara með þessari bók. Þó er mjög rangt að segja bókina ein- hvers konar rómantíseringu á firð- inum, ég hef heldur dregið úr en hitt. Persónulega vil ég taka fram að gagnrýni á íslenska kvótakerfið er ekki gagnrýni á túrbókapítal- isma, það verður að vera á hreinu. Kapítal-lögmálið snýst um að kaupa og selja og það er gott og blessað, en í þessu tilviki var fólki gefin varan. Þarnæst var fólk verðlaunað með skattafríðindum af stjórnvöldum fyrir að flytja gjöfina úr landi. Allt er þetta mjög undarleg heimspeki, frá mínum bæjardyrum séð“. Þetta er vel skrifuð bók. Ertu undir áhrifum frá einstökum höf- undum hvað stíl varðar? „Ég hef leitað það lengi að mín- um persónulega stíl, í hjartanu, að ég vona sannarlega að þar sé eng- in ákveðin fyrirmynd. Enginn maður skapar sig samt sjálfur, og án þess að höfundur viti nokkuð í sinn haus er presturinn í sögu hans orðinn hamletskur og krypp- lingurinn farinn að minna á Quasi- modo hans Victor Hugo. En það er hið persónulega í stílnum sem á að gera slíkan samanburð óþarfan. Ég vil þó segja að fáar bækur hafa hrifið mig jafn mikið og Doktor Glas eftir Svíann Hjalmar Söder- berg. Hver sem nær slíkum inni- leika í bókmenntir er stór höfund- ur.“ Að skapa merkingu með tungumálinu Bergsveinn býr í Björgvin þar sem hann er við nám í drótt- kvæðum. „Ég hef áhuga á dróttkvæðum af því að ég hef áhuga á manneskj- unni, á m a n n - l e g r i hugsun, á því hvernig m a n n - e s k j a n s k a p a r merkingu í líf sitt með tungumálinu, með hugsun og hjarta,“ seg- ir hann. „Drótt- kvæði eru elstu a ð g e n g i l e g a r heimildir um gamla og heiðna hugsun, og þess vegna stilli ég þeim upp á móti því sem fræði- menn segja um nútímahugsun. Ég er þannig að reyna að finna út hvað sé nýtt og hvað gamalt í hugsun nútímamannsins, og þá einkum á hinu dýpra hugsunar- formlega plani.“ Hann byrjaði snemma að fást við skáldskap. „Ég byrjaði að gera skríngivísur um 11 ára aldur af því það þótti mér skemmtilegt. Síðan orti ég ljóð eins og allir ung- lingar gera sem byrja að kenna til lífsins,“ segir hann. Þegar hann er spurður hvort hann ætli sér að verða atvinnurithöfundur svarar hann: „Mér er sama hvað ég geri svo lengi sem ég hef gagn og gam- an af og þéna nokkrar krónur til að geta keypt kjóla handa dóttur minni. Fyrir svona kvótaleysur eins og mig liggur beinast við að skrifa bækur eða syngja eða gramsa í gömlum bókum, og þess vegna segi ég eins og í viðlaginu forna: „Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól“.“ kolla@frettabla- did.is Bergsveinn Birgisson er nýtt nafn í bókmenntaheiminum. Frumraun hans á skáld- sagnasviðinu hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hann seg- ist geysiánægður með árangurinn. Enginn maður skapar sig sjálfur BERGSVEINN BIRGISSON „Landslagið fjallar um manneskjuna og ekki nein pólitísk þrætuepli. Bókin sýnir hins vegar hvaða afleiðingar ákveðin stjórnarstefna getur haft. Fjarðarmenningin hefur vonandi fengið dálítinn málsvara með þessari bók. Þó er mjög rangt að segja bókina einhvers konar rómantíseringu á firðinum, ég hef heldur dregið úr en hitt.“ Mitt verkefni er að sýna manneskjuna í þessu mannanna kerfi sem nú stýr- ir. Svo þekki ég líka til við sjávarsíðuna, og kann vel við mig meðal trillukarla. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.