Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 78
74 20. desember 2003 LAUGARDAGUR
Hjartaknúsarinn BenAffleck ætlar að skilja
unnustu sína Jennifer Lopez
eftir eina á jólunum og eyða
þeim í staðinn með bandarísk-
um hermönnum við Persaflóa.
Ætlar hann að taka í hend-
urnar á hermönnunum og
kynna um leið nýjustu mynd
sína Paycheck. Þar leikur hann
við hlið Uma Thurman sem síð-
ast gerði garðinn frægan í Kill
Bill. Leikstjóri er enginn annar
en John Woo, sem hefur stýrt
mörgum hasarmyndum í gegn-
um tíðina.
Affleck og Lopez ætluðu að
giftast í september en hættu
við vegna fjölmiðlasirkusins
sem var byrjaður að myndast.
Ekki er vitað hvort eða þá
hvenær parið ætlar að ganga
upp að altarinu. Aðskilnaðurinn
um jólin á varla eftir að flýta
fyrir því og ýtir vafalítið undir
sögusagnir um að þau séu hætt
saman. ■
Affleck hittir
hermenn á jólunum
S
Foreldrar Michaels Jacksonstóku við greiðslu til þess að
koma fram í
sjónvarpsvið-
tali til að verja
son sinn gegn
ásökunum um
kynlífsofbeldi
gegn 13 ára
strák. Joe og
Katherine Jackson komu fram í
20/20 og viðtalið var birt um öll
Bandaríkin. Hjónin heimtuðu þó
að fá greiðslu fyrir að koma fram
vegna gífurlegra fjárhagsvand-
ræða sinna. Greiðslan var send
til þriðja aðila í tilraun til þess að
fela staðreyndir.
Stephen King er kominn heimtil sín eftir að hafa eytt 25
dögum á spítala á meðan hann
jafnaði sig af lungnabólgu. King
lenti í alvarlegu slysi árið 1999
og hefur verið heilsulítill síðan.
Í kvöld stendur Smekkleysa SMfyrir stórtónleikum á Gauki á
Stöng. Fram koma Mínus, Maus,
Kimono, Dr. Gunni, Einar Örn
Ghostigital, Steintryggur og
Dópskuld.
Að sögn Ásmundar Jónssonar
hjá Smekkleysu eru þetta þær
hljómsveitir sem gáfu út plötur
hjá Smekkleysu á þessu ári, fyrir
utan Dópskuld sem mun vera hlið-
arverkefni Frosta Logasonar úr
Mínus og félaga hans. „Þetta er
svona lokahnykkurinn hjá okkur
fyrir jólin, síðasti viðburðurinn á
árinu,“ segir Ásmundur. „Þetta
verður í síðasta skiptið sem áhorf-
endur geta séð Mínus í langan
tíma því þeir eru að fara í hljóm-
leikaferðir eftir áramótin til Bret-
lands og um Evrópu. Það eru líka
ánægjulegar fréttir að plata Mín-
us var valin ein af 50 bestu plötun-
um á árinu bæði hjá Metal
Hammer og Kerrang.“
Ásmundur lofar fjölbreyttri
dagskrá og mjög góðum tónleik-
um enda allt saman fínar hljóm-
sveitir með mismunandi áherslur.
Sker Steintryggur, sem er sam-
starfsverkefni Sigtryggs Baldurs-
sonar og Steingríms Guðmunds-
sonar, sig nokkuð úr. Sú sveit hef-
ur víða vakið mikla athygli fyrir
frammistöðu sína, meðal annars á
Menningarnótt.
Aðgangseyrir á tónleikana er
1.500 krónur og með fylgir plata
að eigin vali í boði Smekkleysu
með einhverri af þeim hljómsveit-
um sem koma fram. „Tónleikarnir
eru fyrri part kvöldsins, frá 20.00
til miðnættis. Þarna getur fólk, í
staðinn fyrir að fara í búðir, farið
á tónleikana og keypt jólagjöf í
leiðinni,“ segir Ásmundur að lok-
um. ■
Tónlist
SMEKKLEYSA
■ stendur fyrir stórtónleikum á Gauki á
Stöng í kvöld.
Lokahnykkur
Smekkleysu
JENNIFER LOPEZ
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez mætti
á frumsýningu myndarinnar Paycheck sem
haldin var í Kínverska bíóinu í Los Angeles
á fimmtudag. Athygli vakti að hún kom
ekki á sama tíma og kærastinn hennar,
Ben Affleck, sem leikur aðalhlutverkið í
myndinni.
MÍNUS
Síðasti séns til að sjá
Mínus í langan tíma því
sveitin fer í tónleikaferð
til Evrópu eftir áramót.
AFFLECK OG LOPEZ
Verða aðskilin um jólin.
Fréttiraf fólki Umfjölluntónlist
Undanfarið hefur Dr. Gunniverið þekktari sem annar af
stjórnendum þáttarins skemmti-
lega Popppunkts heldur en sem
tónlistarmaður.
Hér er hann sem sagt kominn
úr híðinu með nýja plötu og að ég
held þá fyrstu síðan Unun var og
hét, ef undan er skilin barnaplat-
an með Prumpulaginu vinsæla.
Og þvílík endurkoma! Stóri hvell-
ur er uppfull af hverju fyrirtaks
rokklaginu á fætur öðru og sýnir
að doktorinn hefur litlu sem engu
gleymt. Aðall Dr. Gunna er hæfi-
leiki til að semja grípandi lög en
um leið er hann oftast á jaðrinum
hvað varðar almennar vinsældir.
Sérstök rödd hans, opinskáir text-
ar og hrá tónlistin eiga eflaust eft-
ir að skipta fólki sem hlustar á
plötuna í tvær fylkingar.
Að mörgu leyti mætti líkja
Gunnari við sjálfan Frank Black úr
Pixies enda svipar mörgum lögum
á plötunni til þeirrar mögnuðu
sveitar. Nægir þar að nefna hið
skemmtilega Eftir 100 ár og Fyrir
100 árum. Auk þessara tveggja laga
voru Homo Sapiens, Á eyðieyju og
Heimsk ást í mestu uppáhaldi.
Þetta er virkilega góð plata frá
Dr. Gunna og ljóst að hvíldin hef-
ur gert honum gott.
Freyr Bjarnason
Flott
endurkoma
DR. GUNNI
Stóri hvellur
Bandarískir kvikmyndagagn-rýnendur hafa gert óspart
grín að Skotanum Ewan
McGregor fyrir suðurríkjahreim-
inn sem hann notar í myndinni
Big Fish.
„Það eru sumir hreimar sem
ættu ekki að vera notaðir af Skot-
um,“ sagði meðal annars einn
gagnrýnandi hjá dagblaðinu The
New Yorker. Bretarnir Albert
Finney og Helena Bonham Carter
leika við hlið McGregor í mynd-
inni en hafa alveg sloppið við
gagnrýni. ■
MCGREGOR
Þykir ekki hljóma sannfærandi sem -
Suðurríkjabúi.
McGregor gagnrýndur