Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 20. desember 2003 39 Aðspurður hvort þetta sé ekki afskaplega staðlað svar jánkar Dr. Gunni því – að sjálfsögðu. „Jújú, maður þarf að hafa nokkur ár til að sjá þetta í sögulegu samhengi.“ Það er gott að elska... Dr. Gunni er nýlega genginn í hjónaband og nýbakaður faðir. „Ég var að kaupa mér sjónvarp til að hafa inni í svefnherberginu þannig að það má segja að þetta sé búið. Mér tókst reyndar alveg að sleppa við þá melankólíu sem þessu fylgir á plötunni. Ég var mjög meðvitaður um það að vera ekki væminn enda var þetta meira og minna samið áður en sonurinn fæddist.“ En er ekki gott að elska? „Jújú, það er mjög gott að elska. En bara óþarfi að vera að bögga annað fólk með því.“ Platan mjatlast út að sögn Dr. Gunna og ef ekki dugir annað mun hann grípa til þess ráðs að fá hinn goðsögulega sölumann Herbert í lið með sér, eða jafnvel að Hells Angels gangi fyrir sig í hús. Doktorinn heldur úti vinsælli heimasíðu og er spurður í fram- haldi af þessum yfirlýsingum hvort hann eigi sér ekki þéttan hóp aðdáenda. „Jahh, það koma stund- um einhverjir nördar með gler- augu og tala við mig. Þeir eru alltaf að tala um hversu frábær ég er. Það heldur mér gangandi. Eða ekki. Ég á auðveldara með að taka nei- kvæðri gagnrýni frekar en ein- hverju smjaðri. Erfitt að hlusta á það. Maður verður svo asnalegur eitthvað. En ég get svo sem alveg tekið góðri gagrnýni...,“ segir Dr. Gunni og beinir nú orðum sínum að fyrrum kollegum í gagnrýnenda- stétt jafnframt því að benda mönn- um eindregið á að mæta til útgáfu- tónleika sinna í kvöld, miðnætur- tónleika á Grand Rokk, rokkstaðn- um mikla. jakob@frettabladid.is Jújú, það er mjög gott að elska. En bara óþarfi að vera að bögga annað fólk með því. ,, FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A Ég heiti, eins og svo margir, íhöfuðið á afa mínum. Og í minni fjölskyldu eru einir fjórir sem allir heita í höfuðið á þessum sama afa... Snorrason, Jónasson, Baldursson,“ segir Brjánsson um nafnið sitt sem er Júlíus. Og afinn sem um ræðir er Júlíus heitinn Björnsson, útgerðarmaður á Dal- vík en hann var látinn áður en okkar maður fæddist. „Ég heiti reyndar Júlíus Ingvar Brjánsson og er þetta Ingvars- nafn algerlega út í bláinn. Ég held að það hafi verið eitthvað sem mömmu dreymdi. Ég hef reyndar ekkert notað Ingvarsnafnið en var hins vegar kallaður Ingi í frum- bernsku.“ Og Júlíus virðist ekki hafa minni áhuga á nafninu Brjánn en sínu eigin. „Pabbi heitir Brjánn, segir sig kannski sjálft, sem er keltneskt nafn – Brian. Lengi vel voru bara tveir Brjánar á land- inu.“ Svo verður það upp úr því að nöfn Júlíusar og töframannsins bróður hans Baldurs fara að birt- ast á prenti að kippur kemur í Brjánsnafnið og eru nú einir 15 sem bera það sem fyrsta eiginnafn og 14 sem annað eiginnafn. Að- spurður vill Júlíus ekkert þakka sér það sérstaklega nema þá að sjálfur gaf hann syni sínum nafnið Brjánn. „Annars voru foreldrar Brjáns föður míns sérstakir í sín- um nafngiftum og notuðu aðeins upphafsstafinn B. Þannig heita börn þeirra Baldur, Börkur, Bragi, Brjánn og Björk. Falleg nöfn út í bláinn og ákveðinn stíll.“ Nafnið Júlíus er af sama stofni og júlí og merkir hinn bjarti. Júlí- usinn okkar segir það við hæfi, það sé mjög bjart yfir sér. „Ég ber þetta ágæta nafn með miklum sóma. Og hef aldrei liðið fyrir það. Þetta er gott og fallegt nafn. Ég hef heyrt um fólk sem hefur ein- hvern tíma á æviskeiðinu verið ósátt við nafn sitt og viljað breyta því. Ég hef aldrei fengið þá til- finningu.“ ■ JÚLÍUS INGVAR BRJÁNSSON „Nafnið merkir hinn bjarti og það á vel við, það er alltaf svo bjart yfir mér.“ ■ Nafnið mitt Eini Júlíusinn Brjánsson FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.