Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 10
10 20. desember 2003 LAUGARDAGUR PAVAROTTI Í MOSKVU Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti kom til Moskvu í gær. Á morgun syngur hann lög af nýjustu breiðskífu sinni „Ti Adoro“ á tónleikum í Kremlin-höllinni. Lee Boyd Malvo var fundinn sekur um morð: Ekki viljalaust verkfæri VIRGINÍA, AP Kviðdómur í Chesa- peake í Virginíu fann hinn átján ára gamla Lee Boyd Malvo sekan um morð af yfirlögðu ráði. Malvo, sem átti aðild að leyniskyttumorð- unum í Bandaríkjunum á síðasta ári, hallaði sér fram á borðið og horfði svipbrigðalaus út í tómið þegar dómurinn var kveðinn upp. Eftir að hafa fundað í alls þrettán klukkustundir ákvað kvið- dómurinn að vísa á bug þeirri full- yrðingu verjenda Malvos að hann hefði verið heilaþveginn af vit- orðsmanni sínum John Allen Muhammad. Malvo var því fund- inn sekur um að hafa myrt Lindu Franklin, starfsmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í Virgin- íu í október 2002. Muhammad var sakfelldur í Virginia Beach í nóvember og mælti kviðdómur með því að hann yrði tekinn af lífi fyrir að skipu- leggja leyniskyttumorðin. Það bíður nú kviðdómsins í Chesa- peake að skera úr um það hvort Malvo skuli hljóta dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Lee Boyd Malvo og John Allen Muhammad skutu tíu manns til bana og særðu þrjá í Washington, Maryland og Virginíu. Hugsanlegt er að einnig verði réttað yfir þeim vegna morðanna í Maryland. ■ Brotnaði niður og grét Dóttir Saddams segir að tilgangurinn með því að sýna slæmt útlit og ástand föður hennar í sjón- varpi um víða veröld hafi aðeins verið að brjóta niður baráttuþrek araba. Segir manninn á skjánum ekki þann föður sem hún þekkti og augljóst að hann hafi verið undir áhrifum lyfja. ÍRAK Raghad Hussein, elsta dóttir Saddams Husseins, fyrrum Íraks- forseta, segist hafa brotnað niður og grátið þegar hún heyrði frétt- irnar af handtöku föður síns. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali á bandarísku CNN-sjónvarpsstöð- inni sem sent var út frá Amman í Jórdaníu í fyrradag. Raghad sagði einnig að tilgangurinn með því að sýna slæmt útlit og ástand föður hennar í sjónvarpi um víða veröld hafi aðeins verið að brjóta niður b a r á t t u þ r e k araba. Áður hafði Raghad haldið því fram að föð- ur hennar hefðu verið gefin ró- andi lyf daginn sem hann var handtekinn og það ítrekaði hún í viðtalinu á CNN. „Þetta var ekki sá faðir sem ég þekkti. Allir sem þekkja föður minn sáu að hann var ekki með fullri meðvitund. Ég sá það strax að hann var undir áhrifum lyfja og er hundrað pró- sent viss um það. Ég tel að ein- hver sem hann hefur treyst hafi sett eitthvað í matinn hans eða þá að einhverri hertækni eða gasi hafi verið beitt til að deyfa hann. Ég veit að annars hefði hann aldrei gefist upp,“ sagði Raghad og bætti því við að þetta hefði ver- ið eins og að horfa á sápuóperu. „Það var skelfilegt að sjá hann á skjánum. Mér fannst þetta hryllilegt, sársaukafullt og grimmilegt og það særði mig djúpt. Faðir minn var þekktur fyr- ir hugrekki sitt og staðfestu og sjálf varð ég vitni að styrk hans og þrautseigju á erfiðum tímum. Hann var alltaf stoltur og virðu- legur og hugrekki hans var þekkt, ekki síður gagnvart óvininum,“ sagði Raghad, sem vonast til þess að geta einhvern tíma hitt föður sinn aftur. Raghad, sem er ein þriggja dætra Saddams, sagðist ekki hafa trú á því að faðir hennar fengi sanngjörn réttarhöld vegna þess að ákvörðunin um það væri í höndum óviðurkenndra aðila. „Íraska framkvæmdaráðið hefur ekki hlotið viðurkenningu alþjóð- legasamfélagsins eða araba- heimsins. Það hefur í raun hvergi verið