Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 20
Alþingi hefur gert allt vitlaust.Ekki var annað að sjá en launamenn og atvinnurekendur ætluðu að gera kjarasamninga án átaka. Kröfur launþega þóttu hóg- værar og allir sögðu sem svo að nú yrði samið án verulegra átaka. Svo kom áfallið. Alþingismenn ákváðu að lag- færa eigin kjör. Sumir þeirra missa af sínu á meðan aðrir hagn- ast verulega. Almenningur horfir meira til þess sem bætist við kjör þeirra sem vel munu njóta en hirðir minna um þá sem aðrir þingmenn missa. Þegar þingmenn verja gerðir sínar benda þeir oftast á að þar sem framlag þeirra í lífeyris- sjóð hækki um eitt prósent jafn- gildi það eins prósent launalækk- un. Gott og vel. En ágæti þing- heimur, þetta eina prósent má sín lítils þegar á sama tíma er verið að hækka laun þriggja þingmanna um 50 prósent og auka eftirlauna- rétt forsætisráðherra verulega. Svo mikið að eftirlaunaréttur hans hækkar hugsanlega um eitt- hvað á annað hundrað milljónir króna. Þessar staðreyndir hafa haft mikil áhrif. Launafólki líkar þetta ekki. Ekki einu sinni þó hægt sé að nefna að flestir þingmenn lækki um eitt prósent á mánuði. Það dug- ar ekki, og alls ekki þegar einnig er horft til þess að laun ráða- manna hafa hækkað tvöfalt meira en meðallaun á þeim árum sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa verið við völd. Frá árinu 1995 hefur verið gert sér- stakt átak í að hækka laun þing- manna og ráðherra. Árangurinn er með ágætum, eða um 150 pró- sent hækkun. Vel má vera að laun- in hafi ekki verið næg og ástæða hafi verið til hækkunar. En var ekki nóg komið? Þurfti meira? Alþingi hefur gert allt vitlaust. Almenningi þykir nóg gert en fær engu áorkað. Gert er gert. Þeir þingmenn sem reyndu að berjast gegn breytingunum eru nánast út- hrópaðir. Þeir eru sagðir óstað- fastir. Eitt er að fá hugmynd að breyt- ingum á kjörum þingmanna og ráðherra og annað að framkvæma hana. Það er óskiljanlegt að for- ingjar stjórnarandstöðuflokkanna, Össur Skarphéðinsson, Steingrím- ur J. Sigfússon og Guðjón A. Kristjánsson, hafi samþykkt þegar Davíð kynnti þeim frumvarpið að leggja það fram í þingflokkunum og mæla fyrir því þar. Sáu þeir ekki hvaða áhrif málið myndi hafa? Eða gleymdu þeir sér? Hvað sem hægt er að segja er ljóst að Alþingi hefur gert allt vit- laust. Í stað þess að kjarasamningar yrðu gerðir átakalítið blasir við að samningaviðræður geta orðið lang- ar og strangar. Ekki vegna þess að launþegar vilji fá svo mikið meira en atvinnurekendur vilja borga. Nei, ástæðan er sú að Alþingi setti lög til að laga hag foringja sinna, í öllum flokkum. Þar er enginn und- anskilinn. ■ Nú þegar Saddam Hussein erkominn í leitirnar hafa spurn- ingar um það hvort Írakar hafi einhvern tímann átt gereyðingar- vopn, eða ekki, hugsanlega fallið nokkuð í skuggann. Formaður breska Íhaldsflokksins, Michael Howard, var í heimsókn í Írak í vikunni. Þar kom hann aftur inn á þessa lykilspurningu og gaf út yf- irlýsingu sem vakti athygli í breskum fjölmiðlum, en hann féllst á að það kynni vel að vera rétt að Saddam Hussein hafi ekki haft yfir neinum gereyðingar- vopnum að ráða, á þeim tíma þeg- ar Bretar og Bandaríkjamenn gerðu innrásina. Tók hann þar með undir yfirlýsingar Hans Blix, sem hann lét falla fyrr á árinu, þar sem hann hélt því fram að meint vopnaeign hefði ekki verið nægileg ástæða fyrir innrás. Howard notaði tækifærið og ítrekaði kröfur íhaldsmanna um að sjálfstæð og óháð rannsókn fari fram á þeim gögnum