viðurkennt og þess vegna er ekki hægt að búast við réttlátum réttarhöldum,“ sagði Raghad, sem býr í Jórdaníu ásamt systur sinni Rönu. Þriðja systirin, Hala, er gift íraska herforingjanum Jamal Mustafa Abdallah, sem gaf sig fram við bandaríska herinn í Írak 17. maí. Hann var númer tíu á lista Bandaríkjamanna yfir eftir- lýsta stuðningsmenn Saddams Husseins. ■ Líkamsárás: Bræður dæmdir DÓMUR Tveir rúmlega tvítugir bræður voru dæmdir til að greiða 150 þúsund króna sekt í ríkissjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á dyravörð fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dómaranum þótti sannað að ann- ar bróðirinn hafi farið úr skónum og sparkað síðan tvívegis í dyravörð- inn Þá þykir víst að hinn bróðirinn hafi klipið um kynfæri dyravarðar- ins og sett fingur í auga hans. Hann neitaði því síðarnefnda en þrír báru vitni um að svo hefði verið. Ef bræðurnir greiða ekki sektina innan fjögurra vikna verður þeim að gert að sitja í fangelsi í sextán daga. ■ ÚTSVAR Tvö af hverjum þremur sveitarfélögum ætla að inn- heimta hæsta leyfilega útsvar á næsta ári. Meðalútsvar verður 12,83%, lítillega hærra en í ár þegar það er 12,80%. Sveitarfélögin sem innheimta hámarksútsvar, 13,03%, eru 67 talsins. Fimm sveitarfélög inn- heimta hins vegar lágmarksút- svar, sem er 11,24%. Þau eru Ása- hreppur, Helgafellssveit, Hval- fjarðarstrandarhreppur, Skil- mannahreppur og Skorradals- hreppur. Helgafellssveit og Svalbarðs- hreppur eru einu sveitarfélögin sem lækka útsvar milli ára, Helgafellssveit um 0,75 pró- sentustig en Svalbarðshreppur um 0,36 prósentustig. Níu sveit- arfélög hækka útsvar, Rangár- þing ytra mest eða um 0,59 pró- sentustig. Tekjuskattur verður 25,75% á næsta ári. Að viðbættu útsvari verður staðgreiðsluhlutfall skatta því 38,58% á næsta ári en er 38,55% nú. Áætlað er að stað- greiðslan skili ríkinu 67,3 millj- örðum króna en sveitarfélögum 66,5 milljörðum. ■ „Mér fannst þetta hrylli- legt, sárs- aukafullt og grimmilegt og það særði mig djúpt. ...núna á þremur stöðum Brettapakkar, 40% afsláttur -bretti og bindingar. Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is jólagjöf Hugmynd að ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 12 /2 00 3 Barnapakki 14.990 kr. Krakkapakki 17.990 kr. Unglinga/fullorðinspakki 19.990 kr. Verð gildir til jóla. KONUNGSSONUR Hákon krónprins mun gegna skyldum Haraldar föður síns á meðan hann jafnar sig eftir uppskurðinn. Konungurinn útskrifaður: Fékk bót meina sinna OSLÓ, AP Haraldur Noregs- konungur var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna krabbameins í þvagblöðru. Kon- ungurinn brosti og veifaði til mannfjöldans sem hafði safnast saman fyrir utan Ríkisspítalann í Osló til að fagna honum. Í yfirlýsingu frá norsku kon- ungsfjölskyldunni kemur fram að Haraldur sé við góða heilsu og allt bendi til þess að krabbameinið hafi ekki náð að breiðast út um líkmann. „Litið er svo á að kon- ungurinn hafi fengið bót meina sinna,“ stendur í yfirlýsingunni. Haraldur verður í veikinda- leyfi í allt að þrjá mánuði en á meðan mun Hákon krónprins gegna skyldum föður síns. ■ DÓMURINN KVEÐINN UPP Lee Boyd Malvo situr við hliðina á verjanda sínum í réttarsalnum í Chesapeake í Virginíu. HAFNARFJÖRÐUR Stærsta sveitarfélagið sem innheimtir hámarksútsvar af bæjarbúum er Hafnarfjörður. Tvö af hverjum þremur sveitarfélögum með hámarksútsvar: Níu hækka útsvarsprósentu RAGHAD HUSSEIN Á SKJÁNUM Raghad Hussein, sem er ein þriggja dætra Saddams, segist ekki hafa trú á því að faðir hennar fái sanngjörn réttarhöld, vegna þess að ákvörðunin um það væri í höndum óviðurkenndra aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.