sem breska ríkisstjórnin notaði til þess að réttlæta innrásina, en á grundvelli þeirra var því haldið fram að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum og jafn- vel að hann gæti notað þau innan 48 tíma. Á móti dauðarefsingu Howard sagðist jafnframt vera á móti því að Saddam yrði dæmd- ur til dauða. Hann sagði það þó vera á valdi írösku þjóðarinnar að ákveða hver örlög hans yrðu. „Ég held að Bretar ættu ekki að freista þess að troða sínum gild- um upp á íraskan almenning,“ sagði Howard. Fremur ættu herir bandamanna að einbeita sér að því að koma á stöðugleika í land- inu, auka öryggið og koma hjólum efnahagslífsins í gang. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir fram- tíð allra á jörðinni að Írak verði aftur friðsælt og hagsælt ríki.“ Howard lýsti því jafnframt yfir, að hann hefði miklar efa- semdir um það, að ástæða væri til þess að grípa til aðgerða gegn öðr- um ríkjum, sem hugsanlega tengdust hryðjuverkum, en Norð- ur-Kórea og Íran hafa verið nefnd í því samhengi. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um óróann sem Alþingi skóp í kjaraviðræðurnar. 20 20. desember 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Umskiptin sem orðið hafa ípólitískri umræðu á síðustu tuttugu árum kristallast í því að Vigdís Finnbogadóttir mátti gjarnan tala um börn og skóg- rækt af því að þeir málaflokkar væru „ekki pólitík.“ Ég veit ekki hvort Vigdísi eða Kvennalistan- um beri meiri heiður af að hafa breytt þessu þegar börn eru ann- ars vegar. Fá mál eru nú fyrir- ferðarmeiri í pólitískri umræðu. Þessi þróun hefur ekki verið án átaka. Kannski er síminnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórnarkosningum órækasta vitnið um þau vatnaskil sem orðið hafa. Druslubílarallí Umræðan um leikskóla síðast- liðinn áratug tók eðli málsins samkvæmt mestan lit af biðlist- um og skorti á leikskólavist. Það skyldi engan undra. Fyrir aðeins tíu árum voru foreldrar eins og þeytispjöld milli leikskóla og vinnu í hverju hádegi þar sem fæstum stóð annað til boða en fjögurra tíma leikskóladvöl. Þetta var það sem Ingibjörg Sólrún kallaði druslubílarallí. Nú eru hins vegar meira en níu af hverj- um tíu börnum allan daginn á leikskólanum. Sífellt yngri börn fá vist og varla er alið upp barn í borginni sem ekki nýtur atlætis leikskóla Reykjavíkur áður en grunnskólaganga hefst. Í Reykjavík hyllir undir að öll börn sem náð hafa 18 mánaða aldri fái inni á leikskóla. Þótt póli- tísk umræða breytist stundum hægar en veruleikinn hlýtur þetta gerbreytta landslag að leiða um- ræðuna frá byggingum og biðlist- um til hins öfluga þroska- og upp- eldisstarfs sem unnið er í leik- skólunum. Víst er að þar er af nógu að taka. Af framúrskarandi verkefnum sem ná til nær allra leikskóla í Reykjavík má nefna örvun málþroska, grunnkennslu í táknum með tali, verkefni til að efla hreyfiþroska og fjölmörg önnur fyrirmyndarmál. Stig af stigi Nýjasta blómið í hnappagati leikskólanna ber nafnið Stig af stigi. Það er þjálfun til að auka fé- lags- og tilfinningaþroska barna á aldrinum 4 – 10 ára. Með mark- vissum aðferðum læra börnin gegnum lærdóm og leik að skilja aðra og láta sér lynda við þá, leysa úr vanda og nota til þess fé- lagslegan skilning auk þess sem þau læra að takast á við reiði og draga úr æsingi. Auk áhuga- verðra markmiða er Stig af stigi gott dæmi um nánara samstarf leik- og grunnskóla sem hlýtur að fylgja í kjölfar þess að leikskólar urðu fyrsta skólastigið. Sú breyting að leikskólinn sé fyrsta skólastigið hlýtur að kalla á umræður um hverju innra starf þeirra og uppeldisstefna á að skila börnum. Það hlýtur að verða annað stærsta verkefni næsta áratugar. Hitt er ekki síð- ur mikilvægt: Hvernig leikskól- ar geta stuðlað að því að börn nái að rækta hæfileika sína í áfram- haldandi skólagöngu, lífi og starfi. Í þeim skilningi geta leik- skólar orðið jöfnunartæki barna sem koma úr misjöfnum aðstæð- um. Og þess vegna eru Leikskól- ar Reykjavíkur stoltir af því að vera fjölmenningarlegir og öll- um opnir, fötluðum sem ófötluð- um. Leikskólinn á að vera fyrir alla. Í því felst barnapólitík nýrrar aldar. ■ Íþróttahreyfingin skæð í skattfé Íþróttahreyfingin er meðal skæðustu sækjenda í skattfé almennings sem um getur, en keppir þar við marga aðra fjár- freka þrýstihópa og engin leið er að fullyrða um hver þeirra er frekastur. Eitt er þó hægt að full- yrða: Reykjavíkurborg þurfti alls ekkert að taka hálfan milljarð króna aukalega af skattgreið- endum sínum til að byggja frek- ari mannvirki fyrir Knattspyrnu- félagið Val. Í stað þess að láta Val hafa þessa fjárhæð hefði mátt láta nægja að hækka skattana um 1,5 milljarða króna milli ára, og hefði ýmsum þótt nóg um samt. AF VEFÞJÓÐVILJANUM WWW.ANDRIKI.IS Heillaóskir til hægri! Annað sem lifir eftir þessa fyrstu mánuði nýs kjörtímabils er framganga stjórnarflokkanna í skattamálum. Stærri kosninga- loforð en þau sem uppi voru um stórfelldar skattalækkanir eiga sér vart fordæmi í íslenskri póli- tík. Milljarðatugum í skatta- lækkanir var lofað af báðum flokkunum þó að engin hafi nú toppað þann mikla „skatta- lækkanaflokk“ Sjálfstæðisflokk- inn. Þessu til viðbótar vann vösk sveit hægrimanna mikla sigra í prófkjörum flokksins og var gjarnan talað um heljarstökk til hægri. Enda varð brátt um nokkrar þingkonur flokksins sem töldust til hófsamra stjórn- málamanna, miðað við þessa hörðu hægrimenn sem lögðust í víking í prófkjörum flokksins. Það var því merkilegt að upplifa þegar fyrsta skattamál vetrarins á Alþingi var skattahækkun upp á rúman milljarð. Skattahækkun sem keyrði bensínverðið upp í að vera eitt það hæsta í heimi! Það er því rík þörf á heillaósk- um yfir á hægrivænginn og óska þeim til hamingju með árangur- inn. En loforðaskvaldrið er þagn- að fyrir löngu síðan. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON AF VEFNUM BJORGVIN.IS ■ Af Netinu Star Wars spilið Upplifið Stjörnustríð með þessu frábæra spili frá Ravensburger. Komið á friði og spekt í vetrarbrautinni með því að sameina góðu öflin. Hringadróttinsspilið Sérlega skemmtilegt og einfalt spil fyrir fjölskylduna. Spilið Hringadróttinsspilið um jólin og farið svo í bíó og sjáið myndina. SPILAJÓL Fást í verslunum um land allt Íslenskar leiðbeiningar DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um leik- skólamál Að gera allt vitlaust MICHAEL HOWARD Formaður breska Íhaldsflokksins var í Írak. Hann sagðist vera á móti því að Saddam Hussein yrði dæmdur til dauða, en þó væri það á valdi Írösku þjóðarinnar að dæma hann. Úti í heimi MICHAEL HOWARD ■ formaður breska Íhaldsflokksins, fór í heimsókn til Íraks. Michael Howard heimsækir Írak BÖRN Í LEIKSKÓLA „Fyrir aðeins tíu árum voru foreldrar eins og þeytispjöld milli leikskóla og vinnu í hverju hádegi þar sem fæstum stóð annað til boða en fjögurra tíma leikskóladvöl. Þetta var það sem Ingibjörg Sólrún kallaði druslubílarallí.“ Skoðundagsins Barnapólitík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.